Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 172. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sam veldisráðstef nan: Thatcher harð- lega gagnrýnd Lundúnum, AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Indlands, Rajiv Gandhi, sagði á þriðjudag' að Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, hefði fyrirgert for- ystuhlutverki sínu innan Samveldisins, er hún hafnaði hörðum refsiaðgerðum, sem leiðtogar sex Samveldisríkja vildu gripa til gegn Suður-Afríku. Breskir embættismenn sögðu að hinar takmörkuðu refsiaðgerðir, sem Thatcher hefði samþykkt myndu minnka milliríkjaverslun ríkjanna um 7,5%, en hún nemur nú um einum milljarði sterlings- punda á ári. Reagan: Engar að- gerðir gegn Norðmönnum Washington, AP. Aðgerðimar felast í því að inn- flutningur á kolum, járni og stáli frá Suður-Afríku verður bannaður, nýjar fjárfestingar í Suður-Afríku og auglýsingar á ferðum til landsins verða bannaðar. „Árangur fundarins er viðunandi fyrir alla,“ sagði Thatcher að hon- um loknum. Hann sátu leiðtogar Ástralíu, Bahamaeyja, Indlands, Kanada, Zambíu og Zimbabwe. Gandhi sakaði Breta um að ala á sundrungu innan Samveldisins og um að fóma hugsjónum á altari gróðahyggju. Sjá leiðara í miðopnu. ^ AP/Sfmamynd Margaret Thatcher undirbýr leiðtoga Samveldisríkjanna undir myndatöku í Downing-stræti 10. Á mynd- inm eru (f.v.) Rajiv Ghandi, forsætisráðherra Indlands, Brian Mulrony, forsætisráðherra Kanada, Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, Lyden Pindling, forsætisráðherra Bahama-eyja, Robert Hawke, forsæt- isráðherra Ástralíu, og Thatcher. o Samkomulag OPEC-ríkjanna: Dregiðúr olíuframleiðslu um þrjár milljónir tunna Genf, AP. FUNDI Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) lauk í Genf í gær með því að undirritað var samkomulag um að draga úr olíuframleiðslu til að stemma stigu við lækkandi olíuverði. Áhrif þessa létu ekki á sér standa og snarhækkaði olíuverð á mörkuðum í gærmorgun. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, sagði á þriðjudag, að Norðmenn yrðu ekki beittir refsiaðgerðum, þrátt fyrir brot á samþykktum Alþjóða hval- veiðiráðsins. Reagan sagði á mánudag að þessi ákvörðun væri gerð í trausti þess að Norðmenn myndu ekki hefja hvalveiðar í ágóðaskyni eftir 1987. Samkvæmt bandarískum lögum getur Reagan sett innflutningsbann á norskar sjávarútvegsvörur, vegna veiða Norðmanna á tveimur hrefnu- stofnum, sem samþykkt hafði verið að ekki mætti hrófla við. Ríkisstjóm Noregs mótmælti á sínum tíma samþykkt ráðsins, og er því samkvæmt alþjóðalögum, ekki bundin af henni. Sjá Ieiðara Morgunblaðsins á miðopnu. í yfirlýsingu frá OPEC sagði ad framleiðslan yrði sú sama og 1984 og yrði hún dregin saman um rúm- lega þijár milljónir tunna á dag frá og með 1. september til 31. október. Norðursjávarolía frá Brent-svæð- inu kostaði síðdegis á mánudag 10,20 dollara og hækkaði uppí 14,75 í gærmorgun, en lækkaði niður í 13,75 dollara er leið á daginn. Hér er átt við olíu, sem afhendist í sept- ember. Bresk Norðursjávarolía hækkaði að meðaltali um rúmlega þijá dollara. Viðbrögð Norðmanna við sam- komulaginu voru jákvæð, en olíuráð- herra Norðmanna, Ame Oeien, sagði að enn væri of snemmt að ákveða hvort takmörk yrðu sett við aukinni olíuframleiðslu Norðmanna þegar fram í sækti. Olíuráðherra írans gerði tillögu um þetta samkomulag á sunnudag og það var samþykkt seint á mánu- dag. trakar, sem nú eiga í stríði við írana, eru ekki aðiljar að samkomu- laginu. Undanfama mánuði hafa OPEC-ríkin ekki getað komist að samkomulagi yegna þess að Iranar vildu ekki að írakar fengju undan- þágu. Samkvæmt samkomulaginu mega Irakar í raun framleiða alla þá olíu, sem þeir vilja. En íranska sendi- nefndin á fundinum í Genf varaði íraka við og sagði að til væru aðrar leiðir til að takmarka olíuframleiðslu þeirra. Rilwanu Lukman, forseti OPEC og olíuráðherra Nígeríu, sagði að til þess væri ætlast að öll olíufram- leiðsluríki ynnu saman, Norðmenn og Bretar þar með taldir. Hann sagði að rætt hefði verið við fulltrúa fimm olíuframleiðsl- uríkja utan OPEC — Mexíkó, Egyptalands, Angólu, Malaysíu og Oman — og fjögur þeirra hefðu sam- þykkt að draga úr framleiðslu sinni sem næmi tíu prósentum. Dalur hækkar Lundúnum, AP. Bandarikjadalur hækkaði gegn flestum helstu gjaldmiðlum heims í gær, vegna ákvörðunar OPEC, Samtaka olíuútflutnings- ríkja, um að draga saman vinnslu á olíu. Nam hækkunin nokkum veginn þeirri lækkun sem varð á dal á mánudag. Breska pundið hækkaði þó gagn- vart dal og öllum öðrum gjaldmiðl- um, sökum þess að Bretland er fimmti stærsti framleiðandi olíu í heiminum og ekki í OPEC-samtök- unum. Sjá Gengi gjaldmiðla á bls. 21. Heimsmeistarinn tekur forystuna: Karpov vel undirbúinn en Kasparov langtura fremri — segir Viktor Korchnoi í viðtali við Morgunblaðið Lundúnum. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, bladamanni Morgnnbiaðsins. „SÁLFRÆÐILEGA séð má gera úr því skóna að sigur Kasparovs í dag muni hafa mikil áhrif. En einvíginu er auðvitað ekki lokið, þetta verður án efa hörð keppni," sagði Viktor Korchnoi, stór- meistari, í samtali við Morgunblaðið á Hotel Park Lane síðdegis á þriðjudag, skömmu eftir að Anatoli Karpov hafði viðurkennt ósigur sinn í fjórðu skák heimsmeistaraeinvígisins. Karpov virtist óstyrkur strax frá Karpov kann ekki að tapa og hon- upphafi skákarinnar á mánudag og þegar skákin var um það bil hálfnuð sögðu sérfræðingar á Park Lane hótelinu að Kasparov hefði náð undirtökunum. „Kasparov lék af skynsemi og miklu hugmynda- flugi," sagði Korchnoi. „Karpov hefur greinilega reynt að undirbúa sig vel en hann skortir dirfsku Kasparovs, tekur ekki áhættu. Mér fínnst augsýniiegt að hann ræður ekki við byijanir Kasparovs og þær koma honum úr jafnvægi." „Að ég nú ekki tali um að um gremst óskaplega allt lófa- klappið, sem Kasparov fær. Að minni hyggju er Kasparov stór- kostlegur skákmaður. Auk þess er hann ótrúlega sjálfstæður og lætur engan bilbug á sér finna, þótt hann viti að Karpov sé maður sovéska kerfisins, sem enginn skilur nema sá, sem hefur búið við það. Hér eru ekki aðeins tveir ólíkir skák- menn að takast á. Hér er líka háð glíma milli hins nýja Sovét og kerfiskarls fortíðarinnar. Ég veit að ég er ekki hlutlaus," hélt Vikt- or Korchnoi glaðlega áfram. „Og auðvitað verð ég að viðurkenna að Karpov kann sitt fag, annars hefði hann náttúrlega ekki unnið mig. En Kasparov er Karpov að mínu viti langtum fremri og þótt ég sé tregur til að spá vona ég að hér í London fari sjö fimm fyr- ir Kasparov." Korchnoi kvaðst minnast með ánægju veru sinnar á íslandi og vonast til að koma í febrúar á næsta ári en það væri ekki endan- lega afráðið. Af öllu er augljóst að Kasparov er eftirlætið. Áhugi á einvíginu hér í London virðist þó ekki ýkja mik- ill og fjölmiðlar gera mótinu skil í hálfgildings framhjáhlaupi. Þó sýnist mér að sigur Kasparovs í dag gæti að margra dómi ekki aðeins hleypt nýju blóði í einvígið heldur einnig ýtt undir almennan áhuga. Því bíða menn úrslita skák- arinnar í dag með eftirvæntingu. Sjá einnig skýringar við þriðju og fjórðu einvígis- skákina á síðum 34 og 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.