Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
23
liði í sértrúarsöfnuð hans, en gera
hann ekki að meiri manni, og enn
síður að betri eða merkari sagn-
fræðingi.
Eitt er það þó sem gefur Mac-
aulay ótvírætt forskot á Marx, en
það er stjórnmálaþátttaka hans.
Þó svo að Macaulay hefði aldrei
skrifað neitt um mannkynssögu,
yrði þáttar hans í henni samt
minnst, sérstaklega á Indlandi.
Þar kom hann á nýrri lögskipan,
sem enn er í notkun og almennt
er talin einn besti arfur breskra
yfirráða. Þá var það hann sem
fyrirskipaði notkun ensku við
kennslu um allt Indland, og hvað
sem mönnum finnst um þá ák-
vörðun, verður því ekki haggað
að hún er merkileg. Flestir Ind-
veijar mótmæltu þessari löggjöf
Macaulays í sjálfstæðisbarátt-
unni, en eftir því sem frá líður
kann að vera að hún verði far-
sælli en menn hugðu, þegar litið
er til þeirrar sundrungar, sem
Indland á við að glíma.
Heima á Englandi var hann
þingmaður frjálslyndra whigga,
og um stutt skeið var hann ráð-
herra undir forsæti Melbournes.
Sú reynsla, sem hann fékk þar,
hefur vafalítið verið honum gott
veganesti, þó svo að ritun Eng-
landssögunnar hafi tafist.
Af hverju er Macaulay öllum
svo gersamlega gleymdur? E.t.v.
hefur hið ágæta 19. aldar frjáls-
lyndi ekki staðist tímans tönn. í
ritgerð sinni um Milton hyllti hann
skáldið fyrir að ráðast gegn „hin-
um djúpstæðu villum, sem
næstum öll rangindi eru byggð
á, þrælslundaðri dýrkun á áhrifa-
mönnum og órökréttri hræðslu við
nýjungar". Á 20. öld hafa þessar
djúpstasðu villur einmitt verið allt
of áberandi, og má vera að stjama
Macaulays hafi fallið í réttu hlut-
falli við vinsældir þeirra.
Önnur skýring og óhugnanlegri
er sú að sagnfræðingar nútímans
nálgast viðfangsefni sín gjaman
með það að markmiði, að niður-
stöðurnar skuli notaðar til þess
að þjóna einhverri ákveðinni hug-
sjón eða kenningu. Þá færist það
æ í vöxt, að menn sérhæfa sig
meira en góðu hófi gegnir.
Maeaulay var alger andstæða
þessara manna. Hann skrifaði um
fortíðina fortíðarinnar vegna, og
hann reit um hana sem eina heild.
Hnignun sagnfræðinnar hefur
valdið því að fólk veit minna um
fortíðina en áður og er mun fljót-
ara að gleyma. Sagnfræðiáhugi
almennings er lítill sem enginn
og hið sama á við um sagnfræði-
þekkingu þjóðarleiðtoga, sem
öðrum fremur þurfa að þekkja
fortíðina, ekki til þess að hrærast
í henni, heldur til þess að geta
lært af mistökum forvera sinna.
Það er sorgleg staðreynd, að fæst-
ir stjómendur ríkja heimsins geta
státað af einhverri sagnfræði-
þekkingu, og má telja enn eitt
dæmið um hnignun vorra daga;
daga sem nýir kunningjar eru
spurðir að nafni, síðan stjörnu-
merki.
Af Marx og Macaulay
Hvers vegna hefur merkasti
sagnfræðingur 19. aldar
fallið í gleymskunnar dá?
Einn maður öðrum fremur á heiðunnn að því að hafa gert
sagnfræði alþýðlega. Það er breski sagnfræðingurinn Thomas
Babinton Macaulay, en hann skrifaði aðgengilegar sagn
fræðibækur, sem urðu metsölubækur og voru þýddar á fjölda
tungumála. Þessar bækur vöktu sagnfræðiáhuga hjá almenn-
ingi, en fram til þessa hafði sagnfræði einungis verið hugðar-
efni fræðimanna. Einn samtímamanna Macaulays í London var
Þjóðveijinn Karl Marx, en sá munur var á þeim að Macaulay
var þekktur um allan hinn siðmenntaða heim, en fáir könnuð-
ust við Marx og verk hans. Nú hefur taflið snúist við, Marx
og kenningar hans þekkja allir, en Macaulay er nær öllum
gleymdur. Fyrir skömmu birtist í breska blaðinu The Times
grein eftir John Grigg, Macaulay til varnar.
Á sínum tíma var Marx nokkuð
þekktur meðal þeirra meginlands-
búa, sem vel fylgdust með stjórn-
málum, eftir að Kommúnista-
ávarpið kom út árið 1848. En í
Bretlandi var hann nær óþekktur,
og var svo þar til hann hafði leg-
ið allmörg ár í gröfinni. (Þess má
geta að í The Times birtist stutt
minningargrein um Marx, en hún
kom frá fréttaritara blaðsins í
París, sem byggði grein sína á
frönskum sósíalistablöðum.)
Macaulay á hinn bóginn, hafði
verið í sviðsljósinu allt frá því að
hann lauk námi í Cambridge.
Hann varð frægur á einni nóttu,
þegar Edinburgh Review birti rit-
gerð hans um Milton árið 1825.
Fyrsta ritgerðasafn hans sló í
gegn, og er talið að áður en yfir
lauk hafi það selst í tæplega millj-
ón eintökum. Bók hans „Lays of
Ancient Rome“ seldist álíka vel.
Fyrstu tvö bindi Englandssögu
hans komu fimm sinnum út ájafn-
mörgum mánuðum, og seinni
bindi (hinnar ófullgerðu) Eng-
landssögu hans seldust jafn vel,
ef ekki betur. Enginn sagnfræð-
ingur hafði notið þvílíkra vinsælda
fyrr, og langt leið þar til einhver
sló honum við.
Eftir að Macaulay lést árið
1859 jókst frægð hans enn. Árið
1864 kom út alþýðleg útgáfa á
Englandssögunni og á næstu
árum voru verk hans þýdd á
frönsku, rússnesku, þýsku, tékkn-
esku, dönsku, hollensku, fínnsku,
grísku, ungversku, pólsku og
spænsku. Eftir hann liggur sægur
rita, sem í voru ritgerðir, ljóð,
ræður og hvaðeina sem hann drap
niður penna um.
Þáttur Marx
Marx var mun afkastameiri rit-
höfundur en Macaulay, ekki af
því að hann væri pennaliprari,
heldur af því að hann eyddi ævinni
í hugleiðingar og fræðistörf, en
Macaulay þurfti að skipta tíma
sínum milli sagnfræði, bókmennta
og stjórnmála. Þrátt fyrir þetta
var langt þar til Marx hafði ein-
hver áhrif, sem sambærileg voru
við þau sem Macaulay hafði. Áður
en Das Kapital kom út vöktu
bækur Marx enga athygli, ekki
einu sinni í hinum þýskumælandi
löndum (eða svo segir Isaiah Berl-
in). Das Kapital sjálft naut mun
minni vinsælda en Englandssaga
Macaulays, allt til byltingarinnar
í Rússlandi, en þá var það að sjálf-
sögðu gert að helgiriti, um leið
og Biblíurnar voru settar á bál-
kestina.
Verk Marx komu fyrst út á
þýsku, og voru sum þeirra þýdd
á frönsku, ítölsku og rússnesku,
en ekkert var þýtt eftir hann á
ensku fyrr en árið 1887. Meiri-
hluti verka Marx kom ekki út
fyrr en á þriðja áratugnum, þegar
Marx-Engels-Lenin-stofnunin í
Berlín ætlaði sér þá dul að standa
að heildarútgáfu verka hans. Eft-
ir að Hitler komst til valda tók
Marx-lenínisma-stofnunin í
Moskvu við, og hefur hún æ síðan
staðið að útgáfu verka hans um
víða veröld.
Nú er það álitið nauðsynlegt
fyrir hvern þann, sem vill teljast
maður með mönnum, að kunna
einhver deili á Marx, og helst að
hafa lesið hann sér að einhveiju
gagni. Macaulay er hins vegar
fallinn í gleymskunnar dá, og erf-
itt að koma höndum yfir verk
hans. Þær fáu útgáfur, sem enn
eru fáanlegar, eru annaðhvort illa
út gefnar eða styttar. Þetta má
teljast undarlegt, þar sem árlega
eru gefnar út þúsundir sagn-
fræðibóka, en örfáar má telja
samanburðarhæfar við verk Mac-
aulays, flestar eru mun ómerki-
legri.
Af verkum Macaulays má telja
ritgerðir hans um einstaka menn
merkilegastar, ekki endilega hvað
varðar sagnfræðigildi, heldur að-
allega vegna þess hve afskaplega
vel þær eru skrifaðar. Nú heyrir
til algerra undantekninga ef
nokkur breskur menntaskólanemi
hefur heyrt á Macaulay minnst,
hvað þá lesið hann.
Marx er önnur saga. Verk hans
eru lesin sundur og saman, sam-
kvæmt lestrarskrám og af öðrum
hvötum. Orsök þess að Macaulay
er ekki í náðinni en Marx hafinn
til skýja er ekki sú að annar sé
betri penni en hinn. Marx gat
vissulega skrifað kröftuglega,
verið mjög meinfyndinn og skrifað
einstakan háðstíl. En mikill hluti
skrifa hans er ótrúlega leiðinleg-
ur, þvældur og mikið torf.
Macaulay skrifaði á hinn bóginn
ávallt mjög skýran stíl og óskap-
lega sjaldan, ef nokkurn tíma,
leiðinlega.
Því verður vart á móti mælt
að Marx var mun frumlegri höf-
undur, og að sumu leyti víðsýnni
en Macaulay. Macaulay setti ekki
fram nýja kenningu og hafði eng-
an áhuga á hagfræðilegum
málefnum. En það hlýtur að
skipta meira máli hvort kenning
er sönn en hversu frumleg hún
er, og enda þótt Marx hafi sýnt
hlutverki hagfræði í mannkyns-
sögunni mikinn skilning, þá hafði
Macaulay mun djúpstæðari skiln-
ing á mörgum öðrum sviðum, sem
Marx varöldungis rænulaus um.
Gallar Macaulays
ogMarx
Marx var duglegur við að finna
að skrifum Macaulays. Skökku
þykir þó skjóta við, þar sem þeir
gallar, sem Marx eignar Mac-
aulay, eiga mun betur við Marx
sjálfan en nokkurn tíma Mac-
aulay. Marx kallaði Macaulay
„kerfisbundinn sögufalsara" og
sagði hann falsa sögu Englands
í þágu whigga og borgarastéttar-
innar. Satt er það, Macaulay átti
til að halla á einstaklinga, og
hann misnotaði stundum mann-
kynssöguna í ritdeilum, en Marx
gerir ekkert annað. Marx skrifaði
ekki stafkrók án þess að honum
væri ætlað að styðja og réttlæta
eigin kenningar. Skipti þá engu
hvort um var að ræða sannleika
eða lygi.
Macaulay var haldinn ýmsum
fordómum gegn öllu milli himins
og jarðar, en hann gat öfugt við
Marx metið góðar dyggðir póli-
tískra andstæðinga sinna.
Kreddufesta Marx, sem engan
endi tekur, og ótrúlegur þvergirð-
ingsháttur hans kunna að hafa
reynst ágætlega til þess að safna