Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Guðinn þríeini Eitt helsta einkenni útvarps- þátta dagsins í dag er sú árátta að spila lög í tíma og ótíma milli þess er menn spjalla við hiust- endur eða aðvífandi gesti. Sumir kunna þessu vel og vissulega eru velfelstir þættir rásar 2 spunnir í kringum tónlistina enda rásin máski fyrst og fremst ætluð til að létta fólki hið daglega amstur. En stund- um hef ég nú á tilfínningunni að sumir þáttagerðarmenn á rás 2 of- noti tónlistina ef til vill í þeim tilgangi að létta sér amstrið við þáttagerðina. Að mínu mati er þáttagerðin á rás 2 vei launuð, í það minnsta miðað við það sem aðrir verktakar í fjölmiðlaheiminum fá, til dæmis sjálfstæðir blaðamenn. Finnst mér satt að segja lágmarks- krafa að þáttagerðarmenn velji af kostgæfni músíkina og noti aldrei tónlistina til að teygja lopann. Til að skýra hvað við er átt vil ég taka dæmi af óncfndum tónlist- arþætti sem var á dagskrá rásar 2 síðastliðinn föstudag. í þætti þess- um var rætt við Ama Bergmann ritstjóra um Rússlandsferðir og hafði ég gaman af en í miðju spjalli þegar Ámi er rétt að komast á skrið segir stjómandinn: Svo skul- um við hlusta á eitt lag. Lagið hljómar og síðan tekur við auglýs- ingalestur. Var ég satt að segja búinn að steingleyma Ama þegar stjómandinn skerst aftur í leikinn. Slík vinnubrögð em að mínu mati of algeng á rás 2 og einnig gætir þeirra á hinni rásinni en þar er þó sjaldnast skotið inn auglýsingum. Rás 2 verður að sjálfsögðu að varð- veita ferskleikann og þar verður mönnum að gefast færi á að spila af fingmm fram en samt tei ég að stundum verði að stilla þar betur saman tónlistina, auglýsingamar og hið talaða orð. Þessi þríeini guð þeirra rásarmanna verður ætíð að fá að njóta sín. ÖnnurhliÖ Vissulega má enn finna útvarps- þætti þar sem stjómendum þóknast lítt tónlistarbramboltið; hvað til dæmis um þátt Páls Heiðars Jóns- sonar Frá útlöndum er sér stað í dagskrá rásar 1 undir hádegi á laugardögum? í þætti Páls er eink- um ijallað um erlend málefni. Ég hef oft gaman af að hlýða á Pál Heiðar því hann kemur viða við en þó kann ég því illa Páll hversu þú kiýnir ákveðna menn sem allsheij- arsérfræðinga í utanríkismálum og fer þar einna fremstur í flokki Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar. Þá þoli ég hreint og beint ekki er þú ræðir við er- lenda gesti og endursegir ræðu þeirra að ekki skuli þaggað niður í gestinum á meðan það er. Það er hreint út sagt óþoiandi að hlýða á tvo menn í sömu andránni ræða um sama hlutinn. Annars voru ýmsar perlur í þætti þínum frá síðasta laugardegi, til dæmis fyrri hluti við- talsins við fyrrum sendiherra Panama í Washington en þó skein skærast frásögn Guðmundar Heið- ars Frímannssonar af kreppu skólakerfisins. það væri gaman að vita hvað Guðmundur fær greitt fyrir sinn vandaða pistil. Millivegur En þótt þættir Páls Heiðars séu efnismiklir á köflum þá finnst mér þeir dálítið þunglamalegir, kannski vegna þess að tónlistin Iéttir hvergi hlustandanum lífið. Væri máski ekki úr vegi að skjóta inn ögn af tónaflúri eins og gert er í Sinnu, þætti um listir og menningarmál er þau Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson annast á rás 1 skömmu eftir að ræðu Páls Heiðars lýkur. En meira um þann þátt á morgun. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ SJÓNVARP Á hringveginum: Útvarpað frá Eyjafirði ■■ Umsjónarmenn 1 K20 þáttarins Á O hringveginum hafa að undanförnu verið á ferð um Norðurland og stefna í vestur. Þau Öm Ingi og Anna Ringsted héldu ásamt tæknimanni sínum frá Þórshöfn í síðustu viku og vora í gær í Höfðahverfi og Laufási. Í dag leggja þau svo leið sína um vestanverðan Eyja- fjörð. Á morgun er áætlað að vera á Ólafsfirði og á Siglufirði á föstudag. Það sem Einstein vissi ekki ■§■■1 í kvöld er á dag- 0"| 50 skrá sjónvarps ~~ bresk heimilda- mynd frá síðasta ári um Albert Einstein nýjar kenningar um upp- byggingu alheimsins. Árið 1920 settu tveir vísindamenn, Kaluza og Klein, fram kenningu um að í heiminum væra fleiri víddir en þær fjórar (lengd, breidd, hæð og tími) sem flestir kannast við. Einstein hafnaði þessum kenning- um og þær féllu að mestu í gleymsku þangað til fyrir nokkram áram er nýjar kenningar og tilraunir gáfu þeim byr undir báða vængi. Myndina gerðu þeir And- rew Millington og Jim Burge. Þýðandi Jón O. Edwald. Land og saga; Saga Hvera- ■HH í þættinum 1 A 30 Land og saga -■- ” verður fjallað um 40 ára sögu Hveragerð- ishrepps. Efnið er sótt vítt og breitt í þjóðsögur og bókmenntir tengdar Ölfusi og Hveragerði. Inn í þetta ætlar umsjónarmaður þátt- arins síðan að bæta hug- leiðingum sem kviknuðu í ferðum hans í áætlunarbíl sem fer frá Reykjavík aust- ur yfir Hellisheiði. Umsjón- armaður Ragnar Ágústsson. Síðustu dagar Pompei ■■■■ Þriðji þátturinn 01 05 ' ítalsk-banda- ríska fram- haldsmyndaflokknum um lífíð í ítölsku borginni Pom- pei er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Með aðalhlutverk fara Franco Nero, Laurence Olivier, Olivia Hussein, Ernest Borgnine og Brian Blessed. Þættirnir era byggðir á samnefndri skáldsögu eftir Edward Bulwer Lytton. Leikstjóri er Peter Hunt. Þýðandi Þuríður Magnús- dóttir. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Góðir dagar" eftir Jón frá Pálmholti. EinarGuð- mundsson lýkur lestrinum (6). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Guömundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Guömundur Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álands- eyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Sigurðardóttir les (27). 14.30 Noröurlandanótur. Finnland. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Norðurland. Umsjón: Örn Ingi, Anna Ringsted og Stef- án Jökulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. a. Lýrísk svíta eftir Edvard Grieg. Hallé-hljómsveitin leikur; John Barbirolli stjórn- ar. b. Svíta úr Þyrnirósuballett- inum eftir Pjots Tsjaíkovskí. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið Umsjón. Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 ( loftinu — Hallgrimur Thorsteinsson og Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K.M. Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir les þýðingu sina (19).. 20.30 Ýmsar hliöar. Þáttur í umsjá Bernharös Guð- mundssonar. 21.00 fslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Þættir úr sögu Reykjaví- kur. Húsnæðis- og heil- brigðismál. Umsjón: Auöur Magnúsdóttir. Lesari: Gerð- ur Róbertsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljóð-varp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt i samvinnu við hlustendur. MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjóns- SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 19.00 Úr myndabókinni — 14. þáttur Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Fálynd prinsessa, Ali Bongo, Kugg- ur, Villi bra bra, Snúlli snigill og Alli álfur, Ugluspegill, Raggi ráðagóði, Alfa og Beta, Klettagjá og hænan Pippa. Umsjón: Agnes Jo- hansen. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Smellir Rolling Stones — Fyrri hluti. Umsjónarmaður Hallgrímur Óskarsson. Stjórn upptöku: Friðrik Þór Friðriksson. 21.05 Síöustu dagar Pompei (Gli Ultimi Giomi Di Pompei) Þriðji þáttur. Italsk-bandariskur fram- haldsmyndaflokkur í sex þáttum, geröur eftir sagn- fræöilegri skáldsögu eftir Edward Bulwer Lytton. Leik- stjóri Peter Hunt. Allmargir leikarar koma fram í þáttun- um en meöal þeirra eru Franco Néro, Laurence Olivier, Olivia Hussein, Ern- est Borgnine og Brian Blessed. Þýðandi: Þuríður Magnúsdóttir. 21.60 Þaö sem Einstein vissi ekki (What Einstein Never Knew) Bresk heimildamynd um nýjar kenningar í eðlis- og efnafræði en þær byggjast á hugmyndum manna um óþekktar víddir f veröldinni. Á sínum tíma hafnaði Ein- stein slíkum hugmyndum en nú hafa þær á ný fengiö byr undir báða vængi. Þýð- andi: Jón O. Edwald. 22.40 Stiklur. 8. Undir Vaðal- fjöllum. Stiklað er um Reykhólasveit i Austur- Barðastrandarsýslu. Hún er fámennasta sýsla landsíns °9 byggð á í vök að verjast vestan Þorskafjarðar en feg- urð landsins er sérstæð. Þessi þáttur var áður á dag- skrá i janúar 1980. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. 23.10 Djassþáttur. — Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. sonar, Páls Þorsteinssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Guðríður Haraldsdóttir sér um barnaefni í u.þ.b. 15 mínútur kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Kliöur Þáttur i umsjá Gunnars Svan- bergssonar og Sigurðar Krist- inssonar. (Frá Akureyri.) 15.00 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Taktar Stjórnandi: Þórarinn Stefáns- son. 17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaöan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISDTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr ir Reykjavík og nágrenni - Flv 90,1 MHz. AKURETRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.