Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGUST 1986 Á þessari mynd sést greinilega hversu hrikalega djúpur gigurinn Viti er. Þrír menn standa á gígbarminum. Fátt er vitað um Dyngjufjöll og Öskju fyrir 1875. Talið er að jarð- skjálftar og reykjarmekkir á þessu svæði skömmu fyrir áramótin 1874—75 séu frá upphafí Öskju- gosins. Umbrotunum fylgdu miklir jarðskjálftar. í febrúar 1875 fóru nokkrir Mývetningar í Öskju til að kanna málin og fundu þeir gjós- andi leirhveri, en ekkert fundu þeir eldgosið. Nokkrum vikum síðar, 29. mars, hófst eitt mesta öskugos, sem orðið hefur á Islandi frá land- námi. Gosmökkurinn barst austur yfir landið með óskaplegu öskufalli og varð það þess valdandi að §öl- margar jarðir, einkum á Efri- Jökuldal, lögðust f eyði. Það varð aftur til þess að hundruð manna sáu sér ekki annað fært en að flýja land og flyljast til Ameriku. Talið er að gosmagnið í þessu gosi hafí verið um 2,5 rúmkm. Meginhluti þess mun þó hafa fallið utan íslands og má nefna að 38 klukkustundum eftir að gosið hófst féll aska í Stokkhólmi. Guðmundur Sigvaldason, jarð- fræðingur, skýrir á einfaldan hátt myndun Öskju: „Askja er mjög ung myndun, sennilega frá því skömmu eftir ísöld. Þessi mikli sigketill varð til við það, að mikið magn kviku safh- aðist í stóra kvikuþró undir Dyngjufjöllum. Kvikuþróin tæmd- ist síðan, sennilega samfara miklu eldgosi, og þak hólfsins féll niður. Enn er óljóst hvers kyns eldgos átti sér þá stað. Sennilegt er að gosið hafí framleitt basalt, því ekk- ert Ijósgrýti hefur fundist, sem hægt er að rekja til þessarar miklu umbrota. Askja er ekki fyrsti sigketillinn, sem myndast hefur í Dyngjuijöllum og ekki sá síðasti. Áður en Askja varð til, hafði mun minni sigketill myndast norðan við Öskjuopið. Þessi fyrsti sigketil! fylltist síðan af hraunum. Norðurbrún Öskju sker hraunstafíann í þessum eldri sigkatli. “__ „Margar lýsingar eru til á eld- gosinu 1875 og hér verður aðeins tæpt á nokkrum atríðum, sem ferðamaður getur skoðað og tengt þeim frásögnum. Sjálft Öskjuvatn er 225 metra djúpt, þar sem dýpst er. Frá hraunyfírborði Öskju og niður að vatnsborði eru 60 metrar. Sigið hefur því numið 300 metrum. Til samanburðar er hæðin frá Öskjubotni og upp á Þorvaldstind um 400 metrar. A sigbrúninni ligg- ur þykkt lag af stórgerðum vikri og hefur hann sums staðar verið svo heitur, þegar hann féll, að hann myndar samfellda rauðleita hellu. Við norðausturhom Öskjuvatns er vikurinn sums staðar 3—4 metrar á þykkt.“ Oskjugosið 1874 til 1875 hefur verið gífurlega mikið og ógnvekj- andi. Guðmundur Sigvaldason lýsir gosinu þannig, að fyrri hrinan í öskugosinu mikla hafí byijað klukkan rúmlega 3 að morgni 29. Dreki, skálinn í Öskjuopi. Þangað er stöðugur straumur ferðamanna á sumrin. í baksýn rís Snæfeli hæst, hæsta fjall á íslandi utan Vatnajökuls. það að fastmælum, að hinn íslenski fylgdarmaður þeirra, Ögmundur Sigurðsson, síðar skólastjóri í Flensborg, kæmi að sækja þá hálf- um mánuði síðar. Tíu dögum síðar gerist það að Knebel og Rudloff týnast á vatninu. Leiðangurinn hafði flutt með sér lítinn bát, sem var þannig gerður að dúkur var strengdur utan um léttar málm- stangir. Þennan bát mátti leggja saman og flytja á hestum. Knebel og Rudloff höfðu farið út á bátnum en Spethmann fór upp í fjöll fyrir norðan Öskju. Síðan hefur ekkert spurts til þremenninganna. Spethmann leitaði þeirra án árangurs og fímm dögum síðar kom Ögmundur, en fór samstundis eftir hjálp. Þrátt fyrir stóran leitarflokk fannst ekkert annað en önnur árin og lok af sjálfritandi loftþyngdar- mæli. Bátur var fluttur upp í Öskju til að auðvelda leitina og tilraunir til að slæða vatnið. Þessi bátur var skilinn eftir í Öskju. Til skýringar má geta þess, að í gosinu árið 1921 rann hraunið yfír bátinn og af því er nafnið Bátshraun komið. Afdrif þeirra félaga hafa verið mönnum hulin ráðgáta allt til þessa dags og hafa margar tilgátur verið uppi um þessi efni. Líklega hefur þó bátnum einfaldlega hvolft og þeir báðir drukknað og báturinn fylgt þeim niður í hyldýpi vatnsins. Ekki er óalgengt að fólk týnist al- gjörlega í íslenskum vötnum. Ári eftir slysið kom unnusta Knebels hingað til lands til leitar, ásamt þýska jarðfræðingnum Hans Reck. Leit þeirra varð einnig árang- urslaus en er þau fóru hlóðu þau vörðu á barmi vatnsins skammt við Víti. í grágrýtisstein meitlaði Reck nöfn þeirra sem fórust. Síðar var settur upp málmskjöldur til minn- ingar um þessa menn. Höfundur starfar sem lausráðinn blaðamaður og hefur skrifað und- anfarin tvö ár um innlend ferða- mál í Morgunblaðið. Hann var stofnandi ogfyrsti ritstjóri tíma- ritsins Áfanga. mars 1875 og staðið þar til klukk- an rúmlega fímm eða í tvo klukku- tíma. Á þessum tveimur tímum kom upp hvítur vikur. Um hálf sex þennan sama örlagaríka morgun hófst seinni hrinan og kom þá upp brúnn og grófgerðari vikur. Víti var til í gosinu 1875. Mynd- unin varð á þann hátt, að vatn komst í gíginn svo úr varð gífur- legt sprengigos, en aldrei rann hraun úr Víti. Næsta gos í Öskju varð 1921, raunar urðu nokkur gos á þriðja áratugnum. Árið 1921 rann hraun, Bátshraunið, norðan við Öskjuvatn, og árið eftir rann Mývetningahraun suðvestan við vatnið. Var það kennt við þá sem að því komu fyrstir, en það voru að sjálfsögðu Mývetning- ar. Þann 26. október 1961 gaus í einn mánuð í Öskjuopi. Gígamir eru fjórir og nefndir Vikraborgir. Hraunið rann úr úr Öskjuopi og er um 11 ferkm að stærð. Guðmundur Sigvaldason, jarð- fræðingur, lýkur grein þeirri, sem vitnað var til hér á undan, á þessa leið: „Aslga liggur nú í sýndardvala. Eftir gosið 1875 urðu allmörg lítil eldgos á árunum 1920—30 ogsein- ast varð gos í Öskju 1962. Jarð- hitinn umhverfís Oskjuvatn sýnir að enn kraumar kvika grunnt í jörðu og mælingar gefa til kynna, að hér sé jarðskorpan á sífelldu iði. Engin leið er að segja til um hvernær næst muni gjósa í Öskju, en víst er að þar munu verða mörg og stór eldgos í framtíðinni. “ Harmleikur í Öskju Litlar heimildir eru til um Öskju og Dyngjufjöll fyrr en á árinu 1875. Bjöm Gunnlaugsson, hinn kunni kortagerðarmaður, kom í Dyngju- fjöll ásamt fylgdarmanni árið 1838, en sá lítið vegna þoku. Gosið 1875 vakti fyrst áhuga manna á Öskju. Frækileg þótti för Mývetninga inn í Öskju árið 1875, en þangað fóru þeir eins og áður sagði til að forvitnast um eldsumbrotin. Árið eftir komu danskir vísindamenn og gerðu uppdrátt af Öskju. Þorvaldur Thoroddsen kom inn í Öskju 1884 og kannaði staðhætti. Þá gerðist það næst, að þrír Þjóðveijar fóru inn í Öskju árið 1907 til rann- sókna. Þeir hétu Walther von Knebel, jarðfræðingur, Max Rud- loff, málari og Hans Spethmann, jarðfræðinemi. í lok júní vom þeir fluttir inn að Öskju og skildir þar eftir og var Öskjuvatn er ísilagt á þessari mynd, en hún og allar aðrar myndir með þessari grein voru teknar þann 11. júlí í sumar. Fyrir miðri mynd má þó sjá hvar Bátshraunið hefur runnið i vatnið. Öryggislykill é sparifjáreigenda Av/íRZlUNflRBflNKINN -uÍK*utn*Heðþéfi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.