Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 39
mfvs'i B00V5 PR'V . : MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 bama og fæddur er á afmælisdegi móður sinnar. Á þessum tímum voru kreppuár og ekki til að dreifa þeirri félagslegu samhjálp, sem við þekkjum í dag. En Kristín var þekkt af öðm en að láta bugast. Hún fékk vinnu hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fyrst við ræstingar en síðar við stjóm kaffistofu, sem hún stýrði í nær fjóra áratugi. Kristín hélt heimili með syni sínum til 1965. Bjó hún síðan í eig- in íbúð við Baldursgötu 17 í Reykjavík á meðan henni entist heilsa. í febrúar 1984 vistaðist hún á Hjúkmnarheimili aldraðra við Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem hún naut frábærrar umönnunar rúm- lega síðustu tvö æviárin. Ég man eftir Kristínu Oddsdóttur svo lengi sem ég man eftir sjálfum mér. I stríðsbyijun hafði hún fengið leigt húsnæði hjá afa mínum og ömmu, sem bjuggu í Lækjargötu 12 í Reykjavík, þar sem ég bjó jafn- framt með foreldmm mínum. Oft riflaði Kristín upp okkar fyrstu kynni er munu hafa farið fram er ég var tveggja ára og mætti henni í stiganum á leið upp í risið, þar sem þau Óttar bjuggu. Mér er sagt að ég hafi þá rekið upp org mikið og helzt viljað reka þessa bráð- ókunnugu konu úr mínum húsum. Engu að síður tókst með okkur Kristínu og Óttarí vinátta, sem enzt hefur allar götur síðan. í risið í Lækjargötunni var gott að koma og hlýja og glaðværð ríkti þar innan veggja. Kristín var kona hávaxin og glæsileg á velli. Hún hafði silf- urhvítt hár frá miðjum aldri, sem hún bar með prýði. Hún var vamm- laus, ábyrg og traust í hvetju því, sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var glaðvær og hafði ríka kímni- gáfu, hjálpsöm og fórnfús. Mér, er minnisstætt hversu mikill styrkur það var að hafa hana nálæga í veik- indum afa míns og ömmu og oft var hún til kvödd er mikið þótti liggja við. Jafnan var slík málaleit- an auðsótt. Hún var skoðanaföst og lá sjaldan á orðum, ef því var að skipta. Mér var ánægja að líta til Kristín- ar reglulega síðustu æviárin, því hún bjó jafnan yfir þeirri alúð, sem ég hafði ungur fundið hjá henni. Nokkrum árum fyrir dauða sinn færði Kristín mér að gjöf Biblíu, sem afi minn hafði gefið henni á sínum tíma. Jafnframt fylgdu nokk- ur tilmæli varðandi útför hennar. Mér er gjöfin einkar kær og mun hún verða mér til minningar um vináttu þeirra Óttars frá öndverðu. Blessuð sé minning Kristínar Oddsdóttur. Sverrir Ólafsson Kristín Odds- dóttir — Minning sínum til 1918 er hún veiktist og varð sjúklingur á Stórólfshvoli og Reykjavík í 2—3 ár. Eftir það bjó hún í Reykjavík, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Kjart- ani Magnýssyni frá Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Giftust þau árið 1928. Árið 1933 andast Kjartan og sit- ur þá Kristín ein eftir liðlega þrítug með soninn Óttar þriggja ára, en hann höfðu þau Kjartan átt einan Fædd 7. ágúst 1902 Dáin 19. júlí 1986 í dag fer fram útför tengdamóð- ur minnar, Kristínar Oddsdóttur, sem lést í Sunnuhlíð, hjúkrunar- heimili aldraðra í Kópavogi, á áttugasta og fjórða aldursári. Foreldrar Kristínar voru Hallfríð- ur Oddsdóttir og Oddur Biynjólfs- son ábúendur á Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri. Fátækt foreldr- anna mun hafa valdið því að Kristín var snemma látin í fóstur til vanda- lausra eða frá fjögurra til fjórtán ára aldurs. Það er þekkt staðreynd að á þessum árum mótast persónu- leiki einstaklingsins. Bams- og unglingsár Kristínar voru enginn dans á rósum en sterk skapgerð hennar stóðst þá raun og efldi sjálf- bjargarviðleitni hennar. Kristín fluttist úr foreldrahúsum sextán ára gömul. Það kom raunar ekki til af góðu því þá veiktist hún og varð að dvelja sjúklingur, fyrst á Stórólfshvoli og síðar á Landa- kotsspítala í ein 2—3 ár. Alla tíð síðan bjó hún í Reykjavík. Árið 1928 giftist hún Kjartani Magnússyni frá Hvítárholti í Hrunamannahreppi en hann Iést á Vífilsstaðaspítala árið 1933. Á með- an Kjartan lá á Vífilsstöðum heimsótti hún hann flesta daga og fór þá gangandi þangað suðureftir alla leið sunnan úr Skeijafirði. Það segir sína sögu um staðfestu og tryggð Kristínar og lífskjörin á kreppuárunum. Einkasonur Kristínar og Kjart- ans er Óttar, f. 1930. Eftir lát manns síns hélt Kristín heimili með syni sínum uns hann kvæntist und- irritaðri árið 1965. Þá fluttist hún í Iitla hlýlega íbúð á Baldursgötu 17, þar sem hún bjó siðan á meðan heijsan leyfði. í flóra áratugi starfaði Kristín hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún hafði þar eftirlit með ræsting- um og stýrði kaffistofu starfsfólks- ins._ Ég minnist þess er ég kom fyrst inn á heimili Kristínar og Óttars, ef til vill ekki alveg laus við ugg, því auðvitað var mér ljóst að í raun var ég þangað komin til að taka frá henni einkasoninn, í besta falli að deila honum með henni. En Kristín eyddi öllum ótta sem kann að hafa leynst í bijósti mínu. Ástúð- leg hlýja hennar var ósvikin og kom frá hjartanu. Ég kynntist glæsileika hennar og reisn. Heimilið bar vott smekkvísi og snyrtimennsku. Bæk- ur þöktu veggi. Mér varð fljótt ljóst að hún hafði mótaðar hugmyndir um það hvemig hlutunum skyldi hagað er tengdadóttirin kæmi til skjalanna. Ég held jafnvel að henni hafi þótt það vonum seinna að af því yrði. Kristín vildi búa út af fyr- ir sig og við því var auðvitað ekkert að segja. Og hún festi kaup á litlu íbúðinni sem áður er nefnd. Enginn getur óskað sér betri ömmu en böm okkar fengu að njóta þar sem Kristín var. Ætíð var hún boðin og búin til hjálpar og var þá raunar sama hver í hlut átti. Orð hennar stóðu sem stafur á bók. Henni mátti treysta á hverju sem gekk. Við emm rík af minningum um hana ömmu. Oft var suðað um að lesa nú sögu og oft mátti amma halda áfram að lesa þar til röddin hreinlega brast. Kristín amma var bókelsk og fundvís á efni sem féll í góðan jarðveg hjá bömunum. Hún hafði næma tilfinningu fyrir því sem spaugilegt var í efninu og oft var hlegið glöðum hlátri undir lestrinum hennar ömmu. Er heilsa Kristínar brast í byijun árs 1984 fékk hún inni í Sunnuhlíð, hjúkmnarheimili aldraðra í Kópa- vogi. Þar naut hún afar góðrar umönnunar lækna og hjúkmnar- fólks, sem seint verður fullþökkuð. Blessuð sé minning Kristínar ömmu. Jóhanna Stefánsdóttir Látin er í Kópavogi Kristín Odds- dóttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri á 83. aldursári. Kristín fæddist 7. ágúst 1902, dóttir ábúendanna þar, Odds Brynj- ólfssonar og konu hans Hallfríðar Oddsdóttur. Hún var fímmta í röð níu systkina og em tvö þeirra enn á lífi. Það lýsir nokkuð lífsbaráttu fyrri tíma, að foreldrar á bammörgum heimilum máttu oft sjá af börnum sínum til fósturs um langan veg svo bjóða mætti þeim, sem eftir sátu í heimahúsum betra lífsviðurværi. Ekki hefur Kristín farið varhluta af þessu í sinni bemsku í byijun aldarinnar er hún vistaðist á ýmsum bæjum í Álftaveri og nágranna- sveitunum. Á fyrsta aldursári var hún töku- bam í Fjósum til ársins 1904, þá var hún hjá foreldmm sínum á Þykkvabæjarklaustri til 1906, síðan var hún tökubam á Heijólfsstöðum til 1908 og í Langholti til 1916. Því næst var hún hjá foreldmm w ■ ■ ■; HÚÐILMUR Spennandi ilmteaondir sem gera þér lífio léttara. MÝKJANDI ILMKVOÐA Mýkjandi ilmkvoða er nýjung í húðsnyrtingu. Auðveld « notkun og smýgur fljótt inn í húðina COOL CHARM VOPN í BARÁTTUNNI St&an ThöRARENSEN hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.