Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 27

Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 27 Handrítamálinu er lokið með formlegri undirskrift Handritamálinu lauk formlega sl. föstudag á Þingvöllum, þegar Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra og Bertel Haarder kennslumálaráðherra Dana und- irrituðu bókun þess efnis. Handritamálið kom fýrst upp þegar ísland varð fullvalda ríki 1918, en einna mest hitamál var það á sjötta og sjöunda áratugnum, og voru þá miklar deilur í Dan- mörku um hvort verða ætti við kröfu íslendinga um að fá handritin aftur. Fyrstu handritunum var skil- að með viðhöfn 1971 en nú í febrúar iauk störfum nefndar sem sá um að skipta handritunum milli Dana og íslendinga. Sverrir Hermannsson sagði við undirskriftina að með þessu væri innsigluð gróin vinátta þessara tveggja þjóða. Samkomulagið um að skila þessum menningarverð- mætum væri einsdæmi í samskipt- um þjóða, og sú höfðinglund sem Danir hafi sýnt væri dæmi til eftir- breytni fyrir aðrar þjóðir. Þá færði Morgunblaðið/Einar Falur. Sverrir Hermannsson og Bertel Haarder, kennslumálaráðherra Dana, luku handritamálinu formlega með undirritun bókunnar þess efnis á Þingvöllum sl. föstudag. Nú er lokið við að skipta handritunum milli landanna og þetta alvarlegasta deiluefni þjóðanna eftir stríð endanlega úr sögunni. hann þeim mönnum þakkir sem mest höfðu unnið að lausn málsins, og nefndi sérstaklega til Danina Jens Otto Krag, Viggo Kampmann, K.B. Anderssen, Erik Eriksen, Poul Hartling og Jörgen Jörgensen, og af íslendingum Gylfa Þ. Gíslason. Bertel Haarder tók undir orð Sverris og þakkir. Sagði hann með- al annars að það væri mjög viðeig- andi að undirskriftin skyldi fara fram á Þingvöllum, vöggu lýðræðis- ins, því að ísland væri sá meiður á hinu norræna tré sem sterkastar ætti rætumar, en sterkar rætur í menningunni væru einmitt forsenda frelsis og sjálfstæðis þjóða. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Haarder að það hefði verið gamall draumur sinn að mega ljúka handritamálinu. Hann hafi sem ungur maður fylgst með málinu og faðir hans var ákveðinn stuðningsmaður þess að skila íslendingum handritunum. Þegar hann varð ráðherra hafí hann sóst sérstaklega eftir kennslumála- ráðuneytinu til að geta lokið þessu máli. Fjöldi gesta var viðstaddur undir- skriftina, menn frá menntamála- ráðuneytinu, Ámastofnun, danski sendiherrann og fleiri úr fylgdarliði danska kennsiumálaráðherrans. Þá voru viðstaddir tveir fyrrverandi menntamálaráðherrar, Gylfi Þ. Gíslason og Ragnhildur Helgadótt- ir. Tæpir 700úr Elliðaánum Tæplega 700 laxar hafa veiðst í Elliðaánum það sem af er sumri og verður að segjast eins og er, að það er frekar lítið miðað við allan þann lax sem í ána hefur gengið. Hins vegar mun mál manna að laxagöngum sé að mestu lokið í ána. Jæja, látum vera að 700 laxar sé lítið, en miðað við stangafjölda er það ekkert sérstakt og þá er kannski komið að meininu, þ.e.a.s. trú- lega er álagið á ánum yfírgengi- legt. Þegar 6 stangir veiða fyrir hádegi og nýir veiðimenn koma á hádegi með aðrar sex stangir, þá er eigi óraunhæft að segja að daglega sé ánum lúskrað með 12 stöngum, sem mörgum þykir heldur mikið í ekki meira eða lengra stórfljóti en Elliðaámar geta talist. Hvergi er hvíldur veiðistaður, hvergi er lax sem er ekki búinn að spá í rjómann af maðkastofni Reykjavíkur og ná- grennis, auk þess að skoða í flugubox fjölmargra. Þá mega hinar sömu laxaskepnur auk þessa alls búa við að það víkja sér undan tækjum og tólum veiði- þjófa á nóttinni og tekst það ekki öllum. Skyldi því engan undra þótt laxinn taki illa. Hvað sem öllu líður, þá fara Elliðaámar trúlega í yfír 1.000 laxa með góðu eða illu. Laxinn er smár í sumar og lítið um stór- físk innan um eins og víða annars staðar. Nokkrir 14 punda fiskar eru „drekar" sumarsins, en þeir tóku illa maðk. Stærsti flugulax- inn til þessa vó 13 pund. Frekar tregt í Laxár- dal... „Þetta var nokkuð gott þangað til fyrir um hálfum mánuði, en þá má segja að botninn hafí dott- ið úr þessu og síðan hefur það versnað svo að dagamunur er á. Það virðist hreinlega vera lítið um yfírmálsfisk í ánni, talsvert hins vegar af undirmálssilung- um,“ sagði Hólmfríður Þorkels- dóttir í veiðihúsinu í Rauðhólum í Laxárdai, en það þjónar veiði- mönnum á neðra svæði urriða- veiðanna í Laxá í Þingeyjarsýslu. Hólmfríður sagði að um 1.200 fískar hefðu verið bókaðir og al- gengasta stærðin á yfírmálsfísk- inum væri 2—2,5 pund, slangur af 6—6,5 punda urriðum væm stærstir, en ekkert sæist af þyngri físki. Þá sagði Hólmfríður að engar haldbærar skýringar hefðu komið fram um veiðileysið, menn hefðu að vísu kvartað nokkuð undan því hversu áin væri heit á sama tíma og lofthiti færi iðulega niður fyrir frostmark á nætumar. Þá hefur eiginlega engin fluga verið við ána í sum- ar, og því hugsanlegt að ætis- skortur spili inn í. Hvað sem vangaveltum líður, þá er þessi veiði mjög áþekk því sem var á sama tíma í fyrra á þessu svæði. Betra en í fyrra í Mývatnssveit... Á efra svæði urriðasvæðisins í Laxá í Mývatnssveit hefur veiðst betur í heild séð en í fyrra og telst það frábær veiði, því síðasta sumar var algert metveið- iár á þessu svæði. Um mánaða- mótin nú vom komnir um 2.400 yfirmálsfiskar í skýrslumar, en það er meira en á sama tíma í fyrra, „nokkuð meira" eins og Sólveig Jónsdóttir, veiðivörður í íhlaupi, orðaði það í samtali í gær. Hún sagði ána „bullandi af fiski, stómm og smáum", en síðustu daga hefði verið heldur dauf veiði og kenndi hún bæði um kuldum svo og að flestir sem hefðu verið við veiðar á þessu tímábili hefðu verið óvanir í ánni. „Þetta vom engin uppgrip," sagði Sólveig. Að sögn veiðivarðar er fískur- inn vel feitur og þyngri miðað við lengd en oft áður. Stærsta fískinn veiddi Geir Birgir Guð- mundsson fyrir skömmu í Brotaflóa. Var það 7,5 punda urriði og gein sá mmur við Þing- eying, straumflugu. Var við hæfí að Birgir notaði þá flugu, því hann hannaði hana sjálfur á sínum tíma, einmitt á bökkum Laxár á þessum slóðum. Auk þessa silungs hafa tveir 7 punda fískar veiðst og einhver slangur af 5—6 punda físki. Veiðin hefur verið óvenjulega jöfn í sumar og helstu flugumar þessar venju- legu, klassískar silungaflugur, og svo gamlar þrautreyndar „streamer“-flugur eins og Þing- eyingur, Hólmfríður, Black og Gray Ghost o.fl. Nú er tilvaliö aö kíkja inn hjá kaupmanninum og krœkja sér í bita af ljúífengu fjallalambi — eöa kaupa þaö í heilum og hálfum skrokkum á ótrúlega hagstœöu veröi. Verölœkkunin gildir í takmarkaöan tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.