Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGUST 1986 61 Ánægðir ferðalangar við komuna til Reykjavíkur í fyrradag. Alls fóru milli 12 og 13 þúsund farþegar um BSÍ um helgina. Umferðin stórslysa- laus um helgina UM VERSLUNARMANNAHELGINA urðu alls 72 umferðaróhöpp. Aðeins fjórir hlutu meiriháttar áverka, en 18 minniháttar. 73 Oku- menn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Að sögn Bjöms M. Björgvinsson- ar hjá Umferðarráði gekk umferðin mjög vel um þessa mestu ferðahelgi ársins, eins og reyndar undanfarin ár. Taldi hann þar mestu um valda að fólk væri farið að sameina þessi ferðalög meira sumarleyfum sínum, og því væri ekki eins mikill um- ferðarþungi af því að allir væm að flýta sér heim á sama tíma. Af umferðaróhöppunum 72 vom 45 árekstrar, 11 bílveltur, 10 útaf- keyrslur, ekið á þijá gangandi vegfarendur, og þrisvar ekið á skepnur. 73 vom teknir fyrir ölvun við akstur sem er óvenjulítið að sögn Bjöms. í fyrra vom um 80 teknir en hafa verður í huga að eftirlitið var hert í ár. Bjöm hvaðst vita af þremur óhöppum þar sem bílbelti vom ekki notuð þar sem alls slösuðust níu, en í fimm óhöppum þar sem bílbelti vom notuð sluppu 16 manns ómeiddir. Mesta umferð sunnanlands Vegaeftirlitið taldi umferðina í báðar áttir, frá þriðjudegi fyrir verslunarmannahelgi til þriðjudags eftir verslunarmannahelgi, á fjómm stöðum á suðvesturhominu. Um Vesturlandsveg við Esjuberg fóm á þessum tíma 22.085 bflar, en á sama tíma í fyrra 18.570 og ’84 17.199 bflar. Um Þingvallaveg, við vegamótin við Vesturlandsveg, fóm nú 16.160 bflar en í fyrra 15.746 og ’84 10.829 bílar. Um Suður- landsveg, vestan Biskupstungna- vegamóta undir Ingólfsfjalli, fóm í ár 41.015 bflar. Á sama tíma í fyrra fóm þá leið 36.888 bflar og 30.324 árið á undan. Um Biskupstungna- braut ofan gatnamóta við Suður- landsveg fóm nú 17.509 bflar, en f fyrra 16.050 og í hitteðfyrra 10.007 bílar. • • Okuhraðinn mjög hóflegur — segir Óskar Ólason yfirlögregluþj ónn „ÞETTA gekk mjög vel fyrir sig miðað við hve margir voru á ferð- inni,“ sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn, þegar Morgunblaðið innti hann eftir hvemig umferðin gengið. Þó sagði hann það hafa sett blett á umferðina hve margir vom teknir fyrir ölvun við akstur, nær 80 menn. Aftur á móti hafí tekist nokkuð vel að halda hraðanum niðri og virtist honum sem að ökumenn hafi kunn- að að meta það þar sem hámarks- hraði var hækkaður úr 70 km á klukkustund í 80 km og haldið sig á þeim hraða. Vegalögreglan tjaldaði öllu sem til var um helgina. Átta bflar vom á ferðinni í stað sex venjulega og vélhjól fóm víðar en venjulega. Hraðinn var mældur á milli sjö og átta þúsund okutækjum en sárafáir vom kærðir fyrir of hraðan akstur. Þá vom „lestarstjórar“ þ.e. öku- menn sem aka svo hægt að bflalestir myndast fyrir aftan þá stöðvaðir. um verslunarmannahelgina hefði Sagði Óskar að í nær öllum tilvikum hafi einhveijar sérstakar ástæður legið að baki því að menn treystu sér ekki til að aka hraðar. Þótt of*-' hraður akstur hafi ekki verið vanda- mál sagði Óskar þess hafa strax orðið vart þegar fór að rigna að þá jókst hraðinn, þannig að greini- legt væri að ökumenn aki ekki í samræmi við aðstæður. Mestur var umferðarþunginn á Suðvesturlandi eins og við var að búast þar sem nú væm um 70 þús. bflar á Suðvesturhominu. Þá var áberandi hvað straumurinn lá mikið í báðar áttir. Greinilegt var að margir vom í dagsferðum. Þá væri það orðið ótrúlega mikill fyöldi sem dveldi í sumarbústöðum í nágrenni borgarinnar. Strandir: Tvær útafkeyrslur UMFERÐ I Strandasýslu var lítil að sögn lögreglunnar á Hólmavík, minni en um margar helgar í júlí. Ölvun við akstur var ekki mikil, þrír voru teknir á föstudagskvöld og virtust aðrir láta það verða sér víti til varnaðar. Þó urðu tvö umferð- aróhöpp um helgina. Ungur maður ók útaf skömmu eftir miðnætti á föstudag. Mun hann hafa dáið áfengisdauða. Bíllinn var eins og bjórdós sem hafði verið trampað á, að sögn lögreglunnar. Ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar, á Borgarspítalann í Reykjavík, en hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Um kvöldmatarleytið á sunnu- dag var svo útafakstur á Hólmavík. Tildrög þess vom að ökumaður ætlaði að kveikja sér í vindlingi. Femt var í bflnum og sluppu þau með skrámur. Fór bfllinn um 10 metra niður í læk, en hann valt ekki. Morgunblaðið/Sigurgeir Lendingarmet var sett á flugvellinum í Vestmannaeyjum á mánudaginn. Þá lentu flugvélar 177 sinnum á flugvellinum og þann sama dag voru lendingar í Reykjavík 178 talsins. Landhelgisgæslan: Annir hjá áhöfn þyrlunnar um helgina ÁHÖFN þyrlu Landhelgisgæsl- unnar hafði i nógu að snúast um helgina við sjúkraflug og um- ferðareftirlit. Annir helgarinnar hófust að- faramótt laugardagsins, en þá var farið að Króksfjarðamesi og sóttur slasaður ökumaður, sem hafði ekið bifreið sinni út af veginum að Skeljavík. Laugardagurinn fór síðan að mestu leyti í eftirlit með umferð og þá kom þyrlan að bflveltu við Laugaland. í bifreið þeirri vom tvær konur og eitt bam, en allir vom vel spenntir í beltin og sluppu því með skrekkinn. Á sunnudag fór þyrlan til Dýra- fjarðar og sótti lík ungrar enskrar konu, sem lést er hún hrapaði í Tóarfjalli. Skömmu síðar var sóttur rifbeinsbrotinn maður upp á Amar- vatnsheiði. Mánudagurinn virtist ætla að verða tíðindalítill, en þegar þyrlan var að leggja upp í umferðar- eftirlit kl. 17 var tilkynnt um flugslysið á Rifi. Þangað vom sótt- ir tveir menn og farið með þá til Reykjavíkur. Eftirlitsflugið: Enginn gripinn EFTIRLITSFLUG á vegum Náttúruvemdarráðs, lögreglunnar, o.fl. var í gangi um helgina. Vélflugfélagið lagði til vélar og menn. Ekki varð vart við neitt athugavert. Þóroddur Þóroddsson hjá Nátt- úmverndarráði sagði í samtali við Morgunblaðið, að frá þeirra bæjar- dymm séð hefði Verslunarmanna- helgin farið hið besta fram. Engar fréttir hafi borist af landspjöllum. Eftirlitsflugið var ætlað til að fylgjast með hvort menn væm á flakki utan slóða, en fyrst og fremst til að komast að hvar fólk var á ferðinni. Sagði Þóroddur að ekki hafi orðið vart við akstur utan slóða. Fólk var mest á ferli á hefðbundn- um ferðamannaslóðum. Þijár flugvélar vom á ferðinni. Vom þeir úr nýstofnaðri leitarflug- sveit Vélflugfélagsins, sem notaði þetta tækifæri til að æfa sig. Á laugardag var flogið frá Reykjavík austur, jrfir Fjallabaksleiðir, Lakagíga, Eldvötn, Landmanna- laugar, Veiðivötn og víðar. Aftur var flogið yfir þetta svæði á sunnu- dag frá Vík í Mýrdal. Var færra fólk á þeim slóðum en menn áttu von á, nema í Veiðivötnum og Land- mannalaugum. Sama dag var flogið yfir Arnar- vatnsheiði og nærliggjandi svæði. Var margt fólk í tjöldum við vötnin og einnig virtist margt fólk vera í dagsferðum. Einnig var flogið frá Egilsstöðum yfir Norð-Austur há- lendið. Vom um 100 bflar þar á ferðinni um hádegi á sunnudag. Morgunblaðið/JúKus Það var í nógu að snúast hjá áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina. Hér sést þegar flugmaður vélarinnar, sem hlekktist á í flugtaki á Rifi, er fluttur á Borgarspítalann. <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.