Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
21
Máttur fjöimiðla til ills eða góðs
er mikill, og mikils er um vert, að
þar tali og skrifi fólk, sem kann
nokkuð fyrir sér í móðurmálinu, ber
skyn á fagurt mál og hefir tilfinn-
ingu fyrir því. Þar er hægt að vinna
mikið tjón á skömmum tíma, en þar
er einnig hinn besti akur til ræktun-
ar fjölgresis og skrúðgresis tung-
unnar. Mig langar að nefna
sérstaklega mikilvægi þess að
vanda sjónvarpsauglýsingar, því að
þær gleypa bömin í sig og læra þær
margar orðréttar.
Allir, sem semja eða flytja texta,
sem ná til margra, þurfa að vanda
mál sitt eftir föngum, því að þeir
eru miklar fyrirmyndir. Stjóm-
málamenn, prestar, kennarar,
leikarar, rithöfundar og fjölmiðla-
menn bera hér mikla ábyrgð. Á
þeim hvílir ekki síst að skila arfinum
dýra frá fortíð til framtíðar. En
þessi ábyrgð hvílir á okkur öllum.
Enginn má bregðast með því að
sýna af sér hirðuleysi eða vísvitandi
sóðaskap.
Oft eru skólar nefndir sem varð-
stöðvar íslenskrar tungu, og víst
eiga þeir að vera það. En þeim má
ekki oftreysta. Besta málið, safarík-
asta, orðríkasta og blæbrigðarík-
asta, er sjaldnast talað af lærðum
mönnum og langskóluðum, heldur
af alþýðu manna til sjávar og sveita.
Þar læra skáld vor og rithöfundar.
Þar em hinar hreinu „uppsprettu-
lindir og niðandi vötn" tungunnar,
sem spretta fram í fögmm bók-
menntum fomum og nýjum til
vökvunar sál þjóðarinnar, svo að
hún megi lifa sem íslensk þjóð og
bera það virðingarheiti með sóma.
Egill Skalla-Grímsson líkti mál-
inu við lauf á lifandi tré. Lífið og
gróskan og endumýjunin er skáld--
um enn þá nærtækur samjöfnuður,
þegar þau minnast á íslenska
tungu, hvort sem henni skal beita
til hagnýtra viðfangsefna eða yndis
og fegurðar. Halldór Laxness kveð-
ur svo að orði, „að íslensk túnga,
og það fræ sem liggur undir túngu-
rótum þeirra sem á henni mæla,
er mjög svo sérstakur hlutur í heim-
inurn."
Og ég lýk máli mínu með orðum
stórvirkasta íslenskukennara síðari
alda, þótt aldrei sæti í kennarastól,
— listaskáldsins góða úr Öxnadal:
„Móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita."
HöFundur er skólasíjárí Gagn-
fræðaskólans á Akureyrí. —
Greinin er erindi flutt á menning-
arhátíð menntamálaráðherra og
Akureyrarbæjar I4.júnísl.
Austur-Berlín:
Frumleg-
urflótti
í frelsið
Berlín, AP.
í JÚNÍ flúði Austur-Þjóð-
verji nokkur vestur yfir
járntjald með allsérstæðum
hætti. Maðurinn klæddist
sovéskum einkennisbúningi
og ók yfir til Vestur-Berlin-
ar í fylgd þriggja verslun-
argína, sem einnig voru
klæddar í sovéska einkenn-
isbúninga.
Maðurínn, sem heitir Heinz
Braun og er 48 ára gamall
bifvélavirki, svaraði spuming-
um á blaðamannafundi á
fostudag. Áuk þess að svara
spumingum fréttamanna
sýndi Braun gínumar þijár.
Hann útvegaði sér skutbíl, sem
hann síðan málaði, þannig að
ekki mátti betur sjá en þar
færi bifreið Rauða hersins.
Á fundinum kom m.a. fram
að eftir flóttann í júní hefur
Braun notfært sér bragð sitt
til þess að fara austur yfír
jámtjald að heimsækja vin-
konu sína.
Hvenær ætla embættismenn Akureyrarbæj -
ar að hætta að vera hræddir við KEA?
spottann þvf fyrirspumin birtist
aldrei. En nú er ný bæjarstjóm
tekin við stjóm Akureyrarbæjar
svo ijúpumar á Bæjarskrifstofun-
um þurfa ekki lengur að vera
hræddar við Valinn, því nú er það
Gunnar „Öm“ Ragnars í Slipp-
stöðinni sem flýgur hæst.
Því skora ég á Bæjarstjóm
Akureyrar að láta starfsmenn sína
rífa skúrræksni þetta strax svo
Akureyringar þurfí ekki lengur
að búa við þessa bæjarsmán.
Höfundur er lögfræðingur í
Reykjavík oghúseigandiá Akur-
eyri.
eftir Leif Sveinsson
I fyrra augiýsti Landsbanki ís-
lands skúr sinn og lóðir við
Hafnarstræti 92 til sölu. Aðeins
eitt tilboð barst, frá Bæjarsjóði
Akureyrar. Keypti Bæjarsjóður
lóðimar og skúr þann sem KEA
hafði á leigu. Á lóðum þessum
var einnig skúr í eigu Árvakurs
hf. í Reykjavík, lóðaréttindalaus.
Báðir þessir skúrar voru í mikilli
niðumíðslu. Árvakur hf. seldi í
fyrra Bautanum hf. skúr sinn fyr-
ir lágt verð, en Bautamenn gerðu
skúrínn fljótlega upp á myndar-
legan hátt, þannig að hann er nú
frekar til prýði en lýta. Bauta-
skrifstofa er þar nú til húsa.
Hinn skúrinn sunnan við veit-
ingahúsið Smiðjuna (Bautann), er
aftur á móti enn í niðumíðslu og
situr leigutakinn, KEA, þar sem
fastast, þótt engan leigusamning
hafi. Akureyringar gerðu sér von-
ir um að KEA myndi a.m.k. mála
skúrinn fyrir 100 ára afmæli sitt,
en þær vonir brugðust. Um hvíta-
sunnuna gekk ég á fiind ritstjóra
Dags, Hermanns Sveinsbjöms-
sonar, og bað hann að birta
fyrirspum til Bæjarstjómar Akur-
eyrar hvenær Akureyringar
mættu vænta þess að lyðskúrinn
yrði rifínn. Sagði hann ekkert
sjálfsagðara, lofaði að birta grein-
arstúf þennan næstu daga, enda
var fyrirspumin aðeins nokkrar
línur.
En viti menn, einhver kippti í
Leifur Sveinsson