Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 4' Konimgar B-myndanna Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Los Angeles, 1983. Menahem Golan er soltinn. ísraelski framleið- andinn teygir sig yfir samninga- borðið á skrifstofu sinni sem býður upp á útsýni yfir sjúskaðan hluta af Sunset Bouleward og gómar snittu með ijómaosti og reyktum laxi. Hann býr sig undir að bíta í sneiðina en snýr sér um leið að matargesti sínum, hinum sögu- fræga soldáni „schlock“-myndanna, Sam Arkoff. „Manstu þegar við hittumst fyrst?“ spyr Golan og sekkur tönn- unum í tommu þykkan ijómaostinn. Arkoff, sem bseði er orðinn vamb- mikill og hálfsjötugur, lítur yfir lífstíð stráða B-myndum, hinum óteljandi margsóluðu ICdgar Allan Poe-myndum og strandlífsmyndum sem hann ruddi út undir merki American International Pictures. „Var þetta ekki Trunk to Cairo?“ segir hann og þreifar eftir vindli í bijóstvasanum. „Jú,“ samþykkir Golan. „Ég kom til Hollywood til að sjá 75 þús. dali. Fyrir tuttugu árum, ef ég man rétt. Og manstu hveiju þú svaraðir mér, Sam? Ég settist niður í þess- ari borg í tvær vikur á skítahóteli. Ég sendi öllum stórfyrirtækjunum handritið. Og í tvær vikur gerist ekki neitt. Þeir svara mér ekki í síma. Síðan fer ég til fundar við hr. Arkoff. Stór maður. Stór vind- ill. Stór skrifstofa. Ég segi: „Hr. Arkoff. Ég reikna ekki með að neitt komi útúr þessu en ég er með hand- rit meðferðis og held til baka til Israels innan þriggja daga og þarfn- ast 75 þús. dala.“ Sam segir mér að opna hurðina við hliðina. Við blasa tvær undurfagrar hlandskálar flúraðar með gullslegnu blóm- skrúði. Við hliðina á hlandskálunum eru aðrar dyr, ég opna þær, inni situr maður við skrifborð. „Þetta er félagi minn,“ segir Sam, „á hvetj- um morgni á slaginu tíu, þá pissum við héma. Þegar því er lokið þá gerum við kvikmyndir. Komdu þeg- ar ég er búinn að pissa á morgun, þá færðu svar.“ „Og þú fékkst 75 þúsundin dag- inn eftir?" spyr Arkoff. „Jú,“ svarar Golan og ístran skelfur af hlátri. „Og síðan hef ég ekki getað gleymt þessari sögu. Ég sagði við sjálfan mig: „Þessi Sam Arkoff er öðruvísi. Hann er ekki Hollywood. Hann tekur ákvarðanir af eðlisávísun. Hvort sem honum kemur það betur eða verr, þá er hann sinnar gæfu smiður." Hvort sem honum kemur það betur eða verr, þá er Menahem Golan í dag sinnar eigin gæfu smið- ur sem og málefna affarasælasta, sjálfstæða kvikmyndafyrirtækisins í Hollywood. Á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan hann fékk vitr- unina á saleminu hjá Arkoff og einkum og sérílagi eftir að hann yfirtók Cannon Films 1979, er Gol- an orðinn heimsins stærsti dreif- ingaraðili á B-myndum. Með 23 myndir framleiddar á síðasta ári — fleiri en nokkurt annað kvikmynda- ver — og 36 áætiaðar til dreifíngar i ár, hafa þeir Golan og félagi hans og frændi, Yoram Globus, loks kom- ist á toppinn. í dag hafa þeir Goian og Globus yfimmsjón með alþjóðlegu fram- ieiðslu- og dreifingarstórveldi sem á síðasta ári skilaði 15,2 milljóna dollara hagnaði af 150,8 millj. dala tekjum (tuttugu og fimm prósent hagnaðaraukning frá árinu áður). í vor keypti Cannon Thom EMI Screen Éntertainment, stærsta kvikmyndaframleiðslu- og dreifing- arfyrirtæki á Bretlandseyjum og sjötta stærsta kvikmyndahúsahring í Bandaríkjunum. Þá gerðu þeir stórsamning við kapal- og sjón- varpsfyrirtækið Viacom. Hlutabréf- in í Cannon, sem fyrir fímm árum gengu á tvo dali, hafa tuttugufald- ast síðan. Með því að halda kostnaðinum niðri — meðalmynd frá Cannon kostar 5 millj. dala, helmingi minna en hjá öðmm kvikmyndaverum — imeð því að semja við stóm nöfnin í leikarastéttinni uppá hálfvirði gegn hlutdeild í hagnaði, og með því að forselja dreifingarrétt erlend- is svo og viðbótarrétt, (einsog myndbanda- og sjónvarpsrétt), virðast þessir tveir ísraelsmenn hafa fundið upp pottþétta uppskrift fyrir velgengni. En þeir Golan og Globus em ennþá soltnir. Líkt og fyrri kynslóð- ir athafnamanna af gyðingaættum sem komu til Suður-Kalifomíu í leit að auði og virðingu, þá tala þeir tveir löngunarfullir um 100 milljóna dala stóraðsóknarmyndir, um að vinna Óskarsverðlaunin, um að verða jafn stórfrægir og Wamer Bros. eða 20th Century Fox. Þetta em ekki ástæðuiausir dag- draumar. Allt frá That Champ- ionship Season, fyrstu tilraun Cannon til að hækka álit fram- leiðslu sinnar, árið 1982, hafa þeir Golan og Globus verið önnum kafn- ir við að bæta álit og útlit fyrirtæk- isins. Þó að myndin gengi illa þá sýndi hún fram á alvöru þeirra fé- laga í að framleiða vandaðri myndir. í dag, þegar Cannon er enn að framleiða gróðavonarmyndir einsog The Delta Force og The Americ- an Ninja II er það jafnframt að gera myndir undir stjóm John Hus- ton, Jean-Luc Godard, Roman Polanski, Linu Wertmúuller, Franco Zeffirelli o.fl. Og í ár hlutu tvær af myndum þeirra, Runaway Train og When Father Was Away on Business alls fjórar Óskarsverð- launatilnefningar. í sumum tilfellum hafa þeir frændur nálgast stór nöfn með stór- ■m'fV \Í,.w 'CáL um fjárfúlgum. Talið er t.d. að Sylvester Stallone fái 12 milljónir dala fyrir að leika í sumar í mynd- inni Over the Top. Chuck Norris er með sjö ára samning sem sagt er að gefi honum 21 milljón dala í aðra hönd. Og Dustin Hoffman samþykkti að leika í Cannon-mynd byggðri á La Brava e. Elmore Leonard, fyrir 6,5 milljónir (en dró sig seinna til baka). En þrátt fyrir alla velgengnina hefur þeim Golan og Globus ekki tekist að komast yfir slæman smekk og prúttkenndar samningaleiðir. Og þó þeir hafi mikið reynt þá hefur þeim ekki enn tekist að greina á milli glundurs og glæsileika. Eigin leikstjómartilraunir Golans einsog Lepke og Over the Brooklyn Bridge hafa verið ráðleysisleg mis- tök. Tilraunir hans að framleiða stjömumyndir einsog Sahara, 15 milljóna dala uppátæki með BrookeShields, og Bolero með Bo Derek berstrípaða í nautaati voru báðar mislukkaðar, bæði hvað að- sókn snerti og í augum gagnrýn- enda. Og menningarmyndir fyrirtækisins til þessa, að júgóslav- nesku myndinni When Father Was Away on Business, undanskilinni, hafa flestar valdið vonbrigðum. Með slíka afrekaskrá að baki velta margir í Hollywood vöngum yfir því hvort Cannon sé ekki að dreifa kröftum sínum um of og, ef svo er, í baráttu sinni fyrir því að teljast eitt af hinum stóru, hvort fyrirtækið hafí ekki gleymt leyndar- dómi velgengni sinnar. Jonathan Taplin, einn af eigendum fjárfest- ingarfyrirtækis í Kalifomíu, segir: „Þó að þessir náungar séu leiknir þá er sú tilhneiging rík að sölsa undir sig stórverkin með því að yfirborga leikara. Það merkilega við Cannon fram til þessa er að þeir standa ekki í slíku. Gleymsku á því sem gerði þeim gott þyrftu þeir að gjalda dýru verði.“ Golan þurfti á allri sinni bardaga- kunnáttu að halda til að hasla sér völl í hinu lokaða samfélagi í Hollywood. Fá umboðsmenn til að svara símtölum og leikara að lesa handrit. Þegar frændumir yfirtóku Cannon árið 1979 var orðstír þess í göturæsinu. Árlegar tekjur dottn- ar niður í 1,9 milljónir dala og síðustu myndir þess í dreifingu D-myndir á borð við The Happy Hooker Goes to Washington, Gas Pump Girls og Slumber Party nr. 57. Fyrsta árið sem Golan og Globus eyddu í fyrirheitna landinu lofaði ekki góðu. Þeir frændur höfðu allt- af átt þann draum stærstan að dvelja í Hollywood. „Fyrir mig var það svipað og koma að Grátmúm- um,“ segir Globus, en loks er þeir náðu þessu marki draup ekki smjör af hveiju strái. Meðal fyrstu mynd- anna sem þeir framleiddu í Banda- ríkjunum voru Schizoid, Seed of Golan og Globus. Um fátt hefur verið meira rætt og ritað í kvik- myndaheiminum en ótrúlegan uppgang þessara ísraelsku frænda á síðustu árum. Enda spyrja nú margir: munu þeir kollsteypast eða komast af? Innoncence og The Apple, vísindaskáldsögu-rokkópera. Allar bmgðust myndirnar við miðasölu- lúguna, þó svo færi, sökum orsaka sem jafnvel Golan botnar ekki í, að rokkóperan setti ný aðsóknarmet í Ungveijalandi og Zimbabwe. Hagnaðurinn af Cannon, fyrsta árið sem þeir stjómuðu því, 1980 nam 8,154 milljónum dollara! Næstu tvö árin gekk þeim Golan og Globus mun betur með skyndi- gróðamyndum einsog Death Wish II sem .tók inn yfir 40 milljónir dala, Enter The Ninja, sem var sú fyrsta í röð vinsælla kung-fu- mynda og Lady Chatterley’s Lo- vermeð hálf-klámdrottningunni Sylviu Kristel í aðalhlutverki. Næst- um hver einasta mynd sem sýnd var ’82 skilaði hagnaði og fyrirtæk- ið átti sitt besta ár til þessa. Þegar þeir vom búnir að tryggja undirstöður sínar á B-mynda- markaðnum fóm hinir ísraelsku framleiðendur að færa út kvíamar. Þeir sköpuðu sér framleiðsluað- stöðu í London og Róm, eignuðust kvikmyndahús á Bretlandseyjum, Ítalíu ogHollandi, juku lánaheimild- ir hjá viðskiptabönkum sínum og gerðu samning um dreifingu við MGM/UA. Jafn ófágaðar og marg- ar viðskiptaaðferðir þeirra þóttu og myndir þeirra smekklausar — einn gagnrýnandi vitnaði í framleiðslu þeirra sem „Golan-lægðimar" — þá höfðu þessir tveir menn að minnsta kosti áunnið sér athygli og jafnvel þá virðingu sem þeir sóttust eftir. Umboðsmenn byijuðu að svara símtölum. Leikstjórar og framleið- endur fóm að segja frá fyrirætlun- um sínum. Og einstaka kvikmynda- stjama, einsog Charles Bronson, samþykkti að gera þriðju og fjórðu kvikmyndina fyrir fyrirtækið. Órfá- ir áttu jafnvel falleg orð að segja um Golan. „Hann er eini maðurinn í Hollywood sem hafði þor til að framleiða myndina mína,“ segir John Cassavetes, sem leikstýrði Love Streams fyrir Cannon. „Hann lét mig hafa allt sem ég þurfti. Hvað mig varðar ættu þeir að stjóma þessum bransa." Það taka ekki allir í Hollywood undir þessi orð. Þeir frændur hafa farið í skapið á nokkmm umboðs- mönnum fyrir að tilkynna framtíð- aráætlanir sem ekki hefur verið búið að semja um. Eitt sinn sögðu þeir fréttamönnum að Jack Nichol- son væri búinn að samþykkja að leika í mynd byggðri á skáldsögu Sauls Bellow, Henderson, the Rain King, án þess að eiga kvik- myndaréttinn. Þá hafa þeir kynnt önnur verkefni á hæpinn hátt. T.d. dró Dustin Hoffman sig út úr kvik- myndagerð La Brava í vor eftir að Cannon hafði notað mynd af honum til að auglýsa gerð myndar- ÞAÐ EKKERT ÍPk sm H H tm II ayg m bi t - fv' r ; >F!i i ri'l t?I J m SmR n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.