Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Verslunarmannahelgin ’86
Egilsstaðir:
Bílvelta og
árekstur
TVENN umferðaróhöpp áttu sér
stað í umdæmi lögreglunnar á
Egilsstöðum um helgina. Bílvelta
varð skammt sunnan til við Egils-
staði, við Ketilsstaði, og allharð-
ur árekstur varð við Hrafnkels-
staði í Fljótsdal.
Þtjár manneskjur voru í bílnum
sem valt útaf við Ketilsstaði og
varð að flytja eina þeirra á sjúkra-
húsið á Akureyri. Samtals voru sjö
í bílunum sem lentu í árekstrinum
og þurftu sex þeirra aðhlynningar
við og þar af var einn fluttur til
Reykjavíkur.
Bílbelti voru notuð í hvorugu
óhappinu.
Heijólfur og Smyrill fluttu samtals 6.800 farþega milli lands og Eyja.
Samgöngutæki höfðu vart undan
að flytja fólk til Vestmannaeyja
Fólksflutningar um landið gengu að mestu leyti áfallalaust fyrir sig
UMFERÐIN um verslunar-
mannahelgina var mjög mikil, á
lofti, láði og legi. Allra mest var
þó umferðin til Vestmannaeyja.
A flugvellinum í Vestmannaeyj-
um var slegið lendingamet,
Flugleiðir fóru þangað 35 ferðir
með 2612 manns, Smyrill flutti
þangað 2.800 manns og Herjólfur
4.000.
Flugumferð
Að frátöldu flugslysinu á Rifí
gekk flugumferð á landinu mjög
vel fyrir sig, samkvæmt upplýsing-
um flugumsjónar í Reykjavík. Fært
jgxr á alla flugvelli landsins og var
umferðin að mestu leyti svipuð því,
sem venjulegt er á þessum tíma.
Vestmannaeyjar skáru sig þó úr að
því leyti, að þangað var ein mesta
flugumferð í manna minnum, eða
496 lendingar samtals dagana
§óra. Á föstdeginum var slegið
lendingamet á flugvellinum í Vest-
mannaeyjum, en þá lentu þar 172
flugvélar, en á sama tíma í fyrra
voru lendingamar 108. Á mánudeg-
inum var svo metið slegið aftur, en
lendingamar vom þá 177. Til sam-
anburðar má geta þess, að 178
lendingar vom á Reykjavíkurflug-
velli þennan sama dag.
ifclmingnr innanlands-
farþega Flugleiða til
Vestmannaeyja
Ferðir Flugleiða um helgina vom
samkvæmt áætlun, að því undan
skildu að ein aukaferð var til Akur-
eyrar og 24 til Vestmannaeyja.
Frá fímmtudegi til mánudags að
báðum dögum meðtöldum fluttu
Flugleiðir tæplega 6.000 farþega í
innanlandsflugi og þar af vom far-
þegar í Vestmannaeýjaflugi 2612,
eða hátt í helmingur allra farþega
í innanlandsflugi, enda vom famar
þðfegað samtals 35 ferðir.
Aukaferðir hjá
Arnarflugi
Hjá Amarflugi fengust þær upp-
lýsingar, að flogið hefði verið á alla
9 áætlunarstaði félagsins og hefðu
verið famar aukaferðir á flesta
þeirra, en enginn þeirra skorið sig
sérstaklega úr. Famar vom sam-
tals 40 ferðir um helgina og fluttir
um 500 farþegar.
Straumur frá BSÍ til
Þorlákshafnar
Um 12.-13.000 manns fóm um
Umferðarmiðstöðina um verslunar-
mannahelgina og vom brottfarir
þaðan um 150. Mesti straumurinn
lá til Þorlákshafnar, en þangað vom
fluttir um 1.500 manns á vegum.
BSÍ. í Þjórsárdal vom fluttir um
1.100 manns, 600 í Þórsmörk, 400
í Galtalæk og liðlega 100 í
Skeljavík.
Ferðimar gengu almennt vel, og
að sögn Gunnars Sveinssonar for-
stjóra var umgengni um bflana og
sjálfa umferðarmiðstöðina sérstak-
lega góð, miðað við það sem
venjulegt er.
Smyrill og Herjólfur
fluttu tæplega 7000
Um 2.800 farþegar fóm með
Smyrli til Vestmannaeyja á þjóð-
hátíðina og eitthvað fleiri til baka.
Þijár ferðir vom famar á föstudag-
inn og þar af ein frá Seyðisfírði,
ein ferð var farin á laugardeginum,
ein á sunnudagskvöldið, tvær á
mánudeginum og ein í gær. í seinni
ferðinni á mánudeginum vom far-
þegar frá Vestmannaeyjum um
1.700.
Samkvæmt upplýsingum Ferða-
skrifstofu Vestmannaeyja gengu
ferðimar mjög vel fyrir sig og
áfallalaust, að því undanskildu að
færeyskur maður féll niður lyftuop
og hlaut af einhver meiðsl. Hann
liggur nú á Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja.
4.000 farþegar fóm með Herjólfí
fram og til baka á tímabilinu frá
miðvikudegi til mánudags, og þar
af 800 á föstudeginum. Aukaferðir
vom farnar á miðvikudegi, fímmtu-
degi og föstudegi, en ferðimar vom
samtals 12.
Olvaður
ökumaður
stal rútu
FREMUR rólegt var á yfir-
ráðasvæði lögreglunnar á
Akureyri um verzlunar-
mannahelgina. 8 minnihátt-
ar umferðaróhöpp urðu, 4
voru teknir grunaðir um
ölvun við akstur og 4 gistu
fangageymslumar á Akur-
eyri vegna ölvunar.
Á sunnudag gerðist það, að
ökumaður rútu velti henni í
Öxnadal, skammt frá Steins-
stöðum og var hvergi sjáanleg-
ur er lögreglan kom á staðinn.
Síðar um kvöldið gaf hann sig
fram við lögregluna og viður-
kenndi ölvun við aksturinn.
Ökumaðurinn var einn í rút-
unni og hafði verið með
ferðamannahóp á Laugum í
Reykjadal. Þegar til átti að
taka á sunnudag, fannst
hvorki rúta né ökumaður af
fyrrgreindum orsökum og sátu
ferðalangamir uppi vegalausir
um tíma. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins mun
ökumaðurinn hafa ætlað sér
að bregða sér suður yfír heið-
ar, en ekki komizt lengra en
í innan verðan Öxnadal.
Morgunblaðið/Börkur
Útisamkoman Gaukur á Stöng gekk stóráfallalaust fyrir sig, en þangað komu um 3.000 manns sér til skemmtunar. Margt var gert
til afþreyingar og meðal annars komu fram þijár hljómsveitir sem léku fyrir dansi.