Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 173. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sement skortir í Chernobyl Moskvu, AP. SEMENTSSKORTUR í Sov- étríkjunum veldur þvi, að ekki hefur enn tekist að byrgja kjarnakljúfinn, sem slysinu olli í Chernobyl. Kom þetta fram í Pravda, málgagni sovéska kommúnistaflokksins, i gær. „Vinna við steinsteypubyrgið yfir kjamakljúfinn hefur dregist úr hömlu,“ sagði í Pravda og kom þar einnig fram, að tilraunir til að koma aftur af stað tveimur kljúfanna og gera við þann þriðja gætu ekki hafist fyrr en byrgisverkinu væri lokið. Var sementsskorti um kennt. Þessi gagnrýni sætir nokkrum tíðindum því að hingað til hefur ekki annað verið sagt frá Chemo- byl en hve þar gangi allt vel. í enskri útgáfu Prövdu í gær var gagnrýninni þó sleppt. Giftu sig á fjögiirra metra dýpi West Springfield, Massacnusetts, AP. HJÓNAEFNI, sem eru miklir unnendur froskköfunar, voru gefin saman á fjögurra metra dýpi í hótelsundlaug í bænum West Springfield í Massachusetts á sunnudag. Voru þau, svo og friðdómarinn, sem vígði þau, í f roskkaf arabúningum. Brúðarparið, Skip Hochreich og Judy Grigas, sagði, að hjónavígslan endurspeglaði þá hamingju, sem þau hefðu fundið í þessari tóm- stundaiðju sinni. Þau urðu að kenna friðdómaran- um, Michael McDowell, undirstöðu- atriði köfunaríþróttarinnar, svo að hann gæti framkvæmt hjónavígsl- una. McDowell hélt á vatnsheldu ein- taki vígsluræðunnar, sem hann flutti yfir hjónaefnunum, og var hún jafnframt spiluð af segulbandi fyrir brúðkaupsgestina, sem stóðu á bökkum laugarinnar. Morgunbladið/Einar Falur. Reykjavíkurbörn í hátíðarskapi KÁTIR krakkar úr öllum hverfum borgarinnar héldu hátíð í gær í Iok námskeiða í fé- lagsmiðstöðvunum. Um 200 börn á aldrinum 7—11 ára gengu í litskrúðugum búningum frá Lækjartorgi í Hljómskálagarð þar sem farið var í leiki. Þessi hátíð er orðin árviss liður í starfi félagsmiðstöðvanna. Karpov fór með signr af hólmi ANATOLY Karpov bar sigur- orð af Garri Kasparov, núverandi heimsmeistara, í fimmtu einvigisskák þeirra í gærkvöldi. Kasparov gaf skákina eftir 32. leik Karpovs. Staðan í einviginu er því jöfn en sem kunnugt er af fréttum sigraði Kasparov í fjórðu skákinni. Florencio Campomanes, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, sagðist í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, ekki vilja spá um úrslit einvígisins. Hann sagði taflmennsku Kasparovs ævintýra- lega að sjá og skákirnar glæsilegar. Campomanes ræddi við blaða- manninn stuttu áður en skákmeist- ararnir settust að tafli í gær. Margir telja Campomanes hlynntari Karpov, en í viðtalinu segist hann hafa stöðvað fyrsta einvígið af mannúðarástæðum, þar sem ótrú- legt álag fylgi einvígum sem þessum. Campomanes hældi íslensku skákmeisturunum mikið í viðtalinu og þá sérstaklega Friðriki Ólafs- syni. Sjá nánar viðtal Jóhönnu Kristjónsdóttur við Campom- anes og skákskýringu Mar- geirs Péturssonar á bls. 32. Methalla spáð hjá rík- issjóði Bandaríkjanna Washington, AP. Bandaríkjastjórn spáði því í gær, að halli ríkissjóðs þar í landi yrði sá mesti í sögunni á þessu fjárhagsári eða yfir 230 milljarð- ar dollara. í fyrra var þessi halli 212 milljarðar dollara og hafði aldrei verið jafn mikill áður. Berly Sprinkel, helzti ráðgjafi Reagans forseta í efnahagsmálum, sagðist samt vera bjartsýnn á, að mikill uppgangur væri framundan í bandarísku efnahagslífi. Hann við- urkenndi, að vöxtur efnahagslífsins hefði verið mun minni á fyrri hluta Afríka: Engispr ettufarald- ur í kjölfar þurrkanna Nairobi^ Kenýa, AP. NY PLAGA blasir nú við löndunum sunnan Sahara-eyðimerkur- innar í Afríku, þar sem þurrkar ollu til skamms tíma uppskeru- bresti árum saman. Rigningar undanfarið hafa skapað ákjósanleg skilyrði fyrir engisprettufaraldur, sem gæti stórlega skaðað upp- skeruna í þessum löndum, að sögn fulltrúa Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Nú þegar hefur plágan lagt þúsundir ekra af uppskerulandi í auðn í austur-, mið- og suðurhluta álfunnar. Eduard Saguma, fram- kvæmdastjóri FAO, segir engi- sprettufaraldinn nú geta orðið verri en farald, sem gekk yfir árið 1974, en það er versti engi- sprettufaraldur sem gengið hefur yfir álfuna og skráðar heimildir eru til um. Plágan gæti valdið skaða næstu 4-5 ár og hefur FAO farið fram á 23,3 milljón Banda- ríkjadala fjárveitingu á næstu þremur árum til þess að ráða nið- urlögum hennar. Löndin sem eru í mestri hættu vegna plágunnar eru Botswana, Chad, Malí, Norð- ur-Eþíópía og Mið-Súdan, en einnig er búist við að plágan nái til Zimbabwe, Zambíu, Namibíu og Angóla. Engisprettuskýin geta talið allt að 40 milljörðum engisprettna og geta þakið allt að þúsund ferkíló- metra svæði í einu. Slíkt ský étur um 80 þúsund tonn af korni á sólarhring, en það kom myndi nægja til þess að fæða 50 þúsund manns í heilt ár. þessa árs en vonir hefðu staðið til. Markmiðið væri þó, að hagvöxtur næði 3,2% á þessu ári. „Ég tel þessa tölu ekki óraunhæfa," sagði Sprink- el. Hann játaði þó, að forsenda fyrir slíkum hagvexti væri, að hinn nei- kvæði viðskiptajöfnuður landsins versnaði ekki frá því sem nú er. Margir bandarískir efnhagssér- fræðingar hafa látið í ljós efasemdir um raungildi framangreindrar efna- hagsspár. Segja þeir, að til þess að ná fram jafn miklum hagvexti og þar komi fram, yrði hagvöxturinn að vera 4% það sem eftir er þessa árs. Það væri nær fjórum sinnum meiri hagvöxtur en verið hefði á tímabilinu apríl-júní, en þá dróst hann saman og nam aðeins 1,1%. Var það minni hagvöxtur en nokkru sinni síðan í lok árs 1982. Af þess- um sökum megi ekki reikna með meiru en í mesta lagi 2% hagvexti á síðari hluta þessa árs. Reagan forseti vann óvæntan sigur í gær, er frumvarp um höml- ur við innflutningi á vefnaðarvör- um, sem hann hafði beitt neitunarvaldi gegn, náði ekki til- skildum tveimur þriðju hlutum atkvæða í fulltrúadeild Bandaríkja- þings til þess að mega sín meira en neitunarvald forsetans og verða að iögum. Stuðningsmenn frumvarpsins héldu því fram, að nauðsyn væri á áhrifamiklum aðgerðum til vemdar bandarískum vefnaðariðnaði. Bandaríkjastjóm hélt því fram á móti, að slíkar verndarráðstafanir myndu koma af stað verzlunarstríði um allan heim og verða til þess eins, að aðrar þjóðir heims gripu til verndarráðstafana á móti. Sovétríkin: Flett ofan af líkræningjum Moskvu, AP. í síðasta hefti ungmennatima- ritsins Yunost flettir sovéska ljóðskáldið Andrei Voznesensky ofan af grafarræningjum, sem í tvö ár hafa rænt gullfyllingum og skartgripum af líkum í fjölda- gröf í Sovétríkjunum. í grein Voznesensky segir að ræningjamir hafi þegar árið 1984 hafið að ræna ijöldagröfina, sem nasistar létu grafa i þeimsstyijöld- inni síðari. Gröfin er skammt frá Simferopol, höfuðborg Krím. Voznesensky segir að nokkrir ræningjanna hafi verið dregnir fyr- ir rétt á síðasta ári, en hlotið vægan dóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.