Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
31
Filippseyjar:
Vilja ógilda dóma í
Aquino-morðmálinu
Manila, AP.
Rannsóknarnefnd hefur hvatt
hæstarétt Filippseyja til að
ógilda fyrri sýknudóm í máli
gegn meintum morðingjum Ben-
ignos Aquino. Aquino, sem var
helsti andstæðingur Marcosar,
þáverandi forseta, var myrtur
árið 1983.
Aquino var myrtur á flugvelli í
Manila, er hann kom til landsins
úr útlegð í Bandaríkjunum. 26
menn, þ. á m. þáverandi yfirmaður
Filippseyjahers, Fabian Ver, sem
voru ákærðir fyrir hlutdeild að
morðinu, voru sýknaðir af hæsta-
rétti, en ódæðið kennt manni
nokkrum, Rolando Galman, er yfir-
völd sögðu flugumann kommúnista.
Galman var skotinn á flugvellinum
af hermönnum um ieið og Aquino
féll.
Rannsóknamefndin telur sannað,
að Marcos hafi skipt sér af störfum
hæstaréttar með þeim hætti, að
ástæða sé til að ómerkja sýknun-
ina. í réttarsalnum hafi verið
stjómarhermenn, dulbúnir sem
ur-Þýskalands, hefur farið þess
Karólína ól
stúlkubarn
Monte Carlo, AP.
KARÓLÍNA prinsessa af Mónakó
ól stúlkubam á sunnudag. Þetta er
annað bam prinsessunnar, en hún
átti sveinbam árið 1984. í tilkjmn-
ingu furstahallarinnar segir að líðan
móður og dóttur sé góð, og hafi
faðirinn Stephane Casiraghi verið
viðstaddur fæðinguna.
Mikið var um dýrðir í tilefni fæðing-
arinnar og var fánum flaggað víðs
vegar Mónakó til að heiðra Karólínu
og dótturina, sem skírð hefur verið
Charlotte.
Karólína er elsta dóttir Rainers
fursta og Grace Kelly, og giftist
hún Casiraghi árið 1983.
Benigno Aquino
réttarverðir og fylgst hafi verið með
réttarhöldunum með sjónvarpsvél-
um, vandlega merktum forsetanum.
Einnig er sagt, að vitnum hafi
verið þröngvað með ýmsum hætti
til að tryggja með framburði sínum,
að hermennimir yrðu sýknaðir.
Loks hafi hæstaréttardómaramir
verið beittir þrýstingi í sömu vem.
á leit við leiðtoga Bretlands,
Bandaríkjanna, Frakldands og
Sovétríkjanna að Rudolf Hess,
fyrrverandi aðstoðarmaður Hitl-
ers, verði látinn laus úr fangelsi,
af mannúðarástæðum.
Kohl sendi leitogunum bréf þessa
efnis að því er talsmaður vestur-
þýsku stjómarinnar, Friedhelm Ost,
sagði á föstudag. Hess hefur setið
í Spandau-fangelsi í Berlín, er fjór-
veldin fara með stjóm á, síðan árið
1946 er hann var dæmdur í ævi-
langt fangeisi í réttarhöldunum í
Númberg og hefur verið eini fang-
inn þar síðan 1966. Hann er nú
orðinn 92 ára gamall. Vesturveldin
þrjú lýstu því yfir fyrir mörgum
ámm að þau vildu að Hess yrði
látinn laus, en Sovétmenn hafa ver-
ið á móti því.
Alfred Seidl, er verið hefur lög-
fræðingur Hess um árabil sagði við
fréttamann AP 26. júlí sl. að gamli
maðurinn væri að verða blindur og
þjáðist af ýmsum kvillum.
Yelena Bonner:
Hrellingar-
aðgerðir
KGB opin-
skárri en áður
Wcstwood, Massachusetts, AP.
Hrellingaraðgerðir sov-
ésku leyniþjónustunnar, KGB,
í garð andófsmannsins og
friðarverðlaunahafans An-
drei Sakharovs og eiginkonu
hans, Yelenu Bonner, hafa
færst í aukana og orðið opin-
skárri, eftir að Bonner kom
heim úr Bandaríkjaförinni í
vor, að því er ættingjar þeirra
sögðu á mánudag.
Bonner sagði dóttur sinni
Tatiönu Yankelevich í símavið-
tali, að KGB-menn í Gorkí væm
nú ekki lengur að fela kvik-
myndatökuvélamar, þegar þeir
fylgdu þeim hjónum eftir, eins
og þeir hefðu gert allt síðasta
ár, heldur munduðu vélamar
opinskátt.
Sfmtalið á mánudag stóð í 20
mínútur og sambandið var
slæmt og rofnaði stundum al-
veg.
„Sambandið var svo léiegt,
að það getur ekki hafa verið af
tæknilegum orsökum ein-
göngu,“ sagði Tatiana Yank-
elevich. „Tmflanirnar komu sem
næst í veg fyrir að mögulegt
væri að fá að vita hvemig þeim
Iiði.“
Perez de
Cuellar óðum
að ná heilsu
New York, AP.
Framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, Perez de Cuellar,
fékk að fara heim af sjúkrahúsi
á laugardag, en þar gekkst hann
undir hjartauppskurð. Hann tók
við sendiherrum tveggja ríkja á
heimili sínu í gær, en fer bráð-
lega í sumarleyfi til að hvílast
eftir sjúkrahúsleguna.
Talsmaður framkvæmda-
stjórans sagði að de Cuellar
væri óðum að ná sér eftir upp-
skurðinn, sem hann gekkst
undir 24. júlí sl. og væri heilsa
hans eftir atvikum góð.
AP/Símamynd
Fljúgandi musteri
Stór loftbelgur í liki musteris svífur hér yfir einu úthverfa
Tókýó, höfuðborgar Japan. Fyrirmynd loftbelgsins er japanska
Kinkakuji eða „Gullna musterið". í körfunni undir belgnum eru
tveir menn, Malcolm Forbes, formaður stjómar bandariska við-
skiptaritsins Forbes, og vélamaður. Þeir ætla að svífa yfir
landið i þessum tuttugu m háa og 15 m breiða belg og fylgja
þeim tuttugu menn á bifþjólum á jörðu niðri.
Helmut Kohl:
*
Omannúðlegt að
sleppa Hess ekki
Bonn, AP.
HELMUT KOHL, kanslari Vest-
ÞINGHOLTSSTRÆTI 1