Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 33
Þorsteinn Pálsson
„Við ákvörðun
skattvísitölu fyrir þetta
ár var því miðað við að
skattbyrði yrði sú sama
og menn ætluðu að hún
hefði verið á síðasta ári
eða um 4,4%. Miðað við
nýjustu upplýsingar um
tekjubreytingar á þessu
ári verður skattbyrðin
4,5% af heildarlauna-
tekjum fólks. I reynd
verður skattbyrðin því
mjög nærri því marki
sem sett var.“
moldviðrið rugla sig í ríminu. Þeir
hafa dregið ályktanir og gert álykt-
anir án þess að vita hverjar stað-
reyndir mála eru. Þetta heyrir víst
til saklausra leikbragða í stjórn-
málum. En það er heldur ómerkilegt
að snúast þannig gegn eigin mál-
stað í því skyni einu að koma
pólitískum andstæðingi í varnar-
stöðu með blekkingum.
í engu brotið gegn for-
sendum kj arasamninga
Þingflokkur Alþýðuflokksins hef-
ur haldið því fram að tekjuskatts-
álagningin brjóti í gegn forsendum
kjarasamninganna frá því í vetur.
í tengslum við þá kjarasamninga
ákvað ríkisstjómin að lækka skatt-
hlutföll og hækka persónuafslátt í
því skyni að skattbyrði ykist ekki
vegna aukinnar verðbólgu. Við
þetta var að fullu og öllu staðið og
hagfræðingur Alþýðusambandsins
hefur opinberlega staðfest að
álagningin brjóti ekki gegn því sam-
komulagi sem gert var milli ríkis-
stjómarinnar og aðila vinnumark-
aðarins fyrr á þessu ári. Hér er því
um vindhögg að ræða.
Samþykktir Alþingis
í annan stað hafa þingflokkar
Alþýðuflokksins og Kvennaiistans
haldið því fram að skattálagningin
nú sé brot á samþykktum Alþingis
frá því 1984 um afnám tekjuskatts
af almennum launatekjum. í þessu
sambandi er rétt að hafa í huga
að Alþingi tók sjálft ákvörðun um
að fresta öðmm áfanga af þremur
sem ríkisstjórnin hafði ákveðið að
beita sér fyrir í því skyni að ná
þessu marki.
Það kemur einnig í ljós við álagn-
ingu nú að 13% gjaldendanda greiða
67% af öllum tekjuskattinum, en
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÖAGUR 6. ÁGÚST 1986
I
33
56% gjaldanda er í neðsta skatt-
þrepi og greiða 0,5% af tekjuskatt-
inum. Þetta sýnir að tekjuskattur
hefur verið lækkaður svo um munar
í neðstu skattþrepunum. Að hinu
leytinu sýna þessar tölur hversu
tekjudreifingin er jöfn, með því að
ýmsir í hópi þeirra 13% sem hæstar
tekjur hafa, eru taldir til þeirra sem
hafa almennar launatekjur. Þing-
flokkur Kvennalistans benti til að
mynda á að algengt væri að ein-
stæðir foreldrar í kennarastétt væru
í þessum 13% hópi þeirra tekju-
hæstu.
Hag’smunir lágtekju-
heimilanna
Geir Gunnarsson talsmaður Al-
þýðubandalagsins í ríkisfjármálum
og þingflokkur Kvennalistans hafa
gagnrýnt það mjög harðlega að
tekjuauka ríkissjóðs á þessu ári
skuli að nokkru leyti hafa verið
varið til þess að lækka verðlag á
mikilvægustu neysluvörum almenn-
ings, þeim neysluvörum sem eru
stærsti hluti af útgjöldum lágtekju-
heimilanna. Geir Gunnarsson og
þingflokkur Kvennalistans hafa
haldið því fram að þetta væri hið
mesta ódæði, vegna þess að með
þessu hafi verið komið í veg fyrir
kauphækkanir. Þetta lýsir vel
ástandinu innan Alþýðubandalags-
ins um þessar mundir. Fyrir aðeins
fáum dögum var af hálfu Alþýðu-
bandalagsins í forystugrein í
Þjóðviljanum sett fram mjög hörð
gagmýni á landbúnaðarráðherra og
ríkisstjómina fyrir að hafa lækkað
niðurgreiðslur úr 39% í 15,7% af
verði dilkakjöts fyrir síðustu verð-
lækkun. Nokkmm dögum seinna
em það talin vera meiri háttar svik
við launafólk að hækka niður-
greiðslurnar lítið eitt.
Ég er ekki þeirrar skoðunar að
niðurgreiðslur á landbúnaðarafurð-
um auki sölu þeirra að marki. Það
hefur komið í ljós að tilraunir með
stórauknar niðurgreiðslur um
ákveðinn tíma hafa ekki skilað sölu-
aukningu þegar til lengdar lætur.
Á hinn bóginn hef ég talið mjög
mikilvægt að ríkisstjórnin gerði allt
sem í hennar valdi stæði til þess
að koma í veg fyrir að verðlags-
forsendur kjarasamninganna frá
því í vetur brystu. Þess vegna var
tekin ákvörðun um að nota hluta
af tekjuauka ríkissjóðs til þess að
auka niðurgreiðslur á þeim vömm
sem vega þyngst í útgjöldum lág-
tekjuheimilanna.
Ef verðlagsforsendurnar hefðu
brostið hefði kaup að sjálfsögðu
verið hækkað að sama skapi. Það
hefði ekki leitt til aukins kaup-
máttar, en aukið verðbólgu. Það
virðast talsmaður Alþýðubanda-
lagsins í ríkisijármálum og þing-
flokkur Kvennalistans telja vera
mikilvægt stefnuatriði. Slíkar verð-
bólgulaunahækkanir hefðu komið
hlutfallslega jafnt á alla launþega
burtséð frá því hvort þeir hafa há
eða lág laun. Því verður hins vegar
ekki á móti mælt að niðurgreiðsl-
umar koma þeim hlutfallslega að
bestum notum sem veija stærstum
hluta tekna sinna til kaupa á mat-
vömm, þ.e.a.s. lágtekjuheimilunum.
í þessu tilviki væri mjög hægt
um vik að halda því fram að Geir
Gunnarsson og þingflokkur
Kvennalistans hefðu vilja fara þá
leið sem allra minnst tillit tók til
þeirra sem lægst launin hafa. Ég
ætla ekki að gera þeim upp slíkar
skoðanir þó að aðrar ályktanir verði
ekki dregnar af hljóðan orða þeirra.
Að mínu mati er þetta einungis
dæmi um það hversu óvandaður og
órökstuddur málflutningur stjóm-
arandstöðunnar í þessum málum
öllum hefur verið síðustu daga. Og
þegar jafn grandvar málflytjandi
og Geir Gunnarsson fellur fyrir
þessari freistingu er von að aðrir
geri það.
Hvers vegiia er kast-
ljósinu ekki beint
að kaupmáttar-
aukningunni?
í þessum umræðum eins og oft
áður, vekur það jafnvel meiri at-
hygli sem ekki er sagt, en hitt sem
sagt hefur verið. Hefur því verið
haldið á lofti að ein af ástæðum
fyrir auknum tekjum ríkissjóðs á
þessu ári sé sú að tekjur manna á
síðasta ári hækkuðu ekki um 36%
heldur um 42,5%. Fram hefur kom-
ið að tekjuhækkunin frá 1984 til
1985 var 8 prósentustigum umfram
verðlagshækkanir. Enginn hefur
séð ástæðu til þess að varpa kast-
ljósinu á þessar upplýsingar og
draga fram að kaupmáttaraukning-
in á síðasta ári varð miklu meiri
en ráð var fyrir gert.
Þetta eru einhveijar ánægjuleg-
ustu og bestu upplýsingar um þróun
efnahagsmála sem lengi hafa komið
fram. Þær sýna að lækkun verð-
bólgunnar skilaði sér fyrr í auknum
raunverulegum kaupmætti en bjart-
sýnustu talsmenn ríkisstjómarinnar
höfðu þorað að halda fram. Og aft-
ur á þessu ári er einsýnt að
kauphækkanir verða verulega um-
fram verðlagshækkanir. Það hefði
mátt ætla að þeir sem mestar
áhyggjur þóttust hafa af tímabund-
inni kjaraskerðingu á sínum tíma
mundu verða fyrstir til þess að
fagna þessum umtalsverða árangri.
En það er eins og íjölmiðlar hafi
bundist samtökum um að þegja
þessa staðreynd í hel.
Ríkisstjómin tók ákvörðun um
hallarekstur á ríkissjóði á þessu ári
því það var eina leiðin til þess að
færa launþega og atvinnurekendur
saman til skynsamlegra samninga-
gerðar. Og til þess að niðurskurður-
inn á næsta ári þurfi ekki að vera
of mikill hefur verið ákveðið að
hafa halia á ríkissjóði á næsta ári
einnig. Þetta hefur verið harðlega
gagnrýnt af stjómarandstöðunni.
Bæði Alþýðubandalagið og Al-
þýðuflokkurinn hafa þó verið með
tillögur um stóraukin útgjöld ríkis-
sjóðs. Enginn fjölmiðill hefur talið
sig þurfa að spyija stjómarandstöð-
una að því hvemig það fari saman
að gera kröfur um stóraukin ríkisút-
gjöld og verulega lækkun skatta,
hvemig það fari saman að skrifa
einn daginn árás á Qármálaráð-
herra fyrir hallarekstur og hinn
daginn árás á fjármálaráðherra fyr-
ir að lækka ekki skattana meir en
gert hefur verið.
Landssamband lífeyrissjóða:
Skorar á lífeyrissjóði
að festa ekki kaup á
ríkisskuldabréfum
Húsnæðisstofnunar
Telur ákvæði um lánskjör ekki nógu skýr
„FÉLAGSFUNDUR Landssambands lífeyrissjóða skorar á stjómir
allra lifeyrissjóða i landinu að skrifa ekki undir samninga þá um
lánveitingar, sem Húsnæðisstofnun hefur sent sjóðunum, nema skýrt
verði kveðið á um lánskjör í þeim samningum.“ Svohljóðandi ályktun
var samþykkt á félagsfundi Landssambands lífeyrissjóða þann 31.
júli sl.
Samkvæmt lögum um Húsnæðis-
málástofnun, eiga stofnunin og
lífeyrissjóðirnir að gera með sér
samning um kaup sjóðanna á
skuldabréfum Húsnæðisstofnunar.
Að sögn Péturs Blöndal, for-
manns Landssambandsins, hefur
verið samstarf milli Húsnæðisstofn-
unar og lífeyrissjóðanna um gerð
siíks samnings, en ekki hefur verið
nákvæmlega skilgreint hvaða láns-
kjör skuli gilda. í lögunum segir,
að lánskjör skuli vera þannig, sem
Ríkissjóður býður almennt á verð-
bréfamarkaði. „Þetta ákvæði tók
Húsnæðisstofnun beint upp í samn-
inginn og sendi lífeyrissjóðunum,
og er það augljóst, að lífeyrissjóð-
imir geta ekki skrifað undir svo
opið ákvæði um lánskjör," sagði
Pétur. „Oljóst er því hvaða vextir
eigi að gilda á fyrsta láninu, hver
lánstíminn er og hvaða afborgunar-
kjör."
Og Pétur heldur áfram: „Mér
hefur sýnst, að það sé fjármálaráð-
herra, sem eigi að ákveða þetta,
og hef ég því reynt að ná sam-
bandi við hann, en ekki tekist, en
aðstoðarmaður ráðherra eða ráðu-
neytisstjóri geta ekki tekið ná-
kvæmlega á þessu máli. Nú hefur
fjármálaráðherra reyndar upplýst,
að þetta sé ekki hans hlutverk; það
verður því væntanlega Húsnæðis-
stofnun, sem mun semja lánskjörin
og mun það væntanlega skýrast á
næstu dögum.“
Pétur telur annað smærra mal
einnig leiða til þess, að sjóðirnir
geta ekki skrifað undir, en það er
að einstakir sjóðir hafa keypt spari-
skírteini beint frá Seðlabanka eða
öðrum ijárfestingalánasjóðum, sem
þeim var vísað til af fjármálaráðu-
neytinu; „nú á ekki að taka þessi
kaup með inn í dæmið, þegar meta
skal réttindi sjóðsfélaga til láns hjá
Húsnæðisstofnun, en Iánsréttur
manna hjá stofnuninni er háður
því, hve lífeyrissjóður lánþega eyðir
háu hlutfalli af ráðstöfunarfé sínu
hjá Húsnæðisstofnun."
Aðspurður hveijar afleiðingar
það kæmi til með að hafa fyrir hinn
almenna lántakanda, ef undirskrift
samninganna drægist á langinn,
sagði Pétur að þar sem lánsréttur
væri háður því, hversu sjóðimir
kaupa mikið af skuldabréfum hjá
Húsnæðisstofnun (lánsréttur Iækk-
ar um 400.000 fyrir hver 10%, sem
sjóðurinn kaupir minna), væri ekki
hægt að svara nokkmm manni um
hans lánsrétt fyrr en þessir samn-
ingar hafi verið gerðir. „Og lögin
um húsnæðisstofnun eiga að taka
gildi 1. september, þ.a. lítill tími
er til stefnu," sagði Pétur, enda
má reikna með, að töluverðan tíma
taki að fá samningana undirskrif-
aða eftir að þeir hafa verið sendir
út. „Það er því brýnt að menn komi
sér niður á lánskjörin," sagði Pétur
Blöndal formaður Landssambands
lífeyrissjóða að endingu.
Breytingar á
skattkerfinu
Þær umræður sem fram hafa
farið síðustu daga um skattamál,
skattbyrði og skattsvik, varpa mjög
ským ljósi á nauðsyn þess að byggja
upp nýtt skattkerfi. Unnið hefur
verið að endurbótum á tillögum um
virðisaukaskatt sem á að koma í
stað söluskatts. Allir era sammála
um að söluskattskerfið er því sem
næst hmnið. Eigi að síður vilja
báðir stjómarandstöðuflokkamir
halda í söluskattskerfið. Alþýðu-
flokkurinn hefur þar að auki lagt
til að ríkið nái sér í miklu meiri
tekjur en nú er I gegnum þetta
gatslitna kerfí. Fyrir dymm stendur
að setja nýja og samræmda toll-
skrá, og boðuð hefur verið breyting
á tekjuskattslöggjöfínni og athugun
á staðgreiðslu tekjuskattsins. Á
móti hafa komið tillögur frá Al-
þýðubandalaginu og Alþýðuflokkn-
um um allt að þreföldun eignar-
skatta. Um þessi atriði væri vert
að ræða fremur en að rýna í gegn-
um það moldryk, sem þyrlað hefur
verið upp vegna nýálagðra skatta.
Kjarni málsins
Kjami málsins er þessi:
★ Skattbyrgði á þessu ári er 4,5%
í stað 4,4% eins og stefnt var
að með forsendum fjárlaga.
★ Skattbyrðin var 35% hærri 1982
en í ár.
★ Skattheimtan í efsta þrepi er
nú 43,5% í stað 50% 1982. í
öðm þrepi 30,5% í stað 35% og
í þriðja þrepi 19,5% í stað 25%.
★ Yfir 300 millj. króna af þeim
tekjum, sem inn koma umfram
áætlun fjárlaga stafa af aðgerð-
um skattyfírvalda til þess að ná
í tekjur, sem áður komu ekki
fram til skatts.
Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar:
„Vísa á bug öllum
ásökunum um okur“
Telur að ásakanir Björns Vernharðs-
sonar séu ekki á rökum reistar
„ÉG HLÝT að vísa á bug öllum ásökunum um meint okur þessarar
stofnunar fyrr eða síðar,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins þegar blaðamaður leitaði
álits hans á ummælum Björns Vernharðssonar í biaðinu í siðustu
viku. Björn íhugar nú að kæra forráðamenn stofnunarinnar fyrir
að hafa reiknað sér okurvexti undanfarna 20 mánuði. „Húsnæðis-
stofnun hefur jafnan veitt lán á lágmarkskjörum miðað við það sem
gerist og gengur í þjóðfélaginu,“ sagði Sigurður.
Sigurður taldi að ásakanir Bjöms
um okurvexti væm ekki á rökum
reistar. Lán hans, sem em að hluta
verðtryggð, hafi verið veitt í fullu
samræmi við gildandi heimildir, og
húsbyggjendum verið Ijóst að
hveiju þeir væm að ganga. Sér vit-
anlega væri stofnuninni ekki skylt
að breyta vöxtum, þótt í ljós kæmi
að greiðslubyrði þeirra væri þyngri
en síðari lána. „í þessu sambandi
er rétt að minnast þess að lán Hús-
næðisstofnunar hafa að jafnaði
verið veitt með vöxtum og verð-
tryggingu að einhveijum hluta. Við
höfum reynt að láta þessa þætti
ríma saman. Á síðasta ári létum
við gera athugun á greiðslubyrði
hlutaverðtryggðra lána. Leiddi hún
í ljós að kjör Iána með 40% verð-
tryggingu og 9,75% vöxtum virtust
ekki verri en fullverðtryggðra lána
sem við veitum með 3,5% vöxtum.
Mín skoðun er sú að að greiðslu-
byrði lána Bjöms sé ekki þyngri
en þeirra sem við veitum í dag.“
Éins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu fól stjórn Húsnæðisstofn-
unar starfshópi að gera athugun á
þeim atriðum sem koma fram í bréfi
Bjöms. Samþykkt var að lækka
vexti ef í ljós kæmi að kjör þeirra
væm verri en fullverðtryggðra„ í
bókun stjómarinnar segir að vaxta-
lækkunin muni, ef tilefni er til, gilda
frá og með síðustu gjalddögum, í
maí 1986 og nóvember 1985. Bjöm
telur hins vegar að sér beri endur-
greiðsla miðað við gjalddaga 1. maí
1985, og vaxtalækkun frá 20. des-
ember 1984. Sigurður sagði að ekki
hefði verið talin ástæða til að taka
afstöðu til þess að svo komnu máli.
Aðspurður hvort stjórnin muni
breyta ákvörðun sinni, ef athugun
hópsins leiðir eitthvað nýtt í ljós
sagði Sigurður að það væri hugsan-
legt. Málið kæmi fyrir stjómina á
ný og yrði þá skoðað ofan í kjölinn.
Athugun á kjömm hlutaverð-
tryggðu lánanna er að hefjast.
Sigurður sagði að starfshópurinn
hefði öflugt tölvuforrit sér til full-
tingis og bjóst hann við niðurstöð-
um eftir u.þ.b. 2 vikur.