Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Sj ónmenntavettvangur
eftir Braga
Asgeirsson
Nú í vor var auglýst laus skóla-
stjórastaða við Myndlista- og
handíðaskóla íslands öllum að
óvörum.
Menn hafa leitað skýringa á
því, hvers vegna þetta væri gert,
en erfítt verið að henda reiður á
þeim, ein var sú, að venjan væri
að auglýsa stöðu þessa skóla á
íjögurra ára fresti, en jafnvel hún
var hæpin.
Þessi skóli hefur innan fárra
ára starfað í hálfa öld og jafnan
verið hálfgerð hornreka í skóla-
kerfínu, kennurum hefur sóst
seint að afla sér almennra rétt-
inda, sem allir kennarar á landinu
hafa sjálfkrafa, og ennþá hefur
ekki einn einasti kennari mér vit-
andi verið skipaður í stöðu við
skólann, og aðeins einn skólastjóri
mun hafa hlotið skipun, en hann
starfaði í skamma hríð í eigin
persónu.
Flest hefur því verið í lausu
lofti um stjómun skólans og
nokkrum sinnum komið til
árekstra, en þó naumast oftar en
í öðrum skólum.
Árum saman hafa ýmsir kenn-
arar unnið ómældar kennslu-
stundir í sjálfboðaliðsvinnu og
lengi vel unnu þeir öllu lengur en
þeim bar og þeir fengu borgað
fyrir. Gekk þeim hér hugsjón til
og metnaður um framgang sjón-
mennta á landinu, en á þeim
vettvangi vorum við lengi á fnim-
stæðasta stigi.
Það er sorglegt að þurfa að
upplýsa þetta allt, því að í öllum
menningarþjóðfélögum er mynd-
mennt og skapandi kenndir í
hávegum hafðar og víða meira
mulið undir þær en aðrar tegund-
ir menntunar og þá einkum á
síðustu árum. Þá skal hér og get-
ið, að samkvæmt alþjóðlegum
rannsóknum sem gerðar hafa ver-
ið þá er orðaforði meiri og tilfinn-
ing fyrir máli mun þróaðri meðal
þeirra nemenda í skóla, er hafa
listir að aukafagi.
Það mætti því ætla, að sjálf
bókmenntaþjóðin tæki hér við sér
og gerði veg allra lista sem mest-
an innan skólakerfísins, en því
miður hefur raunin ekki verið sú.
Myndmennt er t.d. víðast hvar
vanmetið aukafag, og sérhannað-
ar kennslustofur fyrir slíka iðju
fáar, ef þá nokkrar. En á sama
tíma þykir jaðra við heimsendi,
ef ekki er velbúið íþróttahús við
hvem skóla, jafnvel upp til sveita,
þar sem skíðalönd eru við tún-
fótinn og 100 möguleikar til
ræktunar heilsunnar. Hins vegar
býst ég við, að líkamsþjálfun örvi
málkennd viðkomandi harla lítið,
að ekki sé fastara að orði kveðið.
í hveiju einasta menningarríki,
sem litið er til í Evrópu, eru lista-
skólar óteljandi og hvert land fyrir
sig hefur a.m.k. einn listaháskóla
og í sumum löndum, t.d. Þýska-
landi, hefur nær hver sýsla sinn
listaháskóla og kann ég ekki tölu
á þeim. Við þetta bætast listiðnað-
ar- og hönnunarskólar á háskóla-
stigi. Þegar ég er hér að §alla
um háskólastig, á ég ekki við, að
nemendur hafí vermt stólpúða
menntaskóla í vissan áraQölda,
heldur lokið tilskildu undirbún-
ingsnámi og náð prófí inn í lista-
háskóla, hér sitja hæfíleikar í
fyrirrúmi, en engin prófblöð né
viðurkenningar um að hafa náð
tilskildum áföngum á listasviði
framhaldsskóla. Hér er það getan
sem ræður.
Þetta er ef til vill torskilið fyrir
íslenzka prófgráðupostula, sem
skilja kannski ekki, að það þarf
sérstaka hæfíleika til að vera tek-
in gildur inn í listaháskóla, og að
þessir hæfíleikar eru svo hátt
metnir, að nemendur njóta allra
sömu réttinda og nemendur hug-
og raunvísinda í háskólum. Þá fer
ráðning kennara í listaháskóla
eftir nokkuð öðrum reglum en í
almenna háskóla, og skipta hér
prófskírteini ekki mestu máli.
Listaháskólar hvarvetna í heim-
inum keppast við að festa sér
nafnkennda, starfandi listamenn
og hér er samkeppnin vissulega
hörð. Þá er keppst við að búa sem
best að þessum kennurum, sem
njóta prófessorstitils, þannig að
þeir geti notið sín áfram og verið
sem virkastir í list sinni, jafnframt
kennslustörfum. Ávallt er það
númer eitt, tvö og þrjú, að það
séu starfandi og virkir listamenn,
sem ráðnir eru að listaháskólum
og koma hér ekki aðrir til greina.
Og því þekktari og nafnkenndari
sem þeir eru, því stoltari eru skól-
arnir.
Kennari í myndlistaskóla á
stöðugt að vera að miðla reynslu
sinni í listinni, hvorutveggja fyrri
reynslu og þeirri reynslu, er hann
viðar að sér jafnharðan, meðan
hann er ráðinn að skólanum. Því
er það svo mikilvægt, að hann sé
í fíillu listrænu starfí samhliða
kennslunni, aðstoðarkennarar sjá
svo um daglega reglu. Þetta með
regluna er í flestum tilvikum
formsatriði óg óþarft, því að yfír-
leitt vinna nemendur listaskóla
mjög vel, þótt þeir hafí ekki
kennarann hangandi yfír sér alla
daga. Sé þess þörf, eiga viðkom-
andi ekkert eríndi inn um dyr
listaháskóla. Þetta er mín reynsla
eftir sex ára nám við listaháskól?
í Evrópu. Hér má og koma fram,
að aðsókn að listaháskólum er svo
mikil í Evrópu, að varla komast
fleiri en 10% allra umsælqenda inn
um dyr þeirra árlega.
Þetta, að færa nemendum
lausnir á silfurbakka önn eftir önn
líkt og hér tíðkast hefur, gerir þá
ósjálfstæða og ósjálfbjarga enda
falla slíkir fyrir hvers konar létt-
fengnum nýjungum er til útlanda
kemur líkt og einhveijum stóra-
sannleik.
Á umliðnum árum hef ég marg-
oft að gefnu tilefni ritað greinar
Tileinkaður
Sverri
Hermannssyni
menntamála-
ráðherra
um þessi mál og reynt að miðla
hér af reynslu minni, en árangur
hefúr látið á sér standa. Hinir
fáfróðu vita alltaf betur, og hér
er virðuleg stofnun eins og
menntamálaráðuneytið engin
undantekning frá viðtekinni reglu.
Víkjum svo að Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Mér var
fljótlega ljóst, er ég gluggaði í Iög
skólans, þegar þau voru í smíðum
1964—65, að þau voru af nokk-
urri vanþekkingu, fljótfæmi og
skammsýni samin. Gert var t.d.
ráð fyrir mörgum nýjum deildum
á næstu árum, en ekki fjölgun
kennara eða nemenda. Ég fékk
hér engu um þokað enda ekki í
laganefnd og þau voru samþykkt
á Alþingi árið 1965.
Flótlega fóru vankantarair á
lögunum að segja til sín ásamt
algjörum skorti á reglugerð, og
það var árið 1970, að ég gekkst
fyrir stofnun Kennarafélags innan
skólans ásamt Gísla B. Bjöms-
syni, með það að einu megin-
markmiði að fá lögum breytt í
heilbrigðara form og í samræmi
við lög erlendra listaskóla. Fórum
við á fund Gylfa Þ. Gíslasonar,
ráðherra, er tók málaleitan okkar
vel eftir að hafa hlýtt á röksemd-
ir okkar. Skipaði hann fljótlega
nefnd og vildi svo endilega, að
lögin fengju samflot með lögum
kennaraskólans á Alþingi, því að
þá þegar var komin fram hug-
mynd um, að MHÍ færi á háskóla-
stig, ef ekki strax, þá síðar.
Svo undarlega vildi til, að for-
maður nefndarinnar og skólastjóri
MHÍ lagðist á móti þessu ágæta
boði með þeim afleiðingum að lög-
in hafa verið á eins konar vergangi
og í biðstöðu allar götur síðan
þótt gengið hafí verið frá þeim í
hendur Alþingis í tvígang, og sér
enginn fram á það að þau verði
samþykkt í náinni framtíð nema
að hér verði gagnger stefnubreyt^
ing.
Hugmynd mín var öðru fremur
að fá ný og markviss lög ásamt
sterkri reglugerð til þess að innra
starf skólans yrði skipulegra og í
fastari skorðum. Ég óttaðist að
skólinn yxi stjómlaust í allar átt-
ir, þar tii enginn fengi neitt við
ráðið.
Þróunin hefur og einmitt orðið
þannig, skólinn hefur vaxið og
vaxið og er líkastur marghöfðd
þurs, sem erfítt er að ráða við:J
Staða skólastjóra er ein sú vanda-
samasta sem um getur, enda eru
hér þrír skólar í einum, listiðnað-
ar- og hönnunarskóli, myndlistar-
skóli, sem að hluta til er löngu
kominn á háskólastig, og mynd-'
menntakennaraskóli. Fjármagn er
mjög af skomum skammti, og
deildiraar bítast á um betri að-
búnað sér til handa, sem víðast
er bágborinn vegna tækjaskorts.
Óþarfí er að ræða um hús-
næðið, sem skólinn hefur sprengt
utan af sér fyrir löngu. í deildum,
sem ættu ekki að hafa fleiri en í
hámarki 6—8 nemendur miðað við
stærð húsnæðis, eru 15—20, sem
er óveijandi og beinlínis hættulegt
vegna loftmengunar í kjölfar eitr
aðs efnis í olíulitum og lakki.
Aldrei hefur mér vitandi verið
gerð nákvæm heildarúttekt um
stækkun skólans né hæfílegan
ramma, og þetta, að við höfum
hvorki lög, reglugerð né völd, hef-
ur gert það að verkum, að báknið
hefur þanist stjómlaust út.
Hér lýsi ég sök á hendur
mennta- og fjármálaráðuneytinu,
því að það er fullvissa mín, að ef
menn hefðu haft raunhæfan vilja
og áttað sig í tíma, þá hefði þróun-
in orðið önnur og heilbrigðari. Er
menntamálaráðherra kunnugt
um, að með jöfnu áframhaldi út-
skrifar skólinn allt að 1000 nýja
myndlistarmenn fram að næstu
aldamótum, sem væri samboðið
milljónaþjóð? Ég segi hér eitt þús-
und, sem mun láta nærri að sé
tvöföldun þeirra, sem fyrir eru,
ef ekki margföldun.
Þegar við kennarar skólans tókL'
um okkur saman og rituðum
ráðherra bréf, þá vildum við vin-
samlega benda honum á þetta og
biðja um, að lögum og reglugerð
yrði hraðað og að þangað til yrði
óbreytt ástand um stjómun skól-
ans. Torfí Jónsson hefur verið
maður sátta á erfíðum tímum,
gert margt gott og tekist að út-
vega ágæta útlenda gestakennara
að skólanum og vildum við að
hann sæti áfram a.m.k. þar til ný
lög og reglugerð kæmust í gagn-
ið. Skólann vantar tilfínnanlega
rekstrarstjóra, því það er ærinn
starfí fyrir skólastjóra að vera
sáttasemjari, höfuð hans, hug-
myndabanki, drífandi kraftur og
á allan hátt að reyna að efla hann
inn sem út á við. Eins og málum
er háttað í dag fer mikill tími af
starfí skólastjóra í almenn skrif-
stofustörf og snatt, sem hann á í
raun og veru ekki að koma ná-
lægt. Þá er það meira en var-
hugavert, svo sem reynslan sýnir,
fyrir skapandi listamann að taka
að sér þetta erilsama og van-