Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 17 Strax „tómahljóð“ hjá krötum í Hafnarfirði þakkláta starf. Og hvað kennara skólans áhrærir, geta fæstir þeirra einbeitt sér að eigin skap- andi starfi þá mánuði, sem þeir kenna, hafi þeir þá ekki margfalt vinnuþrek. Þetta er jafn fráleitt, svo sem ég hef þegar vísað til. Þá eru það húsnæðismálin. Eft- ir margra ára baming gefst okkur loks kostur á að flytja inn í Víðis- húsið að undangengnum gagnger- um breytingum, sem munu taka fleiri ár og kosta vænan pening. Það ríkti mikill fögnuður innan skólans við þau tíðindi. Seinna tók ég að efast um þessa lausn og fullyrt hefur verið við mig, að byggingin sé ótraust og hæfi ekki myndlistarskóla, sem þarf að vera mjög rammgerður og með sér- stökum stórum og sérhönnuðum gluggum vegna loftræstingarinn- ar, hvorttveggja er hárrétt. í ljósi þessa hefði ég umsvifalaust hafn- að húsnæðinu, hefði ég nokkru um ráðið. Eg tel, að farsælasta lausnin sé að byggja sérstakan sérhann- aðan skóla í áföngum og jafnvel loka á meðan hinum ýmsu deild- um, nóg er fyrir af myndlistar- mönnum í þjóðfélaginu. Auk þess koma listamenn fram, hvort sem skóli er fyrir hendi eða ekki, þó að gildi listaháskóla sé óumdeilan- legt og hverri stoltri þjóð nauðsyn- legur. Hér vil ég einneigin koma að því áliti mínu að listaskólar eigi að þróast innávið og efla sér- kenni sín en síður falla undir þróun í grunn- og fjölbrautarskól- um. Meðalaldur nemenda þessa skóla er víst sá hæsti á landinu, jafnvel hærri en í háskólanum enda er listnám langt og strangt nám. Skólinn hefur tekið stórstíg- um framförum á undanfömum árum og háttskrifaðir erlendir skólamenn er hafa heimsótt landið hafa hrifist meira af honum en mörgum öðrum er peningum er óspart varið til. Er ég og félagi minn komum í menntamálaráðu- neytið til að afhenda undirskriftir flestra aðalkennara skólans (í ýmsa náðist ekki), var ráðherra í húsinu en neitaði að leyfa okkur að afhenda sér plaggið persónu- lega með örfáum orðum en vísaði á almennan viðtalstíma en hér var þriggja vikna bið! Slík athöfn hefði naumast tekið meira en 1—2 mínútur. Þessi viðbrögð ráðherra komu okkur mjög á óvart og urð- um við fyrir miklum vonbrigðum sem von er. Framkoma ráðherra í þessu máli, sem varðar veitingu skóla- stjóraembættisins, ber vott um vanþekkingu og yfirlæti, grófa vanþekkingu á málefnum skólans og myndlistarskóla yfir höfuð. Jafnframt hefur hann sýnt Skóla- málaráði Reykjavíkur óvirðingu svo og borgaryfirvöldum, sem bera kostnað af skólanum að nær helmingi (45%). Það sem fyrst og fremst vakti fyrir okkur kennurum með þessu undirskriftaplaggi var að koma í veg fyrir, að einhver, er ekki þekk- ir til málefna skólans, settist í skólastjórastöðuna, og að við sama ástand og jafnvel verra yrði að una enn um langa tíð. Þá er og alltaf möguleiki á því að óprútt- inn misnoti sér vald sitt í skjóli vanmáttugra laga og óstaðfestrar reglugerðar. Hér kallar þó allt á breytingar með nýjum markviss- um lögum, sem styðjast við það sem best þekkist erlendis. Það er mikil ábyrgð að vera íslendingur og mikil ábyrgð að vera ráðherra, íslenzkt æskufólk á rétt á hinum bestu menntunar- skilyrðum á vettvangi sjónmennta og skapandi kennda í nútíð og framtíð og það gerist ekki Iíkt og í gálausum leik og vanhugsuðum, sem er sú afstaða, sem núverandi menntamálaráðherra hefur tekið. eftir Árna Grétar Finnsson í nýútkomnu Alþýðublaði Hafn- aríjarðar er skýrt frá því, að komið sé „tómahljóð" í bæjarkassann. Frétt þessi kemur meira en lítið á óvart, þar sem vitað er, að Hafnar- fjarðarbær hefur verið eitt best stæða bæjarfélag landsins fram til þessa. Fyrir rúmum mánuði samdi bær- inn um 8,6% launahækkun til bæjarstarfsmanna. Þá tók hinn nýi bæjarstjóri sérstaklega fram við fjölmiðla, að þessi launahækkun bitnaði hvorki á framkvæmdum né þjónustu bæjarins, þar sem nægir peningar væru til að mæta henni. Nú rúmum mánuði síðar er ástand- ið hins vegar orðið slíkt, að aðalmálgagn hins nýja meirihluta telur sig knúið til að skýra frá því, að lausafjárstaða bæjaríns hafi „sjaldan verið jafn slæm og nú“ og að komið sé „tómahljóð í bæjarkass- ann“ Hvað er eiginlega að gerast hjá hinum nýja bæjarstjómarmeiri- hluta Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í Hafnarfirði? Er hann þegar á fyrstu mánuðum að missa fjármál bæjarsjóðs úr höndum sér? Staðan um áramót Til upplýsinga skal hér drepið á fáeinar staðreyndir úr síðustu árs- reikningum HafnarQarðarbæjar. Um áramót námu heildarskuldir bæjarsjóðs um 86 milljónum króna. Þar af voru skammtímaskuldir um 30 milljónir og langtímalán rúmar 56 milljónir króna, en verulegur hluti þeirra var vegna yfirtöku bæjarsjóðs á skuldum bæjarútgerð- arinnar. Til að mæta þessum skuldum átti bæjarsjóður í veltufjármunum 200 milljónir króna. Þar af voru rúmar 17 milljónir inni á banka- reikningum, víxileign og skamm- tímakröfur bæjarins námu um 43 milljónum og útistandandi bæjar- gjöld um 107 milljónum. Er mér ekki kunnugt um að nokkurt annað bæjarfélag af hliðstæðri stærð hafi staðið fjárhagslega betur en Hafn- arfiörður. Þannig hefur það og verið í mörg undanfarin ár og á sama tíma átt sér stað miklar fram- kvæmdir á vegum bæjarins, sem yfirleitt hafa verið greiddir jafnóð- um. Hinn nýi meirihluti tók því ekki við neinum skuldahala, heldur settist í blómlegt bú. Fjárhagsáætlun 1986 Fráfarandi meirihluti bæjar- stjómar, sem myndaður var af sjálfstæðismönnum og óháðum borgurum, undirbjó og samþykkti fjárhags- og framkvæmdaáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Samkvæmt henni er velta bæjar- sjóðs í ár áætluð rúmar 600 milljón- ir króna. Fjárhagsáætlunin er með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þar er gert ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum og aukinni þjónustu við bæjarbúa, án þess að komi til skuldasöfnunar hjá bæjarsjóði. Talsmenn hins nýja meirihluta hafa haldið því fram, að þeir séu algjörlega bundnir af fjárhagsáætl- un fráfarandi meirihluta og geti þar engu breytt. Þetta er rangt. Hinn nýi meirihluti gat strax og getur enn hvenær sem honum þóknast breytt fjárhagsáætlun ársins. Slíkt hefur oft verið gert áður. Meirihlut- inn virðist hins vegar ekki hafa áhuga á að breyta fjárhagsáætl- uninni, enda hælir hann sér nú óspart af framkvæmdum, sem þar voru undirbúnar og samþykktar af fyrri bæjarstjóm. Aldrei „tómahljóð“ á síðasta kjörtímabili Fráfarandi meirihluti bæjar- stjómar stóð fyrir miklum og margvíslegum framkvæmdum. Hann varð að sjálfsögðu að leysa úr ýmsum vanda, eins og bæjar- stjómir verða að gera á hveijum tíma. Sérstaklega lentu rekstrar- örðugleikar bæjarútgerðarinnar þungt á bæjarsjóði. Hennar vegna varð bæjarsjóður að greiða marga tugi milljóna á síðasta kjörtímabili, þar á meðal fyrirvaralaust að snara út milljónum í kaupgreiðslur til starfsfólks bæjarútgerðarinnar, þegar fyrirtækið var komið i greiðsluþrot. Öll þessi mál leysti fráfarandi meirihluti og það án þess að nokkum tímann heyrðist „tóma- hljóð" í bæjarkassanum. Fyrir um það bil aldarfjórðungi mynduðu Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag siðast saman meiri- hluta í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Samstjóm þeirra endaði þá með miklurn hörmungum. Framkvæmd- Arni Grétar Finnsson „Hvað er eiginlega að gerast hjá hinum nýja bæjarstjórnarmeiri- hluta Alþýðuf lokks og Alþýðubandalag’s í Hafnarfirði? Er hann þegar á fyrstu mánuð- um að missa fjármál bæjarsjóðs úr höndum sér?“ ir voru nánast engar orðnar á vegum bæjarins og bæjarsjóður, stofnanir hans og fyrirtæki flest komin á vonarvöl. Vonandi endur- tekur sagan sig ekki, en „tóma- hljóð" í bæjarkassanum eftir svo skamma stjóm þessara sömu flokka boðar ekkert gott. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Orgelleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Þrátt fyrir að orgelið í Skál- holtskirkju sé fallega hljómandi, er það of lítið í gerð fyrir konsert- flutning. í kirkjum mætti hafa tvö orgel, lítið fyrir undirleik söngs og annað stærra til flutnings á viðameiri tónverkum. Mörgum kirkjumanninum mun þykja nóg um þann kostnað er fylgir orgel- kaupum, enda hefur íslenska þjóðkirkjan um langan tíma lítið viljað gera fyrir tónlistarflutning í kirkjum, þar til nú á síðarí ámm, enda koma áhrifin fljótt í ljós, því nú hafa ungir tónlistarmenn í æ ríkari mæli lagt fyrir sig orgel- leik. Ann Toril Lindstad, ung orgellistakona, er nýlega hefur sest að á íslandi, hélt tónleika í Skálholti um síðustu helgi. Hún lék verk eftir Liibeck, Bach, Beet- hoven, Vieme og Sandvold. Vincent Lubeck (1654-1740) var þýskur orgelleikari og starfaði síðustu æviárin í Hamborg. Trú- legt þykir að Bach hafi hlýtt á Lubeck eða vitað af honum, þó eitthvað sé það á reiki hvaða ár- töl eigi að hafa til viðmiðunar. Þrátt fyrir að tónsmíðar Lubeck þyki ekki ýkja rismiklar að inni- haldi, mun hann hafa verið leikinn á orgel. Ann Toril Lindstad lék Prelúdíu og fúgu í d-moll og fórst það vel úr hendi. Annað verkið á efnis- skránni var þriðja sónatan eftir Johann Sebastian Bach. Sónötur þessar eru frábær vefnaður í tón- um og var mjög fallega leikinn, einkum hægi þátturinn og þrátt fyrir að verkið væri einum of gætilega flutt, er ljóst að Ann Toril Lindstad er góður orgelleik- ari. Eitt verk stakk í stúf við önnur á efnisskránni og það var Adagio, eftir Beethoven. Þetta verk er meðal sex verka fyrir klukkuspil. Það er rangt í efnisskránni að þetta Adagio sé opus 33, því þessi vélklukkuspil em ónúmemð og í þeim flokki verka tilgreind sem WoO 33. Opus 33 er aftur á móti númer á sjö Bagatellum. Louis Vieme var næstur (1870-1937) var blindur en lærði hjá Franck og Vidor og starfaði sem orgel- leikari við Notre Dame í París. Divertissement er úr flokki tutt- ugu og fiögurra tónverka, en Vieme samdi tvo slíka flokka. Þetta skemmtilega og fjörlega verk var vel leikið. Tónleikamir enduðu á tilbrigðaverki eftir Am- ild Edvin Sandvold og var heldur lítið bragð af þeim samsetningi. Ann Toril Lindstad er vandvirkur Tónlist Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikar ellefta ársins í Skálholti vom haldnir um helgi verslunarmanna og þeir helgaðir meistara Johanni Sebastian Bach. Flutt vom þrjú verk eftir meistar- ann, tvær kantötur og ein tríósón- ata. Einsöng í kantötunum söng Margrét Bóasdóttir og er hún trú- lega eina söngkona okkar Islend- inga, sem hefur lagt stund á og sérlega tamið sér flutning á söngverkum eftir Bach. Söngur Margrétar var framfærður af ör- yggi og stílfestu. Fyrri kantatan var Ich bin vergnugt mit menem Glucke, sem meistarinn samdi árið 1727, við texta eftir Picand- er. Verkið ætti að enda á kórsöng en kórallinn var hér sungin af einsöngvaranum. Seinni kantatan var ein af brúðkaupskantötunum, Weichet nur, betrtibte Sehatten orgelleikari og væri fróðlegt að heyra hana takast á við bæði þróttmeiri orgel og stærri við- og talin samin á ámnum 1718 til 23. Verkið er skemmtilegt að gerð og alls ekki hátíðlegt, með alls konar líkingar úr grískri goða- fræði og vitnað á táknrænan hátt til fijósemi náttúmnnar. Það var á þeim ámm er hjónavígsla var meiriháttar spennuatburður í lífi fólks. Þriðja verkið var svo Trío- sónata í G-dúr, skemmtilegt verk, einkum síðasti þátturinn, en þessi Tríósónata (BWV 1038) er talin samin af sonum Bachs eða ein- hveijum nemanda hans, yfir bassann úr annarri sónötu, einnig í G-dúr (BWV 1021). Hvað sem þessu líður er verkið skemmtilegt í gerð, ekta barokkverk og síðasti kaflinn einkar smellinn. Helga Ingólfsdóttir cemballeikari var þama í réttu hlutverki, eins og stjómendur á tímum Bachs og „stjórnaði frá cembalnum" og fórst það vel úr hendi. Með henni á þessum skemmtilegu tónleikum voru auk söngkonunnar Margrét- fangsefni, þó Bach sónatan og smálag Vieme sé boðlegt við- fangsefni góðum orgelleikara. ar Bóasdóttur, sænskur fiðluleik- ari Ann Wallström er áður hefur leikið barokktónlist í Skálholti. Með henni lék Lilja Hjaltadóttir á fiðlu, Sesselja Halldórsdóttir á lágfiðlu, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir á celló, Rúnar H. Vilbergs- son á fagott. Til að agnúast út í eitthvað, þá hefði vegna enduróm- unar kirkjunnar mátt hafa tvískip- að í fyrstu fiðlu. Það má segja, að með þessum tónleikum sé tek- ið af skarið um nauðsyn þess að flytja eitthvað af þcim mikla fjölda af kantötum sem til eru eftir meistara Bach, bæði veraldlegum og kirkjulegum. Til þessa hafa íslenskir söngvarar ekki lagt sig mjög eftir þeim stíl sem slíkum verkum tilheyrir. Nú hefur Mar- grét Bóasdóttir sýnt það að henni fer sérlega vel að túlka og flytja þessa erfiðu söngtónlist og einnig má bæta því við að íslenskir hljóð- færaleikarar hafa á undanförnum ámm lagt sig eftir flutningi á barokktónlist, svo að nú mætti fara að taka til hendi og flytja kantötur Bachs meira en gert hefur verið hingað til. Bach-tónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.