Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 I HEEMSKAUTS SPAUGARAR í GRÍMSEY „Grímsævintýri gerast enn,“ sagði Valgeir Guðjónsson stuð- maður á eftirminnilegu balli í Grímsey ÞAð ER EKKI oft að fógetmn kemur i Tálknafjörð, segir gam- alt máltæki. Hætt er við að Grímseyingum hafi orðið eitt- hvað svipað við, þegar sú frétt barst eyjaskeggjum til eyraa að Stuðmenn væru væntanlegir til Grímseyjar. „Annað eins hefur ekki gerst siðan sumargleði Ól- afs Gauks var hér á ferðinni", sagði einn lífsreyndur Grimsey- ingur. Stuðmenn og lið þeirra ýttu úr vör frá Dalvík rétt fyrir hádegi á þriðjudag. Einn mann vantaði þó í hópinn, en það var Þórður gítarleik- ari, enda er langt síðan hann uppgötvaði, að magi hans og öldur hafsins eiga ekki samleið; flaug hann því til Grímseyjar. Farkostur- ••■í'inn til Grímseyjar var 28 tonna bátur frá Arskógssandi, Sólrún. Stuðmenn voru reyndar ekki alveg sáttir við nafn fleysins og var því hið snarasta breytt í Stuðrún. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara sjóleiðina var sú, að tveggja tonna farangur þeirra Stuðmanna var of stór biti fyrir Flugfélag Norð- urlands að kyngja. Ferðin til Grímseyjar tók um fjór- ar klukkustundir og reyndist mönnum misjafnlega. Þegar komið •'var út fyrir Eyjafjörð tók að gefa á Stuðrúnu og uppgötvuðu þá margir að þeir höfðu betur átt sam- leið með Þórði. Sumir í hópnum urðu illa sjóveikir, aðrir fengu eftir- köst rauðvínsdrykkju daginn áður og enn öðrum varð óglatt af þvi að horfa á vafasamar myndbands- spólur. Byggðastefna Stuðmanna Ferðin til eyjar miðnætursólar- innar er liður í heimsreisu Stuð- manna um Island; vikuna áður skemmtu þeir í Miðgarði, Laugum og Sjallanum á Akureyri. Eftir 0t Grímseyjarferðina var ætlunin að skemmta fimmtudag, föstudag, Iaugardag og sunnudag á Seyðis- fírði, Neskaupstað, Fáskrúðsfírði og Höfn í Homafírði. Vikuna þar á eftir ætla Stuðmenn að leggja Vest- firði að fótum sér og síðar að lokinni Þjóðhátíðinni í Eyjum, hafa þeir í hyggju að heimsækja Norðurland aftur, og fara þá til Hríseyjar. En hvers vegna Grímsey? „Það er byggðastefna okkar Stuðmanna sem ræður“, segir Jakob Magnús- son stuðmaður, „við viljum þjóna okkar fólki, hvar sem það er, til sjávar eða sveita. Þess vegna svíður okkur þau ummæli í blöðum sárt, sem höfð eru eftir hrokafullum bú- •‘•'andkörlum í einkennisbúningum, að tónlist okkar stofni til óláta og ölvunar. Okkur er jafnvel borið það á brýn að valda ölvunarakstri. Það sem einfaldlega veldur öllum ólát- unum, er að fulltrúar löggæslu- valdsins á viðkomandi stöðum halda fast í einhvern týndan lagabókstaf og neita að hleypa fleirum inn, en sætapláss er fyrir. Auðvitað hleypur illska í fólk, sem keypt hefur sér sætaferðir á ballstað, en kemst svo ekki inn.“ ^Ný plata í haust og Evrópuferð. Eins og alþjóð veit, eru Stuðmenn nýkomnir úr Kínareisu. Jakob var spurður um framtíðaráform í kjölfar þeirrar frægðarfarar. „í ársbyijun sömdum við áætlun til eins árs og er það í fyrsta sinn sem við gerum _ slíkt. Með haustmánuðum kemur Hljómflutningstækin á leið upp í félagsheimili. Stuðmenn á norðurheimskautsbaug. Vegna anna mátti EgiU ekki vera að þvi að Uta við. Ekki er annað að sjá en að Grímseyingar séu sæmilega ánægðir með stórhljómsveitina Stuðmenn. út ný hljómplata með okkur, og einhvem tíma í kjölfar hennar er ætlunin að drifa sig í hljómleikaferð til Evrópu." Um frekari áform vildi Jakob ekki tjá sig að svo stöddu. Grímseyskar jógTÍrtkökur. Stuðrún kom að Iandi í Grímsey um kl. 4 síðdegis, í dumbungs- veðri. Þar tóku á móti hópnum Kristjana Bjamadóttir og systir hennar, Siggerður, en undirbúning- ur tónleikanna og framkvæmd, að því er að heimamönnum sneri, var að mestu á þeirra herðum. Eigin- maður Kristjönu, Héðinn Jónsson, gerði hlé á heyskap og flutti hljóm- flutningstækin með dráttarvél sinni að félagsheimili þeirra Grímsey- inga, Múla. Komið hafði verið fyrir aukarafstöð til þess að hljómsveitin hefði örugglega nægilegt afl. Til hennar kom þó ekki. Þegar búið var að koma farangri fyrir í félagsheimilinu bauð kven- félagsformaðurinn öllum hópnum eða fjórtán manns í kaffi með heimabökuðum jógúrtkökum. Áttu menn ekki orð til að dásama jógúrt- kökur þessar, enda munu þær vera frægar um sjö sveitir. Heimsskautsspaug Að innbyrtu kaffí og jógúrtkök- um fóru rótaramir í félagsheimilið Egill dansar við landslið Grímseyjar í dansi. til þess að setja upp hljómflutnings- tækin, en Stuðmenn skruppu hins vegar á „bauginn“, en eins og kunn- ugt er, liggur norðurheimsskauts- baugur um Grímsey, nánar tiltekið við bæinn Bása, en það ku vera nyrsta byggða ból landsins. Yfír bauginn var svo farið með hinu fræga stuðmannahoppi. Egill mátti lítið vera að því að hoppa yfír baug- inn enda átti hann í fullu fangi með að gera við skiltið, þar sem vísað er til vegarins til helstu borga heimsins. „Egill má ekki sjá neitt bilað eða brotið, þá reynir hann að gera við það,“ sagði einn stuðmað- urinn hrærður. Eftir að hafa hoppað yfir bauginn, fengu Stuðmenn skjal frá Alfreð Jónssyni, heimsskauts- verði, þess efnis, að þeir hefðu farið norður fyrir bauginn. Að loknu heimsskautsspaugi snæddu Stuðmenn síðan spergla og hangikjet hjá Kvenfélagsformann- inum. Stuðmenn verða sjaldan orðlausir, eins og flestum er kunn- ugt, en við þessar glæsilegu veiting- ar vafðist þeim heldur betur tunga um höfuð. Morgunblaðið/SAS Boðkerfi Grímseyjar Upphaflega stóð til, að aðeins yrðu haldnir tveggja tíma tónleikar í Grímsey, en þegar komið var til eyjarinnar var hins vegar horfíð frá þeirri fyrirætlan enda ljóst að eyja- skeggjar vildu meira. Var því ákveðið að skipta dagskránni í tvennt; annars vegar tónleika, sem allir gátu fengið aðgang að, og hins vegar ball fyrir hina fullorðnu. Ákvörðun þessi var svo gerð heyrin kunnug á þann hátt, að böm gengu í öll hús bæjarins og báru boð á milli húsa. Afskaplega einfalt boð- kerfí og ódýrt. Díana Mjöll Tónleikamir hófust um kl. 21.30, og voru um sjötlu manns á staðnum í upphafí. Böm vom sérstaklega áberandi á tónleikunum og dönsuðu þau og hlupu eins og þau ættu lífið að leysa, á meðan hinir eldri sátu hinir rólegustu og nutu tónlistar Stuðmanna. Tvö laganna á tónleik- unum vom sérstaklega tileinkuð ungri stúlku, Díönu Mjöll, en það var Stuðmönnum sérstakt ánægju- efni að spiia fyrir hana. Þegar leið á tónleikana tók fólk að drífa að úr báðum áttum (áttimar em bara tvær í Grímsey: inneftir og úteftir); sjómenn komu beint úr róðri og bændur komu fínpússaðir á dráttar- vélum, enda er dráttarvélin helsta farartækið á eynni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.