Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö.
Rætt við
Bandaríkjamenn
Missýnir í
Islenska sendinefndin undir
forystu Halldórs Ásgrímsson-
ar, sjávarútvegsráðherra, sat
ekki lengi að viðræðum við
bandaríska ráðamenn um
framtíð hvalveiða í vísindaskyni
hér við land. í sjálfu sér er það
furðulegt, að íslenskur ráðherra
þurfí að fara til höfuðborgar
Bandaríkjanna í því skyni að
ræða um hvalveiðar við ísland.
Þessar veiðar snerta ekki banda-
ríska hagsmuni á nokkum hátt.
Ástæðan er sú eins og kunnugt
er, að samkvæmt bandarískum
lögum er framkvæmdavalds-
höfum þar í landi skylt að grípa
til viðskiptahafta gegn ríki, sem
brýtur samþykktir Alþjóðahval-
veiðiráðsins. Fyrir rúmri viku
þótti sýnt, að bandaríski við-
skiptaráðherrann myndi senda
kæru til forseta Bandaríkjanna.
Tæki forsetinn slíka kæru til
greina, gæti hann til dæmis
ákveðið að setja tolla á íslenskar
sjávarafurðir.
Með því að senda sjávarút-
vegsráðherra til Washington
hefur ríkisstjómin sætt sig við
það, að semja þurfí við bandarísk
stjómvöld um hvalveiðar í
vísindaskyni. Að þessu leyti hafa
íslendingar skipað sér í sveit
með öðmm hvalveiðiþjóðum eins
og Japönum, Suður-Kóreumönn-
um og Norðmönnum. Japanir
hafa þegar samið við Banda-
ríkjamenn um lyktir hvalveiða.
Til þess samnings er vísað í ný-
gengnum hæstaréttardómi í
Bandaríkjunum, þar sem dómur-
inn kemst að þeirri niðurstöðu,
að viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna sé ekki sjálfkrafa og
án tillits til allra aðstæðna skylt
að kæra hvalveiðiþjóð til forset-
ans.
Frá því var skýrt í gær, að
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, ætlaði ekki að beita sér
fyrir viðskiptaþvingunum gegn
Norðmönnum, þótt komist hefði
verið að þeirri niðurstöðu, að
þeir brytu gegn samþykktum
Alþjóðahvalveiðiráðsins. í orð-
sendingu, sem forsetinn sendi
Bandaríkjaþingi á mánudag,
segir, að ákvörðunin um að refsa
Norðmönnum ekki eigi rætur að
rekja til þess, að þeir ætli ekki
að stunda hvalveiðar í ábata-
skyni eftir að vertíð lýkur 1987,
nema það sé beinlínis heimilað
{ samþykktum Alþjóðahvalveiði-
ráðsins.
Aðstaða hér á landi er önnur
en í Japan og Noregi að því
leyti, að við erum ekki að veiða
hval til að hagnast á því heldur
til að rannsaka hegðun hans og
gerum það í skjóli samþykkta
Alþjóðahvalveiðiráðsins. Banda-
ríkjamenn fínna að því, hve
marga hvali við veiðum og hve
mikið af afurðum er selt úr landi.
Um það má deila, hvort
ástæða hafí verið til þess að
senda sjávarútvegsráðherra til
viðræðna í Washington. Ef til
vill er hagsmunum okkar betur
borgið með því að láta á það
reyna, hvort Ronald Reagan sé
til þess búinn að setja viðskipta-
hömlur á ísienska útflytjendur
vegna ágreinings um nokkra
hvali og nokkur tonn af hval-
kjöti. Gripi forseti Banda-
ríkjanna til slíkra ráðstafana
gegn íslandi, væri það með ein-
dæmum. Hann sagði nýlega um
efnahagsþvinganir gegn Suður-
Afríku, og er þá ólíku saman að
jafna bæði að því er varðar efni
málsins og pólitískan þrýsting
heima fyrir og á alþjóðavett-
vangi: „Þvinganir gera sveigjan-
leika Bandaríkjanna að engu,
þær gera okkur ókleift að beita
pólitískum þrýstingi og gera að-
eins illt verra.“
Ríkisstjórnin valdi þann kost
að fara fram á hlé á hvalveiðum
og ræða við bandaríska ráð-
herra. Vonandi fannst farsæl
sameiginleg lausn á deilunni um
hvali í viðræðunum í Washing-
ton. Sé lengi tekist á um mál
af þessu tagi, verða þau eins og
skemmdur ávöxtur, sem spillir
öllu umhverfí sínu.
Samveldi
í vanda
Agreiningurinn um efna-
hagshömlur á Suður-Afríku
virðist vera að sprengja breska
samveldið. Sýna deilumar vel,
hvílíkur hiti hleypur í þjóðarleið-
toga, þegar þeir rífast um þetta
vopn, viðskiptaþvinganir, sem
ætti að heyra sögunni til í al-
þjóðasamskiptum. Reynslan
sýnir, að viðskiptabann skilar
aldrei þeim árangri, sem að er
stefnt. Alltaf eru einhveijir, sem
sjá hag sínum borgið með því
að græða á banninu. Að lokum
er líklegast, að það bitni á þeim,
sem síst skyldi.
í sjálfu sér myndi það ekki
breyta miklu í heiminum, þótt
breska samveldið legðist niður.
Þjóðimar innan þess eiga bresku
krúnuna helst sameiginlega. Um
það, hvað em lýðræðislegir
stjómarhættir, næðist aldrei
samkomulag á leiðtogafundum
samveldislanda. Þessi losaralegu
ríkjasamtök eiga rætur að rekja
til þess, þegar Bretar stjórnuðu
nýlendum sínum sem herraþjóð.
Nú má helst skilja yfírlýsingar
andstæðinga Margaretar
Thatcher á þann veg, að breska
samveldið lifi ekki af nema Bret-
ar fari úr því. Að það verði til
að binda enda á ofbeldið í Suð-
ur-Afríku skal dregið mjög í efa.
eftir Þorstein Pálsson,
fjármálaráðherra
Missýnir í moldviðri
Talsverðar umræður hafa átt sér
stað síðustu daga um álagningu
skatta. Miklu moldviðri hefur verið
blásið upp. í rykmekkinum virðast
ýmsir hafa séð sýnir, sem þeir hafa
álitið vera efni til að koma höggi á
pólitískan andstæðing. En það er
svipað með skattaumræðu og akst-
ur á þurrum malarvegum. í báðum
tilvikum getur verið skynsamlegt
að láta moldrykið setjast áður en
menn kveða upp dóma um um-
hverfið.
Sum viðfangsefni stjómmálanna
er unnt að fjaila um með því einu
móti að slá á strengi tilfinninganna;
ýmist eigin tilfínningastrengi eða
annarra. Skattamál eru hins vegar
ekki þess eðlis að unnt sé að kom-
ast að málefnalegum niðurstöðum
án þess að taka tillit til staðreynda.
I ályktunum og umræðum síðustu
daga hafa sumir talsmenn stjómar-
andstöðunnar farið í meira lagi
fijálslega með staðreyndir varðandi
álagningu skatta á þessu ári, þó
að viðbrögð almennings í fjölmiðl-
um hafi verið fremur jákvæð. Af
því tilefni er óhjákvæmilegt að
draga fram nokkur atriði er máli
skipta varðandi þetta efni.
Skattbyrðin var 35%
þyngri 1982
Því hefur verið haldið fram að
skattbyrði á þessu ári stórhækki frá
því sem áður var. Staðreyndir máls-
ins em hins vegar þær, að á síðasta
ári var stigið fyrsta skref af þrem-
ur, sem boðuð vom til þess að
afnema tekjuskatt af almennum
launatekjum. Ráðgert var að skatt-
byrði á því ári yrði 4,4% af heildar-
tekjum greiðsluársins. Við
endurskoðun fíárlagaframvarpsins
á Alþingi í vetur sem leið var ákveð-
ið að fresta öðrum áfanga í tekju-
skattslækkun. Ástæðan fyrir því
var sú að talið var ógerlegt að
hækka neysluskatta í byijun kjara-
samninga. Einsýnt var að ógerlegt
yrði að ná þjóðarsátt í nýjum kjara-
samningum ef þeir byijuðu með því
að kaupmátturinn rýrnaði um U/2%
vegna hækkunar á neyslusköttum
jafnvel þó að sú hækkun kæmi í
stað tekjuskattslækkunar. Þó að
erfitt hafi verið að taka þessa
ákvörðun er augljóst nú að allt
annað hefði verið fullkomið ábyrgð-
arleysi.
Við ákvörðun skattvísitölu fyrir
þetta ár var því miðað við að skatt-
byrði yrði sú sama og menn ætluðu
að hún hefði verið á síðasta ári eða
um 4,4%. Miðað við nýjustu upplýs-
ingar um tekjubreytingar á þessu
ári verður skattbyrðin 4,5% af heild-
arlaunatekjum fólks. í reynd verður
skattbyrðin því mjög nærri því
marki sem sett var. Sú fullyrðing
fær því engan vegin staðist að
skattbyrði í ár verði vemlega meiri
en ráð var fyrir gert við afgreiðslu
fjárlaga.
Nýir útreikningar, sem taka tillit
til þess að tekjur manna á síðasta
ári jukust miklu meir en ætlað hafði
verið, sýna á hinn bóginn að skatt-
byrðin á árinu 1985 varð í reynd
4% en ekki 4,4% eins og að hafði
verið stefnt. Fyrir því er sú ein
ástæða að tekjur manna hækkuðu
í fyrra miklu meir en ætlað hafði
verið.
Þegar horft er til baka kemur í
ljós að skattbyrðin á árinu 1980
var 5,9%. Það vom fyrstu fjárlögin,
sem Ragnar Amalds bar ábyrgð
á. Árið 1982 var sfðasta heila árið
sem Ragnar Amalds bar ábyrgð á
sem fjármálaráðherra, þá var skatt-
byrðin komin í 6,1%. Þannig. var
skattbyrðin 35% meiri undir forystu
Ragnars Amalds en hún verður á
þessu ári.
Af þessum einföldu tölulegum
staðreyndum má sjá að skattbyrði
hefur verið lækkuð svo um munar.
Skattheimtan í efsta skattþrepi hef-
ur verið lækkuð á tíma þessarar
ríkisstjómar úr 50% í 43,5%. í öðm
skattþrepi hefur skattheimtan verið
lækkuð úr 35% í 30,5% og því þriðja
úr 25% í 19,5%. Frá 1980 hefur
skattbyrði aðeins einu sinni verið
lægri en á þessu ári og það var í
fyrra. En það var ákvörðun Al-
þingis að fresta frekari tekjuskatts-
lækkun til þess að koma í veg fyrir
hækkun neysluskatta.
Ákvörðun skattvísitölu
Skattvísitalan hefur verið snar
þáttur í umræðum síðustu daga.
Með skattvísitölu er reynt að koma
í veg fyrir að verðlags- og tekju-
breytingar létti eða þyngi skatt-
byrðina eftir atvikum. Með því að
tekjuskatturinn er greiddur ári eftir
að teknanna er aflað þurfa menn í
raun og vem að horfa í senn til
þeirra tekjubreytinga sem hafa átt
sér stað á liðnu ári, og hveijar
líklegar tekjubreytingar verði á því
ári sem skatturinn er greiddur.
Þegar skattvísitala var ákveðin
við afgreiðslu fjárlaga var stuðst
við þær upplýsingar sem haldbestar
vom frá Þjóðhagsstofnun um.
Iaunahækkanir á síðasta ári. í um-
ræðum á Alþingi kom enginn
ágreiningur fram um þá viðmiðun.
I fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar í
aprílmánuði kom fram að tekju-
hækkunin á síðasta ári hefði
sennilega orðið um eða yfír 40%
en ekki 36%, eins og stofnunin hafði
áður ætlað. Ríkisstjómin taldi ekki
ástæðu til þess að breyta skattvísi-
tölu þrátt fyrir þessar ábendingar,
enda hefur það aldrei verið gert þó
að slík misvísun hafí jafnan komið
fram. í annan stað þótti þá einsýnt
að tekjuhækkunin á þessu ári yrði
meiri en að var steftit og því ólík-
Iegt að skattbyrði yrði langt frá því
sem forsendur fjárlaga gerðu ráð
fyrir. Reyndin er sú að skattbyrðin
verður 4,5% í stað 4,4%. Á síðasta
ári varð skattbyrðin 4% í staðinn
fyrir 4,4% sem að var stefnt og var
þannig 10% léttari fyrir skattborg-
arana.
Rétt er að vekja athygli á því
að þær ábendingar sem fram komu
af hálfu Þjóðhagsstofnunar í lok
apríl vom ekki einungis sendar
ríkisstjóminni. Þær vom sendar öll-
um þingflokkum og reyndar birtar
opinberlega. Enginn stjómarand-
stöðuflokkanna lagði til á þeim tíma
að skattvísitölunni yrði breytt af
þessu tilefni. Nú segja þeir að þetta
hefði átt að gera. Hvers vegna
vöktu þeir ekki máls á því um leið
og þeir fengu upplýsingamar í
hendur? Það er ekki traustvekjandi
að segja við kjósendur að það hefðu
þeir gert, ef þeir hefðu áttað sig á
því. Upplýsingamar höfðu þeir
sannanlega undir höndum með
sama hætti og ríkisstjómin.
Þegar horft er á misvísun
skattvísitölu og breytingar á at-
vinnutekjum milli ára kemur í ljós,
að við skattálagningu árið 1981 var
skattvísitaian ákveðin 45% en at-
vinnutekjumar höfðu hækkað um
52,6%. Munurinn er meiri en í ár.
Engar raddir komu fram um breyt-
ingu. Árið 1982 var skattvísitalan
ákveðin 50% en atvinnutekjumar
höfðu hækkað um 56,2%. Misvís-
unin er mjög svipuð og nú en ekkert
tilefni þótti til að breyta henni á
miðju ári. Árið 1983 var skattvísi-
talan ákveðin 52% en atvinnutekj-
urnar höfðu hækkað um 53,8%.
Þetta er minnsta misvísun á milli
skattvísitölu og atvinnutekna frá
því 1980. Árið 1984 var skattvísi-
talan ákveðin 54% en atvinnutekj-
umar höfðu hækkað um 56,5%.
Árið 1985 var skattvísitalan ákveð-
in 25% en atvinnutekjumar höfðu
aukist um 27,8%.
Af þessum upplýsingum má ráða
að ávallt hefur verið um meiri eða
minni misvísun að ræða milli
mold
skattvísitölu og breytinga á at-
vinnutekjum árið á undan. Tekju-
þróunin á greiðsluárinu hefur svo
endanlega ráðið úrslitum um
greiðslubyrðina og í flestum tilvik-
um dregið úr áhrifum þessarar'
misvísunar. í annan stað hafa kom-
ið til beinar aðgerðir til þess að
lækka skatta og fyrir því hefur
skattbyrði farið lækkandi síðan
1982 þegar hún var 35% hærri en
nú.
Hvers vegiia ætti að
endurgreiða sjálfstæð-
um atvinnurekendum
og undanskotsliðinu?
Háværar raddir hafa komið fram
um að rétt sé og skylt að endur-
greiða þær 650 mkr., sem álagning
ríkissjóðs skilar umfram það sem
fíárlagaáætlunin gerði ráð fyrir.
Þingflokkar Alþýðuflokks og
Kvennalistans og talsmenn Al-
þýðubandalagsins hafa sett fram
skýlausar kröfur um þetta. Þessar
kröfur um endurgreiðslur em at-
hyglisverðar þegar horft er til þess
hvaða ástæður liggja að baki þess-
ari tekjuaukningu.
Af hálfu fjármálaráðuneytisins
var skýrt tekið fram þegar í upp-
hafí þessara umræðna að einungis
hluti af þessum tekjuauka væri til-
kominn vegna misvísunar í
skattvísitölu. Hærri tækjur leiða
eðlilega til þess að fleiri krónur em
greiddar í skatt. Það er eðli tekju-
skattsins. Því verður ekki breytt
með skattvísitölu.
Þá liggur fyrir að ríkisskattstjóri
hækkaði vemlega viðmiðunartekjur
einstaklinga í eigin atvinnurekstri
fyrir framtal á þessu ári. Þessi
ákvörðun skilar þeim árangri að
reiknaðar tekjur einstaklinga við
eigin atvinnurekstur hækkuðu um
50% meðan tekjur launþega hækk-
uðu um 42-43%. Þannig eykur þessi
ráðstöfun ein tekjur ríkissjóðs um-
fram það sem áætlað var í fjárlög-
um um 85 mkr. Þá hefur verið
gengið lengra í því að áætla tekjur
á einstaklinga sem ekki hafa skilað
skattframtölum. Hjá þessum aðilum
kemur fram 75% tekjuhækkun sem
skýrir um 220 mkr. af tekjuaukan-
um sem hér er til umræðu. Að
einhveiju leyti er hér um óvissa
álagningu að ræða, svo sem gefur
að skilja.
Þessar tölur sýna að þær ráðstaf-
anir, sem gerðar hafa verið til þess
að ná til tekna þeirra sem stunda
sjálfstæðan atvinnurekstur og
þeirra sem látið hafa skattstofur
áætla á sig tekjur, hafa skilað vem-
legum árangri. Og það er alveg
sama hversu háværar kröfur þing-
flokkar Alþýðuflokksins og
Kvennalistans setja fram um það
að sjálfstæðum atvinnurekendum
annars vegar og undanskotsliðinu
hins vegar verði endurgreiddar
þessar rúmlega 300 mkr., þeim
verður í engu svarað.
Með þessum aðgerðum er verið
að auka réttlæti í tekjuskattsálagn-
ingunni og vinna gegn því að menn
komist hjá að greiða skatta af laun-
um sínum, þó að þeir hafi aðstöðu
til þess sem sjálfstæðir atvinnurek-
endur. Tölumar sýna að þessi
viðleitni er að skila árangri.
Það væri mjög auðvelt að halda
því fram að með þessum áfyktunum
sínum hefðu þingflokkar Alþýðu-
flokksins og Kvennalistans snúið
við blaðinu og tekið þá pólitísku
afstöðu að vemda sérstaklega sjálf-
stæða atvinnurekendur annars
vegar og þá sem ekki hafa séð
ástæðu til þess að telja fram tekjur
sínar hins vegar. Ég sé hins vegar
enga ástæðu til þess að hagnýta
mér þá aðstöðu. Það væm hálfgerð-
ir útúrsnúningar. Ég hygg að þeir
séu eftir sem áður jafn einlægir í
viðleitni til þess að uppræta skatt-
svik.
Frá mínum bæjardymm séð sýn-
ir þetta aðeins að þeir hafa látið