Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 31

Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 31 Afmælisrokk á Arnarhóli AFMÆLISNEFND Reykjavíkur hefur falið íþrótta- og tómstundaráði að hafa umsjón með rokktónleikum á Arnarhóli þriðjudaginn 19. ágúst nk., í tengslum við 200 ára afmæli borgarinnar. Þær hljómsveitir sem hafa áhuga á því að spila á „Afmælisrokkinu“ þurfa að skrá sig í síma 3 59 35 (Ólafur Jónsson) eða 62 21 20 (Jó- hannes Hauksson). Skráningar- frestur rennur út 6. ágúst og mun þá sérstök nefnd velja hljómsveitir úr hópi umsækjenda. Á tónleikunum verður nýttur all- ur sá ljósa- og hljómtækjabúnaður sem settur verður upp í tengslum við afmælishátíðina. Miklaholtshreppur: Útlit f yrir góðan heyskap Borg I Miklaholtshreppi. GOTT útlit er nú fyrir góðan heyskap hér um slóðir. Að vísu var grasvöxtur seinni á ferðinni en í fyrra. Sólarleysi í júní tafði fyrir sprettunni, allt hey sem búið er að hirða er slegið í 1 sprettu og ætti fóðurgildi þess að vera gott. Þá er búið að setja klæðningu á þjóðveginn frá Vegamótum að Stóru-Þúfu. Er það góð samgöngu- bót sem við öll fögnum. Hið árlega hestamannamót Snæfellinga var um síðustu helgi á Kaldármelum. Mikil umferð hestamanna var hér á vegum síðari hluta vikunnar. Á laugardagskvöldið var svo dansleik- ur á vegum hestamannafélagsins í Lindartungu. Tvö umferðaróhöpp urðu hér um helgina. Annað fyrir vestan Vega- mót, en hitt hjá Furubrekku í Staðarsveit. Engin slys urðu á fólki og farartæki lítið skemmd. Mikil umferð ferðafólks hefur verið hér um héraðið undanfarandi daga. Enda veður eins gott og getur ver- ið, bjart og hlýtt. Ferðamaður sem leggur leið sína um Snæfellsnes í góðu veðri hefur margt að skoða í tilbreytingarríku og sögufrægu hér- aði sem hefur margbreytilegt landslag, sem gleður auga ferða- mannsins. Páll Heíta vatnið erekki óþrjótandi nema Sum lífsþægindi eru svo samtvinnuð daglegu lífi okkar að við tökum naumast eftir þeim. Þannig finnst okkur heita vatnið ósköp hversdags- legt og lítilvægt, nánast jafn- sjálfsagt og andrúmsloftið. Ekkert er t.d. eðlilegra en að geta skotist í heitt og notalegt bað hvenær sem er nema... nema ef lokað er fyrir heita vatnið. Þá vekur köld gusan okkur til umhugsunar og skyndilega er smáatriðið orðið að aðalatriði. Allt í einu jafnast ekkert á við heitt vatn. Heitt vatn úr iðrum jarðar er auðlind sem mikilvægt er að nýta. Hitaveita Reykjavíkur kappkostar að miðla þessari verðmætu orku skilvíslega og hnökralaust til notenda. Til að það sé unnt verða orkukaup- endur að greiða skilvíslega fyrir þjónustuna. Hafðu hug- fast að heita vatnið er ekki óþrjótandi nema þú greiðir orkureikninginn. Láttu orkureikninginn hafa forgang. RAFMéGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 Ný nuddstofa í Garðahæ Sigrun Gunnsteinsdóttir nuddari hefur opnað nuddstofu í Iðnbúð 4, Garðabæ, þar sem fyrir er Hárgreiðslu- og snyrtistofan Andrómeda. Í fréttatilkynningn segir að þar sé boðið upp á almennt líkamsnudd og „kwik slim“-vafninga í þægilegu andrúmslofti. Frá unglingamóti i Vatnaskógi 1985. Vatnaskógur: Kristilegt ungl- ingamót um verslunar- mannahelgina UM Verslunnarmannabelgina verður haldið kristilegt ungl- ingamót í Vatnaskógi við Hval- fjörð. Mótið er haldið af KFUM og K og er yfirskrift þess „Jesús lifir, en þú?“ Ymislegt verður til skemmtunar á mótinu, t.d. knattspyma, kodda- slagur, hæfíleikakeppni, reiptog fjörusöngur, eldvera, biblíulestrar, kvöldvökur og fleira. Mótsgjald er kr.500. Mótið verður að mestu sniðið fyrir ungt fólk en allir eru velkomn- ir. Áfengi og önnur vímuefni eru stranglega bönnuð. Hægt erður að fá keyptan mat og einnig verður sjoppa á staðnum. Gist er í tjöldum en þeir sem vilja heldur gista inni geta pantað fyrir 30.júlí á skrif- stofu KFUM og K f síma 23310.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.