Morgunblaðið - 16.08.1986, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986
SKESSUJURT
Livisticum officinale
Skessujurtin, sem sumir kalla
„Maggi-jurt“, er ljölær, beinvaxin
og harðger jurt, sem þrífst ágæt-
lega hérlendis og prýði er að í
hverjum garði. Hún er stinn og
vindþolin þó hún sé há, verður á
annan metra á hæð, gljáandi
tviQaðurskipt blöð og er blað-
fögur, enda er blaðskrúðið hennar
mesta prýði. Blómin eru smá,
gulleit, í sveipum og ekki sérlega
ásjáleg.
Skessujurtin er feikidugleg
þegar hún er búin að ná sér á
strik á annað borð og þarf þá lítið
fyrir henni að hafa nema gefa
henni áburð á vorin þegar hreins-
að er til og virðist hún geta dafnað
vel þótt lítt sé að henni hlúð.
Skessujurtin er það blaðfalleg að
hvað útlit snertir stendur hún vel
fyrir sínu og sómir sér prýðisvel
t.d. sem bakgrunnur í breiðu beði
eða í sambýli við runna. En hún
hefur fleira til síns ágætis en
dugnaðinn og fallegt útlit. Hún
er að mínu viti einhver sú ágæt-
asta kryddjurt sem völ er á
hérlendis. Á vorin og frameftir
sumri ilma blöðin og smakkast
BLÓM
VIKUNNAR
16
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
eins og fínt karrý, síðsumars líkist
bragð þeirra blöndu af karrýi,
selleríi og steinselju. Það er ákaf-
lega handhægt að geta skroppið
út í garðinn sinn á sumrin og náð
sér í slíkt ferskt og gott krydd í
súpur, sósur, kjötrétti o.fl. Það
þarf ekki stórt blað til þess að
gefa gott bragð og fljótlegt er að
skola það, klippa niður, setja það
í matinn og lofa því að sjóða með
dálitla stund, en bragðið segir til
sín.
Á haustin er upplagt að safna
blöðum af skessujurtinni, þurrka
þau svo vel að þau molni og geyma
síðan í þéttum ílátum. Þannig
notast hún allt árið og óþarfí er
að kaupa aðrar súpujurtir. Best
er að taka blöð til þurrkunar áður
en þau fara að láta á sjá á haust-
in. Skessujurtin er mikið notuð í
pakkasúpurnar vinsælu.
Rót skessujurtarinnar var hér
áður fyrr notuð til lækninga. Rót
af gömlum plöntum var þá tekin
upp að vori og þurrkuð. Ein tesk.
af rótinni á móti einum bolla af
vatni er soðið í 3 mínútur. Síað.
Drukknir 3 bollar af seyðinu á
dag. Talið hjarta- og taugastyrkj-
andi og einnig gott við þvagteppu.
Skessujurtin hefur sem sagt
margt sér til ágætis og þó hún
sé dálítið fyrirferðarmikil er hún
vel þess virði að gefa henni rúm
f garðinum. Henni má fjölga með
skiptingu og einnig má sá til henn-
ar.
Sigurlaug Árnadóttir,
Hraunkoti.
Hugað að stórri og stæðilegri skessujurt i garði á Akranesi.
Útlit fyrir að kvótinn
verði að vera áfram
- segir Kristján Ragnarsson
formaður LIU
KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs-
manna tékur undir sjónarmið sjávarútvegsráðherra í kvótamálinu
og lýsir sig fylgjandi áframhaldandi kvótakerfi i fiskveiðunum.
Hann segist ekki sjá annað en að forsendur kvótakerfisins verði
áfram til staðar, auk þess sem menn séu farnir að aðiaga sig kerf-
inu og sætta sig bctur við það en áður var. „Ég aðyllist þó í vaxandi
mæli þau sjónarmið að kvótakerfið þurfi að vera ákveðið til langs
tima og að fiskveiðiréttindin verði gerð betur framseljanleg til að
kerfið njóti sín,“ sagði Kristján í samtali við blaðamann Morgnn-
blaðsins.
Ekki ástæða til að setja
kvóta á úthafsrækjuna
Núgildandi lög um stjómun físk-
veiðanna gilda einnig fyrir næsta
ár, en í lögunum er ákvæði um að
stefnan fyrir næsta ár verði endur-
skoðuð fyrir 1. nóvember næstkom-
andi. Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hélt í vikunni
samráðsfund með sjávarútvegs-
nefndum Alþingis og hagsmunaað-
ilum í sjávarútvegi vegna þessarar
endurskoðunar. Kristján Ragnars-
son sagði að Hafrannsóknastofnun
hefði lagt til að heimilað yrði að
veiða sama aflamagn á næsta ári
og í ár. Nú stæði yfír endurskoðun
á þessu áliti, en ekki væri búist við
miklum breytingum frá fyrri áætl-
unum. Kristján sagði að í Ijósi þessa
teldu menn ekki ástæðu til neinna
meiriháttar brejrtinga nú, en staðan
endurmetin á næsta ári.
Komið hefur til tals að setja kvóta
á úthafsrækjuveiðar, þannig að þær
reiknist inn í kvótann að hluta eða
öllu leyti. Ástæðan er sú að þeir
sem standa að sérhæfðum úthafs-
rækjuskipum óttast um sinn hag
vegna stóraukinnar rækjuveiði ann-
arra skipa. Aðspurður um þetta
sagði Kristján að á fundinum hefði
það komið fram að Hafrannsóknar-
stofnunin teldi sig ekki hafa ástæðu
til að takmarka úthafsrækjuveið-
arnar, miðað við þær upplýsingar
sem fyrir lægju. „Ég tel ekki koma
til greina að takmarka rækjuveið-
arnar nema fiskifræðilegar ástæður
krefjist þess, þó auðvitað geti kom-
ið að því ef sóknin héldur áfram
að aukast jafn mikið og að undan-
förnu," sagði Kristján. Hann sagði
að veiðarnar hefðu gengið einstak-
lega vel undanfarnar vikur þrátt
fyrir þessa miklu sókn.
Kostir kvótakerfis-
ins ótvíræðir
Almennt um kvótakerfið og
reynsluna af því sagði Kristján:
„Þegar kvótakerfið var sett á í
upphafi taldi ég ekki annað fært
vegna fregna um ástand fiskistofn-
anna. Mér sýnist nú að kostir
kvótakerfisins séu ótvíræðir: Við
höfum sparað útgerðarkostnað. Við
höfum nýtt aflann betur og fengið
meiri verðmæti út úr honum. Við
höfum aukið sóknina í vannýtta
fiskistofna. Allt hefur þetta orðið
til að gera Jressa atvinnugrein hag-
kvæmari. Ég tek því undir það með
sjávarútvegsráðhen-a að kvótakerf-
ið verði að vera áfram, miðað við
þann fiskiskipaflota sem við eigum
í <iag.
Ég sé ekki annað en að forsend-
ur kvótakerfisins verði áfram til
staðar, auk þess sem mér fínnst
að allir séu farnir aðlaga sig þessu
kerfi til að ná sem mestum árangri
í því. Hættir að gcra ráð fyrir að
gefíð verði eftir. Þá hefur gagmýni
útgerðarmanna og sjómanna á
kvótakerfíð minnkað. Ég aðhyllist
þó í vaxandi mæli þau sjónarmið
að kvótakerfið þurfí að vera ákveð-
ið til langs tíma og að fiskveiðirétt-
indin verði gerð betur framseljanleg
til að kerfíð njóti sín.“
Á samráðsfundinum kom til tals
vandi einstakra byggðarlaga, svo
sem Suðurnesja og tírundarfjarðar.
Aðspurður um þetta sagði Kristján
meðal annars: „Þetta eru byggðar-
Kristján Ragnarsson formaður
og framkvæmdastjóri Landsam-
bands íslenskra útvegsmanna.
sjónarmið sem eiga ekkert skylt við
kvótakei'fíð. Rætt er um að skip
hafi verið seld frá þessum stöðum
og kvótinn farið með þeim. Það er
í sjálfu sér alveg rétt, en það gerist
bara hvort sem við búum við kvóta-
kerfí eða ekki að aflinn fylgir
fískiskipunum þegar þau eru keypt
til staðanna og seld þaðan. Það
hlýtur ávallt að vera réttur eigenda
skipanna að ráðstafa kvótanum, en
ekki annarra. Kvótakerfíð er sett á
samkvæmt lögum og er aflanum
skipt upp eftir þeim. Ráðherra hef-
ur því ekki einhvern aukakvóta ofan
í skúffu hjá sér til að úthluta út
og suður enda væri það ekki æski-
legt að hann hefði slíkt vald.“
Ferskfiskmarkaðurinn
jafngildur og hver annar
Isfísksölur bar einnig á góma á
fundinum. „Menn eru að blanda
sölu á ferskum fiski saman við
kvótakerfið á sama hátt og sölu
fískiskipanna á milli staða. Ég tel
að þetta hafí ekki áhrif, menn eru
bara að reyna að gera sem mest
verðmæti úr aflanum. Fyrstu sjö
mánuði ársins voru seld 32.700 tonn
af ísfiski í Bretlandi og er aukning-
in talsverð á milli ára, þó enn sé
þetta takmarkaður hluti af heildar-
afla okkar - verður innan við 10%
af botnfiskaflanum í ár. Þetta hefur
verið gagnrýnt, og sagt að við séum
að flytja vinnuna úr landi. Niður-
staða Þjóðhagsstofnunar er þó sú
að ísfískútflutningur gefi jafn mikil
verðmæti á hvert kíló hráefnis og
útflutningur frysts físks. Þetta sýn-
ir að útflutningur fersks fisks er
þjóðhagslega jafn þýðingarmikill.
Með þessu er ég ekki að segja
að við eigum að auka hlutfall fersk-
físksins í útflutningnum, heldur að
þetta er jafngildur markaður og
hver annar og að við eigum að selja
fískinn þar sem hagstæðast er, en
vera ekki fyrirfram með fullyrðing-
ar um að einn markaður sé öðrum
betri eða ein vinnsluaðferð öðrum
betri.“
— Hvað um Bandaríkjamarkað-
inn. Óttast þú ekki að við getum
tapað þar markaði með sama
áframhaldi?
„Það ber að leggja ríka áherslu
á að viðhalda stöðu okkar á Banda-
ríkjamarkaðnum og hafa langtíma-
sjónarmið í huga í því efni, þó einnig
verði að taka tillit til breytinga sem
verða á mörkuðunum. I Banda-
ríkjunum er og verður okkar
mikilvægasti markaður en við meg-
um ekki ekki einskorða okkur við
einn markað á kostnað annars. Það
eru til dæmis ekki nema tvö ár síðan
við vorum í erfíðleikum með að selja
allt það sem framleitt var fyrir
Bandaríkjamarkaðinn.
Núna eru einnig erfíðleikar að
fá unninn fisk fyrir Sovétríkin.
Vegna gengisþróunarinnar hafa
opnast svo margir aðrir markaðir,
sérstaklega í Evrópu og Japan, og
því má ekki stýra framleiðslunni í
of miklum mæli inn á ákveðna
markaði eins og gert hefur verið."
Af koman hefur breyst
til batnaðar
Að undanförnu hafa verið fréttir
hér í blaðinu um að útgerðin stæði
í skilum við Fiskveiðisjóð og væri
að grynnka á skuldum sínum við
olíufélögin. Kristján var spurður um
hag útgerðarinnar í þessu ljósi.
„Það hefur breyst til batnaðar í
afkomu veiðanna og er staða út-
gerðarinnar betri en verið hefur
mörg undanfarin ár. Þetta kemur
meðal annars fram í því að ekki
myndast vanskil vegna fjárfesting-
arlána og skuldir við viðskiptavini,
meðal annars olíufélögin, minnka.
Þetta kemur til af því að tekjurn-
ar hafa aukist vegna góðs afla og
aukins ferskfiskútflutnings. Þá hef-
ur útgerðarkostnaðurinn lækkað
vegna olíuverðslækkunar. Loks má
geta þess að ekki hefur verið bætt
við flotann og tel ég nauðsynlegt
að standa mjög gegn því að flotinn
verði stækkaður. Verði það ekki
gert mun það einungis leiða til lak-
ari afkomu útgerðarinnar og
þjóðarinnar," sagði Kristján Ragn-
arsson.
Námskeið í
torfhleðslu
í Vatnsmýri
NÁMSKEIÐ í torfhleðslu verður
haldið um helgina í Vatnsmýrinni
og stendur það frá kl. 10 til 18
í dag og á morgun. Þátttakendur
mæti í mýrinni kl. 10 í dag.
Það er Tryggvi Hansen, hleðslu-
maður, sem leiðbein'ir þátttakend-
Frönsku listf lug-
sveitinni seinkaði
FRÖNSKU listflugsveitinni,
Patrouille De France.sem leika
átti listir sínar á Reykjavíkur-
flugvelli í gærkvöldi seinkaði og
verður sýning hennar kl. 19. í
kvöld.
Listflugsýning þessi er í tengsl-
um við 50 ára afmæli Flugmálafé-
lag íslands sem stofnað var 25.
ágúst 1936.