Morgunblaðið - 07.08.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
Hvalstöðin í
Hvalfirði:
Heimamenn
mótmæltu við
sendinefnd
frá NATO
UM 40 manns úr Hvalfjarðar-
strandarhreppi, þar af margir
starfsmenn Hvals hf., stóðu mót-
mælastöðu við Hvalstöðina í
Hvalfirði í gærdag þegar 20
manna sendinefnd Atlantshafs-
bandalagsins kom þar að til að
skoða stöðina. Veifuðu heima-
menn mótmælaspjöldum þar sem
„afskiptasemi Bandaríkjastjórn-
ar af hvalveiðum íslendinga var
fordæmd“.
„Yfirgangur Bandaríkjamanna í
þessu máli er með ólíkindum og við
vildum með þessum hljóðlátu mót-
mælum láta þá vita að við fylgjumst
vel með framvindu mála," sagði Jón
Einarsson oddviti, einn mótmæl-
enda. Jón sagði að mótmælin hefðu
greinilega farið í taugamar á komu-
mönnum og því náð tilgangi sínum.
„Þama vom menn frá öðrum lönd-
um Atlantshafsbandalagsins en
Bandaríkjunum og það er ágætt að
þeir viti í hvers konar hættu Banda-
ríkjamenn em að stofna samskipt-
um okkar við þá,“ sagði Jón.
Hitaveita Suðurnesja:
„Skömmin er ykkar íslendingar“,
sagði á einu skiltinu, „Rannsakið
ekki hvalina til dauða“, sagði á
öðm og á því þriðja stóð : „íslend-
ingan standið við loforðin - takið
tillit til bannsins við hvalveiðum í
ábataskyni". Á enn öðm skilti var
hvatt til hunsunar á íslenskum vör-
um - „Hættið hvalveiðum eða við
hættum að kaupa fisk af ykkur“,
sagði þar.
Einn talsmaður friðunarsinna,
Christine Stevens, frá Animal Wel-
fare Institute, sagði að sín samtök
hefðu fyrir nokkm hvatt sína fé-
lagsmenn til að hætta að kaupa
íslenskar vömr. Forsprakki nátt-
úmvemdarhópa, sem mynda heild-
arsamtökin Monitor, Craig Van
Note, sagði Morgunblaðsmönnum
við viðskiptaráðuneytið í gær að ef
íslendingar ætluðu að halda fast
við ákvörðun sína um að hefja hval-
veiðar á ný eftir 20. ágúst þá myndu
verða keyptar auglýsingar í víðlesn-
um blöðum og milljónir manna
hvattar til að sniðgagna íslenskar
Um 40 manns söfnuðust í gær saman við viðskiptaráðuneytið í Washington. Vegfarendum var afhent fiskafurðir.
yfirlýsing þar sem hvalveiðum Islendinga var mótmælt. í dreifíbréfi sem friðunarsinnam-
Morgunblaðið/Jón Ásgoir Sigurðsson/AP/Simamynd
Hvalveiðimálið í Bandaríkjunum:
Hugsanlegt að viðskipta-
ráðherrann falli frá kæru
Lækkar
gjaldskrá
um 22,3%
STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja
hefur samþykkt að lækka gjald-
skrá sina á vatni, sem selt er í
gegnum mæli. Lækkunin, sem
reiknast frá 1. júlí, er um 22,3%.
Vatnið kostaði áður 45 krónur
tonnið en fer nú niður í 35 krónur
tonnið. í fréttatilkynningu frá Hita-
veitu Suðumesja segir, að með
þessu vilji stjómin leggja fram sinn
skerf til eflingar atvinnulífs á Suð-
umesjum, enda telji hún að fjár-
hagsstaða fyrirtækisins leyfí það.
— ef hvalafurðirnar verða nýttar meira á íslandi
Washington D.C., frá Ómari Valdimarssyni blaðamanni Morgunblaðsins.
EKKI er útilokað að viðskiptaráðherra Bandarikjanna falli frá fyrir-
ætlan sinni að setja fram staðfestingarkæru á hendur íslendingum
vegna hvalveiða í vísindaskyni takist að finna leið til að nýta meira
af afurðunum á íslandi en hingað til hefur verið ætlunin. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hér munu emhættismenn Bandaríkja-
stjórnar hafa látið í Ijós þá skoðun í oformlegum viðræðum að þeir
gætu fallist á vísindaáætlun íslendinga - svo fremi sem megnið af
afurðum hvers hvals færi til neyslu innanlands.
Samkvæmt skýrslu Hvals hf. sem Bandarískir embættismenn sem
lögð hefur verið fram í viðræðunum blaðamaður Morgunblaðsins hefur
hér verður rúmlega helmingur
hvers hvals eftir á Islandi, það er
þegar bein, haus og fleira, sem
ekki er nýtanlegt til manneldis er
reiknað með. Bandaríkjamenn
munu nú gera kröfu um að megnið
af nýtanlegum afurðum hvaianna
fari til neyslu innanlands á íslandi,
hvort sem það fer til manneldis, í
dýrafóður, eða í bræðslu.
rætt við hafa verið þöglir sem gröf-
in og segja að samkomulag hafí
orðið um að láta ekkert fréttast út
úr viðræðunum. „Báðir aðilar eru
að hugsa málin frekar og viðræðun-
um verður haldið áfram," sagði
Dean Swanson, einn embættis-
manna viðskiptaráðuneytisins hér í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. Hann og fleiri
embættismenn sem rætt var við
sögðu að á næstu dögum yrði sam-
bandið á milli þjóðanna haldið um
sendiráðin í Washington og
Reykjavík.
Hópur manna hér, sem sögðust
vera úr 7 samtökum með um 1,2
milljónir félagsmanna gengust fyrir
mótmælastöðu fyrir framan banda-
ríska viðskiptaráðuneytið í gær. Um
40 manns tóku þátt í mótmælunum
þegar flest var. Mótmælendumir
bám uppblásna hvali af ýmsum
stærðum og spjöld með áletmnum
þar sem Islendingar vom fordæmd-
ir fyrir hvalveiðar sínar. Jafnframt
var bandaríski viðskiptaráðherrann
Malcom Baldrige hvattur til að sýna
hörku gagnvart hvalveiðiþjóðunum.
Ágreiningur í verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins:
Guðmundur Þ. féll við kjör
í stjórn verkamannabústaða
GUÐMUNDUR Þ. Jónsson
formaður Iðju og Landssam-
bands iðnverkafólks og
fyrrverandi borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins náði
ekki kjöri sem fulltrúi verka-
lýðsfélaganna í stjórn verka-
mannabústaða í Reykjavík
þar sem hann hefur átt sæti
undanfarin ár. Fulltrúar
verkalýðsfélaganna í stjóm-
inni verða Ragna Bergmann
formaður verkakvennafé-
lagsins Framsóknar og
Guðjón Jónsson formaður
Félags jámiðnaðarmanna og
Málm og skipasmiðasam-
bands íslands. Ágreiningur
innan Alþýðubandalagsins
varð þess valdandi að stungið
var upp á bæði Guðmundi Þ.
og Guðjóni og féll Guðmund-
ur þrátt fyrir stuðning
Verkalýðsmálaráðs Alþýðu-
bandalagsins.
Stjóm verkamannabústaða í
Reykjavík skipa sjö fulltrúar, for-
maður er skipaður af ráðherra, þrír
eru kjömir af borgarstjóm, tveir
eru tilnefndir af fulltrúaráði verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík og einn
tilnefndur af BSRB. Þegjandi sam-
komulag hefur verið um það innan
fulltrúaráðsins að annar fulltrúi
þess væri frá Alþýðubandalaginu
og var Guðmundur Þ. Jónsson sá
fulltrúinn en hinn var Páll R. Magn-
ússon húsasmíðameistari. Verka-
lýðsmálaráð Alþýðubandalagsins
mun hafa samþykkt að Guðmundur
sæti áfram í stjórninni, en Guðjón
Jónsson, sem var formaður stjómar
verkamannabústaða á sfðasta
kjörtímabili skipaður af Svavari
Gestssyni fyrrverandi félagsmála-
ráðherra, lýsti því þá jafnframt yfir
að hann myndi einnig gefa kost á
sér í stjómina.
Á fulltrúaráðsfundi verkalýðs-
félaganna var síðan stungið upp á
Guðmundi Þ. og Guðjóni og Rögnu
Bergmann. Atkvæði féllu þannig
að Ragna og Guðjón fengu 6 at-
kvæði af 7 mögulegum en Guð-
mundur Þ. 2 og verða Guðjón og
Ragna því fulltrúar verkalýðsfélag-
anna í stjóm verkamannabústaða
næstu §ögur árin. Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Dagsbrún-
ar og Verkamannasambandsins og
alþingismaður AlþýðUbandalagsins
var á fulltrúaráðsfundinum og
stakk hann upp á Guðmundi Þ.
Ætla niður Hvítár-
gljúfur á kajökum
Selfossi.
Á morgun ætla fimm Englendingar úr klúbbi siglingamanna
að síga niður í Hvítárgljúfur rétt neðan við Gullfoss, niður á
klettasillu um 6 m ofan við vatnsborðið og láta sig síðan falla
niður í ána í kajökum. Þegar niður í ána kemur munu þeir róa
meðfram fossinum og niður gljúfrið, að Brúarhlöðum.
Englendingar þessir eru í 24 Graham Bassett, fóru niður Gýgj-
manna hópi sem hefur aðsetur á
Selfossi og stundar kajakferðir á
Hvítá, Þjórsá og fleiri ám inni á
hálendinu. Markmið hópsins er
að fara niður Hvítá. Þeir byijuðu
róðurinn inni á Kili, í Blákvísl,
fóru að Hvítárvatni og reru yfir
það að jöklinum. Þrír þeirra, Pete
Montgomery, Tim Oldrini og
arfoss í Jökulfalli sem er um 6
metra hár. í dag munu þeir róa
frá Hvítárvatni að Gullfossi.
Alan Barber, einn af forsvars-
mönnum hópsins, segir að þeir
hafi kannað aðstæður við Gullfoss
mjög vel og að þeir einir muni
fara niður í gljúfrið sem reyndast-
ir eru. Sig. Jóns.
ir afhentu vegfarendum við ráðu-
neytið í gær var því meðal annars
haldið fram að íslendingar ætluðu
að selja hvalkjöt til Japans fyrir 20
milljón dollara og veija um 2 millj-
ónum til „hvalrannsókna". Enginn
þeirra sem Morgunblaðsmenn
ræddu við tóku hið minnsta mark
á þvi að um væri að ræða veiðar í
raunverulegu vísindaskyni.
Örn Valdimarsson
Örn Valdi-
marsson
framkvæmda-
sljóri látinn
ORN Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri, Iést í Reykjavík
þriðjudaginn 5. ágúst, á 50. ald-
ursári.
Öm fæddist í Reykjavik hinn 4.
desember 1936. Að loknu námi í
Verslunarskóla íslands hóf hann
sjálfstæðan verslunarrekstur þar til
hann tók við starfi aðalbókara hjá
Vinnufatagerð íslands árið 1970.
Hin síðari ár starfaði hann sem
framkvæmdastjóri fyrir fasteign-
imar Skeifuna 15 og Vesturgarð.
Öm tók virkan þátt í flokksstarfi
Sjálfstæðisflokksins og var formað-
ur í stjóm Félags sjálfstæðismanna
í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs-
hverfi er hann lést.
Eftirlifandi kona hans er Katrín
Ámadóttir. Hann lætur eftir sig
Qögur böm.