Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 15 HLJÓMEYKI Tónlist Jón Ásgeirsson Sönghópurinn Hljómeyki stóð fyrir tónleikum í Skál- holti sl. helgi og flutti tónverk eftir Nysted, Holmboe, Speight, Báru Grímsdóttur, Byrd og Britten. Auk þess flutti strengjakvartett tvær fúgur úr List fúgunnar, eftir J.S. Bach. Fyrsta lagið var „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yð- ur“ eftir Nysted og annað lagið var Lofíð Drottin" eftir Holmboe. Bæði lögin eru fallega samin kórlög, en þess gætti nokkuð, sérstaklega í seinna laginu, að hópurinn hefði þurft taktsláttu- mann. Fyrir kór að vera laus við að þurfa stjóm, er stuðli að sam- tökum, þarf svo mikla æfíngu og öryggi, sem þrátt fyrir að margt væri vel gert í söng Hljómeykis, var því miður ekki alveg í lagi. Eftir John Speight var sungið lag sem undirritaður hefur ekki heyrt áður, við textann Locus iste. Lagið er fallegt en allt of stutt. Sem hlé fyrir söngfólkið flutti strengjakvartett, mannaður að mestu söngmönnum úr söng- flokknum, fyrstu gerð fúgunnar úr List fúgunnar eftir Bach. Flutningurinn var þokkalegur enda eru flytjendumir enn í námi eða nýbúnir hér heima. Varðandi flutning á fúguverki, hefði mátt án þess þó að mismuna í styrk, leggja örlítið meiri áherslu á stefíð er það birtist. Þannig hefði sköpunargerð fúgunnar heyrst. Bára Grímsdóttir átti næsta verk, sem heitir Svo þú gætir óskað, við texta eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Lag þetta er fyrir einsöng, strengjakvartett og kór. Verkið er nokkuð laust í formi, bæði hvað snertir fram- sögn textans og samspil söngs- ins og strengjanna, auk þess sem kórinn hefur vandræðalega lítið að gera. Samt var að heyra í þessu nemendaverki ýmislegt fallegt og jafnvel ýmislegt inni- legt frá hendi tónsmiðsins unga og var verkið vel flutt af Mörtu Halldórsdóttur, sem söng ein- sönginn. Næst var fímmta gerðu fúgu- formsins leikin og um þann flutning gildir það sama og um fyrri fúguna. Þrjú síðustu verkin em ensk, tvö eftir Byrd og eitt eftir Britten. Þar mátti heyra ýmislegt sem Hljómeyki getur vel gert, hljómfallegan söng og samvirkan. Léttir, þægilegir, öruggir, standast alla öryggisstaðla ÍSAGA Breiðhöfða 11 112 Reykjavlk Sfmi 68-87-45 AH 29 Fyrir spraulun RACAL öryggisbúnaður gegn loft- mengun er viðurkenndur sem bún- aður í sérflokki hvað snertir þægindi og öryggi. Samningur okkar við RACAL, fram- leiðendur airstream, tryggir mun lægra verð en áður hefur þekkst á þessum gæðavörum hér á landi, auk bestu hugsanlegrar tækniþjónustu. Dælir hreinu lofti í sífellu inn í hjálm- inn og kemur þannig í veg fyrir að ryk og uppgufun komist í öndunar- færi notandans, — mengunarvörn sem ekki er hægt að afþakka vegna þess að hún sé óþægileg í notkun. H1 Fyrir málmiönað AH 2 Fyrir rafsuðu Til nota í ryki og uppgufun, svo sem við • sementsframleiðslu • álframleiðslu • málun og sprautun • rafsuðu og aðrar greinar málmiðnaðar • landbúnað • og ótal margt annað Sýnishorn á staðnum Viö kynnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.