Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Vindhviða feykti eiturgámunum íána Átján gámar, sem fullir voru af eiturefnum, féllu í ána Des Moines í grennd við bæinn Boone í Iowa í síðustu viku. Óhappið átti sér stað, þegar óveður brast á og geysiöflug vindhviða feykti járnbrautarvögnunum fram af 35 metra hárri brú. Frakkland: Bandaríkin: Herferð hafm gegn ólöglegri eitur ly fj aney slu WaBhington, AP. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hóf á mánudag herferð gegfn ólöglegri eiturlyfjaneyslu og sagðist treysta á stuðning al- mennra borgara við þá viðleitni stjórnvalda „að fá eiturlyfjaneyt- endur til að taka sig saman um að hætta“. „Allar heimsins stjómvaldaað- gerðir koma fyrir lítið, þegar eiturlyfjaplágan ’er annars vegar, svo lengi sem hún nýtur griða með þegjandi samþykki almennings," sagði Reagan. „Þess vegna verðum við nú að ganga lengra en áður og einskorða okkur ekki við að reyna að hefta söluna, við verðum einnig að beina athyglinni að neyslunni." Reagan sagði, að eiturlyfjaneysl- unni linnti ekki og afleiðingar hennar versnuðu sífellt þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að hefta ólöglegan innflutning efnanna. „Við stefnum ekki að því að koma neytendunum í fangelsi, heldur losa þá við vímuefnin," sagði hann. Hann kynnti ýmsar ráðstafanir stjómvalda í þessu skyni. M.a. á að beina þeim tilmælum til samtaka atvinnurekenda og launþega, að þau leggi fram skerf í baráttunni við eiturlyfjavandamálið. Pólland: Handtekín fyr- ir að mótmæla áfengisneyslu Varsjá, Póllandi, AP. AÐ MINNSTA kosti sex manns voru handteknir fyrir að mót- mæla ofneyslu áfengis í Varsjá á mánudag. Fólkið hafði tekið sér stöðu fyrir framan opinberan útsölustað áfengis og hafði uppi spjöld með áletruninni: „Ágúst er vínlaus mánuður." Fyrstu ríkisfyrirtækin aug- lýst til sölu í september París, AP. EDOUARD Balladur, efnahags- málaráðherra Frakklands, sagði í gær, að fyrstu fyrirtækin í eigu franska ríkisins, sem seld skyldu einkaaðilum samkvæmt áætlun GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka i loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. stjórnarinnar, yrðu auglýst til sölu um miðjan september. Á fundi með fréttamönnum í gær kvaðst Balladur ekki enn hafa tekið ákvörðun um, hvaða fyrirtæki af þeim 65, sem áformað væri að selja á næstu fimm árum, yrðu þau fyrstu, sem seld yrðu í hendur einkaaðilum. En hver sem þau yrðu, þá sagðist hann vona, að sölukjörin þar yrðu höfð sem „fyrirmynd", að því er snerti þau fyrirtæki, sem seld yrðu síðar. Haft er eftir heimildum innan stjórnarinnar, að á lista yfir þau fyrirtæki, sem helzt komi til greina, séu tvær iðnaðarsamsteypur, tveir bankar, tvö tryggingafyrirtæki og tvö móðurfyrirtæki annarra hluta- félaga. Fyrirtæki þessi verði síðan endanlega sett í sölu í lok þessa árs. Sá orðrómur hefur verið á kreiki, að Saint-Gobain SA, sem framleiðir gler og byggingavörur, yrði líkleg- ast fyrir valinu úr hópi iðnfyrirtækj- anna, en Groupe des Assurances Nationales og Ássurances Genera- les de France væru líklegast á meðal tryggingafyrirtækjanna. Þá væru Credit Commercial de France og Societe Generale efstir á listanum yfir þá banka, sem seldir yrðu. Katólska kirkjan í Póllandi hefur undanfarin ár barist fyrir því að fólk haldi sig algerlega frá áfengis- neyslu í ágústmánuði og hafa prestar brýnt það fyrir sóknar- börnum sínum við guðsþjónustur. Voru mótmælin skipulögð af kirkj- unni og stuðningsmönnum hinnar útlægu verkalýðshreyfingar Sam- stöðu. Kirkjan og hið opinbera hafa miklar áhyggjur af auknum drykkjuskap í Póllandi. Mótmæli voru einnig fyrir fram- an aðra áfengisverslun í Varsjá og við að minnsta kosti tíu áfengissöl- ur í borginni Gdansk. Lögreglan hafði engin afskipti af þessum mót- mælum. Sams konar mótmæli voru einnig höfð í frammi í ágústmánuði á síðasta ári. Sækja verður um leyfi til ríkisvaldsins í Póllandi fyrir mót- mælastöðum. Sala á bandarísku gnlli kæmi illa við Suður-Afríku Gullsalan meðal þeirra refsiaðgerða, sem utan- ríkismálanefnd öldungadeildarinnar mælir með Washingfton, AP. Utanríkismálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku með 15 atkvæðum gegn 2 að heimila sölu á hluta af gullbirgðum ríkisins. Er þetta liður í refsiað- gerðum gegn Suður-Afríku, sem nefndin hefur samþykkt. Stuðningsmenn þessa hafa þó viðurkennt, að þeir eigi mjög erfitt með að meta í heild þær efnahagslegu afleiðingar, sem gullsalan kunni að hafa í heild. Fyrirhugaðar refsiaðgerðir, sem nefndin mælir með, felast fyrst og fremst í banni við kola- og stálsölu til Suður-Afríku, flugvél- ar þaðan eiga ekki að fá lending- arleyfi í Bandaríkjunum, bann verður lagt við frekari fjárfesting- um bandarískra fyrirtækja í Suður-Afríku, en auk þess verður Reagan forseta heimilað að selja af gullbirgðum Bandaríkjanna. Gullsölunni er ætlað að knýja fram verðlækkun á heimsmark- aðsverði á gulli. Suður-Afríka er einn helzti gullútflytjandi heims, en Sovétríkin selja einnig m.kið af gulli. Lægra heimsmarkaðs- verð myndi því draga úr tekjum beggja þessara landa af gullsöl- unni. Áhrifamiklir aðilar í bandaríska gulliðnaðinum eru þessu hins veg- ar algerlega mótfallnir og segja, að þetta geti haft í för með sér, að endir verði bundinn á rekstur gullnáma í Bandaríkjunum sjálf- um. Jafnframt sé alls ekki ljóst, hverjar afleiðingamar verða á gullmarkaði í Bandaríkjunum eða heimsmarkaðinum í heild. Mark Helmke, aðstoðarmaður Richards Lugar, formanns utan- ríkismálanefndarinnar hefur sagt, að þessi hugmynd hafi fyrst kom- ið upp, eftir að brezka tímaritið Economist fitjaði upp á henni 19. júlí sl. Economist, sem til skamms tíma var andvígt refsiaðgerðum, hélt því fram, að Suður-Afríka gæti komizt yfir flestar refsiað- gerðir, en bætti síðan við: „Áhrifa- mesta og hraðvirkasta ráðstöfun- in yrði að hóta lækkun á heimsmarkaðsverði á gulli.“ Hélt blaðið því fram, að tilkynningin ein um sölu á bandarísku gulli myndi snarminnka tekjur Suður- Afríku af gullsölu, „áður en klukkustund væri liðin.“ Helmke kvaðst hafa það eftir Lugar og öðrum meðlimum utan- ríkismálanefndai'innar, að þeir teldu þetta vera „athyglisverða hugmynd" og eftir nokkrar vangaveltur samþykktu þeir að taka hana með' í hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Frumvarpið verður nú að fara fyrir öldungadeildina og síðan til þingnefndar, þar sem reynt verður að samræma það frumvarpi því, sem fulltrúadeild þingsins hefur þegar samþykkt. Reagan forseti lýsti því yfir í ræðu fyrir nokkrum vikum, að hann væri andvígur refsiaðgerð- um gegn Suður-Afríku og sagði, að þær myndu hafa öfug áhrif miðað við það, sem þeim væri ætlað. Forsetinn sagði hins vegar ekkert um, hvoix hann hygðist beita neitunarvaldi, ef þingið sam- þykkti slíkar aðgerðir. ÓSA/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.