Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Georg Viðar prédikar reglulega í samkomusal Lewi Pethrus- stofnunarinnar í Malmö „Að hafa sjálfur veríð í eldinum“ Pétur Pétursson ræðir við Georg Viðar um starfsemi fyrir alkóhólista Nafnið Georg Viðar hljómar kunnuglega. Hann var á sínum tíma þekktur fyrir starf sitt fyrir alkohólista og fíkniefnaneytendur í Reykjavík. Sjálfur hafði hann áður verið forfallinn ofneytandi fíkniefna og átti afbrotaferil að baki. Hann frelsaðist á samkomu hvítasunnumanna í Malmö í Svíþjóð árið 1971 og kynntist þar nokkuð starfi því sem Lewi Pet- hrus, leiðtogi hvítasunnumanna þar í landi, hafði komið af stað til að rétta við utangarðsfólk og styðja það út í þjóðfélagið á ný. Ári eftir þessa reynslu sína í Malmö hóf Georg starf sitt fyrir áfengissjúklinga í samvinnu við Fíladelfíusöfnuðinn í Reykjavík, fyrst við mjög erfíðar aðstæður í bflskúr sem leigður var á Soga- veginum. Hann fómaði sér algjör- lega fyrir þetta starf og það fóru að gerast kraftaverk á forföllnu fólki sem eignaðist trú, losnaði undan sjúkdóminum og margir létu skírast að nýju og gengu í söfnuðinn. Georg Viðar varð landsþekktur og af sumum talinn ofurmenni. Árangurinn var aug- ljós og ýmsir urðu til að styðja þetta starf. Hús var keypt í Mos- fellssveit, Hlaðgerðakot, þar sem aðstaðan var miklu betri. En eftir fimm ár var það altalað að Georg Viðar hefði sjálfur fallið fyrir Bakkusi að nýju. Hann fer ekki dult með það að svo hafí verið og segir, að þeir sem einu sinni hafí lent í ofíieyslu, megi alltaf búast við að mæta freistingunni, en með hjálp trúarinnar megi berj- ast á móti og sigra. Viðbrögð manna við falli hetj- unnar urðu á ýmsan veg. Það hlakkaði í mörgum sem sögðu að mannskepnan væri söm við sig. En Georg Viðar náði sér á strik aftur og fór á tveggja ára biblíu- skóla í Svlþjóð og hefur nú starfað þar aðallega á vegum Lewi Pet- hrusstofnunarinnar, í sex ár. Hann er giftur aftur og á fímm börn og heldur uppi reglulegum samkomum í salarkynnum stofn- unarinnar á Djáknagötunni í miðborg Malmö. „ ... og ég frelsaðist“ Tíðindamanni Morgunblaðsins á svæðinu fannst ástæða til að heilsa upp á þennan landa sinn er hann var í Malmö á annað borð fyrir skömmu. Þéttur á velli með athugult augnaráð opnaði hann fyrir mér og bauð mér sæti á skrifstofu sinni. Þangað barst dynur stórborgarinnar. Georg Viðar sem hefur greinilega frá- sagnargáfu, hóf að rekja fyrir mér ævisögu sína og segja mér frá starfí sínu fyrir áfengissjúka og eiturlyfjaneytendur. Ég spurði hann fyrst að því hvemig á því stóð að hann fór að snúa sér að trúmálum. „Þegar ég sat í fangelsinu á Skóluvörðustíg 9 árið 1969 fór ég > gegnum bréfaskóla, sem Sæmundur á Sjónarhæð sendi mér, og ég lauk honum. Þegar strákamir gerðu grín að mér og spurðu hvort ég ætlaði að verða trúaður sagði ég bara að ég þyrfti að hafa eitthvað að gera. Ég skrif- aðist svo á við Sæmund og fór fyrst til hans þegar ég kom frels- aður frá Svíþjóð. Þetta hefur haft sín áhrif. Á samkomunni hér fannst mér eins og predikarinn talaði beint til mín þegar hann sagði: Komdu til Jesú eins og þú ert, með þfna galla og syndir. Svo var þaraa gömul kona sem tók mig að sér og það var beðið fyrir mér eftir samkomuna, og ég frels- aðist." Samhjálp stofnuð — Hvernig stóð á því að þú fórst að gefa þig að áfengis- sjúklingum? „Ég vildi hjálpa félögum mínum, sem héldu fyrst að ég væri orðinn vitlaus og sögðu að ég hefði svosem alltaf verið að, en þetta tæki út yfir allt. Ég fékk þá hugmynd að hefja starf í svip- uðum anda og Lewi Pethms. Hann sá að það var ekki nóg að boða þessu fólki trú og biðja fyrir því. Það varð að sjá fyrir mann- eskjunni allri, því andlega jafnt sem því líkamlega. Þetta varð honum mjög mikið mál vegna þess að hann átti bróðir sem var áfengissjúklingur og ekkert virtist vera hægt að gera til að bjarga honum. Þegar Pethms varð sjö- tugur ákvað hann að stofna sjóð til að byggja heimili á trúarlegum gmndvelli fyrir þessa sjúklinga og bað alla sem vildu heiðra hann að leggja í þennan sjóð. Þetta var upphafíð og síðan hefur þetta vaxið og nú em um 25 heimili sem taka við þessu fólki á vegum Lewi Pethms-stofnunarinnar. Það var ekki mikill skilningur á þessu þeg- ar ég byijaði á þessu fyrst, jaftivel ekki innan Hvítasunnusafnaðar- ins heima. Menn vom á verði vegna þess að það hafði sýnt sig vera mjög erfítt og áhættusamt að taka ábyrgð á föngum t.d. sem töldu sig vera frelsaða og vildu byija nýtt líf en gátu ekki staðið við trúarjátningar sínar þegar út var komið. En forstöðumaður Ffladelfíu í Reykjavík, Einar J. Gfslason, skildi þetta og studdi mig vel. Samhjálp var formlega stofnuð á fímmtíu ára afmæli hans.“ Árangurinn veitir kraft — Telur þú að fyrrverandi áfengissjúklingar séu betur í stakk búnir til að hjálpa öðrum úr vandanum en aðrir? „Já, alveg tvímælalaust. Það er gmndvöllurinn fyrir því að ár- angur náist í starfí fyrir ofneyt- endur, að maður hafi sjálfur gengið í gegnum þennan eld. Maður verður einnig að hafa sterkan vilja. Hér er ekki um að ræða neitt starf frá níu til fímm á daginn. Þetta er oft svo ofsa- lega erfítt að manni langar mest af öllu til að hætta. Launin em ekki há og starfíð er vanmetið. En þegar maður sér árangur þá fær maður kraft til að halda áf- am. 70-80% af því fólki sem starfar á vegum Lewi Pethms- stofnunarinnar em fyrrverandi ofneytendur og forstöðumenn heimilanna em það undantekn- ingarlaust." - Hvað er mikilvægast í þessu starfi? „Það er fyrirgefningin. Ef mað- ur hefði það ekki fyrir augum sér hveija einustu stund að maður verður að fyrirgefa, ekki aðeins sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum, þá væm allir þessir strákar og stúlkur ekki á réttum kili í dag. I gegnum hæli LP stofn- unarinnar hafa á 25 ámm farið um 4.000 manns og um 75% hef- ur náð sér og em starfhæfír þátttakendur í þjóðfélaginu í dag. Þetta byggir alít á fyrirgefning- unni. Við verðum að segja við hina sjúku: Komdu eins og þú ert og svo látum við Krist og þig hjálp- ast að í sameiningu að breyta þér. Það á ekki að byija með því að einblína á gallana, heldur að vinna manninn fyrir guð og þá kemur hjálpin. Þetta er það sem getur leyst unga fólkið. Ef maður getur sniðið þessa galla af sjálfum sér þá þarf maður ekki á Kristi að halda og ekki á söfnuðinum heldur." — Hvað með framtíðina, hef- ur þú hugsað þér að starfa hér áfram? „Ég ber nú þá von í bijósti að fara heim og starfa að trúmálum á einhveiju sviði, en það er nú svo að hönd fyrirgefningarinnar er oft of stutt og Island er lítið og fá- mennt þjóðfélag fyrir þann sem gerir mistök." Höfundur er fréttamaður IUbl. í Lundi íSvíþjóð. Flugþol órólegra hugmynda Gyrðir Elíasson: BLINDFUGL/SVARTFLUG (mósaík) Norðano niður 1986 Gyrðir Elíasson heldur af miklum krafti áfram að yrkja og senda frá sér bækur. Nýkomin er út eftir hann Blindfugl/Svartflug. Titillinn ber því vitni að Gyrðir kann að meta orðaleiki og vill leggja sitt af mörkum til þeirrar íþróttar. En sem betur fer nær áhugi hans ekki lengra en til titils. Að yrlga er Gyrði nauðsyn, tjá sig í ljóði, og það ger- ir hann í Blindfugl/Svartflug með þeim hætti að athygli hlýtur að vekja. Blindfugl/Svartflug er samfelld- ur ljóðaflokkur, 400 Ijóðlínur. Ekki liggur allt í augum uppi í þessum ljóðaflokki, síður en svo. Vemleiki ljóðsins er margþættur, en sviðið íslenskt þorp. Framarlega er talað um „þessi/ fáu timburhús undir íhvolfu/ fjallinu“ og þau „eiga sér einskis/ ills von“. Á fleiri stöðum er minnst á þorp undir fjalli. í lok- in verður heild úr brotum og við blasir: „þorp umlukt svart-/hvítum oddhvössum steinbáknum,/ timbur- kofar og þröngar götur“. Þessar götur em ekki upplýstar, héla þek- ur glugga og undir augnlokum bærast skuggavemr. Gyrðir Elíasson Sviðið er ekki aðalatriði, heldur sá vemleiki sem ljóðaflokkurinn birtir og speglar hug skáldsins og þankagang. Eftirfarandi hluti er til marks um aðferðina sem skáldið notar í eintali sínu við sjálfan sig: Tek eftir að ég er hættur að horfa á blaðið, krota samhengis- laust svo línur krossast en hlusta meðfram á ráma hrafnana sem svífa endalaust í uppstreyminu við sjávarbakkana, minnisbók með gormi og ég slít gorminn úr svo blöðin detta í gólfið, vef gorm- inn um gráan háls kattarins sem er kominn upp á borðið og herði að uns augun fara að tútna, þá sleppi ég og legg fyrir hann mjólkurskálina. Ljóðaflokkurinn getur virst sam- hengislaus, en hefur þó samhengi innan vissra marka. Ljóðið sem víða er lokað, dregur upp myndir innri hugrenninga, opnast til dæmis í fyrrgreindu erindi þegar skáldið jafnframt því sem það krotar á blað fer að hlusta á hrafna. Á fleiri stöð- um em myndir úr hversdagsleikan- um sem sveija sig í ætt opinna ljóða og sanna að opna ljóðformið hefur venð og getur reynst aflgjafí. í 180. og 181. ljóðlínu knýr stormur dyra með blautri tijágrein. Framhaldið: °g g'»gg> slæst upp, í bakgarðinum læðist grár kðttur með uppsnúin veiðihár og fjaðrakúst í annam' framloppunni, dustar af vanhirtum blómum, skimar útundan scr hálfluktum glymum eftir fúglum, músum, opnum ruslatunnum Myndir í eðli sínu súrrealískar em líka aðgangsharðar í Blind- fugl/Svartflug. „Vindaugað er haft opið eða lokað/ eftir þörfum" eins og segir í ljóðaflokknum. Þegar lungnafískar skríða upp í þyrrk- ingsleg tré til þess að þerra sig, holur spegill hvolfíst inn í sig og hallast að hlöðuvegg og engisprett- ur fara yfír sem eldur í sinu, getur reynst erfítt að skýra hvað vakir fyrir skáldinu, betra að láta nægja að skynja. En það sem skáldið kemst ekki hjá að túlka er „sambland af draumi og raunvem". Heimur þess er í brotum og þessum brotum er raðað saman. Röðunin fer ekki fram eftir ákveðnum reglum eða leiðbeining- um, heldur styðst skáldið við sína eigin aðferð sem aðeins er háð reynslu þess og metnaði. Meðan ung skáld vilja ekki vera taglhnýt- ingar er von um þau. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að Gyrðir Elíasson hefur burði til að halda inn á nýjar brautir. í Blindfugl/Svartflug bendir margt til þess að hann muni ekki láta stað- ar numið við kæki eða aðrar „sniðugar" lausnir. Þegar skáldi er nauðsyn að yrkja verður eitthvað til sem skiptir máli. Blindfugl/Svartflug er áframhald- andi kortagerð ungs skálds og í því sambandi em verkefnin þess eigin vemleiki. Þorp eða holur spegill? Það ræður ekki úrslitum hvað ort er um heldur hvernig er ort. Blindfugl/Svartflug er þróunin sem að minnsta kosti undirritaður lesandi sættir sig vel við. Flugþol órólegra hugmynda er töluvert. Filippseyjar: Rættum vopnahlé Mauila, AP. VIÐRÆÐUR um vopnahlé eru hafnar á Fiiippseyjum. Ramon Mitra Iandbúnaðarráðherra átti f gær þriggja klukkustunda fund með tveimur fulltrúum kommún- ista. Mitra sagðist vongóður um að takast mætti að binda enda á 17 ára baráttu kommúnista og stjómvalda. Ramon Mitra sagði á frétta- mannafundi að viðræðum yrði haldið áfram mjög fljótlega og að deiluaðilar hefðu rætt um að halda þá sameiginlega blaðamannafundi. Fulltrúar kommúnista vom þeir Satur Ocampo og Antonio Zumel sem í eina tíð störfuðu sem blaða- menn en gengu til liðs við skæru- liðahreyfingu kommúnista í valdatíð Ferdinands Marcos, fyrr- verandi forseta Filippseyja. Rætt var um með hveijum hætti væri best að koma á vopnahléi og hvemig leysa mætti hin fjölmörgu deiluefni stjómvalda og kommún- ista. Ramon Mitra sagði að kommún- istar virtust nú reiðubúnir til samninga og kvaðst hann vongóður um skjótan árangur. I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.