Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
35
Yfirburðasigur Margeirs Péturssonar í Gausdal:
Hlaut átta vinninga af
níu og setti „staðarmet“
MARGEIR Pétursson stórmeistari vann yfirburðasignr á al-
þjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi sem lauk á sunnudaginn.
Hann hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum, vann 7 skákir og gerði
tvö jafntefli, við tékkneska stórmeistarann Jansa og Svíann
Ernst, sem er alþjóðlegur meistari. Ernst varð í öðru sæti á
mótinu með 7 vinninga og náði sínum fyrsta áfanga að stór-
meistaratitli.
Árangur Margeirs er sá besti
sem náðst hefur á móti í Gausdal
og hækkar hann líklega um 20
skákstig. Margeir hefur þrisvar
áður sigrað í Gausdal og tvívegis
nægðu honum 6 vinningar i 9
umferða móti. Fimm stórmeistarar
tóku þátt í mótinu og höfnuðu þrír
þeirra, Tékkarnir Jansa og Plac-
hetka og Bandaríkjamaðurinn
Shamkovich í 3.-7. sæti með 6
vinninga, ásamt Karli Þorsteins og
E. Agdestein, bróður norska stór-
meistarans Simons Agdestein.
Unglingamir Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Þröstur Árnason, báðir
14 ára, hlutu þrjá vinninga hvor.
Margeir kom of seint á mótið
og fékk fyrstu tveimur skákunum
frestað. Hann þurfti fyrir bragðið
að tefla þijár fyrstu skákirnar á
rúmum sólarhring, en tókst að
vinna þær allar: „Eg vann tvær
fyrstu skákimar nokkuð örugg-
lega, en í þeirri þriðju lenti ég í
gífurlegum erfiðleikum gegn ein-
um efnilegasta Norðmanninum,
Östenstad, sem stendur á tvítugu.
Margeir Pétursson stórmeistari. Hann hækkar um 20 Elo-stig vegna
hins glæsilega sigurs í Gausdal.
Ég hafði peð undir í miðtafli og
var gjörsamlega njörvaður niður.
Það vafðist þó fyrir Östenstad að
finna afgerandi vinningsleið og
mér tókst að bæta stöðuna smátt
og smátt þar til hún var ekki alveg
koltöpuð. Þá féll Östenstad í
skemmtilega gildm og missti svo
alveg tökin á skákinni í tímahraki.
Ég náði betri biðstöðu sem mér
tókst að vinna rétt úr,“ lýsti Mar-
geir upphafí mótsins.
í fjórðu umferð tefldi Margeir
við stórmeistarann Jansa. „Ég var
mjög svekktur að vinna ekki þá
skák. Ég hafði hvítt og náði betri
stöðu og Jansa átti aðeins um hálfa
mínútu eftir á 10 leiki. En hann
er vanur tímahraksmaður og tókst
að veijast vel og innan tímamar-
kanna. Biðstaðan var svo fremur
jafnteflisleg og við sömdum eftir
nokkra leiki,“ sagði Margeir.
Næst vann Margeir Norðmann-
inn Bjerke nokkuð ömgglega og
tók þar með forystuna einn og jók
hana upp í heilan vinning í næstu
umferð með því að sigra tékkneska
HM unglinga í skák:
Þröstur með 1 V2
eftir 2 umferðir
AÐ LOKNUM tveimur umferð-
um á Heimsmeistaramóti
unglinga í skák, sem fram fer
í Gausdal í Noregi, hefur full-
trúi Islands, Þröstur Þórhalls-
son, hlotið 1 V2 vinning.
Þröstur vann skák sína í fyrstu
umferð gegn Rene Durup frá Sik-
iley, en gerði síðan jafntefli við
Povel Blantny frá Ungveijalandi.
Blantny er sterkur skákmaður,
hefur 2410 ELO-stig og varð í
öðru sæti á HM-unglinga í fyrra.
Þröstur hefur 2290 ELO-stig. 60
keppendur taka þátt í þessu móti
og verða tefldar 13 umferðir. All
margir hafa hlotið 2 vinninga.
stórmeistarann Plachetka. Margeir
hafði hvítt, en Plachetka fómaði
tveimur peðum í byijuninni og fékk
mótspil. „En hann áttaði sig ekki
á því að ég gat fórnað skiptamun
til baka og náð þannig ömggum
tökum á stöðunni,“ sagði Margeir.
í næstu umferð gerði Margeir
jafntefli við Ernst, „þrátt fyrir
ítrekaðar vinningstilraunir, sem
ieiddu nærri því til að ég koll-
keyrði mig og tapaði," sagði hann.
Margeir sagðist hafa verið heppinn
með andstæðinga í síðustu um-
ferðunum. I þeirri 8. vann hann
norska alþjóðlega meistarann
Vinje Gulbrandsen auðveldlega og
í síðustu umferð átti hann í höggi
við Englendingin Sehovel. „í þeirri
viðureign fékk ég gjömnnið tafl
út úr byijuninni, en vandaði mig
ekki nægilega í framhaldinu og
missti það niður í jafntefli. En þá
gaf Sehovel mér kost á skipta-
munsfórn, sem breytti dæminu
aftur og mér tókst að vinna skák-
ina í löngu endatafli," sagði
Margeir Pétursson. Skák Margeirs
og Schovel lauk ekki fyrr en aðrir
keppendur höfðu hreyft sinn
síðasta mann, en Margeir vildi
reyna að beijast til þrautar til að
ná „staðarmeti", þótt jafntefli
dygði honum til að vinna mótið.
BV
Rafmagns
oghana-
lyftarar ’
Liprir og
handhægir.
Lyftigeta:
500-2000 kíló.
Lyftihæð upp í
6 metra.
Mjóar aksturs-
leiðir.
Veitum fúslega
| allar upplýsingar.
BlLDSHÖFÐA W SiMt.672444
\
Misheppnaðar endurbætur
Skák
Margeir Pétursson
EFTIR öruggan sigur Gary
Kasparovs heimsmeistara í
fjórðu einvigisskákinni við Ana-
toly Karpov er alveg greinilegt
að taflmennska Karpovs verður
að taka miklum stakkaskiptum
til hins betra til að honum geti
tekist að endurheimta heims-
meistaratitilinn. Með hvitu hefur
Karpov ekkert komist áleiðis
gegn óvæntri en ömggri Grtin-
feldsvörn heimsmeistarans og á
svart hefur hann reynt að endur-
bæta Nimzoindverska vörn sína
frá því i síðasta einvígi, _en ekki
haft erindi sem erfiði. í fjórðu
skákinni, sem lauk í gær með
uppgjöf Karpovs, kom hann með
nýjung, en aðeins átta leikjum
síðar var hann lentur í miklum
erfiðleikum.
Endurbætur Karpovs hafa því
hingað til ekki staðið undir nafni.
í annarri skákinni tókst honum
heldur ekki að jafna taflið fyrr en
Kasparov lék af sér vinningi rétt
fyrir bið. í raun réttri má Karpov
því þakka sínum sæla fyrir að vera
ekki orðinn tveimur vinningum und-
ir. Það má vænta þess að hann
fresti fimmtu skákinni í dag og
reyni að taka sig saman í andlitinu.
4. einvígisskákin:
Hvítt: Gary Kasparov.
Svart: Anatoly Karpov.
Nimzoindversk vörn.
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3
— Bb4,4. Rf3 — c5, 5. g3 — cxd4
I fyrri einvígisskákum hefur
Karpov ávallt kosið að halda spenn-
unni á miðborðinu.
6. Rxd4 - 0-0, 7. Bg2 - d5, 8.
Db3 — Bxc3+, 9. bxc3 — Rc6
Hér hefur ávallt þótt þjóðráð að
leika 9. — dxc4, því 10. Dxc4 —
e5 hefur reynst svörtum vel. Yfír-
leitt er því beitt peðsfóminni 10.
Da3, sem leiðir til tvísýnnar stöðu.
Nýjung Karpovs virðist harla lítil
endurbót. Hvítur fær þægilega
stöðu, án þess að þurfa að fóma
peði.
10. cxd5 - Ra5, 11. Dc2 - Rxd5,
12. Dd3! - Bd7, 13. c4 - Re7
Þessi leikur Karpovs var harð-
lega gagniýndur, en 13. — Rb6
leysir þó engan veginn vandamál
svarts, vegna 14. Ba3 — He8, 15.
Hcl - Hc8,16. c5 - Rd5,17. Rb5!
14. 0-0 Hc8
Hér kom 14. — Rec6!?, 15. Ba3
— He8 með hótuninni 16. — Re5
vel til greina. Nú nær Kasparov að
skipta upp á stöku c peði sínu og
b peði svarts og komast út í stöðu
þar sem biskupapar hans nýtur sín
vel.
15. Rb3 - Rxc4, 16. Bxb7 -
Hc7, 17. Ba6!
Með þessum óþægilega leik nær
Kasparov öruggum tökum á stöð-
unni.
17. - Re5, 18. De3 - Rc4, 19.
De4 - Rd6, 20. Dd3 - Hc6, 21.
Ba3 — Bc8, 22. Bxc8 — Rdxc8
Menn svarts em í ömurlegri að-
stöðu, riddarar hans gegna t.d.
eingöngu því hlutverki að valda
hvor annan og erfítt endatafl á
næsta leiti.
23. Hfdl! - Dxd3, 24. Hxd3 -
He8, 25. Hadl - f6, 26. Rd4 -
Hb6, 27. Bc5 - Ha6
27. - Hb2, 28. Ha3 - e5, 29.
Re6 — Hxe2, 30. Hd7! var engu
betra.
Karpovs
28. Rb5 - Hc6, 29. Bxe7 - Rxe7,
30. Hd7 - Rg6
Nú var Karpov kominn í tíma-
hrak. Honum tekst að hindra að
hvítur nái að tvöfalda hrókana á
sjöundu línunni, en a-peðinu verður
ekki bjargað.
31. Hxa7 - Rf8, 32. a4 - Hb8,
33. e3 - h5, 34. Kg2 - e5, 35.
Hd3 - Kh7, 36. Hc3 - Hbc8, 37.
Hxc6 — Hxc6, 38. Rc7 — Re6, 39.
Rd5 - Kh6, 40. a5 - e4.
Hér fór skákin í bið á mánudags-
kvöldið, en í gærdag tilkynnti
Karpov að hann gæfist upp án frek-
ari taflmennsku. Væntanlega hefur
Kasparov leikið 41. a6 í biðleik.
Staðan: Kasparov 2’/2 v., Karpov
U/2.
HRAUN
OTROLEG
ENDING
HRAUN - FÍNT
hefur mjög góöa viðloðun viö flest
byggingarefni og hleypir raka
auöveldlega i gegnum sig.
Mikiö veörunarþol — stórgóö
ending.
»«**•*! ***° ,f'
SEMENTSORAn *****
OSA/SIA