Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 28

Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Shcharansky skor- ar á Israela að ræða ekkí við Sovétmenn Jerúsalem, AP. ANATOLY Shcharansky hvatti ísraela til þess á mánudag að neita að hitta sovéska embættismenn fyrr en ráðamenn í Moskvu hefðu breytt stefnu sinni gagnvart gyðingum, sem flytja vilja frá Sovétríkjun- um. Hann kvaðst hræddur um að fjölskyldu sinni yrði meinað að fara frá Sovétríkjunum. Shimon Peres, forsætisráðherra Israels, sagði fyrir þingnefnd að ísra- elskir og sovéskir sendierindrekar myndu hittast í Helsinki í Finnlandi síðar í þessum mánuði til að ræða um stjómmálasamband milli ríkjanna. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 15 skýjað Amsterdam 16 21 skýjað Aþena 23 35 heiðskfrt Barcelona 28 léttskýjað Berlfn 18 skýjað Briissel 16 21 heiðskírt Chicago 1« 28 rigning Dublin 10 17 heiðskírt Feneyjar 27 þoku- móða Frankfurt 16 30 heiðskírt Genf 21 31 skýjað Helsinki 20 25 heiðskírt Hong Kong 27 33 heiðskirt Jerúsalem vantar Kaupmannah. 16 27 skýjað Las Palmas 20 léttskijað Lissabon 14 23 heiðskirt London 11 20 skýjað Los Angeles 17 29 heiðskírt Lúxemborg 18 skýjað Malaga 27 heiðskírt Mallorca 30 heiðskirt Miami 27 31 skýjað Montreal 13 25 skýjað Moskva 15 25 heiðskírt NewYork 20 30 skýjað Osló 19 leftskýjað París 21 skýjað Peking vantar Reykjavík 11 alskýjað Ríó de Janeiro 16 34 skýjað Rómaborg 19 35 heiðskfrt Stokkhólmur 15 20 heiðskirt Sydney 11 14 rigning Tókýó 20 35 heiðskírt Vínarborg 22 32 rigning Þórshöfn 10 skýjað Shcharansky sagði að Sovétmenn gætu hafa viljað halda þennan fund í Helsinki til að fegra málstað sinn á Vesturlöndum og „grímubúa raun- verulega stefnu sína gagnvart sovéskum gyðingum". Shcharansky sagði að verið gæti að fjölskyldu sinni hefði verið veitt brottfararleyfi frá Sovétríkjunum af sömu ástæðu. Hann sakaði Sovét- menn um að hafa brotið leynilegt samkomulag, sem hann gerði við þá um að fjölskylda hans yrði látin laus skömmu eftir að honum var sleppt 11. febrúar í skiptum fyrir fanga, sem í haldi voru vestantjalds. Aðeins 31 gyðingi var leyft að flytjast brott frá Sovétríkjunum í júlí, en 55 í júní, og hefur færri gyðingum ekki verið hleypt úr landi í ellefu mánuði. 447 gyðingum hefur verið leyft að flytjast frá Sovétríkj- unum það sem af er þessu ári. 1.440 gyðingar fengu að fara frá Sovétríkj- unum 1985. Flestum gyðingum var hleypt úr landi 1979, 51.330. ÍHt' Heinz Braun á fréttamannafundinum á föstudag. Lengst til vinstri er ein af gínunum þremur sem Braun sagðist hafa haft að ferðafélögum á flóttanum. V estur-Þýskaland: Var flóttasagan gabb? Vestur-Berlín. AP. LÖGREGLAN í Vestur-Berlín leitar nú austur- þýska flóttamannsins, sem kvaðst hafa ekið í gegnum eftirlitsstöð við Berlínarmúrinn klædd- ur sovéskum herbúningi - í fylgd þriggja gína í sams konar klæðnaði. Vill lögreglan yfirheyra manninn nánar um flóttann, en hefur ekki tek- ist að ná fundi hans. Flóttamaðurinn, Heinz Braun, greindi frá því á fundi með fréttamönnum á föstudag, að hann hefði ekið á Lödu, sem hann hefði málað eins og sovéska her- bifreið, í gegnum eftirlitsstöð við múrinn daginn áður, eða 30. júlí. Talsmaður lögreglunnar, Dieter Piet, sagði, að maðurinn hefði ekki fundist, þegar átt hefði að yfir- heyra hann. Hafa vestur-þýskir fjölmiðlar dregið sannleiksgildi flóttasögunnar í efa. Piet sagði, að samkvæmt skrám lögregluyfirvalda hefði engin sovésk herbifreið farið þama um á þeim tíma, sem Braun tilnefndi í flóttafrásögn sinni. Auk þess hefur lögreglan áhuga á að yfirheyra Braun um þá staðhæfingu hans, að hann hafi verið klæddur sovéskum einkennisklæðnaði á flóttanum. Samkvæmt vestur-þýskum lögum mega Þjóðverjar ekki klæðast einkennisklæðnaði hemámsveldanna fjögurra. Aðild Sovétmanna að friðarviðræðum samþykkt ef Israel og Sovétríkin taka upp stjórnmálasamband Tel Aviv, AP. SHIMON PERES forsætisráðherra ísraels sagði í gær að tækju Sovét- menn upp stjórnmálasamband við Israel að nýju mundi stjórn sín fallast á að sovéskir embættismenn ættu aðild að alþjóðlegum friðar- viðræðum um málefni ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er í fyrsta sinn sem Peres hefur tjáð sig opinberlega um við- ræður ísraela og Sovétmanna um leiðir til að koma á stjórnmálasam- bandi milli ríkjanna, en þær verða haldnar í Helskini um miðjan mán- uðinn. Peres lagði þó áherslu á að ísrael- ar mundu ekki láta af andstöðu sinni við þátttöku Sovétmanna í friðarviðræðum nema að því til- skyldu að samskipti ríkjanna kæmust í eðlilegt horf á sviði stjórn- mála, menningar og viðskipta. Hann sagði ennfremur að tvennt stæði í vegi þess að ríkin gætu tek- ið upp víðtæk samskipti, eins og málum væri nú háttað: Annars veg- ar væri slæmur aðbúnaður gyðinga í Sovétríkjunum og hins vegar vopnasala Sovétmanna til Líbyú og Sýrlands. ar Samtök palestínumanna, fulltrú- hófsamlegra arabaríkja og Sovétmenn hafa hvatt til þess að alþjóðlegar friðarviðræður verði haldnar, en Israelar hafa hingað til verið því mótfallnir. Hins vegar vilja þeir ræða beint við stjórnvöld í ein- stökum arabaríkjum. Peres sagði einnig í ræðu, sem hann hélt í skóla einum í Norður- Israel, að hann gerði sér vonir um að viðræður Israela og Sovétmann yrðu til þess að samskipti ísraela og arabaríkja bötnuðu og jafnvægi kæmist á fyrir botni Miðjarðarhafs. Signar Hansen Færeyjar: Nýr formaður Þjóðveldis- flokksins Þjóðveldisflokkurinn færeyski hefur kjörið nýjan flokksfor- mann, Signar Hansen úr Fugla- firði. Signar tók við embættinu á Ól- afsvökudag, að Erlendi Paturssyni gengnum. Signar er 41 árs gamall og er kennari að atvinnu. Hann sat á þingp frá 1970 til 1984, og náði endurkjöri árið 1984. Við þingsæti Erlendar tók Hans Jacob Debes, menntaskólakennari í Hoydölum. (Úr Dimmalætting.) Nicaragua: Sandino, Kristur og Karl Marx settir á sama bekk Managua, Nicaragua, AP. AUGUSTO Sandino, sem á sínum tíma barðist gegn bandarískum hermönnum, sem þá héldu Nicaragua, játaði hvorki kommúnisma né kristna trú i lifanda lífi. Nú, þegar 52 ár eru liðin frá láti hans, bregður hins vegar svo við, að hann hefur snúist til hvors tveggja átrúnaðarins. Er því a.m.k. haldið fram af sandinistum, núverandi ráðamönnum í Nicaragua. Myndir af Sandino getur hvar- vetna að líta í Nicaragua og er mikil áhersla lögð á baráttu hans gegn heimsvaldasinnum. Aðrar skoðanir hans — hann hallaðist að guðspekistefnunni og spíritisma, sem hafna algerlega kenningum kommúnista — hafa hins vegar valdið hugmyndafræðingum marx- istastjómarinnar í Managua nokkr- um erfiðleikum. Á þessu vandkvæði hefur nú ver- ið ráðin bót og var það gert við hátíðlega athöfn sl. föstudagskvöld að viðstöddum 170 gestum, ráð- herrum, prestum og guðfræðingum, sem styðja sandinistastjómina. Var þá kynnt nýútkomin bók þar sem því er haldið fram, að Kristur, Marx og Sandino hafi allir verið einnar trúar. Er höfundur bókarinn- ar ítalskur marxisti og heimspeki- kennari, Giulio Girardi að nafni, og er það niðurstaða hans, að hvetjar sem skoðanir Sandinos kunni að hafa verið, þá hafi hugsjónir hans verið þess eðlis, að kalla megi hann kristinn marxista. Ágreiningur kaþólsku kirkjunnar og sandinista vex stöðugt og því hlýtur það að vera nokkur léttir fyrir þá presta, sem styðja vald- hafaná, að lesa um það í bók Girardis, að marx-Ieninísk bylting og kristin trú séu greinar á sama meiði. Á samkomunni á fostudags- kvöld var enda á þessu hamrað jafnframt því sem ræðumenn rétt- lættu brottrekstur kaþólska bisk- upsins Pablos Antonio Vega, en hann hefur harðlega gagnrýnt mannréttindabrot sandinista. Var hann sakaður um „sviksamlegar yfírlýsingar um föðurlandið“. Augusto Sandino Erkibiskupinn í Managua, Migui Obando y Bravo, kvaðst ekki hai lesið bókina en hann vísaði því hir vegar á bug, að hægt væri að setj jafnaðarmerki á milli kommúnisn ans og kristinnar trúar. Sagði hani að fámennur hópur innan kirkjunr ar hefði gengið sandinistum á hön og að þessu fólki væri jafnan tef fram þegar gera ætti nýja atlög að kirkjunni. Benti hann á, a sandinistar hefðu nú lokað útvarps stöð kirkjunnar og prentsmiðjui hennar og fengju nú ekki aðrir a tjá sig um kristna trú á þeim vetl vangi nema þeir, sem tækju undi með marxistastjóminni í einu o öllu. Á samkcmunni á föstudagskvöl var Tomas Borge, innanríkisráf herra og yfírmaður öryggislögregi unnar, sem eltir uppi andófsmen og aðra þá, sem sandinistar vilj þagga niður í. Borge, sem dregu enga dul á, að hann vilji koma marxisma í Nicaragua, lauk má sinu með því að segja, að „me hverjum deginum, sem líður, ve: virðing mín fyrir kristinni kenn inen“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.