Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 26
Þúsundir gesta á þjóðhátíð skáta Þjóðhátíð var haldin í skátalýðveldinu í Viðey á laugardag og fluttu sökkhlaðnir bátar milli tvö og þrjúþúsund gesti á hátíðina. Skúlaskeið hafði ekki undan og bættist þá bátur Slysavarnafélagsins í flotann til aðstoðar. Mikil örtröð var við Sundahöfn og þó nokkur bið fyrir þá sem vildu í eyna en Lýðveldisbandið, hljómsveit móts- ins, var þá flutt í land og skemmti hún gestum með söng og leik meðan biðið var. Þjóðhátíðin hófst á skátatívolíi sem allir gátu tekið þátt í og undu menn sér vel fram eftir degi í því blíðskaparveðri sem einkennt hefur mótið. Þá var haldið alsheijar pulsupartý og óteljandi grill höfð í gangi. Síðan var safnast saman við varðeld og kyijaður þar söngur kröftuglega og hátíðarskemmtiat- riðin frumsýnd. Skátastúlkur frá Noregi sem löngu voru orðnar fræg- ar á mótinu fyrir frumlegheit og dugnað slógu alveg í gegn þegar þær afhentu skátahöfðingja heima- pijónaða peysu í norsku fánalitun- um og mótsstjóm langan pijónaðan orm. Kakóveilsa tók við að lokinni vel heppnaðri kvöldvöku og meðan kakóinu var rennt niður skreyttu flugeldar himininn. I kvöldkyrðinni var svo siglt með gesti í land. Ljósmyndir/Þórdís Erla Ágústsdóttir Skátativolí og keppt um hver getur hitt blautum svampi beint í mark. Sú iitla sem var í heimsókn á mótinu hafði æði gaman af keppninni. Þessar norsku skátastúlkur gerðu garðinn frægan fyrir dugnað og vaskan fram- gang á mótinu. Endanlega slógu þær svo í gegn þegar þær færðu skátahöfðingja Isands peysu í norsku fánalitunum og mótstjórn heljarlangan pijónaðan orm. Á kvöldvökunni söng hver sem betur gat við undirleik lýðveldisbandsins. Morgunblaðið/Einar Falur „Það er mikil reynsla fyrir unga krakka að búa í tjaldi í viku og bjarga sér sjálf.“ „Krakkamir ánægðir og reynshmni ríkari“ Rætt við aðstandendur að mótinu loknu Nítjánda landsmóti skáta er nú lokið, en það hófst i Viðey sunnudagin 27. júlí með stofn- un nýs lýðveldis. Frá setningu mótsins til slita brosti sólin við þeim þúsund skátum er gistu mótið, en nokkrir regndropar féllu þegar þeir bjuggust til brottfarar á sunnudag. „Mótið tókst vonum framar,“ sögðu framkvæmdastjórar þess Heba Hertervik og Sigurður Jóns- son. „Krakkamir voru mjög ánægðir, mörg þeirra höfðu aldrei farið á skátamót áður en það er mikil reynsla fyrir svona unga krakka að búa í tjaldi í viku og bjarga sér sjálf. Veðrið hefði ekki getað verið betra hjá okkur og allt gekk stórslysalaust. Um helg- ina margfölduðust íjölskyldubúð- imar og dvöldust margir alveg fram á mánudag." Að þrem til Qórum árum liðnum munu íslenskir skátar svo safnast saman á ný til landsmóts á nýjum stað undir nýju kjörorði. „Nú saman tökum hönd í hönd ...“ Mótsslit voru á sunnudag og söfnuðust allir þegnar lýðveldis- ins saman að Lögbergi að lokinni helgistund. Fyrst var flokkunum afhentar viðurkenningar fyrir vel unnin störf og þátttöku í flokkakeppni og út- lendir skátar færðu íslenskum skátum gjafir. Þá tók forsætisráð- herra til máls og sagði að stjórn lýðveldisins teldi hlutverki sínu lok- ið og færði nú umboð sitt í hendur þegna lýðveldisins og hvetti þá til að viðhalda þeim góðu tengslum og kröftuga starfi sem fyrsta vika lýðveldisins einkenndist af. Því næst afhentu forseti og forsætis- ráðherra embættisskikkjur sínar. Skátahöfðingi, Ágúst Þorsteins- son, þakkaði skátum ánægjulegt samstarf og hvatti þá til dáða. Var mótinu síðan slitið með bræðralags- söngnum. Morgunblaðið/Einar Falur „Nú saman tökum hönd í hönd og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið“ syngja skátar og haldast í hendur við mótsslitin á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.