Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
55
COSPER
COSPER. I02fa7
©PIB
Næst er það þáttur með síamskettinum.
inn upp fyrir haus og það er það
eina, sem máli skiptir, ekki satt?“
Þau Meg og Tim hafa nú verið
gift í ein 4 ár og eiga þau tvö böm.
Gengur ekkert illa að halda fjöl-
skyldunni saman þegar báðir aðilar
vinna svona óreglulega vinnu? „Jú,
stundum er það æði flókið," viður-
kenna þau. „Hinsvegar reynum við
að vera sem mest saman, megum
vart af hvort öðru sjá lengur en
viku í senn. Tveimur þriðju hlutum
ársins eyðum við líka í sveitahúsi
okkar, ijarri öllum asa, og það er
okkar sálarbjörg. Að öðm leyti
reynum við að fylgja hvort öðm
eftir, sé þess nokkur kostur. Meg
er t.d. núna að leika í myndinni
Offbeat, þar sem hún fer með hlut-
verk hörkulegrar lögreglukonu,
aldrei þessu vant. Ég er í fríi á
meðan og fylgist því grannt með
framvindu hennar mála,“ segir Tim.
„Annars er Tim miklu háðari starf-
inu en ég,“ segir Meg, „ég gæti
alveg hugsað mér að hætta þessu
brölti og flytja upp í sveit, bara
strax á morgun, en það fyndist
honum óhugsandi." „Já, það er
kannski það undarlegasta við þetta
allt sarnan," skýtur Tim inn í, „að
þrátt fyrir þennan mikla aldursmun
þá er Tilly í rauninni mun þrosk-
aðri en ég. Ég er enn í þessu
lífsgæðakapphlaupi, að eltast við
eignir og fé, hluti sem í raun og
vem skipta engu máli. Hún lifir
hinsvegar fyrir hamingju okkar
beggja svo og bamanna. Hún er
alveg einstök þessi stelpa," segir
hann stoltur á svip.
Kvikmyndaframleiðandinn Tim
Zinnemann hefur áður verið kvænt-
ur - og það reyndar fjómm sinnum.
„Ég held að ég hljóti bara að hafa
verið of bráðlátur“, segir hann um
þau mislukkuðu hjónabönd. „í það
minnsta hef ég aldrei áður fundið
fyrir þeim tilfinningum sem ég ber
nú til Tilly. Það er fyrst núna sem
ég skil allar þessar háfleygu lýsing-
ar á ástinni og áhrifum hennar."
Meg segir að tilhugsunin um hans
fyrri hjónabönd angri sig ekki neitt.
„Ég veit allt um hans fortíð og ef-
ast ekki um ást hans til mín. Þess
vegna hef ég ekki nokkra ástæðu
til að vera afbrýðisöm út í fyrri
konur hans. í rauninni er mér af-
skaplega vel við þær allar, þó svo
ekki vildi ég kannski fá þær í kaffí
til okkar daglega."
við ákváðum að gera Sæbjörgu að
slysavamaskóla sjómanna. Til þess
þurfti að breyta skipinu töluvert,
en það dæmi gekk þó loks upp og
við héldum fyrsta námskeiðið í byij-
un júní. Nemendur í það skiptið
vom áhafnarmeðlimir Reykjavíkur-
togarans Hjörleifs. í kjölfar þessa
datt okkur í hug hvort ekki væri
hægt að tengja svona fræðslu ungl-
ingavinnunni. Þar sem það er nú
ekki vænlegt til árangurs að sitja
við orðin tóm, hófumst við handa,
bámm erindið undir borgarstjóra,
sem tók okkur einstaklega vel. Það
kom svo í hlut borgarverkfræðings
að sjá til þess að þessi hugmynd
yrði að vemleika," upplýsti Haf-
steinn. „Ég held líka að krakkamir
hafí haft gott af tilbreytingunni.
Þau vinna við gróðursetningu allt
sumarið og sjóvinnan er því eitthvað
allt annað og öðmvísi. Það sem kom
okkur kannske hvað mest á óvart
var hversu dugleg þau em, ung-
mennin okkar. Yfírumsjónarmaður
með framtakinu var hinn gamal-
reyndi sjóhundur, Ásgrímur Bjöms-
son, sem er líka alveg sérstakur á
þessu sviði. Hann hefur mikinn
áhuga á unglingastarfí og sinnti
krökkunum af ótrúlegri alúð, eins
og honum er einum lagið. Meira
að segja vann hann svo hugi og
hjörtu krakkanna að sumar stelp-
umar kvöddu hann með kossi —
þeim fannst hann alveg jafn frábær
og okkur fannst þau. Svo lengi sem
við eigum svona ungmenni, ótrú-
lega iðin og áhugasöm, þurfum við
sko engu að kvíða - svo mikið er
víst!“
Lúðraþytur í London í tilefni þjóðhátíðar íslendinga.
Alsæl á svip — ungir íslendingar í útlandinu — blöðrur, fánar og
pylsur með öllu — allt eins og vera ber.
London:
Síðbúinn 17. júní
Pjóðarstolt er kennd sem sjaldan
lætur eins ákaflega að sér
kveða og þegar við emm stödd á
erlendri gmnd, fjarri föðurlandi og
fjölskyldu, umkringd torkennilegu
fólki og verðum að semja okkur að
þeirra siðum. Þá fyrst fer Islending-
urinn í okkur að láta til sín heyra,
víkingurinn gerir vart við sig, að
maður tali nú ekki um, ef maður
heyrir lög á borð við Eldgamla Isa-
fold, Þýtur í laufi eða O María —
' þá fer maginn í svolítinn hnút og
kökkur kemur í háls. Það er sama
þó svo við setjum jafnvel að erlend-
is, hugurinn leitar alltaf heim og
við virðumst hafa þörf fyrir að und-
irstrika uppmnann. Því hafa íslend-
ingafélög sprottið upp víða um
heim, félög sem samanstanda af
einstaklingum, sem við finnum til
samkenndar með. Þessi félög leggja
sig fram um að halda hópnum sam-
an, kenna afkvæmunum móðurmál-
ið og síðast en ekki síst efna til
hátíðarhalda, þegar það á við. Þó
svo liðinn sé nú mánuður og rétt
rúmlega það frá sjálfum þjóðhátíð-
ardeginum 17. júní birtum við hér
myndir frá hátíðarhöldunum í Lon-
don. íslendingar þar komu saman
í bænum Woking, sunnudaginn 22.
júní til að fagna sjálfstæði föður-
landsins. Hátíðin hófst með sígild-
um hornablæstri undir stjóm
Sigurðar Þorbergssonar. Þar á eftir
predikaði sr. Jón Baldvinsson sendi-
ráðsprestur og kirkjukór söng við
undirleik Amar Magnússonar. Það
var svo formaður félagins, Steindór
I. Ólafsson, sem setti hátíðina og
Ólöf Sverrisdóttir flutti hátíðarljðð.
Aðalræðan var hinsvegar í höndum
sendiherra Islands í London, Einars
Benediktssonar. Samkvæmt áreið-
anlegum heimildum tókst hátíð
þessi afskaplega vel, böm jafnt sem
fullorðnir skemmtu sér konunglega,
nærðu sig á „pylsum með öllu“, sem
sendar höfðu verið beint frá Fróni.
Þegar yngstu krílin höfðu fengið
nægju sína og voru orðin svolítið
lúin var þeim ekið heim á leið, en
foreldrunum boðið á ball í tennis-
klúbb, þar skammt frá. Eins og
íslendinga er von og vísa var dans-
að fram á rauða nótt — gleði og
glaumur í fyrirrúmi eins og vera
ber á þjóðhátíð.
Sendiherra íslands í London,
Einar Benediktsson flytur hátíð-
arræðu sina.
(
NÝTT SÍMANÚMER
69-11-00
Auglýst eftir fram-
boðum til kjömefnd-
ar fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í #
Reykjavík
Samkvæmt ákvörðun stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík er hér með auglýst eftir framboð-
um til kjörnefndar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík.
Framboðsfrestur rennur úr föstu-
daginn 8. ágúst nk. kl. 17.00.
Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir fulltrúaráðið eiga ^
15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn
kosnir skriflegri kosningu af meðlimum fulltrúaráðsins.
Samkvæmt 5. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar telst fram-
boð gilt, ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðs-
frests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum
hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi
hafi skriflega gefið kost á sér til starfans. Tilkynning um
framboð berist stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut.
Stjórn fúlltrúaráðs sjálfBtæðiafólaganiui í Reykjavik.
f
Blaí)burc)arfólk
óskast!
KÓPAVOGUR
Hraunbraut
Álfhólsvegur 65-
Melgerði
Þverbrekka
ÚTHVERFI
Álfheimar
Skeiðarvogur
VESTURBÆR
Nýlendugata
Boðagrandi
Selbraut
AUSTURBÆR
Njálsgata