Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 31
f
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1986
31
Að lokinni göngn friðarsamtaka á þriðjudagskvöld var logandi kertum fleytt á Tjörninni. í frétt samtak-
anna segir að á þeim hafi logað furðanlega vel þrátt fyrir súld og rigningu.
Minntust Hiroshimasprengj-
unnar með friðargöngu
Samstarfsnefnd Friðarhreyf-
inga stóð fyrir göngu milli
sendiráða Bretlands, Banda-
ríkjanna, Frakklands, Kína og
Sovétríkjanna á þriðjudagskvöld
til að minnast þess að 41 ár er
liðið frá því að kjarnorku-
sprengju var varpað á Hiro-
shima. Göngumenn afhentu
sendiráðunum áskorun og gengu
síðan niður að Tjörninni, þar sem
flutt voru ávörp og kertum fleytt
á vatninu.
Áskorunina undirrituðu fulltrúar
8 friðarsamtaka. Þar segir orðrétt:
„Þjóðir heims þurfa að nýta friðar-
árið til að hefla einarða baráttu
fyrir friði og afvopnun á grundvelli
stefnu Sameinuðu þjóðanna um
kjamorkuvopnalaus svæði. Um leið
og íslenskir friðarsinnar skora á
íslensk stjórnvöld að snúast alstaðar
og ævinlega gegn kjarnorkuvíg-
búnaði og lýsa yfir fullum stuðningi
við tillöguna um kjarnorkufriðlýst
Norðurlönd, skorum við á frönsk,
bresk, bandarísk, sovésk, kínversk
stjómvöld að stöðva nú þegar fram-
leiðslu kjarnorkuvopna og hætta
tilraunum með þau.“
Myndlistar-
sýning í
Hveragerði
Sigurður Sólmundarson mynd-
listarmaður opnar sjöundu
sýningu sina á morgun í Félags-
heimili Olfusinga í Hveragerði.
Sýningin verður opnuð kl. 16 og
lýkur kl. 20. Síðan verður opið alla
daga frá kl. 14 til 22 fram til 17.
ágúst.
Á sýningunni verða um 40 verk
af ýmsu tagi og er hún tileinkuð
40 ára afmæli Hveragerðis
(Ur fréttatilkynningu).
Útimarkaðir í Hólminum
Stykkishólmi.
. Það fer í vöxt að liafa útimark-
aði, þótt þeir standi ekki lengi.
Ef gott er veður, þykir fólkinu
tilbreyting í því að versla úti í
góða veðrinu. Verslunarþjónar
hafa þá tilbúinn varning sem
helst þjónar sumri og sól og einn-
ig algenga og almenna vöru sem
gengur allt árið.
Vöruhúsið Hólmkjör hf. í Stykk-
ishólmi var með vörur á útimarkaði
á landareign sinni nú fyrir skömmu
og var það skemmtileg nýbreytni.
Komu margir bæði að skoða og
gera verslun og tók fréttaritari
Mbl. þá þessa mynd af örtröðinni.
Fánalengjur allavega litar blöktu
yfir markaðsstaðnum. Þá leit
fréttaritari á leið sinni til Hrafnkels
í Húsinu og var hann einnig með
sína fána og við að útbúa útimark-
að á sínum vörum, enda veðrið til
þess.
Var hann að raða mununum upp
á stórt borð þegar fréttamann bar
að garði.
Þetta var góð tilbreyting og er
ekki að efa að menn kunnu að
meta þetta.
— Árni
HRAUN
ÓTRÚLEG
ENDING
HRAUN - FÍNT
hefur mjög góöa viöloöun viö flest
byggingarefni og hleypir raka
auöveldlega í gegnum sig.
Mikið veðrunarþol — stórgóö
ending.
Vestur-Islend-
ingar í heimsókn
Hér á landi er nú staddur hópur Vestur-lslendinga sem búsettir
eru í Kanada. Vestur-íslendingarnir komu til landsins 1. ágúst og
dvelja hér til 21. ágúst. Það er ferðaskrifstofan Viking-travel í Gimli
sem sér um ferðir Vestur-Islendinganna í samvinnu við Samvinnu-
ferðir/Landsýn sem nokkur undanfarin ár hefur staðið fyrir leigu-
flugi milli Islands og Kanada. Að sögn Kristínar Gunnarsdóttur hjá
Samvinnuferðum/Landsýn hafa á annað hundrað manns heimsótt
ísland nú í sumar, fólk sem gjarnan kemur til að heimsækja ætt-
ingja sína á íslandi.
Við birtum hér nöfn þeirra sem
hér dvelja nú:
Thomás Alexanderson, Arborg,
Duane Anderson, Grand Forks,
Emilia J. Anderson, Grand Forks,
Kristjan G. Anderson, Ottawa,
Phyllis M. Anderson, Ottawa, Einar
Arnason, Winnipeg, Thora Arnar-
son, Winnipeg, Mable B. Auch-
staetter, Calgary, Elva I. Barnson,
Burnaby, Warren Birch, Vancouver,
Ima Dinusson, Fargo, Sigridur El-
vin, Mississauga, Esther V. Erick-
son, Selkirk, Victor E. S. Ericson,
Selkirk, Pearl Eyford, Winnipeg,
Arngerdur J. Fridriksson, Don
Mills, Petur O. Fridriksson, Don
Mills, Gudny Gierholm, Gimli, Peral
M. Goodmanson, Selkirk, Grace M.
Grímson, Qesnel, Martin H.
Grímson, Qesnel, Lillian Gudmund-
son, Arborg, Victoria Gudmundson,
Grand Forks, Laura Gunderson,
Selkirk, Anna Hancherow, Calgary,
Kirk Hancherow, Calgary, Christ-
ine Hannell, Hamilton, Francis
Hannel, Hamilton, Dorothy Hatc-
her, Toronto, Gudmundur A.
Helgason, Arnes, Thora A. Helga-
son, Ames, Ken A. Johnson,
Edmonton, Lillian R. Johnson,
Vancouver, Valdine G. Johnson,
Winnipeg, Oloafa Jonasson,
Winnipeg, Kristin Juliusson, Ed-
monton, Brent A. Kellas, Winnipeg,
Bruce D. J. Kellas, Winnipeg, Ro-
bert E. Kellas, Winnipeg, Sigrid
A. Kellas, Winnipeg, Steven D. J.
Kellas, Winnipeg, Sylvie Lacombe,
Quebec, Kathryn A. Love, Winni-
peg, Anna R. Magnusson, Winni-
peg, Janis O. Magnusson, Regina,
Stefania Morris, Surrey, Laura 01-
afson, Churchbridge, Winnifred
Oliver, Vancouver, Mary B. Perfect,
Winnipeg, Karen Reppin, Don Mills
Lynda Senior, Downsview, Richard
Senior, Downsview, Asgeir Sigurd-
son, Elfros, Unnur Thomson,-*-
Rexdale, Elsa Thor, Winnipeg,
Katrín Thor, Winnipeg, Hulda
Thorsteinson, Regina, Skuli Thor-
steinson, Regina, Gunnar Thorvald-
son, Edmonton, Elizabeth Young,
Selkii'k, Nelson S. Gerrard, Arborg,
Gunnthora Gísladottir, Winnipeg,
Elin Hood, Brandon, Oddny T. Jul-
iusson, Regina, Gudmundur E.
Nordal, Winnipeg, Hermania Nord-
al, Winnipeg, Marius Olafsson,
Edmonton, Koletta Hancherow,
High River.
Einleikstónleikar
fyrir leiksýningar
í tengslum við sýningar Al-
þýðuleikhússins á verki Ágústs
Strindbergs, „Hin sterkari", hafa
verið haldnir tónleikar á undan
sýningum.
Hingað til hafa komið fram tón-
listarmennirnir Kolbeinn Bjamason
flautuleikari og Kristinn Ámason
gítarleikari. I kvöld, fimmtudaginn
7. ágúst og föstudaginn 8. ágúst
mun Snorri Örn Snorrason leika
einleik á lútu og samanstendur efn-
isskráin af ýmsum lútuverkum frá
endurreisnartímanum.
Sýningamar eru haldnar í Hlað-
varpanum, Vesturgötu 3, og opnar
húsið kl. 20.30, en tónleikamir he§-
ast um hálftíma síðar og lýkur um
21.30, þegar leiksýning hefst.
(Ur fréttatilkynningu.)
ARHARHÓLL
Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu.
Borðapantanir í sima 18833.
Útimarkaður í Stykkishólmi.