Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
Mor^funblaðid/Valdimar Knstinsson
Allir eiga þessir knapar og hestar það sameiginlegt að hafa sigrað í tölti á íslandsmóti og munu þau mæta
á Islandsmótið um helgina. Lengst til vinstri er Einar Öder Magnússon á Tinnu frá Flúðum, Þórður
Þorgeirsson á Snjalli frá Gerðum, Olil Amble á Fleyg frá Kirkjubæ og Björn Sveinsson á Hrímni frá
Hrafnagili.
Islandsmót í hestaíþróttum:
Islandsmeistarar í tölti
síðustu ár mæta á mótið
UM NÆSTU helgi verður haldið
Islandsmót í hestaíþróttum á
Víðivöllum, svæði Fáks. Mótið
sjálft hefst að morgni laugar-
dags en föstudagskvöldið verður
haldinn fundur með dómurum
og keppendum þar sem dómarar
munu útskýra eftir hverju verði
Icitað í dómstöfrum. Síðan gefst
keppendum kostur á að leggja
fram fyrirspurnir. Forkeppni í
gangtegundagreinum mun Ijúka
á laugardag en einnig verður
keppt í 150 metra og 250 metra
skeiði sem eru aukagreinar. Um
kvöldið verður dansleikur í fé-
lagsheimili Fáks.
Á sunnudag hefst dagskrá með
hlýðnikeppni fyrir hádegi en eftir
hádegi verða úrslit í öllum greinum
og að sögn Hafliða Gíslasonar for-
manns íþróttadeildar Fáks, sem sér
um framkvæmd mótsins, verða tvö-
föld úrslit í öllum greinum, þannig
að fyrst verður keppt um 6. til 10.
sæti og síðan 1. til 5. sæti. Á sunnu-
dag verða einnig farnir báðir
sprettir í gæðingaskeiði.
Á mótið munu einnig mæta til
leiks íslandsmeistarar í tölti síðustu
ár og má þar nefna Björn Sveinsson
með Hrímni, Einar Öder Magnússon
með Tinnu, Olil Amble með Fleyg
og Þórð Þorgeirsson með Snjall.
Ekki verður þessum hrossum att
til keppni heldur verða þau aðeins
sýnd mönnum til skemmtunar. Öll
úrslit munu fara fram á Hvamms-
vellinum en keppt verður á tveimur
völlum samtímis í forkeppninni.
Að sögn Hafliða er góð þátttaka
í flokki fullorðinna en þátttaka
unglinga frekar dræm. Einnig gat
hann þess að aðgangur að mótinu
væri ókeypis og vonaðist hann eftir
að fólk myndi fjölmenna á þennan
hápunkt íþróttamóta ársins.
Mataræði orsök 30%
krabbameinstilfella
ÆTLA má að milli 100 og 200 þeirra 700 krabbameinstilfella sem
áriega greinast á Islandi megi rekja til mataræðis. Þetta kemur fram
í grein ■ síðasta hefti Heilbrigðismála eftir Sigurð Árnason sérfræð-
ing i krabbameinslækningum við Landspítalann.
I greininni segir Sigurður að er-
lendir vísindamenn geri ráð fyrir
að um 30 af hundraði krabbameina
eigi rætur að rekja til mataræðis,
eða jafn mikið og talið er að rekja
megi til reykinga. Þetta mat er
byggt á þrenns konar rannsóknum.
I fyrsta lagi svokölluðum faralds-
fræðilegum rannsóknum, sem
byggjast á því að athugað er mis-
munandi mataræði þjóða og síðan
fylgui milli þess og mismunandi
tíðni krabbameina. I því sambandi
hafa vísindamenn meðal annars
veitt því athygli að ristilkrabbamein
er sjaldgæfur sjúkdómur í þeim
löndum þar sem menn neyta að
jafnaði mikilla trefja, eins og til
dæmis á stórum landsvæðum í
Afríku. Ristilkrabbamein er á hinn
bóginn algengt í löndum þar sem
trefjar eru lítill hluti fæðu, svo sem
á Norðurlöndum og í Bandaríkjun-
um.
í öðru lagi er stuðst við dýratil-
raunir, en tekist hefur að auka tíðni
vissra krabbameina í meltingarvegi
í rottum og músum sem aldar eru
á ákveðnum fæðutegundum.
Loks hafa menn í þriðja lagi fyi'-
ir sér erfðafræðirannsóknir, sem
styðja það að efni, sem geta valdið
stökkbreytingum í bakteríum eða
iiðrum lífverum, séu líkleg til að
vera krabbameinsvaldandi.
Sigurður segir að enda þótt rann-
sóknir séu of skammt á veg komnar
til að hægt sé að fullyrða að sam-
band sé milli krabbameins og
ákveðinna fæðutegunda, þá hafi
krabbameinsfélög í Bandaríkjunum
og Kanada séð ástæðu til að ráð-
leggja mönnum um mataræði til
að draga úr líkunum á krabba-
meini. Fyrst og fremst ber að
forðast mikla fituneyslu, en svo
virðist sem fituneysla auðveldi
myndun og viixt krabbameins. Um
það bil 40% af fæðuorku íslendinga
fæst úr fitu og er talið ráðlegt að
menn minnki neysluna að minnsta
kosti um fjórðung. Sigurður bendir
á að slíkt sé tiltölulega einfalt, að-
eins þurfi að forðast feitt kjöt og
smjiir og drekka léttmjólk eða und-
anrennu í stað nýmjólkur. Slíkt
hefur fólki lengi verið ráðlagt til
að forðast kransæðastíflu, svo
minni fituneysla sýnist vera mikil-
vægt heilbrigðisatriði.
Samhliða minni fituneyslu er tal-
ið æskilegt að auka neyslu trefja-
ríkrar fæðu, sem fæst einkum úr
gi'ófu brauði, ávöxtum og gi-æn-
meti. Þá er talið að fæðutegundir
ríkar af A- og C-vítamínum dragi
úr líkum á krabbameini, en jafn-
framt varað við því að fólk taki inn
A-vítamín í töfluformi, þar sem of-
neysla þess getur valdið eitioin.
Þess í stað er bent á dökkgrænt
og djúpgult grænmeti, sem ríkt er
af karóteini. Faraldsfræðilegar at-
huganir benda einnig til að neysla
grænmetis af krossblómaætt geti
minnkað líkur á krabbameini, svo
sem spergilkál, hvítkál, rósakál og
blómkál. Loks er varað við fæðu
sem cr mjög söltuð, reykt eða inni-
heldur saltpétur. í slíkum mat eru
margvísleg tjiiruefni sem geta vald-
ið krabbameini, svipað og tjara
tóbaksreyks.
Loks er bent á að offita sé vara-
siim. Nýleg rannsókn bandaríska
krabbameinsfélagsins leiddi í ljós
að fólk sem er 40% meira ofan við
kjiirþyngd væri 33-55% líklegra til
að fá krabbamein en fólk sem er
hæfiléga þungt.
5 1
23
Svefnbekkur með yfirhillu, dýnu og 3 púðum kr.
10.720,-.
8 skúffu kommóður kr. 4.210,-.
6 skúffu kommóður kr. 3.430,-.
4 skúffu kommóður kr. 2.750,-.
Hægindastóll kr. 2.290,-.
Öll húsgögnin eru spónlögö meö slitsterkri plastfilmu
í eikarlit, kvistafuru og hvítu.
-K-húsgagnalröllin
IfflTW.tA'l BÍIDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
AF BARNAHUSGOGNUM TOKUM VIÐ
HEIM OG ÞAU MUNU SELJAST UPP
Á NOKKRUM DÖGUM
HÉR ER VERÐIÐ
Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum 190x70 sm, kr.
6.530,- með góðu bómullarefni.
30
TON
Svefnbekkur með endahillu, dýnu og
9.280,-.
Skrifborð lengd 120 sm kr. 3.600,-.
Klæðaskápur breidd 80 sm kr. 5.960,-.
Bókahilla breidd 60 sm kr. 2.880,-.
Skrifborðsstóll kr. 2.000,-.
Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum
kr. 6.530,- með góðu bómullarefni.
Skrifborð lengd 150 sm kr. 4.690,-.
Bókahilla breidd 90 sm kr. 3.510,-.
Skrifborðsstóll kr. 2.000,-.
tttaBgg • a?K i
3 púðum kr.