Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 47 F araldur, fjörleg plata Hl|6mplötur Árni Johnsen Faraldur heitir fjögurra laga plata í stóru broti, sem Grand hf. hefur nýlega gefið út. Þama eru á ferðinni tvö lög eftir Magnús Eiríksson og tvö lög eftir Eggert Þorleifsson, en söngvarar eru Eggert Þorleifsson, Pálmi Gunn- arsson og Eiríkur Hauksson. Faraldur er snaggaraleg plata en vart líkleg til þess að verða bráðsmitandi faraldur. Platan er þó bráðvel unnin, en tippamelódía Eggerts heldur teygjanleg þótt skemmtileg tilþrif séu í þeim þætti plötunnar og nokkuð á annan hátt en hefðbundið er. Heilræða- vísur Stanleys eru svona og svona, en lagið er mjög gott og söngvið, sannkallað stuðlag. Það er því synd að heilræðin skuli ekki vera betri og bitastæðari. Hlutir og atvik þurfa ekki að vera dýr til að vera fyndin, en þau mega ekki beinlínis vera ódýr. Fiskland Magnúsar Eiríkssonar er fjörugt og vel byggt lag og gefur góða stemmningu og þeim fer söngur- inn vel í munni félögunum Eiríki og Pálma, en segja má að nokkur Gleðibankabragur sé á þessu ágæta lagi. Draugar á ferð er hins vegar þungt lag, en gott til síns brúks og svo rekur Stanley blessaður lestina með því að fara í stúdíó. Stanley er gott efni og vonandi verður hann eitthvað meira en efnilegur unglingur. Faraldur er þegar á allt er litið Qörleg plata þótt textatuggan sé að sjálfsögðu alltaf smekksatriði á svona plötum sem eiga að lífga svolítið upp á lífið og tilveruna svona rétt eins og dægurflugurnar sem staldra stutt við. Það frumlegasta við þessa út- gáfu er hins vegar plötuumslagið sem er límt saman alhvítt en síðan sprautað með spreybrúsum og brosandi litum bak og fyrir og miðum með helstu upplýsingum skellt á báðar hliðar. Góð hug- mynd. Handbók ferðalangsins Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir The Traveller’s Handbook Ritstjóri: Melissa Shales Útg. Heinemann og Wexas Bók af þessu tagi ætti að vera kærkomin ferðaglöðum Islending- um því hér eru gerð skil nánast öllum þeim mörg hundruð og fimmtíu smáatriðum sem skipta máli til að ferðalag geti heppnast vel. Upplýsingamar eru ótrúlega fjölþættar og má nefna nokkra kafla sem ætla má að sérstaklega veki áhuga og hafi beinlínis nota- gildi. „Hvers konar ferðalag“ skiptist niður í ýmsa undirkafla þar sem dálkahöfundarnir fjalla um ódýrar ferðir, skipulagðar ferðir, einstaklingsferðir, lúxus- ferðir, viðskiptaferðir, náms- mannaferðir svo 'nokkuð sé nefnt. Þá er farið allskilmerkilega út í hvernig maður skuli velja ferðafé- laga, skrifað um konuna sem er ein á ferðalagi og það sem hún þurfí að varast, hafa í huga og THE vita. Einnig er sérstaklega skrifað um ferðalög fatlaðra og aldraðra og ferðalög með börnum. Mjög gagnlegur kafli er um vegabréfsáritanir og ýmsar uppá- komur í því sambandi. Listi er birtur yfír nánast öll lönd í heimi og gefnar upplýsingar um fyrir- komulag vegabréfsáritana, hversu lengi þær gildi og svo framvegis. Þá er skrifað um flug- ferðir og allt sem þeim fylgir, svo sem flughræðsluna sem margir kannast við en ekki allir viður- kenna, þotuþreytuna (jet-lag) í kjölfar langflugs og hvað megi gera til að draga úr henni. Far- angurinn, peningamir, ítarlegar ráðleggingar um bólusetningar og mataræði, bílaleiguferðir í öðrum löndum, ljósmyndun og farmiða- mál. Auk þess eru sérstakir kaflar um hina ýmsu heimshluta, en þetta er ekki ferðalýsingabók í hefðbundnum skilningi. Auk þess er aragrúi af praktískum upplýsingum um flug- félög, hitastig, flugvallarskatt, og er þá aðeins fátt eitt talið. Bókin er á níunda hundrað blaðsíður og óhætt að mæla með henni fyrir alla ferðalanga, hvort sem þeir eru ferðavanir eða ekki. Það er ferðaklúbburinn Wexas Intemational í London sem stend- ur að útgáfunni, en bókina má síðan panta í gegnum forlag W. Heinemann þar í borg. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Stefán Skjaldarson, nýskipaður skattstjóri Vesturlands. Vesturland: Nýr skatt- stj óri tekínn við Akranesi. ÞANN 1. júlí sl. tók Stefár. Skjaldarsson lögfræðingur við embætti skattstjóra Vesturlands- umdæmis af Jóni Eiríkssyni sem gegnt hafði því starfi um árabil. Stefán Skjaldarson er fæddur á Siglufirði 9. september 1956, sonur hjónanna Skjaldar Stefánssonar útibússtjóra í Búðardal og Sigríðar Ámadóttur. Hann lauk laganámi frá Háskóla íslands vorið 1981 og starfaði eftir það á Skattstofunni í Reykjavík allt þar til hann fluttist til Akraness í september 1985. Hann starfrækti lögfræðiskrifstofu þar á Akranesi þar til hann tók við embætti skattstjóra. Eiginkona Stefáns er Ingibjörg Eggertsdóttir íþróttakennari. Stefán sagði í samtali við frétta- ritara Mbl. að hið nýja starf legðist vel í sig. Hann hefði mestan part síns starfsferils unnið við skattamál og í lögfræðináminu hefði hann tekið sem valgrein skattarétt. Hjá mér hefur áhugi á þessum mála- flokki verið lengi til staðar og ég hef gaman af að fást við hin marg- víslegu viðfangsefni sem tengjast honum, sagði Stefán að lokum. JG ERTUAÐ BJARGADU ÞER! r, PSSST.... AHHHHHHI m j fi I w 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.