Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 64

Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 64
SEGÐU RNARHÓLL ÞEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍMI18833----------- n* MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Tveir menn björguðust giftusamlega er lítil flugvél hrapaði til jarðar við flugvöllinn á Rifi á Snæfellsnesi síðdegis á mánudag. Vél- Morgunblaðið/Júllus in missti skyndilega afl og skall tO jarðar. Sjá frétt og viðtal við farþega I vélinni á bls. 5. Pétur með IA PÉTUR Pétursson, knattspyrnu- maður frá Akranesi, sem leikið hefur sem atvinnumaður í Hol- landi, Belgiu og á Spáni undan- '*'* farin ár, mun leika með liði íA það sem eftir er keppnistímabils- ins. Forráðamenn ÍA og liðs Ant- werpen, sem Pétur er samnings- bundinn, komust að samkomulagi um helgina um að Pétur gæti leikið með Akranesliðinu á íslandsmótinu og í Evrópukeppninni í haust. Hann öðlast strax rétt til að leika með sínu gamla liði og leikur fyrsta leik sinn í kvöld, þegar ÍA og Grimsby Town mætast í æfingaleik á Akra- nesi kl. 19.00. Sjá nánar síðu 1B. Stykkishólmur; ‘Greiðslu- stöðvun hjá kaup- félaginu Morgunblaðið/Sigurgeir 10 ÞÚSUND MANNA BYGGÐ Heijóifsdalur reyndist dvalarstaður flestra um verslunarmannahelgina, en þar voru um tíu þúsund manns. Staðið var í ströngu við að flytja fjölda fólks milli lands og Eyja, og voru tæplega 7.000 manns fluttir fram og til baka með Heijólfi og Smyrli. Þá var á mánudaginn sett lendingarmet á flugvellinum í Vestmannaeyjum, 177 Iendingar voru þann daginn. Frá verslunarmannahelginni er sagt á bls. 60, 61, 62 og 63 og á bls. 26 er sagt frá lokum Landsmóts skáta í Viðey. VÉLIN MISSTISKYNDILEGA AFL Halldór Ásgrimsson og Malcolm Baldrige hittust í gær. Á milli þeirra er Guðmundur Eiríksson. gærkvöldi hefði staða mála verið metin sú, að tekizt hefði að ræða hvalamálið til fulls í þessum áfanga. Menn hefðu ætlað að halda viðræð- um áfram í dag en í símtölum í gærkvöldi hefði tekizt að ræða þau atriði sem eftir voru og hefði því viðræðum verið frestað um óákveð- inn tíma. Guðmundur vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um viðræðurn- ar. Þeir bandarísku embættismenn sem fréttaritari ræddi við, neituðu að tjá sig um málið að öðru leyti en því að viðræðum yrði haldið áfram seinna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er búist við því að Halldór Ásgrímsson geri ríkisstjórninni grein fyrir viðræðunum í dag. Stvkkishálmi. j^í SÍÐUSTU víku var Kaupfélagi Stykklshólms veitt greiðslustöðv- un nm þriggja mánaða skeið hjá sýslumanni. Á meðan mun Kaupfélag H vammsfjarðar í Búðardal sjá um reksturinn. Ekki er vitað um hve mikla skuldir hvfla á félaginu, en þær munu vera miklar. Kaupfélags- stjóri hefur sagt upp starfi sínu. Kaupfélagið fékk lóð og hóf framkvæmdir sem stuttu síðar var hætt. Átti þama að rísa stórt og mikið versiunarhús. Verslunar- svæði hér er ekki stórt, sveitimar orðnar fámennar. í Stykkishólmi em 1.300 manns og hér er rekið stórt vöruhús, Hólmkjör hf., sem hefur mikla og góða þjónustu. Kaupfélagið á ekki húsnæði fyrir starfsemina heldur eru verslunar- húsin eign SÍS. Ég minnist þess að þegar ég flutti í Hólminn, árið 1942, hafði Kaupfélagið hér mikil umsvif og einnig í Dalasýslu. Það rak sam- tals sjö útibú og stórt frystihús á þeirra tíma mælikvarða, sem veitti mörgum atvinnu. Þá rak það einnig dúnhreinsunarstöð, saumastofu og vöruflutningaakstur. _ Ámj Kópavogur; Tvær konur á slysadeild TVÆR konur voru fluttar á slysa- deild eftir að fólksbifreið, sem þær vom í, valt á Nýbýlavegi laust fyr- ir miðnætti í gærkvöldi. Ekki var vitað hversu alvarleg meiðsli þeirra vom er Morgunblaðið leitaði upplýs- inga þar að lútandi. HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hélt heimleiðis til íslands í nótt frá Bandaríkjunum eftir viðræður við þarlenda ráða- menn um hvalamálin. Til stóð að Haildór Ásgrímsson héldi við- ræðunum áfram í dag og hafði ráðherrann sjálfur tjáð fréttarit- ara Morgunblaðsins það í samtali. En seint i gærkvöldi var þessum áætlunum breytt og ráð- herrann hélt rakleitt frá Was- hington til Baltimore, þar sem hann tók far með vél Flugleiða til íslands. Síðdegis á mánudag hitt sjávar- útvegsráðherra dr. Anthony Calio, yfirmann útvegsdeildar bandaríska viðskiptaráðuneytisins að máli, þeir ræddust við í tvo tíma. í gær ræddi Halldór Ásgrímsson við Malcolm Baldrige, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, á klukkustundarlöngum fundi, sem Hans G. Andersen, sendiherra og Guðmundur Eiríks- son, þjóðréttarfræðingur, sátu einnig. Guðmundur Eiríksson tjáði fréttaritara Morgunblaðsins að í Viðræðumar í Washington: ^ Halldór Asgrímsson snéri heimleiðis í nótt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.