Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 53 Petrónella Bents- dóttir— Minning Fædd 28. september 1903 Dáin ll.júlí 1986 Sólbjartan morgun í júlí barst mér sú fregn að Petrónella systir mín hefði kveldið áður lokað augum í hinsta sinn. Hún var orðin gömul og lasburða svo hvfldin var henni góð eftir langan ævidag og þungar raunir á stundum. Petrónella fæddist á Geirseyri við Patreksfjörð 28. september 1903. Hún var næstelsta bam foreldra okkar, sem þá voru árlangt búsett á Geirseyri. En þau voru Bent Bjamason ljósmyndari og síðar kennari og verslunarmaður og kona hans Karólína Friðrikka Friðriks- dóttir Söebeck. Foreldrar Bents vom hjónin Bjami Þórðarson bóndi á Reyk- hólum í Austur-Barðastrandarsýslu og Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir. En foreldrar Karólínu voru Frið- rik Ferdinand Söebeck beykir í Reykjarfírði í Strandasýslu og kona hans, Karólína Febína Jakobsdóttir Thorarensen. Mér er í bamsminni mynd sem var til á heimili mínu. Þar voru foreldrar okkar með fímm ára dótt- ur sína, Petrónellu. Þau áttu hana þá eina eftir. Veturinn áður höfðu þijú systkini hennar látist með stuttu millibili. Friðrik tæplega tveggja ára, Emilía á öðm ári og Líney á sjöunda ári. Bömin höfðu öll fjögur verið illa haldin af kíghósta og þtjú þeirra fengu auk þess lungnabólgu, sem varð þeim að bana. Má renna gmn í líðan litlu stúlkunnar, sem þjáðist fárveik með systkinum sínum, sem hurfu hvert Nítján ára japönsk stúlka hefur áhuga á píanóleik, bókalestri, íþróttum, hannyrðum ofl. Hún er fædd 19. júní 1967. Fumie Naito 37—1 Miyawaki, Toyotsu, Ichinomiya-cho Hoi-gun, Aichi 441—12 Japan Tvítug stúlka frá Finnlandi, hef- ur gaman af sportveiðum og sundi m.a. Solle Ristolainen Isonuluasaarentie 7Q 181 00960 Helsinki 96 Finland ísraelskur frímerkjasafnari Gidcon Lew P.O. Box 2689 Holon 58127 Israel Breskur 23ja ára karlmaður skrifar langt bréf sem hefst með orðunum: „Heiðraði herra" Þessi ágæti maður hefur mikinn áhuga á að skrifast á við einhveija sem styðja annaðhvort lið Skagamanna eða Vals í fótbolta. Það er þó ekki skilyrði. Brian Outloaw 2 Donegal Terrace Middlesbrough Cleveland TS 1 4RU, England Þrettán ára sænsk stúlka, hefur áhuga á bréfaskrifum, dýmm, safn- ar frímerkjum og fleira. Susanne Hansson Blábarsgatan 39 S 234 00 Lomma Sverige af öðm uns hún var ein eftir. Missi þeirra gat hún aldrei gleymt að fullu. Foreldrar okkar vom lengi búsett á Bfldudal og þar fæddust öll börn þeirra nema Petrónella. Eftir hið sviplega fráfall eldri bamanna fæddust þijú börn, tvær dætur og einn sonur. Kom þá brátt í hlut stóm systur að taka til hendi við gæslu ungu barnanna, sem komu með tveggja ára millibili. Á stríðsámnum fyrri fluttist ijöl- skyldan að Haukadal í Dýrafirði. Faðir okkar hafði þar smáverslun og búskap. Hann var allt frá fmm- bemsku fatlaður á fæti og átti frekar óhægt um erfiðisvinnu. Kom það sér vel hver afburða verkmaður elsta dóttirin, Petrónella, var. En hún vann heimilinu á þessum ámm af sérstakri ósérplægni og dugnaði. Var til þess tekið hvað þessi unga stúlka stóð sig vel við erfið bústörf- in. Móðir okkar varð auk þess heilsu- tæp á miðjum aldri og mæddi það ekki hvað síst á elstu dótturinni. Við yngri systur vom síður en svo orðnar til nokkurs gagns. Meðan við áttum heima í Haukadal eignaðist Petrónella dótt- ur. Litla stúlkan varð brátt auga- steinn allra á heimilinu yngri sem eldri. En ýmislegt var þó erfítt. Alls konar fordómar vom þá ríkjandi. Og þeir sem ekki þekkja til geta vart gert sér í hugarlund hver eldraun það gat verið að vera einstæð móðir á þeim ámm. Árið 1927 tók faðir okkar sig upp með fjölskyldu sína og flutti til Reykjavíkur, þar sem þau hjón áttu síðan heima til dauðadags. Petrónella var í fyrstu á heimilinu með dóttur sína og vann m.a. um skeið í þvottahúsi. Þá varð hún fyr- ir starfsslysi. Hún festi hægri hendi í gufuhitaðri strauvél og var eftir það með tvo bogna staurfingur á þeirri hendi. Árið 1932 réðst Petrónella ráðs- kona til Jónatans Kristins Jóhann- essonar frá Sigluvík á Svalbarðs- strönd. Hann var þá bóndi í Hvammi í Ölfusi. Annars var hann trésmiður að mennt og vann síðari hluta ævinnar að þeim störfum. Þau Jónatan og Petrónella gengu í hjónaband 26. apríl 1935. Fyrsta barn þeirra var meybam sem and- aðist mánaðargamalt. Frá Hvammi fluttu þau að Kot- strönd í Ölfusi. Þá henti það óhapp að hálfsmíðað hús, sem þau vom að byggja, brann til kaldra kola títt vátryggt. Misstu þau þar nær allar eigur sínar. Þetta var á kreppuámnum svo- kölluðu og verra en nokkm sinni að standa með tvær hendur tómar. Þau fluttu fyrst til Reykjavíkur en gátu svo komið sér upp búi að Ell- iðakoti í Mosfellssveit. Þar bjuggu þau um skeið og eignuðust tvær dætur. Seinna fluttu þau vestur á firði og vom um skeið á Hrafnseyri og á Bíldudal, æskustöðvum Petrón- ellu. Þar fæddist yngsta dóttir þeirra. Á þessum ámm átti Jónatan við vanheilsu að stríða. Árið 1941 fluttu þau aftur til Reykjavíkur og áttu þar heima síðan. Hagur þeirra batnaði og þau komu sér upp éigin húsi. Jónatan lést árið 1971. Árið 1957 urðu þau hjónin fyrir þeirri þungu sorg að dóttir þeirra Día, efnisstúlka tæplega tvítug lét lífið með sviplegum og sorglegum hætti. Það var erfitt áfall, sem þau bám með mikilli stillingu. En sorg- in var þeim þung og langvinn. Tæplega sextug fékk Petrónella heilablæðingu sem olli talsverðri lömun. Þó hún fengi nokkurn bata hamlaði lömunin henni æ síðan. Það var mikið áfall fyrir hina dugmiklu starfskonu sem alltaf hafði unnið mikið bæði heima og að heiman að vera dæmd úr Ieik svo snemma ævinnar. Eftir að hún mjaðmarbrotnaði fyrir tveim ámm var hún algerlega rúmliggjandi. Eftir að kraftar þmtu og hún varð ósjálfbjarga var það huggun í ellinni að kynnast því að afkom- endur hennar vom mannvænlegt dugnaðarfólk. Telst mér svo til að hún eigi 40 lifandi afkomendur frá eins árs til 60 ára. Eftirlifandi dætur Petrónellu em: Aðalheiður Helgadóttir. Faðir hennar var Helgi Pálsson frá Haukadal í Dýrafirði. Maður hennar er Jósef Sigurðsson. Þau eiga þijár dætur. Þórey Jónatansdóttir. Maður hennar er Þórir Thorlacius, þau eiga sex_ böm á lífi. Ólafía Sólveig Jónatansdóttir. Hún er tvígift. Fyrri maður var Brynjólfur Aðalsteinsson. Seinni maður er Þórir Atli Guðmundsson. Ólafía Sólveig á ijögur böm. Eftir langa samfylgd kemur ýmislegt í hug á kveðjustund. Petr- ónella var töluvert eldri en við sem vomm að bætast í búið eftir að eldri bömin hurfu á braut. Hún var ekki leikfélagi okkar. Hún var stóra syst- ir sem rétti hjálparhönd. Við gerðum okkur ekki alltaf fyllilega grein fyrir því hvorki fyrr né síðar hve mikið við og foreldrar okkar áttum henni að þakka. í júlí 1986. Valborg Bentsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, KEITH SCOTT MORRIS, lést af slysförum 1. ágúst sl. Útförin fer fram miðvikudaginn 6. ágúst kl. 10.30 í nýju Fossvogskapellunni. Merie Morris, Iris Sveinbjörnsson Morris, Steven Morris, Lisa Morris. t Útför föður okkar, SIGURJÓNS ÁRNASONAR bónda, Pétursey, ferframfrá Skeiðflatarkirkju, Mýrdal, föstudaginn 8. ágúst kl. 14. Börnin. Jóhanna Krisljáns- dóttir — Minning Fædd 6. september 1919 Dáin 27. júlí 1986 En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær Ijóma bak við dauðans þil. Og því er grófin þeim i vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson, Ljóðasafn I.) Með þessum fáu orðum viljum við kveðja okkar ástkæm móður og góðan vin. Það er sárt að þurfa að viður- kenna að hún skuli ekki lengur vera á meðal okkar, en huggunin er sú að hún dvelur nú á meðal ástvina sinna og minning hennar mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Auður, Kolbrún og Asa. t Útför móður okkar og tengdamóður, SÓLVEiGAR DAGMAR ERLENDSDÓTTUR, Laugavegi 162, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 15.00. Þórir E. Magnússon, Alma Magnúsdóttir, Erla B. Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Erlendur Magnússon, Anna Einarsdóttir, Jón V. Ottason, Hafþór Sigurbjörnsson, Margrót Ellertsdóttir, Fanney Júlfusdóttir. t Einlægar þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og útför ÁSBJARNAR JÓNSSONAR frá Deildará, Nýlendugötu 29, og virðingu sýnda minningu hans. Kristín Jónsdóttir, Jón Ásbjörnsson, Frföa Ásbjörnsdóttir, Halla Daníelsdóttir, Steingrfmur Baldursson, og barnabörn. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim er sýndu okkur hluttekn- ingu við fráfall og útför GUÐMUNDAR ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR bónda, Seljalandsbúinu isafiröi. Guöbjörg Jónsdóttir, Bragi Líndal Ólafsson, Lilja Eiríksdóttir, Birkir Þór Bragason, Reynir Freyr Bragason. t Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÁNS SAMÚELSSONAR, Grænumörk 1, Seifossi. Kristfn Samúelsdóttir, Tryggvi Samúelsson. t Þökkum samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Skáholti. Jóhanna Gfsladóttir, Ólafur Guðjónsson, Unnur Gottsveinsdóttir, Gunnlaugur Jóhannsson. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSStÍIÐJA SKa*AWEGI 4Ö SiMI 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.