Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 4

Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Víst er að margir hyggja sér gott tíl glóðarinnar að verða sér úti um vörur á hagstæðu verði og hér má sjá hvar biðröð hafði myndast við Skóverslun Steinars Waage, en þar hófst útsala i gærmorgun. Utsölurnar byrjaðar H AU STÚTSÖLUR eru nú hafn ar í mörgum versiunum á höfuðborgarsvæðinu. Sam- kvæmt venju hefjast þær eftir verslunarmannahelgina, en þá setja kaupmenn sumarvörurn- ar á útsölu til að rýma fyrir vetrartfskunni. í reglum sem Verðlagsráð hef- ur sett um útsölur segir m.a. að „ekki má auglýsa útsölu nema um verulega verðlækkun sé að ræða“. Sömuleiðis er skylt að tvímerkja þær vörur sem eru á útsölu, bæði með útsöluverðinu og uppruna- legu verði. Ragnar Júlíusson, formaður Skóla- málaráðs Reykjavíkur: Mun gera athuga- semdir við vinnu- brögð ráðherra FORMAÐUR Skólamálaráðs Reykjavíkur ætlar að óska eftir fundi með menntamálaráðherra, Sverri Hermannssyni, vegna þess að hann skipaði skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla íslands gegn vilja ráðsins. „Ég er að sjálfsögðu mjög undrandi á þessu háttalagi," sagði Ragnar Júlíusson, formaður ráðsins. „Hingað til hefur verið gott samstarf milli fræðsluyfirvalda í Reykjavik og ráðuneytisins." Ragnar vildi gera athugasemd af sér sína embættismenn. við þau ummæli Sverris að hann hefði ekki óskað eftir áliti ráðsins. Skrifleg beiðni þess efnis hefði bor- ist frá menntamálaráðuneytinu. Til lítils væri fyrir ráðherrann að sveija Tannlæknadeilan: Tryg'gingastofnunin stöðvar endurgreiðslur á reikningum d Ráðiðu' var einróma í vali sínu á Torfa Jóns- syni þótt einn hafi kosið að sitjai, hjá athugasemdalaust. Torfi hafði góð meðmæli, barst okkur meðal annars áskorun kennara um að hann gegndi starfínu áfram," sagði Ragnar. „Það er enginn vafi um að valdið er hjá ráðherra. Ég ætla að gera athugasemdir við vinnu- brögð hans til þess að reyna að koma í veg fyrir að oftar komi upp ágreiningur milli stærsta sveitarfé- lags landsins og ráðuneytisins. Því má ekki gleyma að Reykjavíkur- borg stendur líka undir kostnaði við Myndlista- og handíðaskólann." Séra Olafur Skúlason dómprófastur: Utfararkostnaður greiddur af sam- eiginlegum sjóði VONIR standa til að með hækk- uðum sóknargjöldum verði fljót- lega farið að greiða útfarar- kostnað Reykvíkinga úr sameiginlegum sjóðum, að þvi er séra Olafur Skúlason, dómpróf- astur, segir í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Nokkur bæjarfélög hafa þegar þennan háttinn á. í viðtalinu ijallar dómprófastur Síðasti sýn- ingardagur á verkum Picasso PICASSO sýningunni á Kjarvals- stöðum lýkur í dag. Á sýningunni eru sýnd 54 málverk og ein jám- mynd eftir meistarann Picasso og eru verkin öll úr einkasafni ekkju málarans. Sýningin er opin til kl. 22.00 í kvöld. um auknar tekjur safnaða í kjölfar hækkunar sóknargjalda, sem hafa allt að tvöfaldast frá fyrra ári. Hann segir að þessar auknu tekjur muni gera söfnuðum landsins kleift að veita meiri og betri þjónustu en hingað til og segir að í athugun sé að ýmis þjónusta presta, sem hing- að til heftir verið greitt fyrir sér- staklega, verði framvegis greidd úr sameiginlegum sjóði. „Það hefur líka verið rætt um það, að útfararkostnaður ætti að vera innifalinn í kirkjugarðsgjald- inu, allur eða eftir því se_m fé hrekkur til,“ segir séra Ólafur Skúlason. „Það er reyndar þegar farið að borga útfararkostnað úr hinum sameiginlega sjóði í sumum bæjarfélögum og ég vona, að þetta geti líka orðið hér í prófastsdæminu sem fyrst." Samkvæmt upplýsingum Kirkju- garða Reykjavíkur er meðalkostn- aður við útför nú um 40 þúsund krónur. Sjá viðtal við séra Ólaf Skúla- son á bls. 18. Nauðgaði ósjálfbjarga stúlku á Þingvöllum LOGREGLAN í Amessýslu hefur nú til rannsóknar meint nauðg- unarmál. Forsaga þess er sú, að klukkan 11 á sunnudaginn var lögreglunni tilkynnt um að ungri konu hefði verið nauðgað þar sem hún lá ósjálf- bjarga vegna ölvunar á almennu tjaldstæði í þjóðgarðinum á Þing- völlum. Maður nokkur hafði reynt að notfæra sér ástand konunnar, en þegar lögreglan kom á staðinn var hann á bak og burt. Hans var leitað með aðstoð vitna og klukkan 15 sama dag var handtekinn þrítug- ur maður á Þingvöllum, sem hefur viðurkennt að hafa átt hlut að máli. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þrettánda þessa mánaðar. Lögreglan handtekur manninn á Þingvöllum á sunnudaginn. TANNLÆKNAFÉLAG íslands sendi síðastliðinn föstudag Trygg- ingastofnun ríkisins eintak af nýrri viðmiðunargjaldskrá, þar sem gjaldliðir hækka um 13%. Að öðru leyti er gjaldskráin óbreytt, að því er skrifstofa Tannlæknafélagsins upplýsti i gær. Tryggingastofn- un ríkisins hefur gefið Sjúkrasamlagi Reykjavíkur þau fyrirmæli, að frá 1. ágúst verði ekki „að svo stöddu“ endurgreiddur sá hluti tannviðgerða, sem reglugerð mælir fyrir um. Stofnuninni ber m.a. að greiða allar tannviðgerðir barna og unglinga á aldrinum 6 til 15 ára. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar Tryggingastofn- unarinnar, að sér hefði enn ekki borist viðmiðunargjaldskrá Tann- læknaféíagsins. Þar sem tannlækn- ar væru byijaðir að nota þessa gjaldskrá, sem þeir hefðu samþykkt einhliða, hefði verið nauðsynlegt að gefa áðurgreind fyrirmæli. Ekki væri heimilt að endurgreiða kostn- að, sem reiknaður væri eftir gjald- skrá, sem heilbrigðis-og trygginga- ráðuneytið hefði ekki samþykkt fyrir sitt leyti. Tannlæknafélagið og Trygginga- stofnun hafa, sem kunnugt er, reynt að semja um nýja gjaldskrá í stað- inn fyrir þá er féll úr gildi 1. desember á síðasta ári, en án árang- urs. Aðspurður sagði Helgi, að sundurliðun á reikningum tann- lækna væri með þeim hætti, að ekki væri hægt að sjá, hvort þeir notuðu nýju gjaldskrána eða þá gömlu. Sjúkrasamlagið gæti því ekki greint þar á milli og endur- greitt kostnað, jafnvel þótt talið væri, að tannlæknir hefði notað gömlu gjaldskrána. Helgi sagði ekki deilt um, að tannlæknar ættu rétt á kjarabótum, en ekki hefði náðst samkomulag um hversu miklum og ágreiningur væri um nokkur önnur atriði. Hann taldi þó líklegt, að fundin yrði lausn á þessum málum fljótlega, svo að Tryggingastofnun gæti veitt al- menningi lögboðna þjónustu. Sigurgeir Steingrímsson, sem sæti á í stjórn Tannlæknafélagsins, sagði fréttamanni Morgunblaðsins, að tannlæknar hefðu eingöngu far- ið fram á hækkun á svonefndum kostnaðarliðum, þ.e. hráefni og óhjákvæmilegum rekstrarkostnaði. I’ryggingastofnunin hefði fyrr í ár boðið tannlæknum hækkun, sem væri mun meiri en 13% hækkunin, sem viðmiðunargjaldskráin kvæði á um. Hækkunin hefði átt að reikn- ast frá september 1985. Síðan hefði Tryggingastofnun fallið frá þessu tilboði án nokkurra skýringa. Síðan hefði engin hreyfíng verið á samningamálunum, þar sem stjómvöld virtust ekki vilja ræða málin frekar. Varðandi sundurliðun reikninga sagði Sigurgeir, að báðir aðilar hefðu frá upphafi viljað endurbæta gjaldskrána hvað þetta snerti og enginn ágreiningur væri um það atriði. Tannlæknar hefðu hins vegar ekki getað beðið endalaust með að hækka kostnaðarliði taxtanna og viðmiðunargjaldskráin væri svar þeirra við seinlæti stjórnvalda. Sigurgeir bætti því við, að sam- kvæmt lögum bæri tannlæknum aðeins að tilkynna verðlagseftirlit- inu um taxta sína. Varðandi fyrir- mælin til Sjúkrasamlagsins benti hann á, að Tryggingastofnun hefði endurgréitt tannviðgerðir umyrða- laust síðan í desember, enda þótt gamla gjaldskráin hefði þá fallið úr gildi. Lögum samkvæmt mun heil- brigðisráðherra geta fyrirskipað einhliða nýja gjaldskrá. Símasam- bandslaust við Breiða- fjörð Stykkishólmi. Simasambandslaust var um mest allan Breiðafjörð í um sex klukkustundir í gær, þriðjudag. Viðgerðamenn úr Reykjavík voru fengnir til að kanna orsakir og fannst bilunin í rafmagns- leiðslum, sem tengdar voru við simstöðina í Stykkishólmi. Við- gerð gekk fljótt og vel fyrir sig og simasamband aftur komið á laust eftir klukkan 16.00. -Árni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.