Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Sr. Kjartan Jónsson kristniboði skrifar frá Kenýa 9. grein Qim Morgunblaðið/Kjartan Jónsson Lítil bókahilla með bókum frá Scripture Misson. Smákaupnienn af öllum gerðum geta fengið slíkar hillur lánaðar í hálft ár til reynslu og selt kristilegar bákmenntir. Finnist þeim viðskiptin borga sig geta þeir keypt þær á þriðjung af kostnaðarverði. — Hillur af þessu tagi fá nú síaukna útbreiðslu. Á markaðnum i Voi þar sem áætlunarfoQarnir stoppa eru ótal smábúð- ir. Ein þeirra selur kristílegar bækur, snældur, Bibliur og Nýja- testamenti á ótal tungumálum. Hún er rekin af kristilega fjölmiðla- fyrirtækinu Scripture Mission. Hér er afgreiðslukonan með sýnishorn af varningnum. Fjölmiðlakristniboð „Þegar ég fór heim með rútunni, setti ég kassann á gólfið fyrir fram- an mig á milli sætanna. Eftir nokkra stund spurði einn farþeg- anna: „Hvað er í kassanum þínum?" „Nýja-testamenti á okkar máli,“ svaraði ég. Þá varð uppi fótur og fit í rútunni og margir drógu fram peninga. Þegar ég kom heim, voru aðeins tvö nýja-testamenti eftir." Þessi frásaga ungs skólapilts í Kenýu, sem var á leið heim til þorpsins síns t.a. selja nýja-testa- menti, lýsir betur en mörg orð skortinum á góðum kristilegum bókum í Aftíku. Varðandi heilaga ritningu, þá er vandamálið oft ófull- komið dreifikerfí. Myndin af kristniboða prédikandi frammi fyrir hálfnöktum „villi- mönnum" heyrir að mestu fortíðinni til. Satt er það, að ktístniboðar hafa löngum starfað á meðal „frum- stæðs" fólks og eru þá íslenskir kristniboðar engin undantekning. En sums staðar í hinum svo kallaða þriðja heimi hefur kristniboð verið stundað í heila öld og jafnvel lengur og því eru allvíða fram komnar sjálfstæðar kirkjur. Á slíkum svæð- um er ekki þörf á brautryðrjenda- kristniboði. Hins vegar þarfnast kirkjumar hjálpar til þess að treysta undirstöður sínar svo að þær staðni ekki og nái að halda kristniboðs- starfinu áfram. í þessu sambandi er mikilvægast, að kristið fólk fái biblíufræðslu svo að það öðlist dýptí skilning á trú sinni og geri sér bet- ur grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart meðbræðrum sínum. Skortur á kristilegu fræðsluefni og uppbyggj- andi bókmenntum er mjög tilfinn- anlegur um alla Afríku. Kirkjumar þamfast fjárhagsaðstoðar og hjálp- ar kunnáttufólks. Ýmsir kristniboð- ar hafa fengið köllun til þess að leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa til í þessum efnum. í þessum pistli ætla ég að fjalla um Qölmiðlakristniboð Norska lút- herska kristniboðssambandsins hér í Kenýu (en NLM er stærsta lút- herska kristinboðsfélag í heimi). Við íslendingar á vegum Sambands islenskra kristniboðsfélaga höfum haft mjög náið samstarf við þetta kristniboðsfélag um áratuga skeið í Kína, Eþíópíu og Kenýu. Nú em 53 kristniboðar starfandi á vegum SÍK og NLM við margvís- leg störf. Við Islendingar störfum á svæði þar sem kristindómurinn var lítið eða ekkert þekktur áður. Nokktír Norðmenn starfa nær ein- göngu að fjölmiðlakristniboði á svæði, sem fékk kristniboða í lok síðustu aldar. Þar em nú sjálfstæð- ar kirkjur innfæddra manna. Frá bænum Voi í S-Kenýa liggja leiðir til allra átta i Austur- og Mið-Afriku. Þúsundir ferðalanga fara um bæinn á hverjum degi. Um leið og áætlunarbílarnir stansa hlaupa götusalarnir til með varning sinn, ávexti, bijóstsykur, hnetur, úr, hálsfestar o.s.frv. og bjóða farþegum - auðvitað á „útsöluverði“! - Á meðal götusalanna er einn, sem dreifir kristilegum smáritum og selur Biblíur og Nýja-testamenti, sem margir taka tveim höndum. kölluð dyr A-Afríku. Hún er aðal- hafnarborg Kenýu er einnig Úganda, Rwanda, Bumndi, Zaire (áður Kongó) og Súdan. Margir ferðamenn fara einnig þangað til að sleikja sólina. Það gefur því auga leið, að það er geysileg um- ferð um Voi af bílum og járnbraut- arlestum jafnt að nóttu sem degi. Þaðan er einnig mikil umferð til , Tanzaníu. Fjölmiðlakristniboðs- félag stofnað Þau hjónin gerðu sér smám sam- an grein fyrir þeim feiknamöguleik- um, sem þama vom fyrir hendi til Scripture Mission sendir tvo útvarpsþætti i viku inn yfir Austur- og Mið-Afríku. Hér er Even Eftestöl í stúdiói. Swahílí og enska útbreidd mál Swahílí er mál, sem talað er um alla A-Afríku og hluta Mið-Afríku. Talið er að 60—70 miiljónir manna skilji málið þótt það sé móðurmál fæstra. Enska er einnig útbreidd á þessu svæði og víðar í álfunni. í þessu em fólgnir miklir möguleikar fyrir fjölmiðla, útvarp, snældur og prentað mál. Voi — umferðarmiðstöð Það var árið 1971, að norsk hjón, Kjellaug og Jon Jössang settust að í bænum Voi í S-Kenýu. Á ferðum sínum þar um frá Tanzaníu, þar sem þau höfðu starfað um árabil, sáu þau að í gegnum þennan bæ skámst leiðir um alla Austur- og Mið-Afríku. Þar kvíslast leiðin frá Mombasa, hafnarborginni á Ind- landshafsströnd Kenýu, sem oft er dBka dreifingar á kristilegu lesefni í allar áttir. Innblásin af Barúk, sem fékk það hlutverk að rita niður vitranir spámannsins Jeremía (Jer. 36. k.) og Habakúk spámanni, sem Drott- inn skipaði að rita vitranir sínar „að lesa megi viðstöðulaust" (Habakúk 2,2), fundu þau sig kölluð af Guði til að setjast þama að og dreifa hinu ritaða orði sem víðast um Austur- og Mið-Afríku til uppörvun- ar, vakningar og hjálpar, sannfærð um að hið ritaða orð nær lengra en hið talaða. Árið 1971 var fjöl- miðlakristniboðsfélagið Scripture Mission stofnað. Ritað mál hefur meiri áhrif í Afríku en í Evrópu Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, að ritað mál flæðir ekki yfir almenning í Afríku eins og á Islandi, þar sem póstkassamir em meira og minna hálffullir af alls kjms auglýsingapésum og áróðri, sem oft fer ólesið beina leið í msla- fötuna. í Afríku er lítið smárit borið heim og lesið vandlega og gjaman fyrir flölskyldu og nágranna. Þess vegna hefur ritað mál enn meiri áhrif í Afríku en á íslandi. Vegvísir vegvilltum Hin svokallaða „sekúlarísering" eða „afhelgun", sem gengur út á að nýta sköpunarverkið til hins ýtr- asta, auka framleiðslu og efnalega velmegun, þar sem Guði og öllu trúarlífi er ýtt út í hom og sífellt ætlað minna pláss í stressi og kröf- um nútímans, fer eins og fellibylur um norðurhvel jarðar. En Kenýa, Afríka og allur þriðji heimurinn fer ekki varhluta af henni. Hvarvetna skilur hún eftir sig upplausn, ringul- reið og uppstokkun verðmæta þar sem efnishyggjan fer að jafiiaði með sigur af hólmi. Sárin blasa hvarvetna við. Margur kristinn unglingurinn, sem fór að heiman í skóla og settist síðan að í þéttbýli, hefur týnt trúnni í allri ringulreið- inni, sem skapaðist af kynnum af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.