Morgunblaðið - 07.08.1986, Side 27

Morgunblaðið - 07.08.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 27 Hrapaði niðurágötu ímiðri Mexíkóborg Þessi mynd er tekin í Mexíkóborg í síðustu viku eftir að tveggja hreyfla Cessna hafði hrapað niður á fjölfarna götu í miðborginni. A.m.k. sex manns létu lífið og enn fleiri hlutu meiðsl eða fengu taugaáfall. Fjórir bílar gereyðilögðust. Bandaríska flugfélagið Delta: Neitaði alnæmissjúklingi um far án fylgdarmanns San Francisco, AP. SAMTÖK, sem vinna í þágu alnæmissjúklinga, ætla að skora á fólk að ferðast ekki með bandaríska flugfélaginu Delta, biðjist félagið ekki afsökunar á að hafa neitað alnæmissjúklingi um flugfar nema í fylgd með aðstoðarmanni. Samtökin, sem hafa höfuðstöðv- ar sínar í San Francisco, krefjast George Bush þess einnig, að Delta gefi út opin- bera yfírlýsingu um, að alnæmis- sjúklingurh sé velkomið að ferðast með flugvélum félagsins, að sögn Ken McPherson, varaformanns samtakanna. „Mark Sigers var beðinn um að yfirgefa eina af farþegaþotum Delta sl. þriðjudag, af því að hann þurfti sérstakrar umönnunar við á leiðinni, en hafði ekki aðstoðarmann í för með sér,“ sagði talsmaður fé- lagsins, Bill Berry. „En honum var ekki vísað frá vegna þess að hann væri alnæmissjúklingur." McPherson sagði, að Sigers hefði raunverulega verið neitað um þjón- ustuna, vegna þess að andlit hans og líkami væru þakin sarkmeinssár- um, sem eru einkenni alnæmissjúk- dómsins. „Fólk er ekki vant að sjá sjúklinga, sem haldnir eru alnæmi," sagði hann. „Það er ekki beint fög- ur sjón. En við erum hneyksluð á því harðhnjóskulega tillitsleysi, sem þarna var sýnt.“ Bush snýr heim Washington, AP. VARAFORSETI Bandaríkjanna, George Bush, kom heim úr 10 daga ferðalagi um Miðaustur- lönd á miðvikudag. Hann sagði að hann hefði haft mikið gagn af viðræðum við leiðtoga þeirra ríkja, er hann heimsótti, og að nú hefðu Bandaríkin tækifæri til þess að eiga frumkvæði að varan- legum friði fyrir botni Miðjarð- arhafs. Bush ræddi við fréttamenn á leið heim frá Kaíró, og sagði að það gerðist ekki oft nú á dögum, að hægt væri að fá stjórnir þriggja ríkja til þess að fallast á eitthvað, „ ... en ég er sannfærður um að það sé nægur grundvöllur fyrir þró- un í friðarátt". Talsmaður Bush, Marlin Fitz- water, sagði að vart hefði orðið aukins sveigjanleika Israela, en að viðbrögð Husseins Jórdaníukon- ungs hefðu verið óljós. Borgaryfirvöld í Moskvu: Boðaðar umbætur og herferð gegn spillingu EF BORIS Yeltsin, hinum nýja leiðtoga Moskvudeildar sovéska kommúnistaflokksins, tekst að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd, má vænta mikilia breytinga í Moskvu á næstu árum. Yeltsin, sem einnig gegnir stöðu borgarstjóra, hefur boðað her- ferð umbóta þar sem Mo$kva er langt frá því að geta talist fyrirmyndarborg sósíalismans að hans mati. Sjálfur hefur hann sagt að ástandið í húsnæðis- og heilbrigðismálum sé öldungis óviðunandi og að nauðsynlegt sé að uppræta spillingu og dug- leysi meðal þegnanna. Yeltsin tók við embætti af Viktor Grishin sem lét af störfum í des- ember á síðasta ári og átti að baki fremur vafasaman feril. Yeltsin er talinn dyggur fylgis- maður Mikhail Gorbachevs, leið- toga Sovétríkjanna, og greinilegt er að hann hyggst hrinda umbóta- hugmyndum leiðtogans í fram- kvæmd. Boris Yeltsin hefur sagt að yfir- völdum beri að einbeita sér að heilbrigðismálum en skortur á sjúkrarúmum hefur lengi loðað við Moskvuborg. Þá telur hann að yfirvöldum beri að ráðfæra sig við borgarbúa áður en ráðist er í að rífa gamlar byggingar til þess að rýma fyrir forljótum fjölbýlis- húsum. Milljónir Sovétborgara æskja þess að fá að flytjast til höfuð- borgarinnar. Frá árinu 1970 hafa 700.000 verkamenn frá lands- byggðinni flutt þangað og telur Yeltsin þessa þróun mjög óæski- lega. Þeir sem fá leyfi yfirvalda til að flytjast búferlaflutningum þurfa í staðinn að vinna í fimm til sjö ár í verksmiðjum Moskvu- borgar. Yeltsin hefur sagt að flytja verði 128 verksmiðjur frá Moskvu fyrir árið 1990 en þar með munu 40.000 iðnverkamenn missa vinn- una. Skriffinnarnir eru ekki lengur öruggir um störf sín því nú þegar hafa 74 starfsmenn flokksins í Moskvu verið reknir. Yeltsin er einkum umhugað um að bæta úr matvælaskortinum sem hann hefur nefnt „skömm Moskvuborgar". Skorturinn stafar einkum af lélegri stjómun og takmörkuðu geymsluplássi. Þá hnupla starfsmenn verslana mat- vælum og selja þau á svörtum markaði. Víst er að Boris Yeltsin á ærið verk fyrir höndum. Honum mun þó reynast auðvelt að grípa til óvinsælla aðgerða því ólíkt starfs- bræðrum sínum á Vesturlöndum þarf hann ekki að leita eftir hylli borgarbúa. HANDBÆKUR TÖLVUORÐ °9 unnrn (rddfoikv* utn *oIwjí I ' •. lölVUfMOMAN Tölvufræðslan hefur gefið út eftirfarandi tölvubækur: Þýðingar ásamt skýringum á 900 algengum tölvuorðum. Ennfremur fylgja viðaukar um stýrikerfið MS-DOS, IBM-PC lyklaborð o.fl. MULTIPLAN Vönduð handbók í notkun töflureiknisins Multiplan. Með bókinni fylgir disklingur með ýmsum gagnlegum líkönum t.d. skattaútreikningi, fyrningaskýrslum, fjár- hagsáætlunum, víxlum, verðbréfum o.fl. WORD Handbók í notkun ritvinnslukerfisins WORD ásamt æfingum í notkun kerfisins. Þessi rit eru öll til sölu hjá Tölvufræðslunni Ármúla 36. Sendum ennfremur út á land í póstkröfu. Athugið: NemendurTölvufræðslunnarfá 30% afslátt. Ármúla 36, Reykjavik. Blaðburöarfólk óskast! ÚTHVERFI Álfheimar Skeiðarvogur Kleppsvegur 3-38 Laugarásvegur 39- AUSTURBÆR Njálsgata Plö1T0iIluWít^Í^ NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.