Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 5 Lítilli f lugvél hlekktist á í f lugtaki á Rif i: „ V élin missti skyndilega afl og við skull- umtiljarðar“ — segir Ingólfur G. Ingvarsson, farþegi í flugvélinni LÍTILLI flugvél frá Stykkis- hólmi, TF-STY, hlekktist á í flugtaki á flugbrautinni á Rifi á Snæfellsnesi síðdegis á mánudag og brotlenti rúmum 150 metrum utan brautarinnar. Tveir menn voru í flugvélinni og skarst flug- maðurinn nokkuð í andliti, en farþegi slapp með skrámur. „Við vorum að koma frá Stykkis- hólmi og tókum bensín á Rifi,“ sagði Ingólfur G. Ingvarsson, sem var farþegi í vélinni. „Síðan ætluðum við strax aftur til Stykkishólms, en þegar vélin var komin skammt á loft missti mótorinn kraft og Guð- brandur Björgvinsson, flugmaður, reyndi að sveigja til baka svo hægt væri að lenda. Vélin missti þó hratt hæð og skall til jarðar. Þegar við vorum lentir tókst mér að losa mig úr öryggisbeltinu og síðan gat ég leyst Guðbrand, sem var rotaður og komið honum burt frá vélinni," sagði Ingólfur. Hann kvaðst hafa sloppið ómeiddur frá atvikinu, en væri þó lurkum laminn. Guðbrandur skarst hins vegar illa í andliti. Sagði Ingólfur það mikla mildi að þeir hefðu sloppið svo vel. „Ég áttaði mig strax á því hvað var að, því ég hef sjálfur flogið slíkum vélum," sagði Kristinn Ás- björnsson, flugvallarvörður á Rifi. Hann sagði að vél flugvélarinnar virtist hafa misst afl þegar hún var komin í 200 feta hæð. „Flugmaður- inn reyndi að sveigja vélina til vinstri og hefur líklega ætlað sér að reyna lendingu á gamalli flug- braut, sem liggur þvert á þá nýju,“ sagði Kristinn. „Það tókst þó ekki, vélin skall í jörðina áður en hún komst svo langt. Ég var þá þegar lagður af stað í átt að vélinni og þegar ég kom þangað voru báðir mennirnir komnir út. Vélin lá þann- ig að þegar beltin voru leyst þá nánast duttu þeir út. Ég og Ingólf- ur drógum Guðbrand frá vélinni og ég dældi úr handslökkvitæki yfir hana til að koma í veg fyrir að eld- ur læsti sig um hana,“ sagði hann. Kristinn sagði að greinilega hafi verið dautt á hreyfli vélarinnar þeg- ar hún skall í jörðina, það hafi sést á því hvernig blöð skrúfunnar bogn- uðu. Ungur maður drukknaði í Blöndu BANASLYS varð við bæinn Geitaskarð í Austur-Húnavatns- sýslu á föstudag. Ungur Banda- ríkjamaður drukknaði, er dráttarvél sem hann ók valt út í ána Blöndu. Maðurinn, sem var 22 ára gam- all, var að vinna á dráttarvélinni á túni sem liggur að bökkum Blöndu. Valt dráttarvélin út í ána og festist maðurinn undir henni með þeim afleiðingum að hann drukknaði. Enginn varð vitni að slysinu, en piltur sem var að vinna skammt frá sá gufu stíga upp af ánni og gerði lögreglunni síðan viðvart. Hinn látni hét Keith Scott Morr- is. Hann var af íslenskum ættum, dóttursonur Haraldar Sveinbjörns- sonar frá Hámundarstöðum í Vopnafirði. Keith Scott Morris Tóarfjall í Dýrafirði: Ung kona hrap- aði til bana ENSK kona beið bana er hún hrapaði í fjalli í Hafnardal við Dýrafjörð á sunnudag. Konan ákvað að klífa Tóarfjall í botni dalsins ásamt tveimur vinkon- um sínum, sem einnig eru enskar. Völdu þær sér torfæra leið, sem sjaldan er klifin. Þegar þær voru komnar að brún fjallsins féll ein þeirra niður og hafnaði 100 metrum neðar í Qallshlíðinni. Félagar úr björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fóru á staðinn og þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluð til. Konan var látin er að var komið, en hún mun hafa verið 26 ára gömul. Þráinn Sigurðsson úr björgunar- sveitinni Dýra sagði konumar ekki hafa verið með sérstakan fjall- göngubúnað og ekki hafa verið festar í öryggislínu. Þá hafi leiðin, sem þær völdu, verið mjög torfær og bjargið þar laust í sér, en skammt frá er sú leið sem oftast er valin upp t^allið. Morgunblaðið/Júlíus Kristinn Ásbjörnsson flugvallarstjóri á Rifi á Snæfellsnesi stendur hér við flak flugvélarinnar, sem hlekktist á í flugtaki þar á mánudag. Flugmaður og farþegi vélarinnar sluppu án teljandi meiðsla, en þó skarst flugmaðurinn nokkuð í andliti. getur gert stórgóð kaup á sumar- útsölunni Áður Nú Bolir 550 300 Bolir/fínni 2.200 1.100 Dress 10.500 5.900 Buiar 2.690 1.490 Gallabuxur 1.490 Gallakjólar 5.900 2.500 Kakhipils 3.900 1.990 Sandalar 2.900 1.500 Lakkskór 2.500 1.000 Mokkasínur 1.000 Slæður — sokkar — hanskar — treflar ÍOO kr. Blússur — 100% ullarpeysur — dress — kjólar o.m.fl. 50% afsláttnr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.