Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Fréttabréf
úr Breiðu-
víkurhreppi
Hjónin Hjörleifur Krisljánsson og Kristín Bergsveinsdóttir, sem undanfarin 4 ár hafa rekið ferða-
mannaþjónustu á bæ sínum, Arnarfelli, létu byggja þennan 112 fermetra burstabæ, til að hýsa
veitingaþjónustu. 48 gestir geta setið til borðs í einu, og vinna fjögur við reksturinn. Hefur hann
verið vel sóttur frá því að hann var opnaður 13. júlí sl.
Nú hefur verið hafin áfram-
haldandi bygging Amtmanns-
hússins á Arnarstapa og er
meiningin að það verði fokhelt
fyrir veturinn. Lokið er bygg-
ingu bæjar í fornum stíl á
Arnarfelli sem heitir Amarbær
við Amarstapa.
Hjörleifur Kristjánsson og kona
hans Kristín Bergsveinsdóttir
hafa undanfarin 4 ár verið með
gistiheimili á Amarfelli í sam-
bandi við ferðaþjónustu bænda og
hefur það komið sér mjög vel fyr-
ir fólk sem ferðast hér um nesið
til að skoða náttúrufegurð Snæ-
fellsness, sem er í svo ríkum
mæli umhverfis Snæfellsjökul,
sem gefur fólki fegurð og orku.
Nú datt þeim hjónum í hug að
breyta til og bæta um ferða-
mannaþjónustuna á einhvem hátt.
Fyrst hvarflaði að þeim að byggja
við íbúðarhúsið, en þeim fannst
; það þó ekki fýsilegur kostur og
fóm þá að athuga aðrar leiðir.
Að lokum ákváðu þau að fara þá
leið að byggja burstabæ í gömlum
stíl og hafa þar veitingar. Þau
hrintu svo þessari hugmynd í
framkvæmd árið 1985 og var
hafín bygging bæjarins í septem-
ber sama ár og bærinn gerður
fokheldur í lok nóvember. Fram-
kvæmdir lágu svo niðri þar til í
apríl í vor, en þá var hafist handa
við bygginguna og henni lokið
seint í júní og bærinn opnaður
fyrir gestamóttökur 13. júlí sl.
Teiknistofa Stefáns Jónssonar
í Reykjavík teiknaði bæinn. Bygg-
ingarmeistarar vora Einar
Matthíasson Gíslabæ í Breiðuvík-
urhreppi, sem gerði bæinn fok-
heldan og Hjörtur Valdimarsson
Garðabæ, sem innréttaði og lauk
verkinu. Heildarstærð bæjarins
er 112 m2.
Bærinn er á steyptum grunni,
veggir byggðir úr torfi og grjóti
og torfþak allt timburklætt að
innan og lakkað. 48 gestir geta
setið við borð í einu. Húsið er
mjög vel gert og vistlegt í alla
staði.
Síðan bærinn var opnaður fyrir
gestum hefur verið mikil aðsókn
og oft fullsetið. Það hefur verið
gerður góður rómur að þjón-
ustunni í alla staði. Þjónustufólk
er nú Baldur Öxdal Halldórsson,
Reykjavík, matsveinn, 2 stúlkur
frá Reykjavík og 1 frá Óiafsvík.
Þetta er fyrsti bærinn sem
byggður er hér á nesinu í gömlum
stfl fyrir ferðamannaþjónustu og
er mér ekki kunnugt um hliðstætt
annars staðar á landinu.
Það er annálsvert af einstakl-
ingi að láta sér detta í hug að
byggja veitingahús í þessu formi
og það þarf áræði og bjartsýni til
að ráðast í slíkar framkvæmdir í
fámenninu hér undir Jökli.
Kannski hafa Hjörleifur og kona
hans fengið orkuna frá jöklinum.
Útgerð og fiskverkun
Milli 20 og 30 bátar sem róið
hafa með handfæri hafa lagt upp
aflann á Amarstapa í vor og sum-
ar. Bjami Einarsson Eystri-Am-
arstapa og Ingjaldur Indriðason
Stóra-Kambi hafa tekið fískinn til
verkunar. 8 bátar hafa lagt físk-
inn inn hjá Ingjaldi en um 20
bátar hjá Bjama. Fiskurinn er
bæði frystur og saltaður. Afli
hefur verið fremur góður. Bjami
er búinn að fá um 500 tonn, en
Ingjaldur á annað hundrað tonn
frá áramótum. Þrengsli hafa verið
í höfninni á Amarstapa vegna
íjölda báta. Þá hafa 4-5 bátar
verið í höfninni á Hellnum.
Brýnt er að halda áfram að
bæta höfnina á Amarstapa og era
frekari hafnarbætur nú í undir-
búningi.
Einn 9 tonna þilfarsbátur,
Bjami, heimabátur á Amarstapa
hefur róið þaðan og réri hann sl.
vetur og hefur hann fískað vel.
Hann var með bæði línu og net,
en erfítt var í vondum veðram að
passa hann í höfninni.
Tíðarfar og
landbúnaður
Tíðarfar í vor var fremur gott.
Maí var kaldur, ríkjandi norðanátt
og vindasamt, frost á nóttum,
gróður kom seint. Snemma í júní
hlýnaði veralega og tók þá gróður
fljótt við sér því jörð var þá klaka-
laus. Lambfé var ekki sleppt fyrr
en eftir 7. júní. Lambahöld vora
frekar slæm sums staðar og lam-
bær drápust á sauðburði á ein-
stökum bæjum úr Hvanneyrar-
veiki. Hey voru alls staðar nóg
hjá bændum.
Grasspretta er nú góð. Hey-
skapur er almennt byijaður og
sumir bændur era búnir að heyja
talsvert sem byijuðu fyrst, en
aðrir nýbyijaðir. Þurrkar hafa
verið daufír þar til á föstudaginn
17. júlí að þomaði upp eftir mikla
rigningu og hefur verið brakandi
þurrkur síðan, svo gengið hefur
vel að heyja síðustu daga. Við
eigum allt okkar undir sól og
regni.
Þrátt fyrir kvóta á kjöti og
mjólk
kjósum við blíðu veður.
Það er svo eftir svarta nótt
að sólskinið okkur gleður.
Finnbogi G. Lárusson,
fréttaritari.
Landsbankinn:
Bönkum er skylt að gæta
hagsmuna skuldabréfaeigenda
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi fréttatilkynn-
ing frá Landsbanka Islands:
„Frá því í ágústmánuði 1984 þar
til 1. mars 1986 var ákvörðunum
um vexti af skuldabréfum hagað
þannig, að bankar og sparisjóðir
seftu vexti sjálfír af bréfum, sem
út’voru gefin eftir 11. ágúst 1984.
Sú ákvörðun var þó háð því skil-
yrði, að Seðlabankinn gerði ekki
við hana athugasemdir innan
þriggja daga frá því að hún var
tilkynnt honum.
ÍSLENSKI kammerkórinn hlaut
goðar undirtektir á tónleikum,
sem kórinn hélt í tónleikasal
Tívolí í Kaupmannahöfn um
miðjan júlímánuð. Söng kórinn
fyrir nær fullu húsi og var klapp-
aður upp tvisvar eftir að efnis-
skránni var lokið.
Kórinn fór í vikulanga söngför
um Danmörku og hélt fimm tón-
Seðlabankanum er fengin heim-
ild í 13. gr. laga nr. 10/1961 til
að ákveða hámark og lágmark
vaxta, sem innlánsstofnanir mega
taka. Vaxtaákvarðanir Seðlabank-
ans era bindandi fyrir allar innláns-
stofnanir, sem til er vísað í
lagagreininni. Vaxtataka aðila, sem
standa utan þeirra stofnana fer hins
vegar eftir 2. og 3. gr. laga 58/
1960 um bann við okri, dráttar-
vexti ofl. Þar er heimilað að taka
af skuld ársvexti, sem séu jafnháir
þeim vöxtum, sem stjórn Seðla-
leika í Nikolaj kirkjunni í Kaup-
mannahöfn, dómkirkjunni í Ærö og
Haderslev, í Frelsarans kirkju í
Vejle og loks í Tívolí í Kaupmanna-
höfn. Kórnum stýrði Garðar Cortes.
Á tónleikunum í Tívolí vora flutt
12 íslensk þjóðlög og vakti frammi-
staða tenórsins Gunnars Guðbjörns-
sonar sérstaka athygli viðstaddra.
Eftir hlé var flutt íslensk nútíma-
bankans leyfír að taka hæsta eða
eru hæstu almennu útlánsvextir á
þeim tíma, sem til skuldar er stofn-
að. í báðum tilvikum er átt við
skuldabréf með breytilegum vöxt-
um.
Þegar hið nýja fyrirkomulag um
ákvörðun vaxta hafði verið tekið
upp í ágúst 1984, varð það ágrein-
ingsefni hvaða vexti mætti taka af
skuldabréfum, sem fara eftir
ákvæðum laga 58/1960. Seðla-
bankinn heimilaði innlánsstofnun-
um, annars vegar, að taka tiltekna
tónlist, fyrst kórlög eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og Gunnar Reyni
Sveinsson. Síðan söng Olöf Kolbrún
Harðardóttir einsöng í laginu
Gígjan, eftir Sigfús Einarsson og
Garðar Cortes söng einsöng í laginu
Hamraborgin eftir Sigvalda Kalda-
lóns. Að lokum flutti kórinn hluta
af Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson.
vexti í beinum viðskiptum við lán-
þega sína. Hins vegar heimilaði
hann þessum stofnunum að taka
aðra og hærri vexti við kaup svo-
kallaðra viðskiptaskuldabréfa, sem
orðið höfðu til með samningum utan
þessara stofnana. Það var túlkun
þeirra lögfræðinga, sem Lands-
bankinn leitaði álits hjá, að í
samræmi við ákvæði laga 58/1960
væri eigendum skuldabréfa heimilt
að krefjast þessara síðarnefndu
vaxta, sem væra hæstu vextir, er
viðurkenndir væru af Seðlabanka
og beitt væri af innlánsstofnunum.
Bönkum er að sjálfsögðu skylt
að gæta hagsmuna eigenda skulda-
bréfa, sem falið hafa þeim bréf sín
til innheimtu. Landsbankinn ákvað
því að innheimta slík bréf með þeim
vöxtum, sem viðurkenndir voru
hæstir, enda hefði bankinn að öðr-
um kosti skapað sér ábyrgð og
bótaskyldu. Rétt er jafnframt að
taka það enn einu sinni fram, að
sá vaxtamunur, sem um ræðir, rann
að öllu leyti til eigenda skuldabréfa,
sem falið hafa bankanum þau til
innheimtu, en ekki til bankans
sjálfs.
Frá og með 1. marz 1986 tók
Seðlabankinn upp nýja hætti við
ákvörðun vaxta. Útlánsvextir
skuldabréfa voru nú settir beint af
Seðlabankanum sjálfum og vora
þeir 20% frá 1. marz til 1. apríl,
en 15.5% eftir það. Jafnframt var
skráning vaxta af viðskiptaskulda-
bréfum felld niður. Landsbankinn
hefur að sjálfsögðu farið eftir þess-
um nýju reglum. Rétt er þó að taka
fram, að í samræmi við þær skyld-
ur, sem bankinn hefur gagnvart
eigendum skuldabréfa til inn-
heimtu, eru vextir, sem ná til
einhvers tímabils fyrir 1. marz sl.
reiknaðir í samræmi við þá vexti,
sem bankinn telur hafa verið hæstu
lögleyfðu vexti á þeim tíma.“
Píanóleikarinn BoKjoo Cho.
Píanótón-
leikar í
Hafnarkirkju
FIMMTUDAGINN 7. ágúst held-
ur BoKjoo Cho pianótónleika i
Hafnarkirkju á Höfn í Horna-
firði. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.
BoKjoo Cho er 26 ára píanóleik-
ari frá Suður-Kóreu og hefur hún
m.a. stundað framhaldsnám í
Vínarborg hjá Paul Badura-Skoda.
Um þessar mundir nýtur hún leið-
sagnar prófessors GUnter Ludwig
við tónlistarháskólann í Köln.
Á efnisskránni á tónleikunum í
Hafnarkirkju verða eftirtalin verk:
sónata í F-dúr eftir Haydn, sónata
í fís-moll eftir Brahms, Le Tombeau
de Couperin eftir Ravel og Mefístó-
vals eftir Liszt.
BoKjoo Cho mun flytja sömu efn-
isskrá í Logalandi í Borgarfirði
mánudaginn 11. ágúst og í Nor-
ræna húsinu miðvikudaginn 13.
ágúst.
Frá tónleikum íslenska kammerkórsins í Tívolí. Morgunblaðið/Rúnar Helg.
fslenski kammerkórinn
með tónleika í Tívolí