Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Verslunarmannahelgin ’86
f
Morgunblaðið/Sigurgeir
Tíu þúsund
samankomin
VERSLUNARMANNAHELGIN gekk stóráfalla-
laust fyrir sig á helstu móts- og samkomustöðum
á landinu, þrátt fyrir að í sumum tilfeilum hefði
mikill fjöldi fólks verið samankominn. Lang fjöl-
mennasta samkoman var á Þjóðhátiðinni í
Vestmannaeyjum, en þar voru tíu þúsund manns
samankomnir í Herjólfsdal þar sem hljómsveitin
'r Stuðmenn lék fyrir dansi. Einnig var mikið fjöl-
menni á bindindismótinu í Galtalækjarskógi, en
talið er að þar hafi um það bil 6.000 manns safn-
ast saman. Okuhraði á vegum úti var að sögn
lögreglunnar í flestum tilvikum sómasamlegur
og þrátt fyrir að borið hefði á ölvun við akstur
var hún ekki meiri en við var að búast, en samt
of mikil.
Glatt á hjalla í Heijólfsdal. Vask-
ir sveinar í leit að lit á kroppinn.
í Herjólfsdal
„Ævintýri líkast“
— segir formaður Þórs
Vestmannaeyjum.
•TALIÐ er að um tíu þúsund manns
hafi verið á Þjóðhátíðinni í Vest-
mannaeyjum um helgina og var
aðkomufólk þar í meirihluta. íbúar
í Vestmannaeyjum eru nú um
4.800. Er þetta meiri fjöldi gesta
en áður hefur þekkst á Þjóðhátíð.
Þrátt fyrir þennan mikla mann-
fjölda fór hátíðin að flestu leyti vel
fram og án verulegra áfalla. Veður
var einstaklega gott alla þrjá dag-
ana nema hvað stórdropóttur
rigningaskúrir kom á sunnudags-
kvöldið. Ölvun var allmikil á hátíð-
inni en þó ekki áberandi meiri en
áður á þjóðhátíðum.
Það skyggði nokkuð á þjóðhátíð-
ina að brennukóngur hennar í
áratugi, Sigurður Reimarsson,
brenndist talsvert í andliti og á
höndum á föstudagskvöldið. Þegar
hann bar logandi kyndil að brenn-
uni varð mikil sprenging og öll
>brennan varð alclda á svipstundu.
Talið er að bensíni hafi verið skvett
á bálköstinn og bensíngufur mynd-
ast í holrúmum. Sigurður var þegar
fluttur á sjúkrahús og mun liggja
þar í nokkra daga.
Agnar Angantýsson, yfirlög-
regluþjónn, sagði í samtali við
Morgunblaðið að miðað við allan
þann mannfjölda sem hátíðina sótti
mætti segja að hún hefði farið vel
fram. Sextán lögregluþjónar voru
við störf þessa helgi og sagði Agn-
ar það svipaðan fjökía og áður.
Taisvert annríki var hjá lögreglunni
^og gestkvæmt í fangageymslum.
Vitað var um mann sem nefbrotn-
aði, einnig var nokkuð um tannbrot
og ýmsar minniháttar skrámur og
skeinur. Gífurleg umferð hefur ver-
ið um Vestmanneyjaflugvöll vegna
þjóðhátíðarinnar og á föstudaginn
var sett þar lendingarmet flugvéla
^á einum degi, 178 lendingar, sem
er 70 lendingum fleira en sama dag
fyrir þjóðhátíðina í fyrra, þegar
gamla metið var sett. Allan mánu-
daginn var í gangi loftbrú milli
Eyja og lands þegar fólk hélt aftur
heim eftir gleðina í Herjólfsdal. Þá
fluttu Herjólfur og Smyrill mikinn
fjölda fólks og fóru bæði skipin
tvær ferðir.
Það var Iþróttafélagið Þór sem
að þessu sinni sá um þjóðhátíðina,
og voru forráðamenn félagsins að
vonum lukkulegir með útkomuna.
„Það er ævintýri líkast að fá svona
mikinn mannijölda á hátíðina og
þetta gekk allt eins vel og hugsast
getur, hér urðu engin alvarleg
óhöpp. Annars er ég svo þreyttur
eftir þessa miklu töm að ég er varla
farinn að átta mig á þessu öllu
saman," sagði Þór Vilhjálmsson,
formaður Þórs. Þór sagði að þó
hátíðinni væri lokið, og gestimir
famir heim, þá væri enn mikið starf
framundan við að hreinsa hátíðar-
svæðið í Herjólfsdal og fjarlægja
þaðan skreytingar og mannvirki.
— hkj.
Veðrið lék við
Gauk á Stöng
Meðal fjölmennari útihátíða að
þessu sinni var Gaukur á Stöng í
Þjórsárdal, en þar söfnuðust saman
um 3.000 manns. Að sögn Svavars
Ingvasonar framkvæmdastjóra
HSK, en það félag stóð að móts-
Flugeldasýning var haldin á laugardagskvöldið í Heijólfsdal. Sló
hún skemmtilegum og fallegum bjarma á mótssvæðið og var Sigur-
geir, ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum, ekki seinn á sér að nota
tækifærið og mynda mótshaldið i þessum lit.
Morgunblaðið/Börkur
„Göngum yfir brúna“ gætu grænstakkamir verið að syngja hástöfum. Myndin er tekin á Bindindismótinu
í Galtalækjarskógi þar sem 6.000 manns komu saman.
haldinu, fór allt vel fram á
skemmtuninni og vandræði vegna
ölvunar lítil. Þá lék veðrið við móts-
gesti því ekki fór að rigna fyrr en
eftir að gestir voru flestir famir af
svæðinu.
Svavar sagði að mikil og ströng
varsla hefði verið á svæðinu, en auk
þess sem lögreglan var þarna til
taks voru milli 60 og 70 gæslumenn
á vegum mótshaldaranna þarna á
staðnum. Gekk þetta allt stóráfalla-
laust en þó þurfti áð hlúa að einum
manni sem slasaðist á auga, og hjá
lögreglunni fengust upplýsingar um
að hafa hefði þurft afgskipti af 9
ökumönnum vegna ölvunar við
akstur.
Skúrir í Þórsmörk og
Galtalækjarskógi
Lögreglan á Hvolsvelli taldi að
gestir í Þórsmörk hefðu verið hátt
á annað þúsund manns þegar flest
var, en þar hafði fólk á öllum aldri
safnast saman, en slíkt er ekki
óvanalegt um helgar. Nokkuð bar
á ölvun og voru fjórir teknir vegna
ölvunar við akstur. Þá áttu sér