Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 Filippseyjar: Tolentino ákærður fyrir uppreisnina Manila, AP. LÖGREGLA lagði í gœr fram ákæru á hendur Arturo Tol- entino, fyrrum utanríkisráð- herra og varaforsetaefni Marcosar, og 40 öðrum ein- staklingum, sem tóku þátt í misheppnaðri uppreisn gegn Aquino-stjórninni fyrr í þessum mánuði. Neptali Gonzales, dómsmálaráð- herra, segir, að samkvæmt lögum muni saksóknari nú framkvæma undirbúningsrannsókn til þess að ganga úr skugga um, að ástæða sé til réttarhalda yfír mönnunum. Verði það raunin munu handtöku- tilskipanir verða gefnar út á Tolentino og fylgismenn hans. Aquino forseti hafði áður boðið mönnunum sakaruppgjöf ef þeir vildu vinna eið að bráðabirgða- stjómarskrá landsins. í gær unnu fjölmargir hermenn, þar á meðal Enrile, landvamaráðherra, Ramos, yfirhershöfðingi, ásamt æðstu yfir- mönnum Filippseyjahers, eið að stjómarskránni og hétu Aquino trúnaði við hátíðlega athöfn á Menuhin í Skotapilsi Yehudi Menuhin, fiðluleikarinn heimsfrægi, klæddist Skotapilsi er hann var í fararbroddi fiðluleikara við setningu 13. Sam- veldisleikanna í Edinborg sl. fimmtudag. ýmsum stöðum í landinu. Tolentino neitaði að vinna eiðinn, en tveir hershöfðingjar, sem studdu hann í uppreisninni, tóku þátt í athöfn- inni. Annar þeirra, Luther Custid- io, var á sínum tíma ákærður fyrir þátttöku í mórðinu á Benigno Aqu- ino, eiginmanni Aquino forseta, en sýknaður. Hugsanlegt er, að morð- málið verði tekið til nýrrar rann- sóknar. Enrile sagði eiðtökuna í gær hafa verið nauðsyulega til að eyða orðrómi um að heraflinn væri ekki trúr Aquino forseta. Ramos minnti hermennina á, að forsetinn væri æðsti yfirmaður heraflans. Eftir uppreisnartilraun Tolentin- osar bannaði stjómin flöldafundi stuðningsmanna Marcosar. Á sunnudaginn eyddi lögreglan slíkum fundi, sem aðstandendur höfðu sagt vera söngkeppni, í Manila með harkalegum aðferðum og beitti m.a. táragasi. Skömmu seinna börðu Marcosar-sinnar mann nokkum til bana, þar sem þeir töldu hann vera stuðnings- mann Aquinos. Margir fréttamenn og ljósmyndarar vom vitni að at- burðinum og skárust í leikinn, en maðurinn lést á leiðinni á sjúkra- hús. Skákmótið í Bienne: Lobron efst- ur eftir 6 umferðir Bienne, AP. VESTUR-ÞÝSKI stórmeistar- inn Eric Lobron var efstur eftir sex umferðir á skákmót- inu í Bienne í Sviss, en i þeirri umferð sigraði hann Sviss- lendinginn Werner Hug. Öðmm skákum í 6. umferð lauk með því að Polugajevski vann Nunn og Cebalo vann Korchnoi, en jafntefli varð hjá Hiibner og Klinger, Greenfeld og Hort og Rogers og Miles. Korchnoi, sem virðist ekki hafa gæfuna með sér á þessu móti, tapaði einnig biðskák sinni úr fjórðu umferð gegn Rogers. Staða efstu manna á mótinu eftir sex umferðir er því þannig, að Lobron er einn efstur sem fyrr segir með 4 V2 vinning, en næstir koma þeir Hort og Ceb- alo með 4 vinninga hvor og í 4.-5. sæti em þeir Nunn og Polugajevski með 3'A vinning hvor. ERLENT Kjötverð hækkað i Póllandi VarHjá, AP. PÓLSKA stjórnin tilkynnti síðastliðinn föstudag, að verð á kjöti myndi hækka um 8% þann 1. ágúst. Kjöt verður áfram skammtað. Stjómvöld höfðu þegar í mars sagt, að gera mætti ráð fyrir hækk- unum vegna meiri fi-amleiðslu- kostnaðar. Það vom óvæntar hækkanir á kjötverði, sem komu af stað mót- mælum verkamanna 1970, 1976 og að síðustu 1980, er verkalýðs- samtökin Samstaða vom stoftiuð. Allra síðustu ár hefur stjómvöldum hins vegar tekist að hækka verð án þess að til teljandi mótmæla hafi komið. Bush í Miðausturlöndum: Ihug’ar för tíl Marokkó Jerúsalem, AP. VARAFORSETI Bandaríkjanna, George Bush, íhugar nú að fara til Marokkó til viðræðna við Hassan konung, eftir að hann hefur lokið við ferð sína um lönd- in við botn Miðjarðarhafs. Bush ferðaðist um Jerúsalem á mánudag og fór meðal annars að Urban Hansen, fyrrv. yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn, látinn Urban Hansen URBAN Hansen, fyrrverandi yfirborgarstjóri í Kaupmanna- höfn, lést fimmtudaginn 24. þ.m., 78 ára að aldri. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða um skeið. Urban Hansen fæddist í Kaup- mannahöfn og var af alþýðufólki kominn. Hann gegndi margvísleg- um trúnaðarstörfum, áður en hann varð yfirborgarstjóri 1962, m.a. í þágu verkalýðshreyfingarinnar og Jafnaðarmannaflokksins, auk þess sem hann var um tíma svæðis- borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Yfirborgarstjóraembættinu gegndi hann til 1976. Stjórnmálastörf Urbans Hansen náðu langt út fyrir borgarmálin og gegndi hann þingmennsku fyrir Jafnaðarmannaflokkinn um árabil, bæði í Landsþinginu og síðar Þjóð- þinginu. Hann sat í borgarstjóm frá 1946. Auk þess lét hann mikið til sín taka í hvers kyns félagsmála- störfum, m.a. í þágu margvíslegra líknarfélaga. Urban Hansen var vinsæll emb- ættismaður, en umdeildur stjóm- málamaður. Öllum bar þó saman um, að hann væri aðsópsmikill og skemmtilegur persónuleiki. Þegar hann hætti störfum yfirborgar- stjóra 1976, stóð fólk í löngum röðum til að fá tækifæri til að kasta á hann kveðju. Við það tækifæri sagði hann: Hér eftir heiti ég bara Hansen. inniheldur spúna, flugur, flot, öngla, sökkur, girni O o.fl. o o 6v 35% afsláttur Var kr. 1. Er kr. 845,- Grátmúmum. Hann heimsótti enn- fremur hæli fyrir gyðinga nýkomna frá Sovétríkjunum, og sagði hann að Bandaríkjastjóm myndi halda áfram að gera allt er hún gæti, til þess að sovéskir gyðingar fengju að snúa til ísrael. Þá lagði hann sveig á minnismerki um þær sex milljónir gyðinga, sem létust í út- lýmingarbúðum nazista. Bush ráðgerir að ræða við ýmsa hófsama leiðtoga Palestínu-araba, en PLO fordæmdi heimsókn Bush og hvatti ákaft til þess að enginn arabi ræddi við hann. Farah Al Araj, borgarstjóri Beit Jallah, sem er borg setin aröbum á hinum her- numda Vesturbakka, sagði að hann myndi að sjálfsögðu ræða við Bush, þar sem að viðræður gætu aldrei haft nema góð áhrif á lausn vanda- mála araba. Talsmaður Bush sagði á sunnu- dag að til greina kæmi að Bush færi til Marokkó til þess að ræða við Hassan Marokkókonung í fram- haldi af fundi konungs og Peresar forsætisráðherra Israels fyrir skömmu. Fundi Husseins Jórdaníukonungs og Assads Sýrlandsforseta lauk á sunnudag, en engin yfirlýsing var gefin að honum loknum. Sýrland sleit sem kunnugt er sambandi við Marokkó í kjölfar fundar Hassans og Peresar. James Scott vöðlur á kynningar- verði. Aðeins kr. 10.900. Heimsfræg amerísk gæða- vara Þeir fiska sem róa Verslunin eiöiv< Langholtsvegi 111 104 Reykjavik ) 687Ö'90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.