Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986
Hún á afmæli blessuð borgin
okkar við sundin, þessi friðar-
höfn í vondum heimi. Fleiri bæir
þessa lands eiga afmæli, fjjrir austan
Eskifjörður og vestan Isa^örður.
Ríkisfjölmiðlamir sinna að sjálfsögðu
hinum merku tímamótum með ýmsu
móti. Þannig mættu fréttamenn sjón-
varps til leiks bæði á Ísafírði og á
Eskifjörð en á sunnudagskvöldið 17.
águst er leið að afmælisdeginum
mikla var á dagskrá einkennileg af-
mælisdagskrá þar sem lýst var 100
ára afmæli frelsistyttunnar, senni-
lega hefír hin yfirgengilega flugelda-
og leysigeislahátíð ameríkananna átt
að koma okkur í hátíðarskap og stilla
strengi sálarinnar fyrir hátíðina í litlu
borginni okkar við sundin blá. En
fleira var á dagskrá sjónvarps á
þessu aðfarakveldi, til dæmis brot
úr hinni nýju kvikmynd er Reykjavík-
urborg fékk Hrafn Gunnlaugsson til
að gera í tilefni afmælisins, en sú
mynd er nú sýnd í Háskólabíoi. Vona
ég bara að myndin verði brátt sýnd
í fullri lengd í sjónvarpinu. Sama
kveld var líka á dagskránni, Kvöld-
stund með listamanni, en þar ræddi
Halldór B. Runólfsson listfræðingur
og málarí við myndlistarmanninn
Þórð B. Sveinsson, en Þórður heflr
lagt fram í málverki og skrifum
ýmsar athyglisverðar hugmyndir um
framtíðarskipulag höfuðborgar okk-
ar. Hugmyndir Þórðar Ben virðast
svolítið loftkenndar við fyrstu sýn
en málverkin yndisfögur og hver
veit nema hugsýn listamannsins nái
einhvers staðar rótfestu? En meir
um hátíðardagskrá sjónvarps síðar.
Það er af svo mörgu að taka í
hátíðardagskrá útvarpsins að ég veit
bara ekki hvar byrja skal. Er máski
við hæfí að byija á því að minnast
á messu í Neskirkju er hljómaði
síðastliðinn sunnudag. þar flutti
borgarstjórinn okkar, Davíð Odds-
son, predikun og lýsti á lifandi hátt
þeim miklu umskiptum er hafa orðið
á lífskjörum borgarbúa í tímans rás
þannig að vart myndi nokkur einasti
íbúi borgarinnar við sundin fyrir svo
sem tvö hundruð árum hafa náð yfir
hin skilgreindu fátæktarmörk dags-
ins í dag. Stundin í Neskirkju var
hátíðleg og eftirminnileg.
Síðar þennan sama dag var Svav-
ar gests að venju með á rás 1 þátt
sinn Alltaf á sunnudögum, en í þess-
um þáttum velur Svavar, býr til
flutnings og kynnir efni úr gömlum
útvarpsþáttum. Að þessu sinni valdi
Svavar upptökur frá fundum
Reykjavíkurfélagsins, en sumar af
þessum upptökum hafa aldrei heyrst
áður í útvarpi, til dæmis upptakan
af ræðu Bjama Jónssonar vígslubisk-
ups. Einstakur ræðumaður Bjami og
það var eftirtektarvert hversu
óþvingaðir áheyrendumir virtust
vera í návist þessa fyrsta heiðurs-
borgara Reykjavíkur.
Nú, og ekki má gleyma þætti
Svæðisútvarps Reykjavíkur og ná-
grennis í hátíðarhöldunum, en þeir
svæðisútvarpsmenn hafa kynnt vel
og rækileg öll hátíðarhöldin, undir-
búning þeirra og kvatt í þulastofu
Qölda manna að ræða um afmælis-
veisluna. Hátíðarfundurinn í borgar-
stjóm í gær var einkar hátíðlegur,
en þar fluttu borgarfulltrúar ávörp
í tilefni dagsins. Þótti mér athyglis-
verð ræða Ingibjargar Sólrúnar þar
sem hún minntist á mæður Reylqaví-
kur er hún taldi að mættu ekki
hverfa í skuggann fyrir hinum marg-
nefndu feðrum borgarinnar.
Þá fylgdust þeir svæðisútvarps-
menn með opinberri heimsókn
forseta íslands, Vigdísar Finnbogad-
óttur, til höfuðborgarinnar. Sannar-
lega stór stund og allir í afmælisskapi
er forseti vor flutti hátíðarræðuna í
sölum borgarstjómar Reykjavíkur.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/ SJÓNVARP
A hringveginum:
Utvarpað úr
Norðurárdal
■^■■1 Umsjónarmenn
-| (T 20 þáttarins Á
A" hringveginum
hafa að undanfömu verið
að fikra sig yfir á vestan-
vert landið og verða
væntanlega komnir til Bif-
rastar í Norðurárdal í dag.
Það verða þeir Ævar Kjart-
ansson og Ásþór Ragnars-
son sem munu halda um
hljóðnemann næstu daga,
en þeir fóstbræður ætla
fyrst að leggja ieið sína í
Dalina og síðan vestur á
Snæfellsnes. Munu hlust-
endur geta fylgst með
ferðum þeirra gegnum
hljóðtæki sín og altént
heyrt ef ekki séð það sem
fyrir þá félaga ber. Stefán
Jökulsson situr svo í þular-
stofu á Skúlagötu 4 og
grípur inn í framrás mála,
en tæknimaður, sem að-
stoðar Ævar og Ásþór, er
Halldór Gröndal.
Barnautvarpið
■■ í dag ætlar
03 Bamaútvarpið
“’ að fjalla um af-
mælishátíð Reykjavíkur-
borgar, farið verður í
dýragarðinn, sögugarðinn,
þrautagarðinn og fleiri
staðir verða heimsóttir.
Einnig verður í þættin-
um efni frá afmælishátíð
Eskifjarðar og að lokum
verður fímmti lestur fram-
haldssögunnar um Múmí-
una sem hvarf eftir Dennis
Jiirgen í þýðingu Vem-
harðar Linnet.
Á morgun er síðan ætl-
unin að tileinka þáttinn
landnáminu. Gunnar Karls-
son sagnfræðingur kemur
í heimsókn og fræðir jafnt
um það sem allir eiga að
vita og það sem færri vita.
Umsjónarmenn Barna-
útvarpsins eru þær Kristín
Helgadóttir og Sigurlaug
M. Jónasdóttir. Þeim til
aðstoðar em þau Ingibjörg
Karlsdóttir og Pétur Snæ-
land.
Pétur Snæland, Krístín Helgadóttir stjórnandi og
Ingibjörg Karlsdóttir.
Stuðmenn eru meðal þeirra sem fram eiga að koma á Arnarhóli.
U nglingaskemmtun
á Arnarhóli
H í kvöld ætlar
05 sjónvarpið að
“ sjónvarpa beint
tónleikum sem haldnir
verða á Arnarhóli í tilefni
af 200 ára afmæli Reykja-
víkurborgar. íþrótta- og
tómstundaráð hefur veg og
vanda af tónleikunum og
er stefnt að ósvikinni tón-
listarveislu fyrir unga
fólkið.
Þar eiga að koma fram
hljómsveitirnar Tic Tae,
Wunderfools, Greifamir,
MX-21 og Stuðmenn.
0
I dagsins önn:
Þarfasti þjónn
nútímans
■i í þættinum
30 verður stuttlega
rakin saga þarf-
asta þjónsins í nútíma
samfélagi, bifreiðarinnar.
Þessi saga er rakin allt frá
uppgötvun Súmera á hjól-
inu fyrir um 5000 árum,
til uxakerru bóndans,
hestakerrunnar og loks að
bílnum.
En þrátt fyrir gagnsemi
bílsins hefur hann sínar
verri hliðar. Mörg slys af
völdum ökutækja og
manna bera því glöggt
vitni. Jafnframt flnnst einn
fylgifiskur, sem alltof lítill
gaumur hefur verið gefinn
hér á landi, en það er loft-
mengunin sem fylgir
bílnum. í þættinum í dag
verður einmitt fjallað um
þennan vágest og hvemig
má varast hann.
Er ef til vill hreina og
tæra loftið sem við stæmm
okkur svo af ekki lengur
jafnhreint og tært og við
höldum?
Umsjón Jón Gunnar
Grétarsson.
ÚTVARP
v
ÞRIÐJUDAGUR
19. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veöurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Olla og Pési eftir
Iðunni Steinsdóttur. Höf-
undur les (9).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesiö úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíö. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Þórarinn Stefánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn — Heilsu-
vernd. Umsjón: Jón Gunnar
Grétarsson.
14.00 Miðdegissagan: „Fólk á
förum" eftir Ragnhildi Ólafs-
dóttur. Elísabet Jónasdóttir
þýddi úr dönsku. Torfi Jóns-
son byrjar lesturinn.
14.30 Tónlistarmaöur vikunn-
ar — Björn Thoroddsen.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Á hringveginum — Vest-
urland. Umsión: Ævar
Kjartansson, Asþór Ragn-
arsson og Stefán Jökulsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síödegistónleikar.
a. Divertimento fyrir ein-
leiksflautu eftir William
Alwyn. Christoph Hyde
Smith leikur.
b. Divertimento fyrir málm-
blásara og slagverk eftir
Albert Huybrechts. Hljóð-
færaleikarar úr Sinfóníu-
hljómsveitinni í Liege leika;
Julien Ghyoros stjórnar.
c. Divertimento nr. 2 eftir
Xavier Montsalvatge. Alicia
de Larrocha leikurá píanó.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón:
Kristín Helgadóttir og Sigur-
laug M. Jónasdóttir.
17.45 í loftinu — Blandaöur
þáttur úr neysluþjóðfélag-
19.00 Dansandi bangsar.
(Das Tanzbaren Márchen).
Annar þáttur. Þýskur brúðu-
myndaflokkur í fjórum
þáttum. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
19.25 Úlmi.
(Ulme). Þriðji þáttur. Sænsk-
ur teiknimyndaflokkur um
dreng á víkingaöld. Sögu-
maöur Arnar Jónsson.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. (Nordvision —
Sænska sjónvarpiö).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
inu. — Hallgrímur Thor-
steinsson og Guölaug
María Bjarnadóttir. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kyöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Guðmund-
ur Sæmundsson flytur
þáttinn.
19.50 Fjölmiölarabb. Ólafur Þ.
Haröarson talar.
20.00 Ekkert mál. Ása Helga
Ragnarsdóttir stjórnar þætti
fyrir ungt fólk.
20.40 Leyndarmál öræfanna.
Síðari þáttur Höskuldar
Skagfjörð. Lesari með hon-
um: Guðrún Þór.
21.05 Perlur. Frank Sinatra og
Jack Teagarden leika og
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Borgargróöur.
Tæknisýning Reykjavíkur
hefur látiö gera flokk mynda
um hinar svonefndu Tækni-
stofnanir borgarinnar.
Fyrsta myndin sem sjón-
varpið sýnir úr þessum
myndaflokki heitir Borgar-
gróður og lýsir hún því sem
gerist þegar riki náttúrunnar
mætir tæknivæddu borgar-
samfélagi nútimans. Kvik-
myndun: Sigurður
Jakobsson. Texti: Ólafur
syngja.
21.30 Utvarpssagan: „Sögur
úr þopinu yndislega" eftir
Sigfried Lenz. Vilborg Rickel
Isleifsdóttir þýddi. Guðrún
Guölaugsdóttir les (3).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.16 Veðurfregnir.
22.20 Leikrit: „i forsæludal"
eftir John M. Synge. Þýð-
andi: Einar Ólafur Sveins-
son. Leikstjóri: Guðmundur
Ólafsson. Leikendur: Valur
Gislason, Þóra Friöriksdótt-
ir, Jóhann Sigurðarson og
Amar Jónsson. (Endurtekið
frá fimmtudagskvöldi).
22.50 Berlínarútvarpiö kynnir
unga tónlistarmenn. Hátíð-
artónleikar af tilefni þess að
40 ár eru liöin frá upphafi
Bjarni Guðnason. Lesari:
Arnar Jónsson. Hljóðsetn-
ing: Kot.
21.05 Unglingaskemmtun á
Arnarhóli.
Bein útsending frá
Reykjavíkurrokki. Tónleikar
sem haldnir eru á Arnarhóli
í tilefni af 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar. iþrótta-
og tómstundaráð hefur veg
og vanda af hljómleikunum
en þar koma fram hljóm-
sveitirnar Tic Tac, Wunder-
foolz, Greifarnir, MX-21 og
Stuðmenn.
Dagskrárlok óákveöin.
þessara tónleika. Umsjón:
Guðmundur Gilsson.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
19. ágúst
9.00 Morgunþáttur
i umsjá Ásgeirs Tómasson-
ar, Gunnlaugs Helgasonar
og Sigurðar Þórs Salvars-
sonar. Guðríður Haralds-
dóttir sér um barnaefni i
fimmtán mínútur kl. 10.05.
12.00 Hlé
14.00 gkammtaö úr hnefa
Stjórnandi: Jónatan Garð-
arsson.
16.00 Hringiðan
Þáttur í umsjá Ingibjargar
Ingadóttur.
17.00 i gegnum tiðina
Jón Ólafsson stjórnar þætti
um íslenska dægurtónlist.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 15.00, 16.00
og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
SJÓNVARP
ÞRIÐJUDAGUR
19. ágúst