Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 37 AKUREYRI „Byg'gitigat'iðnadurinn hér er ýmist að hruni kominn eða hrun- inn og þvi miður fátt, sem bendir til bjartari framtiðar. Bygging íbúða hefur alveg dottið niður og menn tórt á opinberum fram- kvæmdum. Þegar bezt lét voru hér um 10 öflug byggingarfyrir- tæki og byijað var á um 200 íbúðum árlega. Nú eru fjögur fyrirtæki, stórskuldug, eftir og í fyrra var byijað á einu einbýlis- húsi og í ár hefur enn ekki verið byijað á ibúðarbyggingum. Svo aumt hefur þetta ekki verið siðan fyrir aldamót," sagði Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi og einn eigenda Híbýlis hf., í samtali við Morgunblaðið. Gísli Bragi sagði, að auk þessa eina einbýlishúss hefði í fyrra verið byijað á byggingu 16 íbúða, þar af 15 í verkamannabústöðum, en engri lokið. Nú væri ekki byij- að á nokkurri íbúð, en S.s. Byggir hefði fengið lóðir fyrir byggingu 60 íbúða, en bygging þeirra hæf- ist tæplega á þessu ári. Þau fyrirtæki, sem enn tórðu, biðu nú Eins og sjá má er lítið eftir af heyinu á Sólbergi. Stórljón í eldi — Fjós og hiaða á bænum Sólbergi brunnu til kaldra kola MIKIð tjón varð í eldsvoða á bænum Sólbergi á Svalbarðs- strönd aðfaranótt síðastliðins laugardags, er fjós og hlaða gereyðilögðust í eldi. Húsin voru sambyggð og auk þess var minkabú áfast við norðurenda hlöðunnar. Því tókst að bjarga og aðeins drápust um 10 mink- ar af rúmlega 500. Einn kálfur var í fjósinu og drapst hann, en kýr voru úti. Talið er að eldurinn hafi komið upp vegna ofhitunar í heyi í hlöðunni. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri varð eldsins vart um klukkan 3 um nóttina, er vegfarandi sá eldtungur standa upp af húsunum og gerði Ara Jónssyni, bónda viðvart. Slökkvi- liðið kom fljótlega á staðinn og unnt reyndist að veija minkahús- ið, enda stóð vindur af norðri. Húsakostur á Sólbergi brann allur fyrir um 20 árum síðan. Við slökkvistarf var öllu heyinu rutt úr hlöðunni enda eldur í því nokkuð lengi. Hlaðan er öll hrun- in, en útveggir fjóssins standa uppi. Öll tæki, sem í fjósinu voru, eyðilögðust, en um helgina var mjaltakerfi og kælitankur sett upp til bráðabirgða og kýmar mjólkaðar undir berum himni. Húsin voru skyldutryggð, en tjón er talið mikið og tilfinnanlegt. Rannsóknarlögreglan á Akur- ejrri óskar þess, að vegfarandinn, sem lét vita um eldinn, hafi sam- band við lögregluna til að gefa henni frekari upplýsingar. þess að úr rættist, hugsanlega með nýja lánakerfinu, en hann teldi einu lausnina á húsnæðis- vandanum einhvers konar kaup- leigukerfi eins og víðast tíðkaðist í löndunum umhverfis okkur. Fólk gæti ekki nú frekar en undan- farin misseri tekið á sig hinn mikla byijunarkostnað, sem byggingu íbúða og húsa fylgdi. „Þegar grózkan var hvað mest í byggingariðnaðinum hér, var samkeppnin það hörð, að fyrir- tækin voru að selja íbúðimar um eða á kostnaðarverði, þannig að lítill eða enginn hagnaður náðist og því fór sem fór. Einnig má segja, að uppbyggingin hafi geng- ið of hratt. Verð á útboðsmark- aðnum er nú að hækka og verk eru farin að fást á áætluðu kostn- aðarverði, sem áður var óþekkt. Þá voru menn að bjóða í verk og fá fyrir um 70% af kostnaðarverði til að halda sér gangandi, en voru í raun að ganga á eigið fé og safna skuldum. Skuldir þessara fyrirtækja eru því feyki miklar og íjármagnskostnaður að drepa menn. Mikið fé liggur í steypu- mótum og tækjum, sem eins og er virðast verðlaus. Menn bundu nokkrar vonir við útboðsverk á Grænlandi, sem boð- ið var í af hálfu Eyfírzkra verk- taka, en að því tilboði stóðu Híbýli og Norðurverk, en borin von virð- ist að það verk fáist. Þama var um að ræða byggingu skóla og verksmiðjuhúss fyrir um 200 milljónir króna, en auk þess voru möguleikar á byggingu íbúða. Við vorum lægstir í skólann og tvo þriðju hluta verksmiðjuhússins, en það virðist ekki vera nóg. Dan- ir ráða miklu um þetta, þar sem þeir leggja til peningana og það virðist sem þeir vilji ekki fá íslend- inga þama inn. Hvað sem því líður, er þetta úr sögunni í bili og verður hugsanlega boðið út að nýju á næsta ári. Grózkan í þessu byggist á því að það takist að koma einhvetjum snúningi á atvinnulífið hér, en það Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason hefur tekið of langan tíma að karpa um álver, sem litlar líkur virðast á að reist verði hér. Mark- mið bæjarstjórnar er að endur- byggja atvinnulífið, meðal annars með því að styrkja sjóð atvinnu- veganna hér og reyna að fá fyrirtæki á öðrum stöðum til að færa starfsemi sína, að hluta til eða alla, hingað í bæinn. Við verð- um að snúa þessari þróun við og stöðva fólksflóttann," sagði Gísli Bragi Hjartarson. Þengill Valdimarsson með eitt verka sinna. „Of sérvitur til að sýna með öðrum“ — Þengill Valdimarsson sýnir í Golfskálanum Þengill Valdimarsson, list- málari, sýnir verk sín, 29 sprandir og einn skúlptúr, í golfskálanum á Jaðri í ágúst- mánuði. Sýningin hefst næst- komandi föstudag klukkan 20 og stendur til mánaðamóta. Þetta er þriðja einkasýning Þengils, en hann sagði í sam- Skreiðarskipið Horsham í Akureyrarhöfn. „Skreiðarskip“ á Akureyri INNLENT Um verzlunarmannahelgina kom til Akureyrar flutninga- skipið Horseham frá Nassau á Bahamaeyjum, sem er um 10.000 lestir að stærð. Það er hingað komið til að taka um 5.000 pakka af skreið frá Ólafs- firði, Dalvík og Grenivík, en skrciðin verður seld til Nígeríu. Skipið er hér við land á vegum íslenzku umboðssölunnar og mun flytja um 60.000 pakka af skreið héðan til Nígeríu. Bjami V. Magnússon, fram- kvæmdastjóri íslenzku umboðs- sölunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skipið hefði byijað að lesta skreið í Vest- mannaeyjum og áður en yfir lyki hefði það lestað á nokkrum stöð- um við landið. Bjami sagði, að skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu væri nú nánast lokaður, honum hefði verið lokað þann 30. júní, en undanþága hefði fengist til ágústloka fyrir þennan farm. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður hefði að undanfömu tekizt að selja megnið af hertum hausum og aíls færa um 100.000 pakkar af skreið til Nígeríu á þessu ári, þar af um 70.000 frá Islenzku umboðssöl- unni. Honum litist illa á fram- haldið og líklega yrði þetta síðasta skipið, sem færi með skreið héðan til Nígeríu á næstu mánuðum. tali við Morgunblaðið, að hann væri of sérvitur til að sýna með öðrum. Þengill byijaði á list sinni árið 1972 og vinnur myndimar á sér- stakan hátt með því að sprauta litnum á pappírinn. Hann segir þetta hreint áhugamál, enda séu < myndimar á útsöluverði, frá 3.000 krónum upp í 5.500 krónur. Þetta sé svona rétt fyrir efniskostnaði, en með því að selja á lágu verði, gangi salan vel og hann geti hald- ið iðju sinni áfram. Jafnframt ráði almenningur við kaupin enda eigi listin að vera almenningseign. „Ég er að mestu að þessu fyrir sjálfan mig, en það spillir ekki ánægjunni, ef aðrir geta notið þessa líka,“ sagði þengill. „Ég sýni í golfskálanum á Jaðri að þessu sinni, þar sem þar em í gangi ýmis opin mót og því von á fleira fólki þangað en Akur- eyringum. Það er mikil grózka í golfinu hér eins og víðast um land og þvi á ég von á því að margir komi og skoði myndimar," sagði Þengill Valdimarsson. Ástandið ekki jafnaumt síðan fyrir aldamót — segir Gísli Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi um byggingariðnaðinn á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.