Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 3

Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 3 „Ekki sannfæring fyrir því að þetta væru hagstæð kaup“ segir Davíð Oddsson um afstððu borgarráðs Medal atriða á lokahátíð N’Art ’86 á sunnudaginn var flugdrekahátið við tjaldið á Háskólavellinum. Þar brugðu krakkar á Ioft drektim sem þau höfðu sjálf búið til. Morgunbiaðið/Árni Sœberg „Hátíðin tókst mjög vel“ — segir Birgir Edvardsson framkvæmdastjóri N’ART Norrænu menningar- og’ lista- hátíðinni, N’ART, lauk nú um helgina. Að sögn Birgis Edvards- sonar, framkvæmdastjóra N’ART, tókst hátíðin mjög vel. Hátíðin stóð í tíu daga og var boðið upp á flestar tegundir listar og skemmtiatriða. Má þar nefna myndlist af ýmsu tagi, leikhúsverk úr öllum áttum, sirkus og tónleika, bæði sígilda tónlist, nútímatónlist, rokk og fleira. Birgir sagði að aðstandendur N’ART væru harðánægðir með há- tíðina í heild og undirtektirnar sem Þrotabú Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum: Heimamenn hafa gert tilboð hún hefði fengið. „Við reyndum að bjóða upp á gæðadagskrá við sem flestra hæfi og það hefur sýnt sig að Reykvíkingar eru opnir fyrir nýungum og hafa tekið hátíðinni mjög vel. „ÞAÐ var ekki sannfæríng fyrír því í borgarráði að þetta væru hagstæð kaup fyrir Landsvirkj- un, en þó vildi borgarráð ekki að öðru leyti taka efnislega af- stöðu til málsins heldur taldi það vera verkefni stjómar Lands- virkjunar að gera þetta upp við sig,“ sagði Davíð Oddsson, borg- arstjóri, um afstöðu borgarráðs til fyrirhugaðra kaupa Lands- virkjunar á eignum Jarðvarma- veitu ríkisins í Bjamarflagi. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á sunnudag eru líkur á að stjóm Landsvirkjunar muni á næstunni taka ákvörðun um umrædd kaup, en samkvæmt fyrir- liggjandi samningsdrögum er kaupverð um 120 milljónir króna, sem greiðist á 15 árum. Stjóm Landsvirkjunar óskaði eftir að eignaraðilar að fyrirtækinu létu í ljós afstöðu til kaupanna. Bæjarráð Akureyrar samþykkti fyrir sitt leyti kaupin, en borgarráð Reykjavíkur samþykkti að mæla ekki með þeim, en taldi að stjóm Landsvirkjunar bæri að afgreiða málið endanlega. Davíð Oddsson, sem á sæti !■ stjóm Landsvirkjunar, kvaðst gera ráð fýrir að hann myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um málið. Hver ók á mann og konu? LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að fá upplýsingar um slys sem varð á Vatnsmýr- arvegi gegnt BSÍ á sunnudag, en þar var ekið á mann og konu. Það var um áttaleytið á sunnudagskvöld að maður og kona stigu út úr strætisvagni við Vatnsmýrarveg og urðu bæði fyrir bifreið. Ekki urðu meiðsli þeirra mikil, en konan ræddi við ökumann bifreiðarinn- ar um stund. Slysarannsóknar- deild lögreglunnar vill nú gjaman ræða við konu þessa og ökumanninn til að fá nánari upplýsingar um málavöxtu. EIGNIR þrotabús Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum hafa veríð auglýstar til sölu, en verk- smiðjan er nú starfrækt af heimamönnum sem hafa hxma á leigu til 1. september. Að sögn Haraldar Blöndal, bú- stjóra þrotabúsins, hefúr tilboð borist frá heimamönnum í eignir þrotabúsins. Þrotabúið á helming Þörungaverksmiðjunnar en hinn helmingurinn er í eigu ríkisábyrgð- arsjóðs. Einn aðili annar mun hafa sýnt áhuga á að kaupa eignir þrota- búsins með það fýrir augum að reka verksmiðjuna áfram. Um skuldir þrotabúsins gat Har- aldur ekki tjáð sig að svo stöddu þar sem kröfulýsingarfrestur er nýmnninn út og höfðu kröfur ekki verið teknar saman. Tilboðsfrestur í þrotabú Þörungavinnslunnar á Reykhólum rennur út 31. ágúst. Vestur-Húnavatnssýsla: Höfðaverk átti lægsta tilboðið í vegagerð TILBOÐ f styrkingu og malar- slitlög á vegi í Vestur-Húnavatns- sýslu voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins í gær. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 4.760.000 krónur. Lægsta tilboðið átti Höfðaverk hf. á Hvammstanga, 3.518.050 krónur, eða 73,9% af áætlun. Um er að ræða 18 km kafla, og eiga að fara í hann 30.000 rúm- metrar af efni. Fimm verktakar gerðu tilboð í vegargerðina. Henni skal lokið fyrir 30. september í haust. Hjá Sláturfélaginu færðu allt í grillveisluna og að auki fylgja hér nokkur heilræði um steikingu á teini Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og medisterpylsumar okkar vinsælu, kol, grillolíu, ótal tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem þarf til að útbúa gimilega grillveislu. Hellræði um steikingu á teini Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en það er ekki sama hvemig það er gert. Best er að smyrja teininn vel áður en þiætt er á hann. Grænmetið er gott að skera í aðeins stærri bita en kjötið svo það verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á Ifka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið - annars ofþomar hann og skorpnar. Best er að nota griliolfu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran og bragðgóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu á eftir. Varast ber að stinga í kjötið á teininum - þá lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðlegt að strá salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS GOTT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.