Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
43
Fullt a
Frá lokum stríðsins hafa verið
starfræktir skólagarðar fyrir böm
á sumrin. Starfsstúlkurnar í
skólagörðunum telja að hér sé um
séríslenskt fyrirbæri að ræða.
Görðunum hafi verið komið upp
til að koma til móts við aukinn
íjölda barna sem ekki gátu fengið
dvöl á sveitaheimilum á sumrin.
Bamasíðan heimsótti skóla-
garðana sem em í Skeijafirðinum.
Þar eru í sumar 107 böm með
garða. I allri Reykjavík em 830
böm með í skólagörðunum. Hvert
bam fær til umráða smá land-
svæði. Þau byrja á að tína steina
o.fl. sem ekki á að vera með í
moldinni. Síðan moka þau götur
og búa til beð. Þar næst sá þau
fræjum og planta því sem þau
eiga að setja niður. Svo er að bíða
eftir uppskemnni.
Við ræddum stuttlega við eina
stelpuna sem var að vinna við
garðinn sinn. Hún heitir Kristín
Marta Hákonardóttir og er 13 ára.
— Hefur þú verið með garð hér
áður?
„Nei, þetta er í fyrsta sinn.“
— Hvemig fínnst þér að vera
í fyrsta sinn með í skólagörðum?
„Mér finnst það ofsalega gam-
an.“
— Hvað gerið þið héma?
„Við ræktum alls konar græn-
meti.“
— Hvaða grænmeti?
„Spínat, kartöflur, salat, radís-
ur, næpur, blómkál og spergilkál.
Svo gróðursetjum við nokkur
blóm.“
— Hvað er skemmtilegast við
að vera í skólagörðunum?
„Það er skemmtilegast að taka
upp.“
— Hvað kemurðu hingað oft?
„Ég kem hingað á hveijum
degi.“
— Er nóg að gera á hveijum
degi?
„Já, það þarf að taka upp, reyta
arfa og vökva."
Kristín Marta var með tveggja
ára systur sína með sér. Hún heit-
ir Hrefna Þorbjörg og á kannski
eftir að vera með í skólagörðum
eftir nokkur ár. Við spyijum
Kristínu Mörtu áfram:
4" -.
Guðrún Pálína Ólafsdóttir og
Rakel Rós Ólafsdóttir sýna okk-
ur spergilkál sem þær fengu
að taka upp í dag.
— Hvað gerir þú annað á dag-
inn en sinna garðinum þínum?
„Ég passa hana Hrefnu systur
mína.“
— Hvað gerið þið á daginn?
„Við förum út á róló og svo
förum við niður á tjöm. Eg fer
með hana í kerru."
— Ertu búin að fara eitthvað
í sumar?
„Já, ég fór á Úlfljótsvatn í eina
viku. Það var mjög gaman."
minum
— Hvað gerðuð þið þar?
„Við fórum í „hike“-ferðir.“
— Hvað er það?
„Það er löng gönguferð. Við
fórum líka í vatna-„safarí“.“
— Þú verður að útskýra það
fyrir okkur.
„Það eru alls konar þrautir og
tæki yfir á og svo dettur maður
út í og blotnar."
— Er eitthvað fleira sem þið
gerið?
„Já, það er íþróttamót þama.
Við förum í fótbolta, langstökk,
spretthlaup og brennó."
Við snúum okkur aftur að
skólagörðunum og spyijum:
— Finnst þér gott grænmetið
sem þú ert að rækta?
„Já, sumt, en svo gef ég líka
fleimm af því. Það er svo mikið
grænmeti sem við fáum.?
— Borðið þið mikið salat heima
hjá ykkur?
„Já, við verðum að gera það
til að klára það sem ég kem með.“
— Hvað er svona gott við
grænmetið?
„Sumt af því er gott á bragðið
og svo er fullt af vítamínum í því
svo það er hollt að borða það.“
Bamasíðan hefur fylgst með
Kristínu þar sem hún vökvar
grænmetið og blómin. Við sáum
hana líka skafa götumar og
snyrta til garðinn sinn. Nú kveðj-
um við hana þar sem hún heldur
heim á leið með systur sína og
tvo fulla plastpoka af nýju græn-
meti.
Það vom fleiri en hún Kristín
sem vom að vinna í garðinum
sínum í morgun, sumir vom búnir
en aðrir rétt að klára verkefni
dagsins. Garðamir em fallegir að
sjá og allir virðast vanda sig hið
besta. Tvær konur leiðbeina og
kenna krökkunum það sem gera
á í garðinum. Þær heita Tína og
Sólveig, þær fylgjast líka með því
hvað þau koma oft og merkja inn
í bók og kannski gefa þær eink-
unnir líka. Þegar Bamasíðan var
þama var forstjórinn í skólagörð-
unum, hún Helga Bima, einnig á
staðnum. Hún sagði að það væri
svipaður fjöldi af stelpum og
Tvær gátur
Sigrún Jónsdóttir sendi okkur
tvær gátur um daginn þegar hún
sendi svör við myndagátunni. Við
þökkum henni kærlega fyrir.
1. Á hvaða hlið bollans er haldið?
2. Hvenær segir Kínverji góðan
daginn?
Viæ| jnjeq
-m|sue|Sj
uueq jeBeg 'Z
luuigim |J»A y I.
:J9AS
Myndagátan 9
Svariö við myndagátu 8 var auðvitað
sogrör með beygju eins og þið hafið
öll séð strax. Rétt svar átti m.a. Stein-
unn Hreiðarsdóttir í Hörgárdal.
Hér fáum við svo enn eina mynda-
gátu. Sendið okkur svar við henni.
Heimilisfangið er:
Barnasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
Kristín Marta snyrtir garðinn sinn.
strákum sem væm með í skóla-
görðunum. Oll eiga bömin það
sameiginlegt að fá að fylgjast með
því hvemig litlu fræin sem þau sá
í byijun sumars vaxa og dafna
og verða að gómsætu grænmeti
að hausti. Það verður eflaust upp-
skemhátíð á mörgum heimilum
skólagarðabamanna í haust.
Þið sem ekki tókuð þátt í skóla-
garðastarfí í sumar ættuð að hafa
vakandi auga fyrir því næsta sum-
ar að fá að vera með þar. Það
er auðséð á krökkunum að þeim
fínnst þetta skemmtilegt jaftivel
þótt flestum fínnist leiðinlegt að
reyta arfann. Uppskeran bætir
það upp.
Skemmtilegt kál
Getur kál nú líka verið skemmtilegt? Þetta fannst Guðjóni
skrrtið. í gær hafði hann heyrt að kálið væri fallegt og nú var
það líka orðið skemmtilegt. Fyrir Guðjóni var kál bara kál.
Ég ætla ekki að rökræða
þetta hvorki við ykkur eða Guð-
jón. Hitt ætla ég að fullyrða að
margir láta sér detta margt
skemmtilegt í hug til að búa til
úr kálinu. Hérna er ein hug-
mynd sem þið sem ræktið
ykkar eigið grænmeti sjálf getið
notað. Þið hin getið notað
grænmeti sem keypt er í búð-
unum. Gaman væri að bjóða
vinum sínum í sumarboð og
bjóða upp á grænmetið sitt.
Það er gott að nota ávexti og
grænmeti saman. Hérna fylgir
með mynd af skemmtilegri
samsetingu á grænmetisdiski.
Það er um að gera að láta hug-
myndaflugið njóta sín.
Verði ykkur að góöu.
t/ð'Á/Z/X er é joerc^
er ^u/ráfar 6ú/t*r
£Í/n/rj er £ /neril y/ríút
//árið ert/ gres/far 6lomkri d
eáa. *per<f//\&'//
■t/dIj/eirir e/z/ £ rari'sctr
//anc/IeýjIr'Uri eru^ y/rkar
■fo’rirt CSH Urt tylrja/ j
Já(ari’6/ó(fa'rr
foKejj/rrtír ervt ýtriro'far
A