Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Útsýni frá Vítisfjalli í norður að Herðubreið, sem er vinstra megin. Hægra megin eru Herðubreiðartögl
og Vikrafell við hraunið sem rann i gosinu 1961. Ljósi liturinn á landinu er líparítvikurinn sem kom
úr gosinu 1875.
— eftirSigurð
Sigurðarson
Askja hefur óhjákvæmi-
lega mikil áhrif á þá, sem
þangað leggja leið sína, ekki
síst ef ferðamenn hafa ein-
hveija þekkingu á sögu og
jarðfræði Dyngjufjalla.
Þarna birtist máttur nátt-
úruaflanna í sinni ægileg-
ustu mynd, hvort tveggja er
hrífandi og óttalegt. Þegar
litast er um í hinum geysi-
stóra sigdal sem askjan
hefur myndað fer ekki hjá
þvi, að hugurinn reiki til
þessa hrikalega krafts, sem
hér var að verki og hvenær
hér hefjist umbrot á ný.
Skammt er í óttann, honum
eru hughrifin bundin sterk-
um böndum.
Hér er ætlunin að segja
lítillega frá Öskju í Dyngju-
fjöllum, ef vera skyldi, að
það mætti vekja áhuga fólks
á ferðum þangað. Nú fer ein-
mitt sá tími ársins í hönd,
sem hvað best er að ferðast
inn í Öskju. Fyrri hluta sum-
ars er ófært inn í Öskju, en
nú hefur snjóa leyst að mestu
leyti og ökuleiðin lagfærð
svo vel að ekki er nema 2
km gangur inn að Öskjuvatni
og Víti.
Aðkomuleiðir
Tvær aðkomuleiðir eru einkum
í Öskju. Sú sem flestir fara er leið-
in af Mývatnsöræfum, skammt
austan við Mývatn. Til er í dæminu
að fara Gæsavatnaleið, en hún er
með erfíðustu hálendisvegum og
ekki fær nema stórum fjórhjóla-
drifsbílum.
Tvisvar íi viku eru fastar áætlun-
arferðir í Öskju og Herðubreiðar-
lindir frá Mývatni á vegum Jóns
Áma Stefánssonar. Um er að ræða
dagsferðir í stórrr flórhjóladrifsrútu
og er leiðsögumaður í ferðinni, sem
tekur um 12 tíma. Lagt er af stað
klukkan 8 að morgni og yfirléitt
komið til baka til Mývatns um
klukkan níu. Hægt er að vera eftir
í Öskju eða Herðubreiðarlindum á
milli ferða.
Vegurinn í Öskju er allgóður, en
þó tefja úfín hraun og sandskaflar.
Fyrir vikið verður að telja veginn
erfiðan venjulegum fólksbílum.
Farið er yfir tvær ár á leiðinni,
Grafarlar.daá og Lindá, en báðar
eru auðveldar yfirferðar enda ör-
uggt vað á þeim og traust. Um 100
km eru i Öskju en um 60 í Herðu-
breiðarlindir.
Frá Herðubreiðarlindum liggur
vegurinn áfram í suður, framhjá
Herðubreiðartöglum, um sandorpn-
ar hraunbreiður. Raunar eru þær
orpnar vikri, sem kom úr Öskjugos-
inu 1875. Þegar komið er fyrir
endann á Herðubreiðartöglum opn-
ast loks útsýni til Dyngjufjalla.
Leiðin liggur framhjá Vikrafelli og
að Dreka, skála Ferðafélags
Húsavíkur í Öskjuopi.
Frá Dreka er allerfiður vegur
um Öskjuop upp í Öskju. Þá er
ekið um úfið hraunið frá því 1962.
Svo mjór er vegurinn, að vart er
þar hægt að mæta öðrum bíl.
Bílnum er síðan lagt uppi við Vikra-
borgir, en það eru gígamir frá því
1962 og þaðan er gengið að Öskju-
vatni.
Göngnleiðir
Fátt er um eiginlegar gönguleið-
ir í Öskju, en víða má þó fínna
slóðir, sem óhætt er að fylgja, ef
bjart er veður. Hins vegar verður
að hafa það í huga, að sigdalurinn
í Öskju, hásléttan, er í um 1.000 m
hæð yfír sjávarmáli. Þar er því
mjög þokusælt og heiðríkjan getur
á örskammri stundu orðið að
dimmri þoku.
Ein besta leiðin fyrir þá sem
aðeins ætla að standa stutta stund
við í Öskju, er upp á hryggina fyr-
ir ofan Vikraborgir og þaðan upp
á fjallið fyrir ofan Víti. Þar er
hæðarpunktur, sem á korti er
merktur 1.357 og mætti að skað-
lausu nefnast Vítisfjall. Þar er
ákaflega gott útsýni yfír sigdalinn
og Öskjuvatn og fjöllin umhverfís.
Af Vítisfjalli má greinilega sjá hina
miklu Trölladyngju fyrir ofan
Trölladyngjuskarð, sem er suðvest-
an í Dyngjufjöllum, og Bárðar:
bungu sem rís yfír Suðurskarði. í
norðri er Herðubreið, sannköiluð
fjalldrottning, ber höfuð og herðar
yfír öll nærliggjandi fjöll, t.d. Koll-
óttudyngju, Eggert, Bræðrafell og
fleiri.
Þá má sjá Sellandafjall, Bláfyall
og fjöllin handan Jökulsár, Möðra-
dalsfjöll, Þríhymingsfj'allgarð, og
Snæfell, hæsta fjall á íslandi sem
stendur utan Vatnajökuls. Kverk-
fjöll sjást ekki af Vítisfjalli. Greini-
lega má sjá hvemig nýja hraunið
hefur rannið úr Öskjuopi til aust-
urs. Annars er blámi mikill í lofti
og erfítt að henda reiður á fjöllum
sem era í mikilli fjarlægð.
Litadýrðin við Oskjuvatn er mik-
il seinni hluta sumars, þegar snjóa
hefur tekið upp. Snjóar liggja raun-
ar í Öskju allan ársins hring, því í
þessari hæð gætir ekki sumars eins
og neðar.
Af Vítisfjalli era tvær eða þijár
leiðir. Beinast liggur við að fara
niður að Víti, hafí leiðin legjð upp
frá Vikraborgum, sem hér var lýst
á undan.
Þá má halda áfram eftir fjalls-
hryggjunum í suður, eftir örmjórri
Qallsegginni á Þorvaldsfelli og nið-
ur af því við suðvestanvert Öskju-
vatn. Þetta er mjög löng leið og
vart farin á skemmri tíma en 6 klst.
Þriðja og síðasta leiðin af Vítis-
fjalli er fyrir þá, sem koma upp á
fjallið frá Víti. Þá er ekki úr vegi
að ganga í austur yfír fjöllin að
Dreka. Þangað era um 6 km í
beinni loftiínu, en annars líklega
um 10 km. Gangan ætti að sækj-
ast vel því landi hallar í austur.
Nauðsynlegt er að hafa áttavita á
þessari leið og taka rétta stefnu í
upphafí göngu. Það er aðeins af
Víti. hinn umtalaði sprengigígur
við Öskjuvatn. Þar er baðheitt
vatn og nýta flestir ferðamenn
sér það.
Vítisljalli sem hægt er að átta sig
á stöðu Dreka.
Viðkomustaður flestra í Öskju
er að sjálfsögðu Víti, en þar taka
menn sér bað í illþefjandi, en heitu
vatninu á botni gígsins. Ekki er
venja að nota sundföt við þessa
baðferð, ljósmynduram á brúnni
fyrir ofan til ómældrar ánægju.
Af jarðfræöi Öskju
Frá Vatnajökli liggja breið
sprangubelti í norður allt í Öxar-
Qörð. Á þessu belti og því sem
liggur suðvestur um landið, má
segja að fari fram myndun lands-
ins. Þessi sprangubelti hafa verið
ákaflega virk allt frá landnámi og
raunar löngu fyrir þann tíma. Belt-
in era kennd við einstaka, en
áberandi staði á beltunum, Þeysta-
reyki, Kröflu, Fremri-Námur,
Öskju og Kverkfjöll.
í einstaklega góðri, og vel skilj-
anlegri grein um Jarðfræði
Ódáðahrauns í ársriti FÍ1981, seg-
ir Guðmundur Sigvaldason, jarð-
fræðingur, á þessa leið:
„Þrennt er það, sem virðist
sprungubeltunum öllum sameigin-
legt: (1) Þau eru af svipaðri stærð.
Lengdin nemur tugum kílómetra,
en mjó ræma um 5 til 10 kílómetra
breið í miðju beltanna er mest
spungin. (2) Um miðbik allra
sprungubeltanna er land hærra en
annars staðar á beltunum. Þar
hafa hlaðist upp fjöll. Mest áber-
andi eru Kverkijöll og Dyngjufjöll.
(3) Innan fjallendisins um miðbik
sprungubeltanna eru jarðhita-
svæði. Tvö atriði til viðbótar sjást
oft í þeim hluta sprungubelta sem
hæst liggja, en þó ekki í öllum
sprungubeltum. Fyrra atriðið er
meiri fjölbreytni bergtegunda og
þá ber stundum allmikið á ljósu
líparíti. Seinna atriðið er myndun
sigketils. “
Koparskjöldur, sem íslandsvinir í Köln og Hamborg settu uppá
Knebelsvörðu 1979.
Á þessum grágrýtissteini standa nöfn þeirra sem fórust 1907 í Öskju-
vatni, Rudolfs von Knebels og Marx Rudloffs. Þýskur jarðfræðingur,
dr. Hans Reck, meitlaði nöfnin í steininn árið 1908.