Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 52

Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 52
* 52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 J. > * < Nítjánda landsmót skáta í Viðey 27. júlí i 3. ágúst abriel Höggdeyfar^ éA CSvarahlutir ^ Hamarshnffta 1 Hamarshöfða 1 Símar 36510 og 83744 GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVflRI 2000 Guðjón Sigmundsson, skátaforíngi þeirra Sólheimamanna, mætti til leiks í hásæti sínu eins og sést. Átján skátar frá Sólheimum taka þátt í landsmótinu, en þar var fyrir nokkru stofnað skátafélag’ undir stjórn nokkurra skáta úr Reykjavik sem nú eru starfsmenn Sólheima. hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni i fljótandi ástandi, en hleypa raka i loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. Borgar- dagur í dag íslendingum boð- ið til kvöldvöku í dag, þriðjudag, er borgar- dagur á vegum landsmóts skáta í Viðey. Lýðveldið heim- sækir meginlandið og munu Viðeyjarbúar bjóða íslending- um öllum á kvöldvöku í Laugardalshöll kl. 19.30 í kvöld sem standa mun í tvo tima. Viðeyjarbúum verður skipað á land milli kl. 9.00 og 11.00 og hefur skátunum verið skipt upp I 65 tíu manna hópa og á hver þeirra að leysa ákveðið verkefni í dag. Útbúnar hafa verið þrenns konar leiðir og verður a.m.k. einn íslendingur í hverjum hópi sem kúnnugur er staðháttum. Leikirnir eru fólgnir í því að þraeða ýmsa pósta í réttri röð og leysa þau verkefni sem fyrir hópana eru lögð á hveijum pósti. Nýtt skátalýðveldi stofnað í Viðey NITJÁNDA landsmót skáta var sett í Viðey sl. sunnudag að hætti lýðveldisstofnunar okkar íslendinga, en lýðveldinu i Viðey stýra nú skátar þar til um næstu helgi að þing verður rofið og lýðveldi þeirra af lagt þegar skátalandsmóti lýkur. í Viðey voru samankomnir jafnt ungir sem gamlir skátar við setn- ingu mótsins, auk Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra, alls um 1.000 manns, og var sá yngsti 3 mánaða en sá elsti að nálgast áttugasta aldursárið. Veður spillti engu við setningu mótsins og unnu menn af krafti við að koma upp tjaldbúðum og öðrum þeim þrekvirkjum sem fylgja skulu sjálfstæðu lýðveldi, meðal þeirra verslun, banki, póst- hús, ferðaskrifstofa, tollgæsla og sjúkrahús. Á landsmótinu er fjöldi erlendra skáta, allt frá Norðurlandabúum til Ástralíumanna og Japana auk Svisslendinga, Grikkja, ítala, Breta, Bandaríkjamanna, Þjóðveija, Lúx- emborgara og fleiri þjóðema. Þeir komu ekki allir með löngum fyrir- vara, t.d. hringdu Grænlendingar á fimmtudaginn til að spyijast fyrir um mótið og voru lentir á íslandi daginn eftir. Fyrsta skátalandsmótið, sem haldið var hér á landi, var sett í Þrastaskógi árið 1925. Síðan þá hafa verið haldin 18 landsmót og reynt er nú síðustu árin að hafa þau á fjögurra ára fresti. Miðað við þá reglu átti að halda landsmót sl. sumar, en því var frestað um eitt ár svo að landsmótið bæri upp á sama ár og 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Skátalandsmót er nú í fyrsta skipti haldið í Viðey þótt ýmis félög hafi haldið sín sjálf- stæðu mót þar í gegnum árin. Flest hafa mótin verið á Þingvöllum, alls sex sinnum, þijú hafa farið fram við Hreðavatn og tvö við Úlfljóts- vatn. Annað landsmótið, sem haldið var árið 1928, fór fram í Laugardal og einnig hafa landsmót verið hald- in á Akureyri, Húsafelli, Vaglaskógi og Mývatnssveit. Klukkan 15.00 á sunnudag mars- éruðu allir skátar, þingmenn og sýslumenn í Viðey saman á hátíð- arsvæði, hvert þjóðarbrot undir eigin fána og í viðkomandi skáta- búningum. Tíu manna ríkisstjóm var skipuð stjórn mótsins og sýslu- mennimir fímm sáu um yfírstjóm tjaldbúðanna, sem skiptust í Aust- ur-, Vestur-, Norður- og Suðursýsl- ur auk Efrisýslu þar sem vom fjölskyldu- og vinnubúðir. Aldursforsetinn, Yngvinn Gunn- laugsson, sem jafnframt var utanríkis- og §ölskyldumálaráð- herra, gekk fram og lét kjósa þingritara og þingforseta sem sam- þykkt var með þreföldu klappi þjóðarinnar að hætti skáta. Þing- forseti lagði fram tillögur um lýðveldisstjóm og fór fram á traustsyfírlýsingu með nafnakalli til þingmanna. Því næst gekk for- sætisráðherra fram, Benjamín Axel Ámason, sem jafnframt er formað- ur Bandalags íslenskra skáta, fékk skikkju, þakkaði traust og mælti fyrir tillögum um lög lýðveldisins sem þingheimur samþykkti. Forsætisráðherra bar upp þá til- lögu að Ágúst Þorsteinsson, skáta- höfðingi Islands sl. sex ár, yrði kosinn forseti lýðveldisins og lét „þjóðin" í ljós samþykki sitt með lófaklappi. Forseti fékk því næst tilheyrandi skikkju og sór eið sinn, skátaheitið, og undirritaði skátalög- in. Fulltrúar hinna erlendu þjóða viðurkenndu nýja lýðveldið með því að draga upp fána sína og að lokum var þjóðsöngur Viðeyjar sunginn. Forsetinn flutti ræðu við tæki- færið og sagði þá: Viðeyjarbúar! Með helti mínu hef ég staðfest stjómarskrá nýs lýðveldis í Viðey. Stjómarskráin er skátaheitið sem allir þegnar lýðveldisins em búnir að gangast undir. Lög okkar em skátalögin, sem allir þegnar lýð- veldisins em einnig búnir að læra. Á þessum lýðveldisdegi skora ég á alla þegna að ástunda lög og stjóm- arskrá okkar af alefli. Kjörorð okkar Viðeyjarbúa er „verið við- búin“. Þess vegna notum við hveija stund til að ná því markmiði að vera viðbúin. Erlend ríki hafa nú þegar viðurkennt lýðveldi vort og staðfesta það með því að draga þjóðfána sína að húni. Verið viðbúin! Forseti lýð- veldisins var einróma kjörínn Agúst Þor- steinsson Séð yfir hluta tjaldbúðanna í Viðey. Skátar gengu fylktu liði til hátíðarsvæðis rétt fyrír kl. 15.00 sl. sunnudag til að vera viðstaddir lýð veldisstofnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.