Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
36
Þrjú skip seldu
í Þýskalandi
Búist við mikilli sölu nú í vikunni
haven á mánudag, meðalverð 37.30
eða alls tæpar 2.8 milljónir króna.
Klakkur seldi 153 tonn í Bremen-
haven á þriðjudag, meðalverð 33.52
krónur.
Fjögur skip hafa bókað sölu i
Englandi í þessari viku. Þá liggur
fyrir að mikil sala verður á gáma-
fiski í vikunni. Á mánudag í síðustu
viku voru seld 410 tonn af gáma-
físki og var meðalverð þá 53.07
krónur og á þriðjudag voru seld 570
tonn af gámafíski fyrir 45.79 króna
meðalverð.
BÚIST ER við mikilli sölu á fiski
erlendis í þessari viku. Þrjú skip
seldu í Þýskalandi nú um helgina
og búið að bóka fjögur skip með
sölu í Englandi. Að auki er mikið
af gámafiski og horfur á að sal-
an verði með meira móti hvað
fiskmagn varðar.
Gyllir seldi 122 tonn í Bremen-
haven á mánudag, þar af 56 tonn
af þorski. Meðalverð var 42.52
krónur eða alls rúmar 5.2 milljónir
króna. Skýmir seldi 75 tonn í Kux-
Mornunblaðið/Þórleifur Ólafsson
Frá fiskimarkaði i Grimsby
Stórbruni á Kot-
velli við Hvolsvöll
STÓRBRUNI átti sér stað síðastliðinn sunnudag á bænum Kotvelli, sem
er í 6 km fjarlægð frá Hvolsvelli. Eldur kviknaði í íbúðarhúsi og brann
þar allt sem brunnið gat, en annað eyðilagðist vegna vatns og reyks.
Það var kl. 15.15 sem tilkynnt var
um brunann, en hann er talinn hafa
komið upp kl. 15. Slökkvilið Hvols-
vallar kom fljótlega á staðinn en fékk
ekki neitt við ráðið, enda var þá
húsið orðið alelda.
Heimilisfólkið á Kotvelli var utan
húss, þegar eldurinn kom upp og
tókst ekki að bijótast inn í húsið til
þess að kalla á slökkvilið eða berjast
við eldinn. Þurfti því að fara til næsta
bæjar í eins kílómetra fjarlægð til
að kalla á slökkvilið.
Upptök eldsins munu hafa átt sér
stað í eldri hluta íbúðarhússins, sem
var timburklæddur að innan, að öll-
um líkindum í eldhúsi. Eldurinn læsti
sig fljótlega í timburklæðningu og
barst fljótt um allt húsið og magnað-
ist svo mjög, að eldtungur stóðu úr
gluggum, þegar slökkviliðið bar að.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli
gekk erfiðlega að ráða niðurlögum
eldsins og voru einnig erfíðleikar
með vatn, en dælt var úr læk í
200-300 metra fjarlægð. Engu tókst
að bjarga af innbúi hússins, sem mun
hafa verið all verðmætt og aðeins
tryggt að hluta.
Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar
nú upptök eldsvoðans og var ekki
ljóst í gær hver þau voru.
íbúðarhúsið á Kotvelli eftir brunann. Mortíunblaðið/Óskar Sæmundsson
Öldrunarráð íslands og
Iðjuþjálfafélag íslands:
Námskeið fyrir leiðbeinendur
í námshópum ellilífeyrisþega
ÖLDRUNARRÁÐ íslands og
Iðjuþjálfafélag íslands gangast
fyrir námskeiði fyrir leiðbein-
endur í námshópum ellilifeyris-
þega dagana 19. og 20. ágúst.
Námskeiðið er ætlað þeim sem
starfa að félagsmálum aldraðra
t.d. kennurum, félagsráðgjöfum,
iðjuþjálfum o.fl. sem áhuga hafa
á uámshópum ellilífeýrisþega.
í frétt frá Öldrunarráði íslands
segir að markmið námskeiðsins sé
að leiðbeina þátttakendum við
stjóm námshópa og hópvinnu fyrir
ellilífeyrisþega í því skyni að virkja
þá og rjúfa félagslega einangrun
þeirra sem búa heima. Stjórnandi
námskeiðsins er Ulla Brita Greger-
sen, iðjuþjálfi frá Danmörku.
Ljósmynd/Baldur Svelnsson
Flugdagur verður í Reykjavík 23. eða 24. ágúst nk. Islenskir einkaaðilar, flugrekstraraðilar og
flugherir fimm landa munu m.a. sýna á flugdeginum. Meðfylgjandi mynd var tekin á síðasta flugdegi
í Reykjavík fyrir nokkrum árum og sýnir Lockheed C 130 koma inn yfir sýningarsvæðið í lágflugi.
Undirbúningnr flug-
hátíðar gengur vel
I tilefni 50 ára afmælis Fiugmálafélags íslands nú í ágúst
gengst félagið fyrir vandaðri afmælisdagskrá undir nafninu
FLUG ’86. Um þessar mundir er undirbúningurinn í hámarki og
að sögn Stefáns Sæmundssonar, formanns framkvæmdanefndar,
mun flugdagur í Reykjavík og viku afmælissýning bera hæst af
einstökum liðum hátíðarinnar.
Stefán Sæmundsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að und-
irbúningurinn hefði gengið vel þó
að í mörg horn væri að líta. Flug-
dagurinn að þessu sinni verður
sá fjölbreyttasti af þeim sem
haldnir hafa verið hér á landi.
Að sögn Stefáns liggur nú fyr-
ir dagskrárrammi en hann miðast
að sjálfsögðu við að veðurguðimir
verði hliðhollir og gefi gott flug-
veður.
Frönsk listflugsveit
sýnir 15. ágrist
Um kl. 18.30 er áætlað að
franska listflugsveitin Patroill de
France verði yfír Reykjavík og
sýni listflug og lendi síðan. Flug-
sveit þessi er heimsfræg og kemur
hingað frá Bandaríkjunum og
Kanada þar sein hún hefur sýnt
listir sínar undanfamar vikur. I
sveitinni em þjálfunarþotur af
gerðinni Alpha Jet, samtals 13
talsins auk birgðavéla.
Viku afmælissýning-
hefst 19. ágnst
Síðdegis 19. ágúst verður opn-
uð sýningin Flug ’86 í flugskýli
nr. 1 á Reykjavíkurflugvelli, vest-
an við Hótel Loftleiðir. Undan-
farið hefur verið unnið að
lagfæringum á þessu stóra flug-
skýli fyrir sýninguna og jafnframt
hefur Flugmálastjórn lagt áherslu
á að fegra umhverfí Reykjavík-
urflugvallar í tilefni hátíðarhald-
anna.
Þegar sýningin verður opnuð
formlega, verður jafnframt af-
hjúpuð eina flugvélin sem bæði
hefur verið hönnuð og smíðuð
hérlendis. Flugvélin, TF-ÖGN,
sem í daglegu tali gengur undir
nafninu „Ögnin“, flaug í fyrsta
sinn árið 1940, en undanfarin 7
ár hefur verið unnið að endur-
byggingu þessarar merku og
sögulegu flugvélar.
Flug ’86 sýningin verður opin
almenningi eftir opnunarathöfn-
ina og verður hún opin daglega
til 24. ágúst frá kl. 17—22. Þar
munu aðildarfélög Flugmálafé-
lagsins, 16 talsins, kynna starf-
semi sína og einnig Flugmála-
stjóm og flugrekstraraðilar.
Viðstaddir opnun sýningarinnar
verða fjölmargir innlendir og er-
lendir boðsgestir.
Flug-dagfur í Reykjavík
23. eða 24. ágúst
Áætlað er að svokallaður flug-
dagur verði annað hvort 23. eða
24. ágúst í Reykjavík, en það mun
fara eftir veðri hvom daginn hann
verður. Endanleg dagskrá liggur
þó ekki fyrir fyrr en nokkmm
dögum áður. Það er hinsvegar
ljóst nú að fímm flugherir munu
senda flugvélar á flugdaginn og
íslenskir einkaaðilar og flug-
rekstraraðilar munu heldur ekki
láta sitt eftir liggja, að sögn Stef-
áns Sæmundssonar.
Meðal sýningaratriðanna sem
fyrirhuguð em nú, má nefna hóp-
flug einkaflugvéla, ríkisflugvéla
og flugvéla Flugleiða. Þa'er fyrir-
huguð svifdrekasýning, flug á
loftbelg, fallhlífarstökk, listflug,
módelflug auk sérsýninga flug-
heijanna fímm, þeim bandaríska,
danska, hollenska, þýska og
breska.
Afmælishátíð Svif-
flug-félag-sins 10. ágúst
Eitt aðildarfélag Flugmálafé-
lagsins er Svifflugfélag íslands
og verður það 50 ára sunnudaginn
10. ágúst. Þann dag er fyrirhugað
að halda upp á afmælið með Qöl-
breyttri afmælissýningu á
„heimavelli”, Sandskeiði.
Að sögn Þorgeirs Árnasonar,
formanns Svifflugfélagsins mun
dagskráin heíjast kl. 14 og standa
til 18.30, en eftir það gefst áhuga-
sömum kostur á að fljúga með
svifflugum félagsins fram eftir
kvöldi.
Meðal dagskráratriða verða
flugsýningar á svifflugum, list-
flug á þremur vélflugvélum,
hópflug svifflugvéla sem er ákaf-
lega sjaldgæft hér á landi og tvær
svifflugvélar verða dregnar sam-
an á loft, svo eitthvað sé nefnt.
Innan dyra á Sandskeiði verður
sýning þar sem bmgðið verður
upp gömlum ljósmyndum úr starfí
félagsins, fræðsluerindi um félag-
ið og svifflug verða flutt auk þess
sem myndbandstæki mun sýna
svifflugsmyndir allan daginn. Þor-
geir sagði alla velkomna enda
enginn aðgangseyrir að sýning-
unni. Veitingar verða seldar á
Sandskeiðinu þennan dag.
Fleiri merkisatburðir
Aðalhvatamaðurinn að stofnun
Flugmálafélagsins, Svifflugfé-
lagsins,' sem og ýmissa annarra
áhugamannafélaga um flugmál
var Agnar Kofoed Hansen, fyn--
verandi flugmálastjóri. Þann 7.
ágúst em liðin 50 ár síðan hann
var skipaður Flugmálaráðunautur
ríkisins en með því embætti var
lagður gmnnurinn að Flugmála-
stjóm Islands eins og við þekkjum
hana í dag. Því má segja að Flug-
málastjóm eigi líka hálfrar aldar
afmæli nú í ágústmánuði.
Flugsmálastjórn mun því ekki
láta sitt eftir liggja í öllum þeim
flughátíðarhöldum sem fyrir-
huguð em. T.d. hefur Flugmála-
stjóm látið gera bijóstmynd af
Agnari Kofoed sem ekkja hans
mun afhjúpa 22. ágúst nk.
-E.Þ.
Ljösmynd/Ámi Byron Jóhannsson — Sviffluirfélaind
Frá flugdegi Svifflugfélagsins í Reykjavík fyrir nákvæmlega 40 árum. Á myndinni sést þáverandi
floti félagsins sem taldi 10 vélar. Svifflugfélagið hafði starfað í 10 ár þegar þessi mynd var tek-
in. Núna, árið 1986 á félagið jafnmargar svifflugur og fyrir 40 árum.