Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
Lífshættir nútíma-
mannsins gera æ meiri
kröfur til sjónarinnar
Guðmundur Viggósson augnlæknir segir
frá fyrirhugaðri starfsemi Sjónstöðvar
íslands sem væntanlega verður komin í
fulla notkun í haust
Á fimmtu hæð I húsi Blindrafé-
lagsins við Hamrahlíð er nú búið
að koma fyrir stofnun sem heitir
Sjónstöð íslands. Henni er ætlað
að annast alhliða þjónustu við
sjónskerta, svo sem mælingu og
úthlutun sérhæfðra hjálpar-
tækja, ásamt þjálfun og hvers
konar endurhæfingu sem sjón-
skertir þurfa á að halda.
Guðmundi Viggóssyni, nýráðn-
um yfirlækni stöðvarinnar, segist
svo frá aðdragandanum að stofnun
stöðvarinnar og væntanlegri starf-
semi:
„Það er stefna stjómvalda að
koma þeim þjóðfélagsþegnum til
hjálpar sem á hjálp þurfa að halda
og því hefur þessari stofnun verið
komið á fót.
Hefur stjómskipuð nefnd á veg-
um heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra unnið að undirbúningi
starfseminnar sl. 3 ár. Stjómarfor-
maður er Jón Ingimarsson skrif-
stofustjóri.
Sjónstöðvar sem þessi eru ekki
ýkja gömul fyrirbæri, ekki eru nema
10 til 15 ár síðan slík starfsemi
hófst í nágrannalöndum okkar.
Eitt af aðalmarkmiðum stöðvar-
innar verður að tryggja að ávallt
séu á boðstólum sérhæfð hjálpar-
tæki af fullkomnustu gerð fyrir
blint og sjónskert fólk.
Áður en lengra er haldið er bæði
rétt og skylt að geta þess ómetan-
lega starfs sem blindrafélögin hafa
unnið f sambandi við félagslega
þjónustu og endurhæfingu sjón-
skertra og oft við erfiðar aðstæður.
Hafa félögin verið brautryðjendur
í málefnum sjónskertra hér á landi
sfðastliðna fimm áratugi.
Einnig hafa augnlæknar að sjálf-
sögðu sinnt þessu fólki.
Að stöðinni hefur þegar verið
ráðjð sérmenntað fólk.
Ásgerður Ólafsdóttir umferlis-
kennari mun leiðbeina sjónskertum
með athafnir hins daglega lífs. Mun
hún meðal annars kenna fólki að
fara um einsömlu með hjálp hvíta
stafsins og að halda heimili ein-
sömlu. Slík þjálfun er oft á tíðum
tímafrek og geta farið allt að 100
kennslustundir á hvem einstakling.
Fram að þessu hefur oft þurft
að kosta fólk á skóla f útlöndum
til slíkrar þjálfunar.
Hefur Sjónstöðin m.a. komið sér
upp vel búnu kennsjueldhúsi til
þessarar starfsemi. Á boðstólum
verða einnig alls kyns hjálpartæki
til að auðvelda blindum hið daglega
líf.
Jónfna Hreinsdóttir sjónþjálfi
mælir út sérhæfð hjálpartæki svo
sem sérstök gleraugu fyrir sjón-
skerta, stækkunargler, sjónauka og
þess háttar tæki til stækkunar á
mynd og kennir einnig notkun
þeirra, því að ekki er nóg að af-
henda fólki einhver tæki þar sem
rétt notkun þeirra skiptir oft höfuð-
máli.
Sjónþjálfinn mun einnig ieiðbeina
fólki varðandi lestrar- og vinnuað-
stöðu, bæði heima fyrir, á vinnustað
og í skóla. Þá verður veitt ráðgjöf
varðandi lýsingu.
Rétt lýsing er eitt af höfuðatrið-
unum hvað nýtingu slæmrar sjónar
áhrærir og reyndar á það sama
einnig við hjá öllum sem famir em
að eldast, því að þörf fólks fýrir
lýsingu eykst mjög með aldrinum.
Til dæmis þarf fimmtugur einstakl-
ingur helmingi meira ljós en fertug-
ur.
Stöðin mun hafa á boðstólum
ljóssterka lampa og sérhönnuð
Karlakór Keflavíkur til Kanada
lestrarborð. Það nýjasta em lessjón-
varpstæki og annar rafeindabúnað-
ur sem gerir mögulegt að stækka
mynd allt að 40 sinnum. Em fram-
farir mjög örar á þessu sviði.
Þá hefur verið ráðin að stöðinni
Kristín Gunnarsdóttir sjóntækja-
fræðingur (optiker) sem útbúa mun
á staðnum ýmiss konar flókin
stækkunargleraugu. Verður það til
mikils hagræðis fyrir sjónskerta
sem geta þá fengið alla þjónustuna
á sama stað.
Við stöðina er einnig rekin gervi-
augnaþjónusta. Er sú starfsemi
reyndar þegar hafin. Hana annast
Stefán Baldursson augnsmiður.
Augun em nú gerð úr akiylefnum
en það gerir þau bæði léttari og
endingarbetri. Áður vom augun
gerð úr gleri. Rétt er að nota þetta
tækifæri til að þakka Gísla Sigur-
bjömssyni, forstjóra Elliheimilisins
Gmndar, alla hans aðstoð varðandi
Hluti af aðstöðu sjónþjálfa.
útvegun gerviaugna um langt ára-
bil.
Andlit og rödd stöðvarinnar verð-
ur síðan Þómnn Guðnadóttir en hún
mun svara í síma, taka á móti sjúkl-
ingum og annast alla skrifstofu-
vinnu.
Ákveðið hefur verið að stofna til
tengsla við augndeild Landakots-
spítala en þar fer fram öll flóknasta
meðferð augnsjúkdóma. Einnig er
góð samvinna við heilsugæslu-
lækna, blindrakennara og ekki síst
Smlði gerviaugna er eina starf-
semin sem þegar er hafin.
augnlækna mikils virði enda er
sjónskerðingin oftast lokastig
ákveðinna augnsjúkdóma sem
læknirinn er búinn að meðhöndla
ýmist með gleraugum, lyfjum eða
aðgerð.
Segja má að Sjónstöðin taki við
sjúklingunum til þjálfunar þegar
læknismeðferðinni lýkur.
Nú era 450 manns lögblindir hér
á landi, þ.e. 100% öryrkjar vegna
sjónskerðingar. Af þeim er þó að-
eins um þriðjungur alblindur.
Selfoasi.
KARLAKÓR Keflavikur hélt
tónleika í Hótel Örk fimmtu-
daginn 24. júlí sl. Tónleikarair
voru liður i undirbúningi fyrir
þriggja vikna söngferðalag
kórsins til Kanada.
Á söngskránni í Hótel Örk vom
að mestu leyti islensk lög og tókst
kómum vel upp í söng sínum.
Meðal hinna 36 söngmanna kórs-
ins em þrír sem sungið hafa með
kómum frá stofnun hans, í 33 ár,
Jón M. Kristinsson, Magnús Jóns-
son og Jakob Indriðason.
í Kanada mun kórinn haida
tónleika í 5 borgum, Winnipeg,
Calgary, Vancouver, Seattle og
Edmonton. Kórinn mun syngja
tvisvar í Gimli, fyrst á íslendinga-
deginum og sfðan þegar kórinn
kemur til baka frá vesturströnd-
inni. Einnig verður sungið á
Morgunblaðið/Börkur
Guðmundur Viggósson við eitt af augnskoðunartœkjum stöðvarinnar
sem Kiwanisklúbburinn Esja hefur gefið.
Þessar upplýsingar em fengnar úr
síðustu og jafnframt nákvæmustu
blindrakönnun sem gerð hefur verið
hérlendis en hana annaðist Guð-
mundur Bjömsson yfirlæknir
augndeildar Landakotsspítala árið
1979. Guðmundur er reyndar einnig
einn helsti hvatamaður að stofnun
Sjónstöðvarinnar.
Fleiri em sjónskertir hér á landi
en þeir sem lögblindir em. Á ég
þar við þá einstaklinga sem em það
sjóndaprir að venjuleg lestrargler-
augu koma ekki lengur að tilætluð-
um notum. Ætla má að þennan hóp
fylli um 2.000 manns. Gera má ráð
fyrir að margir þeirra þurfi á þjón-
ustu stöðvarinnar að halda enda
gera lífshættir nútimamannsins æ
meiri kröfur til sjónarinnar. Segja
má að sjónin hafi aldrei skipt mann-
inn jafnmiklu máli og nú á tímum
upplýsinganna.
Aðstoð eins og Sjónstöðinni er
ætlað að veita getur skipt sköpum
um hvort sjónskertir geti verið að
mestu sjálfbjarga eða þurfi að vist-
ast á stofnunum.
Langalgengasta orsök sjóndepm
hér á landi er svokölluð „kölkun i
augnbotni" eða réttara sagt elli-
rýmun í lestrarpunkti sjónhimnu.
Láta mun nærri að helmingur lög-
blindra sé sjónskertur af þessum
völdum.
Þessi sjúkdómur leggst nær ein-
göngu á roskið og gamalt fólk og
er um helmingur fólks um áttrætt
haldinn honum á misháu stigi.
Yfirleitt er ekki um neina lækn-
ingu að ræða en langoftast er hægt
að kenna fólki að nýta betur þá
sjón sem eftir er, þ.e. hliðarsjónina.
Næstalgengasta orsök sjónskerð-
ingar er hægfara gláka. Blindu af
völdum gláku er í flestum tilvikum
hægt að fyrirbyggja með forvamar-
starfi, þ.e. að fínna sjúkdóminn á
byijunarstigi áður en skemmdir á
sjón em orðnar vemlegar og með-
höndla hann með lyfjum, leysigeisl-
um eða skurðaðgerð.
Á þessu sviði hafa fslenskir augn-
læknar lyft Grettistaki með augn-
þrýstingsmælingum og vel
skipulögðum augnlækningaferðum
um landið enda hefur blinda af völd-
um gláku minnkað vemlega á síðari
ámm.
Reyndar er eitt af hlutverkum
Sjónstöðvarinnar að safna upplýs-
ingum um orsakir Og eðli blindu-
valdandi sjúkdóma og miðla
almenningi.
Af öðmm orsökum sjónskerðing-
ar má nefna meðfædda augnsjúk-
dóma, slys og blindu af völdum
sykursýki, sem er vaxandi vanda-
mál hér sem í öðmm velmegunar-
þjóðfélögum.
Sjónstöðin mun fyrst og fremst
taka til meðferðar þá sjúklinga sem
augnlæknar senda til hennar. Ráð-
gert er að sjúklingar greiði fyrir
þjónustuna svipað gjald og greitt
er fyrir sérfræðilæknisþjónustu al-
mennt.
Enn hefur ekki verið endanlega
ákveðið hve stóran hlut sjúklingar
muni greiða í hinum ýmsu hjálpar-
tækjum en víst er að hann verður
engum ofviða.
Því miður hefur orðið talsverður
dráttur á að stöðin taki til starfa.
Fyrst og fremst vegna fjárskorts
enda kostnaður orðinn talsvert
meiri en áætlaður var. Vantar nú
aðeins herslumuninn á að starfsem-
in geti hafist og vonumst við til að
allt verði komið í fullan gang með
haustinu."
Karlakór Keflavíkur
sjúkrahúsum og elliheimilm þar
sem íslendingar dvelja. Það er Ted
Ámason borgarstjóri í Winnipeg
og kona hans sem skipulagt hafa
ferðina og verða fararstjórar. Alls
verða 96 manns í hópnum sem fer
til Kanada.
Á söngskránni í Kanada verða
að mestu íslensk lög og einsöngv-
arar verða Sverrir Guðmundsson
og Jón M. Kristinsson. Söngstjóri
er Siguróli Geirsson og undirleik-
ari frú Ragnheiður Skúladóttir.
Sig. Jons.