Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 58 rr ,,/VUmmcL, % vitd'i C& þú hætt'ir cxb leigjcL þessar gömiu diskó-myndiV- li tiC£AAmi © 1986 Universal Press Syndicate Sundlaugin í Varma- landi er of heit Sigrún Guðmundsdóttir skrif- ar: I síðustu viku dvöldum við hjónin nokkra daga í sunarbústað í Munað- amesi. Þar er öll þjónusta til fyrir- myndar og umhverfi einstaklega skemmtilegt og okkur leið mjög vel. Eitt af því sem við hlökkuðum til var að fara í sundlaugina á Varmalandi. Þar eru búningsklefar í fallegu, nýtískulegu húsi, laugin og umhverfí hennar hrein og snyrti- leg og frábær þjónusta. T.d. er hægt að fá lánaða kúta handa börn- um og sundgleraugu, sem ekki er í nærri öllum sundlaugum. Eitt skyggði þó á sundlaugarferðimar. Laugin var svo heit að það var varla nokkur leið að s}mda í henni. Við urðum að sleppa sundsprettin- um og láta nægja að liggja í heitu vatninu. Ég nefni þetta hér vegna þess að ég heyrði fleiri kvarta und- an því að laugin hefði oft verið of heit nú í sumar og það hlýtur að vera hægt að laga þetta eitthvað. Ég hef verið nokkrar vikur í einu í Borgarfirðinum á sumrin síðustu ár og eitt af því besta hefur verið að fara í sundlaugamar þar. ást er... .. .að halda áralaginu TM R«g. U.S. Pat. Off,—all riflhts reserved © 1986 los Anaeles Times Svndieate Vissulega er hún sæt, en því ert þú að reyna að draga að þér vömbina? Hvenær breyttist bær í borg? Borgarbúi skrifar: „í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur þætti mér fróðlegt ef einhver gæti veitt svör við eftirfar- andi spumingum: 1. Hvenær breyttist Reykjavík úr bæ í borg? 2. Var Reykjavík ekki talin höfuð- borg Islands fyrr en sú breyting varð? 3. Breytist bær í borg með ein- hveijum formlegum hætti og þurfa einhver tiltekin skilyrði að vera uppfyllt til þess? 4. Varð staða Reykjavíkur sem sveitarfélags einhver önnur við að breytast úr bæ í borg? 5. Gerðist allt í senn, að bærinn breyttist í borg, bæjarstjórn í borg- arstjóm, bæjarráð í borgarráð, bæjarverkfræðingur í borgarverk- fræðing, bæjarlögmaður í borgar- lögmann og svo framvegis? Ef ekki, hvenær urðu þá þessar breytingar if hvaða tilefni, og af hverju Spyr sá sem ekki veit. Að lokum þá bæjarútgerðin ekki borgar- vil ég óska öllum borgarbúum til rð? hamingju með afmælið." Víkverji skrifar Deilan um það hvort leyfílegt sé fyrir þá, sem vilja veita ferðaþjónustu á Hvammstanga, að setja upp leiðbeiningarskilti fyrir vegfarendur, kann að vera angi af miklu stærra máli. Ef til vill óttast yfírvöldin, sem hafa veitt vegagerð og náttúruvemdarmönnum heimild til slíkra afskipta af gjörðum manna, að landið okkar blessað verði útbíað í alls kyns áróðri til að hafa áhrif á þá, sem um vegina aka. Ekki ber að vanmeta þann ótta. Hitt á þó ekki síður að varast að gæta of mikillar íhaldssemi á þessu sviði. Hvarvetna þar sem menn ferðast í bílum eru leiðbein- ingarskilti til mikils hagræðis. Þau stuðla ekki síður að öryggi en lög- regla, sem liggur í leyni. Þau merki sem hönnuð hafa ver- ið til leiðbeiningar fyrir ferðamenn, eru yfirleitt smekkleg og særa tæp- lega fegurðarskyn manna. Þvert á móti skapar það fremur hjá þeim öryggiskennd en reiði yfír umhverf- is- og náttúruspjöllum að fá upp í fangið upplýsingar um áningarstaði og þá þjónustu, sem þar er að hafa. Ekki skiptir minna máli að ábend- ingum um ökuleiðir og Qarlægðir sé þannig háttað, að ekki sæki á áhyggjur yfír því að verið sé að fara í vitlausa átt. Skilti, sem sýna hve langt er í næstu bensínstöð, geta verið mikils virði ekki síður en merki, er veita upplýsingar um hættulegar beygjur eða blindhæðir. Sé deilan um skiltin við afleggjar- ann til Hvammstanga vísbending um að bannað sé að veita ferða- mönnum almennar upplýsingar með skiltum, sem njóta alþjóðlegrar við- urkenningar, er nauðsynlegt að taka reglumar um þetta efni til endurskoðunar. xxx Anægjulegt var að fara til Flat- eyjar á Breiðafírði fyrr í sumar og æja þar í nokkra sólarhringa í upphafí skemmtilegs ferðalags um Vestfirði. Ferðin með Baldri frá Stykkishólmi út í Flatey tekur um tvo klukkutíma. Frá eyjunni hélt báturinn síðan að Bijánslæk og kjósa margir að dveljast í Flatey, á meðan Baldur fer í þessa siglingu. Fljótleg athugun sýndi að á einu ári höfðu rúmlega þijú þúsund manns skráð nafn sitt í gestabók- ina, sem liggur frammi í Flateyjar- kirkju. Þar er þó varla að fínna endanlega tölu um þann mikla fjölda fólks, sem sækir eyjuna heim. Langflestir gera það að sjálfsögðu frá því í byijun maí fram í septem- ber. Síðastliðinn vetur bjuggu aðeins ein hjón í eyjunni. Vegna fækkunar fólks þar hefur Póstur og sími ákveðið að leggja niður símstöð, sem var í eyjunni. í stað hennar hefur verið settur upp símaklefi, sem er eins og illa gerður hlutur í miðju þorpinu. Flestir fara líklega í öðrum erindum til Flateyjar en til að liggja þar í síinanum. Hvað sem því líður getur það skipt töluverðu máli fyrir marga ogjafnframt stuðl- að að öryggi að geta átt hindrunar- lausan aðgang að þessu nauðsyn- lega tæki. Eftirspurnin eftir farsímum staðfestir vel hve mörg- um þykir gott að hafa tækið við hendina hvar og hvænær sem er. XXX að var fyrir tveimur árum sem Póstur og sími lokaði símstöð- inni í Flatey og reynslan sýnir að af því hafa hlotist nokkur vandræði yfir sumartímann, þegar þúsundir manna leggja þangað leið sína og 80 til 100 manns hafa þar fasta búsetu. Þessi vandræði minnkuðu ekki við þá ráðstöfun Pósts og síma að banna viðskiptavinum sínum að skrifa símtöl á símanúmer sitt, þótt þeir tali ekki úr eigin tæki. Þá voru leiðbeiningarnar í símaklefanum í Flatey ónógar. Ekki var nægilega skilmerkilega greint frá hvaða mynt ætti að að nota. Þá var ekki heldur tekið fram að unnt væri að hringja í 02 og fá starfsmenn símstöðvar- innar í Stykkishólmi til að panta „collect" símtal, eins og þau eru kölluð á alþjóðlegu máli símtölin, sem greidd eru af þeim, sem í er hringt. í Flatey er og í gildi sú regla, sem er almenn hjá Pósti og síma hér á landi, að í símaklefum eða við sjálfsala er ekki að fínna númer- ið á tækinu, þannig að ekki er unnt að láta neinn hringja í sig, þótt mikið liggi við. Telji Póstur og sími sig ekki hafa efni á að reka símstöð í Flatey yfír sumartímann, ættu forráðamenn stofnunarinnar að búa þannig um hnútana í símaklefanum þar (og annars staðar) að sem auð- veldast sé að hafa sem best og hagkvaunust not af því tæki, sem þar hefur verið komið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.