Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JLJLÍ 1986 Hugleiðing um dans eftir Niels Einarsson Dans getur verið í mörgu formi, allt frá því að menn slá takt með höndum eða stappa takt með fótum í allra mestu þolraunir sem í dag eru notaðar til að þjálfa líkamann, hvað svo sem dansinn er kallaður, jass, diskó, akró eða samkvæmis- dansar. Samkvæmisdansar, sem hér er fjallað um, skapa visst viðhald á líkama og sál. Ef dans er rétt iðkað- ur getur hann hjálpað og fyrirbyggt ýmiss konar verki, t.d. bakverk. Hér er sérstaklega um að ræða reisn í dansi, sem hefur í för með sér notkun ýmissa bakvöðva sem hafa ekki verið notaðar í áraraðir, sökum setu í skólum, heimahúsum, vinnu og bílum. En þrátt fyrir þetta er dans mun meiri þáttur í félagslegum sam- skiptum en almenningur gerir sér grein fyrir. Það dæmi sem ég ætla að tíunda hér er sláandi og ættu foreldrar og aðrir að gefa því góðan gaum. Ungmennum sem ekki kunna að dansa er hættara við að lenda utan- garðs í þjóðfélaginu, verða Bakkusi og vímuvinum hans að bráð. En hvers vegna? Látum staðreynd- irnar tala Frá 16 ára til 25 ára aldurs fara ungmenni oft á dansleiki. Ef farið er á dansleik einu sinni til þrisvar í viku og dvalið þar í u.þ.b. 3-6 klst. í einu, merkir að á 10 ára tímabili er farið 520 til 1560 sinnum á dans- leiki, og ef ungmennin eru 3 klst. í hvert skipti dvelja þau samtals 1.560-5.680 klst. í danshúsum. Ungmenni sem ekki kunna að dansa lenda vafalaust til hliðar, geta ekki tjáð sig, en gera samt tilraunir, eftir töluverða aðstoð vímugjafa, á sama tíma og þeir sem kunna að dansa láta slíkt að mestu eiga sig. Diykkjusiðir íslendinga eru álíka frægir og verðbólgan. Hagnaður skemmtistaðanna er ekki ávallt vegna aðgangseyrisins, því þótt auglýst sé ball, þá er ekki endi- lega ætlast til þess að fólk dansi, heldur drekki. Þetta má glögglega sjá þegar starfsmenn „stóra bróður" taka á sig rögg og telja út úr danshúsun- um, því þá kemur oft í ljós að á sumum stöðunum er allt að 1.000 manns of margt inni. Oft þegar talið er út úr húsunum að framan, þá fara gestir út bakdyramegin, og ekkert gert við því. Engin athuga- semd frá eldvarnareftirlitinu, heil- brigðiseftirlitinu né öðrum álíka stofnunum. „Dans“-skemmtanimar virðast oft og tíðum ekki vera fyrir þá sem dansa, því dansgólfin eru svo lítil miðað við annað húsrými að þar er vart hægt að hreyfa sig. 100 fm dansgólf getur ekki verið nóg fyrir 700 til 1.400 gesti. Samt sem áður lætur almenningur bjóða sér þetta. Hjón sem fara út að borða, horfa á skemmtiatriði og ætla einnig að dansa, þurfa í flestum tilfellum að flýja danshúsin, eftir að skemmtiat- riðunum er lokið, því þá er oftast tappinn tekinn úr innganginum og ótakmarkaður fjöldi gesta kemur inn. Þannig fá gestir, sem greitt hafa fyrir mat og skemmtiatriði, ekki að njóta kvöldsins, því aðkomu- menn setjast í sætin og hjálpa til við að losa glösin, óumbeðið að vísu. Er þetta það sem við ætlum að bjóða ungmennum okkar upp á í framtíðinni? Er rétt að kaupa miða á skemmtiatriði þessara húsa ef húsin eru yfirfyllt eftir kl. 23.00? Væri ekki rétt og þörf á að á miðan- um stæði loforð um að ekki yrði hleypt inn gestum eftir skemmtiat- riði? Að minnsta kosti ekki þeim flölda sem nú er gert. En nóg með skemmtistaðina. Danskennarar Danskennarar þurfa að axla þá ábyrgð og tryggja góða dans- kennslu með því að takmarka alfarið fjölda nemenda í hvem danstíma. Miða þarf fjölda nemenda við 26 nemendur í tíma. Þegar nemendaíjöldi fer yfir 30 í tíma, má telja að allir þeir sem eru umfram 30 fái takmarkaða kennslu, sérstaklega þar sem um böm er að ræða. Hver á 31. barn í tímanum? Það em bömin sem koma til með að byggja landið. Ef kennslan er ekki fyrir þau, þá fyrir hvem, og til hvers? Hvers vegna senda foreldrar bömin í dansskóla? Til að læra að dansa, auka sjálfs- traust þeirra og til að þau læri að skemmta sér á heilbrigðan hátt. En hvaða kröfur gera foreldr- arnir með fjölda nemenda i danstímum og hvað má slíkt kosta? Ef tekið er mið af kostnaði, þá ættu nemendur þar sem fleiri en 30 em í tíma að fá 10-33% afslátt. Tökum dæmi: Ef 30 nemendur em í tímanum og það borið saman við 50 nemendur í tíma, þá er dæmið þannig að sami kostnaður er við rekstur skóians, en rúmlega 66% meiri tekjur, og 66% lakari kennsla. Gott er að vita að það tilheyri gam- alli tíð að 60 til 100 nemendur séu í tíma. Enda gat það ekki talist skynsamlegt? Gjöld dansskólanna em að vísu Niels Einarsson „Ungmennum sem ekki kunna að dansa er hætt- ara við að lenda utan- garðs í þjóðfélaginu, verða Bakkusi o g vímu- vinum hans að bráð.“ miðuð við 40 nemendur í tíma, en því þarf að breyta, ef kennsla er 33% iakari með þessu fyrirkomu- lagi. í meira en 30 ár hafa dans- kennarar miðað við bíómiðaverð í útreikningi á kostnaði við dans- kennslu, en alltof mörgum hefur verið hrúgað saman. Hefur verið of mikið hugsað um tekjur, en ekki gæði kennslunnar? Dansskólamir þurfa að gera sér grein fyrir því, að það sama gildir í dansi og ann- arri kennslu, að betri árangur næst með færri nemendum í hveijum tíma. MEIRA EN VENJULEG MÁLNING STEINAKRÝL hleypir raka mjög auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veðurheldin málning og hefur frábaert alkalíþol og viöloöun viö stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sínu. CSA/SÍA Kennsla á lands- byggðinni Víðast hvar á landsbyggðinni er danskennslu ábótavant. Oftast er kennsla samfleytt í eina viku nema á Suðvesturlandi þar sem lögð hef- ur verið áhersla á að kennsla fari fram einu sinni í viku. Þar sem kennt er vikulega hefur árangur nemendanna verið miklu meiri. Hægt er að auka þessa þjónustu á landsbyggðinni, aka lengra í hverri viku, og dreifa kennslunni yfir lengri tíma. Þetta kostar skipulag, og ætti það að koma sér margfalt betur fyrir íbúana. Kennsla á landsbyggðinni ætti ekki endilega að þurfa að kosta svo miklu meira en kennsla á höfuðborgarsvæðinu, en þó eitthvað meira ef tekið er með í dæmið fjarlægð og langur akstur vikulega á kennslustaðina. Sá kostnaður er þó ekki nema brot af betri árangri. Betri kennsla kostar meira. Skipuleggja þarf einnig kennslu á Austur-, Vestur- og Norðurlandi, þannig að kennsla gæti verið einu sinni í viku með akstri á milli staða. Veður getur að vísu raskað tíma- töflu í þessu skipulagi en ekki þyrfti sú röskun að vera mikil, sér- staklega ef með henni væri reiknað í upphafi. Fjölmiðlar Hvað gera fjölmiðlar til að byggja upp dans. Takmarkað. Að vísu hafa blöðin, sérstaklega Morgunblaðið, ritað eitt og annað um dans, en betur má ef duga skal. Nýbylgju- dansar hafa fengið meiri umfjöllun en aðrir dansar. Hvers vegna? Gæti ástæðan verið sú, að með umfjöllun um nýbylgjudansa eigi að auka sölu á plötum og ala al- menning á einfeldninni? Oft álítur maður sem svo. Undanfarið hefur tango fengið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum. En tango er sígildur dans, og álit margra er að verið sé að leita að nýrri bylgju í plötuút- gáfu í staðinn fyrir diskótakt. Gæti það verið tango sem verður næsta bylgja? Oft hefur tango verið spilað- ur undanfarið, og nýrri verk verið nefnd tango en spiluð í diskótakti. Vita hljómlistarmenn ekki betur? Með tilkomu nýrra stjómenda í sjónvarpi, má búast við breytingu, þannig að dans fái þar meira inni. Það á eftir að koma í ljós. Ennþá hafa ekki sést mörg dæmi þess, því það virðist sem mennta eigi almenn- ing öðruvísi. Mikið hefur verið rætt um hversu takmarkað efni tengt dansi er í sjónvarpinu og furða sig margir á því, þar sem mikið er gert fyrir áhugamenn ýmissa ann- arra greina. Má ég til með að nefna listdans á skautum, sem hefur feng- ið töluverðan tíma undanfarin ár í sjónvarpi. Hvemig ætli hlutföllin séu milli þeirra sem stunda listdans á skautum og þeirra sem stunda sígildan dans sem list/íþrótt eða sér til ánægju? U.þ.b. 20.000 íslending- ar stunda dans árlega í dansskólum. Hve margir ætli það séu sem stunda listdans á skautum? 200? Ekki má skilja þetta svo að verið sé að ráð- ast á listdans á skautum, sú íþrótt er bæði heilbrigð og falleg, en það er einnig sígildur dans. Hver var upphaflega tilgangurinn með opnun sjónvarpsins? Höfundur er danskennari tyá Nýja dansskólanum. Fróóleikur og skemmtun fyrirháasemlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.