Morgunblaðið - 06.08.1986, Page 26

Morgunblaðið - 06.08.1986, Page 26
Þúsundir gesta á þjóðhátíð skáta Þjóðhátíð var haldin í skátalýðveldinu í Viðey á laugardag og fluttu sökkhlaðnir bátar milli tvö og þrjúþúsund gesti á hátíðina. Skúlaskeið hafði ekki undan og bættist þá bátur Slysavarnafélagsins í flotann til aðstoðar. Mikil örtröð var við Sundahöfn og þó nokkur bið fyrir þá sem vildu í eyna en Lýðveldisbandið, hljómsveit móts- ins, var þá flutt í land og skemmti hún gestum með söng og leik meðan biðið var. Þjóðhátíðin hófst á skátatívolíi sem allir gátu tekið þátt í og undu menn sér vel fram eftir degi í því blíðskaparveðri sem einkennt hefur mótið. Þá var haldið alsheijar pulsupartý og óteljandi grill höfð í gangi. Síðan var safnast saman við varðeld og kyijaður þar söngur kröftuglega og hátíðarskemmtiat- riðin frumsýnd. Skátastúlkur frá Noregi sem löngu voru orðnar fræg- ar á mótinu fyrir frumlegheit og dugnað slógu alveg í gegn þegar þær afhentu skátahöfðingja heima- pijónaða peysu í norsku fánalitun- um og mótsstjóm langan pijónaðan orm. Kakóveilsa tók við að lokinni vel heppnaðri kvöldvöku og meðan kakóinu var rennt niður skreyttu flugeldar himininn. I kvöldkyrðinni var svo siglt með gesti í land. Ljósmyndir/Þórdís Erla Ágústsdóttir Skátativolí og keppt um hver getur hitt blautum svampi beint í mark. Sú iitla sem var í heimsókn á mótinu hafði æði gaman af keppninni. Þessar norsku skátastúlkur gerðu garðinn frægan fyrir dugnað og vaskan fram- gang á mótinu. Endanlega slógu þær svo í gegn þegar þær færðu skátahöfðingja Isands peysu í norsku fánalitunum og mótstjórn heljarlangan pijónaðan orm. Á kvöldvökunni söng hver sem betur gat við undirleik lýðveldisbandsins. Morgunblaðið/Einar Falur „Það er mikil reynsla fyrir unga krakka að búa í tjaldi í viku og bjarga sér sjálf.“ „Krakkamir ánægðir og reynshmni ríkari“ Rætt við aðstandendur að mótinu loknu Nítjánda landsmóti skáta er nú lokið, en það hófst i Viðey sunnudagin 27. júlí með stofn- un nýs lýðveldis. Frá setningu mótsins til slita brosti sólin við þeim þúsund skátum er gistu mótið, en nokkrir regndropar féllu þegar þeir bjuggust til brottfarar á sunnudag. „Mótið tókst vonum framar,“ sögðu framkvæmdastjórar þess Heba Hertervik og Sigurður Jóns- son. „Krakkamir voru mjög ánægðir, mörg þeirra höfðu aldrei farið á skátamót áður en það er mikil reynsla fyrir svona unga krakka að búa í tjaldi í viku og bjarga sér sjálf. Veðrið hefði ekki getað verið betra hjá okkur og allt gekk stórslysalaust. Um helg- ina margfölduðust íjölskyldubúð- imar og dvöldust margir alveg fram á mánudag." Að þrem til Qórum árum liðnum munu íslenskir skátar svo safnast saman á ný til landsmóts á nýjum stað undir nýju kjörorði. „Nú saman tökum hönd í hönd ...“ Mótsslit voru á sunnudag og söfnuðust allir þegnar lýðveldis- ins saman að Lögbergi að lokinni helgistund. Fyrst var flokkunum afhentar viðurkenningar fyrir vel unnin störf og þátttöku í flokkakeppni og út- lendir skátar færðu íslenskum skátum gjafir. Þá tók forsætisráð- herra til máls og sagði að stjórn lýðveldisins teldi hlutverki sínu lok- ið og færði nú umboð sitt í hendur þegna lýðveldisins og hvetti þá til að viðhalda þeim góðu tengslum og kröftuga starfi sem fyrsta vika lýðveldisins einkenndist af. Því næst afhentu forseti og forsætis- ráðherra embættisskikkjur sínar. Skátahöfðingi, Ágúst Þorsteins- son, þakkaði skátum ánægjulegt samstarf og hvatti þá til dáða. Var mótinu síðan slitið með bræðralags- söngnum. Morgunblaðið/Einar Falur „Nú saman tökum hönd í hönd og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið“ syngja skátar og haldast í hendur við mótsslitin á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.